Morgunblaðið - 17.02.1985, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985
,w-r. 1 • Morffunblaðiö/RAX
Viðræður um kjaramalin
Fulltrúar Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins, sem sitja í nefnd til undirbúnings kjaraviðræðun-
um á þessu ári, hafa komið saman til funda undanfarið. I*essi mynd er tekin í skrifstofu forseta Alþýðusam-
bands íslands á einum slíkum fundi. Á myndinni eru: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Magnús Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambandsins,
og Björn Björnsson, framkvæmdastjóri
Tónlistarfélagið:
Fimm tónleikar á
síðari hluta vetrar
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi frá Tónlistarfélaginu:
Komið er að síðari hluta starfs-
vetrar Tónlistarfélagsins og með
tilliti til þess, að árið 1985 er til-
einkað jafnt tónlistinni sem æsk-
unni, hefur Tónlistarfélagið gert
sér far um að vanda dagskrá sína
sem mest.
Fyrstu tónleikar á síðara miss-
eri verða hátíðartónleikar til
minningar um Ragnar Jónsson,
sem var líf og sál Tónlistarfélags-
ins frá stofnun þess. Þessir tón-
leikar verða 11. mars, og á þeim
mun hinn heimsfrægi píanóleikari
Rudolf Serkin votta hinum látna
vini virðingu sína, en þeir Ragnar
voru tengdir nánum vináttubönd-
um í hart nær heila mannsævi.
Nánar verður fjallað um þessa
sérstæðu tónleika í fjölmiðlum
síðar.
Þriðjudaginn 2. apríl eru fyrir-
hugaðir tónleikar Empire Brass
Quintet frá Bandaríkjunum.
Heimili Empire Brass er nánar
tiltekið Boston og hinir fimm með-
limir þessarar málmblásarasveit-
ar eru snillingar hver á sitt hljóð-
færi. Þeir hafa komið fram um all-
an heim og unnið sér frábæran
orðstír, sérstaklega fyrir að vera
jafnvígir á alla tónlist. Til heiðurs
æskunni hafa þeir fallist á að
koma fram á aukatónleikum í
Menntaskólanum við Hamrahlið
3. apríl og munu leika tónlist, sem
hefur sýnt sig að höfða sérstak-
lega til æskunnar, hvar í heimi
sem er. Auk þess munu þeir vænt-
anlega gera upptökur fyrir sjón-
varp.
Flestum tónlistarunnendum
mun og leika forvitni á að heyra
til rússneska fiðluleikarans Vikt-
oriu Mullova, sem mun koma fram
í Austurbæjarbíói laugardaginn
20. apríl ásamt undirleikara sín-
um Charles Abramovic. Viktoria
Mullova hefur ekki einungis getið
sér orð sem einn frábærasti fiðlu-
leikari nútímans og sigurvegari í
Tchaikovsky-keppninni í Moskvu
árið 1982 einungis 24 ára gömul,
Sibelius-keppninni í Helsinki 1981
og Wieniawski-keppninni í Pól-
landi sama ár, heldur komst hún í
heimsfréttirnar sumarið 1983 er
hún gerðist pólitískur flóttamaður
og flúði frá Finnlandi, þar sem
hún var á tónleikaferðalagi, til
Svíþjóðar á hinn ævintýralegasta
hátt og leitaði hælis í bandaríska
sendiráðinu í Stokkhólmi. Vikt-
oria Mullova stundaði tónlistar-
nám að mestu í fæðingarborg
sinni, Moskvu, en er nú heimilis-
föst í New York og heldur tónleika
um allan heim við sívaxandi orð-
stír.
Flesta tónlistarunnendur mun
einnig fýsa að heyra í sænska pí-
anóleikaranum Dag Achatz, sem
mun koma fram á vegum Tónlist-
arfélagsins föstudaginn 17. maí.
Dag Achatz er að vísu ekki nema
hálfur Svíi, því að faðir hans var
Vínarbúi að uppruna og núverandi
heimilisfang hans er í Sviss. Dag
Achatz hefur leikið á tónleikum í
öllum helstu menningarborgum
heims eins og London, New York,
París, Berlín, Moskvu og oft unnið
keppni eins og t.d. Rudolf Ganz-
keppnina í Lausanne 1960, Barce-
lona-keppnina árið 1964 og
Múnchen-keppnina árið 1965. Dag
Achatz hefur leikið sér að því að
útsetja mörg frægustu hljómsveit-
arverk tónbókmenntanna fyrir pí-
anó á snilldarlegan hátt og getið
sér frægðarorð fyrir að leika sér
einnig að tæknilegum örðugleik-
um þessara útsetninga. Má t.d.
minnast á útsetningu hans á „Vor-
blóti“ eftir Stravinsky og „Hnotu-
brjótnum" eftir Tchaikovsky, svo
eitthvað sé nefnt og hefur valdið
nánast furðu í tónlistarheiminum.
Seinasti gesturinn á þessu miss-
eri verður Dalton Baldwin og í för
með honum mezzo-sópransöng-
konan Janis Taylor. Dalton Bald-
win er öllum meðlimum Tónlistar-
félagsins að góðu kunnur, og það
hefur aldrei brugðist, að hann hafi
haft hina ágætustu söngvara i för
með sér. Janis Taylor er þar engin
undantekning. Hún er bandarísk
en þó af kanadisku bergi brotin.
Tónleikar þeirra verða laugardag-
inn 25. maí. Orðstír Janis Taylor
hefur farið hratt vaxandi og í apr-
ílmánuði mun hún koma fram í
Carnegie Hall í New York. Þar
verða fluttar 5 óperur eftir Hánd-
el, hver á fætur annarri, í tilefni
Handelársins, og mikið til flutn-
ings vandað. í hverri óperu verður
stórstjarna í aðalhlutverki, en þær
eru: Joan Sutherland, Marilyn
Horne, Tatyana Troyanos, Kath-
leen Battle og Janis Taylor. Hér á
landi mun Janis Taylor m.a.
syngja lagaflokkinn „Les nuits
d’été" eftir Berlioz og lög eftir
Respighi, Debussy og Mahler.
Um langt skeið hefur Tónlistar-
félagið verið nánast lokað félag og
nær ógjörningur fyrir aðra en
áskriftarmeðlimi að fá miða á
tónleika þess. Það er þó stefna fé-
lagsins að reyna að ná til sem
flestra og bæta við nýjum áskrift-
armeðlimum í samræmi við þá
hreyfingu sem verður á áskriftum
frá ári til árs.
Upplýsingar um möguleika á að
gerast áskriftarmeðlimur eru
gefnar á skrifstofu Tónlistarfé-
lagsins.
(KróíUtilky nninj».)
Lögreglan stöðvaði „Bjérsamlagið“
LÖGREGLUMENN lögðu á fostu-
dag löghald á tæki, efni og búnað
hjá fyrirtækinu „Bjórsamlaginu” við
Ármúla í Reykjavík. Er talið af hálfu
embættis lögreglustjórans í Reykja-
vík, að forráðamenn fyrirtækisins
hafí gerst brotlegir við ákvæði
áfengisiaga.
Forstjóri „Ámunnar", sem rekin
er í sama húsi, Guttormur Ein-
arsson, kveðst engin lög hafa brot-
ið og ekki haft annað undir hönd-
um en efni og varning, sem fá
megi í vínsölum ríkisins og öðrum
almennum verslunum. Hann segir
að þremur dögum áður en „Bjór-
samlagið" tók til starfa hafi emb-
ætti lögreglustjóra fengið allar
upplýsingar um væntanlega starf-
semi og þess óskað, að látið yrði
vita tímanlega ef embættið sæi
einhverja meinbugi á starfsem-
inni.
Hækkandi gengi
dollars breikkar
enn bilið á salt-
fiskmörkuðum
SÍHÆKKANDI gengi Bandaríkjadollars gagnvart Evrópugjaldmiðlum
fjórða árið í röð hefur valdið íslenzkum saltfiskframleiðendum veru-
legum erfiðleikum. Samkeppni þeirra við nágrannaþjóðirnar verður
sífellt erfiðari vegna þessarar þróunar og hafa framleiðendur hér orðið
að taka á sig stóran hluta af dollarshækkuninni eins og hún hefur orðið
á hverjum tíma. Saltfiskur er nær eingöngu fluttur út til Evrópulanda.
Dagbjartur Einarsson, stjórn- gengi dollarsins. Fyrir áramótin,
arformaður Sölusambands ís- þegar gengið var frá fiskverði,
lenzkra fiskframleiðenda, sagði í Var talið að afkoma í söltun og
samtali við Morgunblaðið, að frystingu hefði verið mjög svip-
þessi þróun markaði baráttuna á uð, en áframhaldandi hækkun
saltfiskmörkuðunum verulega. dollars síðustu vikurnar hefur
„Sem dæmi um hækkunina má veikt stöðu saltfisksins og af-
nefna, að frá marz 1981 hefur koma við söltun smáfisks hefur
líran fallið um 110% gagnvart verið sérstaklega erfið.
dollar, pesetinn um 125% og Inneign saltfiskframleiðenda í
escudos um 240%, en yfirgnæf- Verðjöfnunarsjóði er uppurin og
andi hluti framleiðslu okkar fer þv| ekki lengur mögulegt, eins og
til Ítalíu, Spánar og Portúgal," síðustu ár, að bæta hag fram-
sagði Dagbjartur. leiðenda með greiðslum úr
„Til samanburðar má geta sjóðnum. Við þetta bætast svo
þess, að frá því í marz 1981 hefur aðrir erfiðleikar, sem framleið-
norska krónan fallið um 80% endur búa við; samdráttur í veið-
gagnvart dollar og sú danska um Um, langvinnur hallarekstur i
90%. Af þessum sökum verður útgerð og síðast en ekki sízt sölu
samkeppni við Dani, Færeyinga og greiðslutregða í skreiðar-
og Norðmenn, sem selja í dönsk- viðskiptum.
um og norskum krónum, sífellt Til að draga úr áhrifum þess-
erfiðari með hækkandi gengi arar óheillavænlegu þróunar
dollarsins. Til þess að treysta hefur verið lögð áherzla á verk-
samkeppnisaðstöðuna í þessu Un tandurfisks, sem hefur skilað
gengisróti hefur söluverð á ís- ágætri afkomu. Sömuleiðis legg-
lenzkum saltfiski verið tengt við , ur SÍF áherzlu á hraðar afskip-
SDR (sérstök dráttarréttindi) anir, því með styttri geymslu-
siðustu tvö til þrjú ár, en það tíma verður rýrnun minni og
þýðir í grófum dráttum að fram- vaxtakostnaður lægri en ella.
leiðendur hér heima taka á sig Mjög litlar birgðir voru af salt-
um helming af dollarahækkun- físki í landinu um síðustu ára-
inni eins og hún verður á hverj- mót og afskipanir það, sem af er
um tíma. þessu, hafa gengið vel og má
Það er því augljóst að afkoma segja að framleiðslunni hafi ver-
saltfiskframleiðenda versnar ið afskipaö eftir hendinni," sagöi
hlutfallslega með hækkandi Dagbjartur Einarsson.
VcrShatkkun LISÍ / Evröpumynium
Sti/fa&rL dctmi:
je.rÍheekkun
Á þessu stílfærða dæmi um hækkun dollars gagnvart ýmsum Evrópu-
gjaldmiðlum má sjá, hver þróunin hefur verið undanfarin ár. Vegna
hennar hefur verð á saltfiski héðan sífellt hækkað í gjaldmiðli þeirra
landa, sem við seljum til og er hækkunin mun meiri gagnvart SI)R, scm
Islendingar nota sem viðmiðun við söluna, en gagnvart norsku og
dönsku krónunum. Þetta á mikinn þátt í því að veikja samkeppnisað-
stöðu okkar gagnvart Norðmönnum, Dönum og Færeyingum.