Morgunblaðið - 17.02.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985
5
Sigfús Sigfússon
Bókaútgáfan Þjóðsaga:
5. bindi Sig-
fúsar Sigfús-
sonar komið
BÓKAÍJTGÁFAN l>jóúsaga hefur
gefið út fimmta bindið af Islenskum
þjóðsögum og sögnum, sem Sigfús
Sigfússon þjóðsagnaritari safnaði og
skráði. Fyrstu fjögur bindin komu út
fyrir jólin 1982, en alls verða þau níu
og það tíunda mun geyma skrár og
ritgerð um Sigfús Sigfússon og söfn-
un hans.
Útgáfu fimmta bindis hefur
annazt Grímur M. Helgason, en
Óskar Halldórsson dósent annað-
ist útgáfuna unz hann lézt.
Fimmta bindið fjallar um
kynngisögur og er það 436 blaðsíð-
ur að stærð. Hönnun er eftir Haf-
stein Guðmundsson og er bokin
prentuð hjá Guðjóni Ó hf. og
bundin hjá Arnarfelli hf.
Sigfús Sigfússon fæddist árið
1855. Hann ólst upp á Fljótsdals-
héraði, stundaði nám við Möðru-
vallaskóla en hafði síðan lengst af
ofan af fyrir sér með farkennslu.
Hann stundaði einnig sjó, var víða
í kaupamennsku og má heita, að
hann hafi hvergi átt fast heimili
lengst af ævi sinnar. Sigfús fékk
snemma mikinn áhuga á þjóðleg-
um fróðleik og þjóðsögum og var
sjálfur mjög trúaður á dulræn
fyrirbæri. Mikilvirkastur var
hann við söfnunina á árunum
1890—1920 og hafði alltaf þann
hátt á, að hann skrifaði allt upp
sjálfur eftir heimildamönnum sín-
um, sem mestan part voru gamalt
fólk. Sigfús lést árið 1935.
22 kennarar
viö MA virða
ekki fram-
lenginguna
Akureyri, 15. febrúar. Frá Vilborgu
FinarsdóUur blaóamanni Mbl.
TU'ITUGU og tveir kennarar við
Menntaskólann á Akureyri sendu
menntamálaráðherra bréf í g»r, þar
sem þeir tilkynntu að þeir myndu
ekki virða framlengingu hennar á
uppsagnarfresti framhaldsskóla-
kennara í HÍK.
Kváðust kennararnir 22 hins
vegar reiðubúnir að draga upp-
sagnir sínar til baka, yrði verulega
bætt úr kjörum framhaldsskóla-
kennara.
Magnús Jónsson talsmaður
kennaranna sagðist í samtali við
Mbl. telja að ákvörðun ráðherra
stangaðist á við sáttmála Evrópu-
ráðsins um mannréttindi og
mannfrelsi.
^NNLENT
Kennaradeilan:
„Engar tillögur komu frá
samninganefnd ríkisins“
— segir formaður Hins Lslenska kennarafélags
„FUNDURINN var gagnlegur og við
ákváðum að hittast aftur á þriðju-
dag,“ sagði Kristján Thorlacius,
formaður Hins íslenska kennarafé-
lags, þegar hann var inntur fregna af
samningafundi félagsins með samn-
inganefnd ríkisins í gær.
„Á þriðjudag ætlum við að koma
með frekari hugmyndir um hugs-
anlegar breytingar á núgildandi
sérkjarasamningi okkar," sagði
Kristján. „Við teljum yfirvinnu-
stuðul vera rangan og viljum fá
honum breytt. Samninganefnd
rikisins hafði engar tillögur fram
að færa, eins og við höfðum þó
reiknað með, en þeir ætla að at-
huga nánar einstök dæmi um að
kennarar hafi dregist aftur úr
öðrum ríkisstarfsmönnum í laun-
um.“
Kristján kvaðst sjálfur ekki
hafa nein dæmi um slíkan mun, en
ljóst væri að kennarar, líkt og aðr-
ir háskólamenntaðir ríkisstarfs-
menn, hefðu dregist verulega aft-
ur úr mönnum með sömu mennt-
un, sem starfa á almehnum mark-
aði.
Indriði H. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagði í
gærkvöldi að fátt markvert hefði
gerst á fundinum. Farið hefði ver-
ið yfir ýms atriði og undirbúnar
frekari viðræður. Hann sagðist
draga í efa að samningar tækjust
fyrir 1. mars næstkomandi þegar
kennarar hyggjast leggja niður
störf verði ekki komnar til um-
talsverðar kjarabætur þeim til
handa. „Dómur Kjaradóms um að-
alkjarasamninginn er væntanleg-
ur á næstu dögum og þá er ósamið
við 25 félög, þar á meðal Hið ís-
lenska kennarafélag," sagði hann.
„Ég er ekki viss um að eitt félag
geti samið á undan heildinni, það
hlýtur að taka nokkurn tíma að
ganga frá þessu. Takist ekki
samningar er Kjaradómi skylt að
kveða upp dóm innan mánaðar frá
því að aðalkjarasamningur tekur
gildi, sem verður 1. mars. Að öðru
leyti held ég að við verðum að
treysta því að menn fari að lög-
um.“
ÖRUCC
ENDURSALA
Árum saman hefur FIAT veriö topp-bíll í endursölu UNO er auövitaö efstur
á blaöi, sést sjaldan á bílasölum og stoppar þar stutt.
Þessvegna eru peningarnir þínir vel gevmdir í FIAT-UNO,
þú ekur á afburða bíl sem þú getur breytt snarlega í peninga ef á þarf aö
halda. Sum bílaumboö segja þér aö spyrja eigendur um endursöluna.
Viö segjum: spuröu bílasalana, þeir vita allt um endursölu.
CAMLI BÍLLINN UPPÍ
Augljóst er aö betri bílakaup bjóöast ekki, uno 45 super '85 á 280.000,-.
Aö auki tökum viö gamla bílinn uppí þannig aö þú losnar viö
fyrirhöfn og áhættu sem alltaf eru samfara sölu á notuöum bílum.
MEST SELDI BÍLL Á ÍSLANDI
Smiöjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.