Morgunblaðið - 17.02.1985, Side 30

Morgunblaðið - 17.02.1985, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 Hvað er að gerast í veðurfarinu? ísland um skeið hlýjasti staður Evrópu Snjókast á Costa Brava Gldri menn úti á landsbyggð- inni, sem muna tímana tvenna, segja stundum: „Þad var meira sólskin hér í gamla daga.“ Nýjar athuganir benda til þess að þeir hafi nokkuð til síns máls. Veður- farið breytist vissulega frá einum áratugnum til þess næsta. En athuganirnar benda til þess að sumar sveiflurnar í veðurfarinu feli ekki í sér breytingar úr köld- um áratug í hlýjan og öfugt, heldur valdi sveiflurnar því að stundum er hitastigið í jafnvægi og stundum er það óstöðugt. Eins og íbúum Florida er nú fullkunnugt er veðurlagið nú óstöðugt. Hinn 21. janúar sl. fór hitinn niður fyrir frostmark í Florida allt suður undir vetrarbústaði ellilífeyrisþega í Palm Beach, og frysti appelsínuuppskeruna á trjánum. Svo rauk hitinn upp fyrir 26 gráður þannig að ávöxt- urinn brauzt út úr berkinum, en kuldabylgjan hélt áfram vestur á bóginn og þakti slétturnar miklu með snjó, en frostið í Col- orado fór niður fyrir +50 gráður. Þessi óstöðugleiki í veðurfar- inu er ekki aðeins ríkjandi í Bandaríkjunum. Fyrr í þessum mánuði, aðeins hálfum mánuði eftir að 300 manns biðu bana í hríðarveðri og kulda og bað- strendurnar við Miðjarðarhafið voru snævi þaktar, mildaðist veðrið á ný. Febrúar byrjaði vel í Bretlandi með yfir 10 stiga hita. En hafa ber í huga að þannig byrjaði janúar einnig. Svona gjörbreytingar á veð- urfari verða ekki aðeins innan vissra árstíða. Júlí og ágúst 1983 reyndust heitasta tveggja mán- aða tímabilið sem komið hafði í Bandaríkjunum frá árinu 1955; þeim fylgdi svo vetur sem, að vetrinum 1978 undanskildum, var sá versti í Bandaríkjunum í nærri 40 ár. Síðustu tvö sumur í Bretlandi hafa verið óvenju hlý; veturinn 1981—’82 var þar Síb- eríuveðrátta. Að sögn þriggja vísindamanna — dr. Thomas Karl, dr. Roberts Livezey og dr. Edwards Epstein — við banda- rísku vísindastofnunina Nation- al Oceanic and Atmospheric Ad- ministration (NOAA), hafa sex af undanförnum átta vetrum í Bandaríkjunum ýmist verið óeðlilega kaldir eða óeðlilega hlýir. Nánar tiltekið komust vís- indamennirnir að því að þrjá vetrarmánuði af tíu á undan- förnum átta árum var meðalhit- inn á meginlandi Bandaríkjanna (þ.e. fyrir utan Alaska og Haw- aii) að minnsta kosti IV* gráðu fyrir ofan eða neðan meðaltal síðustu 89 ára. í fljótu bragði virðist þetta ef til vill ekki mik- ið, en 20 árin þar á undan hafði aðeins einn vetrarmánuður af hverjum tíu sýnt jafn mikil af- vik frá meðalhita. Og dr. Karl bendir einnig á að þessi langi jafnvægistími hafi verið „óvenjulega eðlilegur". Hann tel- ur að á þessari öld hafi að með- altali einn vetrarmánuður af hverjum fimm verið áberandi heitur eða kaldur. Það getur virzt mikil alhæfing að tala um veðurfar í Bandaríkj- unum í heild. En þótt undarlegt megi virðast um jafn víðlent land og Bandaríkin, eru sveifl- urnar í veðurfarinu svipaðar. í athugun NOAA kom fram að óvenjuleg hlýindi í einum lands- hluta leiddu ekki til óvenjulegra kulda í öðrum. f öllum ríkjunum 48 — einnig í jafn ólíkum ríkjum og Florida og Colorado — urðu sömu sveiflurnar í veðurfarinu samtímis frá eðlilegu hitastigi yfir í meiri óstöðugleika. Hver getur ástæðan verið? Ein skýringin felst í loftstraumi há- loftanna, vindi sem þeytist um gufuhvolfið í um 20 þúsund feta (rúmlega 6 þúsund metra) hæð yfir jörðu og hefur mikil áhrif á veðurfarið á yfirborði jarðar. Vindur þessi fer umhverfis jörðu frá vestri til austurs, en leggur lykkjur á leið sína til norðurs og suðurs. Á síðustu átta árum hafa þessar lykkjur orðið víðáttu- meiri en áður, þannig að til dæmis háloftavindurinn yfir Evrópu hefur blásið frá norðri til suðurs í stað þess að blása frá vestri til austurs. Þegar þetta gerist, flytur vindurinn kalt loft suður á bóginn — og sú er ástæðan fyrir því að meðan heimskautsveður ríkti í Evrópu í síðasta mánuði, varð Island um tíma heitasti staður Evrópu þar sem landið lá undir hálofta- straumum á bakaleið. Að sjálf- sögðu leiðir þessi skýring til spurningarinnar: af hverju skipta loftstraumarnir um stefnu? Það veit enginn. Ofan á þetta bætast hægfara en stöðugar breytingar á þróun veðurfars jarðarinnar. Við ætt- um til dæmis nú þegar að vera komin inn í nýtt kuldaskeið, eða ísöld. Þegar fyrst varð ljóst að veðurfarið var orðið óstöðugt, bentu sumir vísindamenn á að svipað hafði gerzt í sambandi við kuldaskeiðið í lok miðalda. Höf- undar vísindaskáldsagna voru fljótir að túlka þessi ummæli þannig að við værum á leið inn á meiri eða minniháttar ísaldar- skeið. Fyrir árið 1920 var meðal- hitinn í löndum á norðurhveli jarðar rúmlega hálfri gráðu hærri en hann varð á árunum frá 1920 til 1980. Frá 1980 hefur hitastigið farið hækkandi, og vekur það ugg um að mannlegar aðgerðir hafi leitt til upphitunar jarðarinnar með „gróðurhúsa-áhrifum" — sam- ansöfnun á koldíoxíði, sem hleypi sólargeislunum inn í gufuhvolfið, en endurvarpi til jarðar þeirri innrauðu útgeislun, sem á að flytja hitann frá jörð- inni út í geiminn á ný. En þessi gróðurhúsaáhrif vekja fleiri spurningar en svör. Ef sveiflurnar í veðurfarinu yllu aðeins hærra hitastigi, mætti út- skýra þær sem afleiðingu þess- arar upphitunar. En svo er ekki. Aukningin á koldíoxiðinu virðist fara saman með meiri breyting- um á hitastiginu, ekki aðeins hækkun þess. Hvorki ísöld né gróðurhúsa- áhrif geta skýrt þróunina yfir í meiri óstöðugleika í veðurfarinu að undanförnu. Veðurfar á jörðu stjórnast aðallega af því hita- magni sem hingað berst og jörð- in heldur. Kuldaskeið eða hita- skeið stjórnast af kerfum — staðvindum, háloftastraumum o.fl. — sem á einn eða annan hátt flytja heitt loft frá hitabelt- inu til heimskautanna. Þegar vísindamenn öðlast meiri þekk- ingu á þessum kerfum, verða þeir færari um að útskýra veð- urbreytingarnar — og geta nýtt sér þá þekkingu til að spá fyrir um það hve lengi núverandi ástand með sólríkum og heitum sumrum og hörðum vetrum á eftir að ríkja. (Úr The Economist) HVERFAFUNDIR RORGARSTJORA1985 Hvert stefnum við?_________ Hvað hefur áunnist? DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA. 2.FUNDUR Nes- og Melahverfi — Vestur- og Miöbæjarhverfi Sunnudaginn 17. febrúar kl. 14.30 í Átt- hagasal Hótel Sögu. Fundarstjóri: Valgarö Briem hrl. Fundarritari: Birgir Ármannsson menntaskólanemi. Á fundinum veröa sýnd líkön, litskyggnur og skipulagsupp- drættir. REYKVÍKINGAR! FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFliNDI BORGARSTJÓRA. KOMIÐ SJÓNARMIÐUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST UMHVERFI YKKAR BETUR. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.