Morgunblaðið - 17.02.1985, Síða 34

Morgunblaðið - 17.02.1985, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 35 Plórgúi Útgefandi nttbifeifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Hneyksli í skákheiminum Sú ákvöröun Campomanes, forseta FIDE, Alþjóða- skáksambandsins, að hætta einvígi þeirra Garris Kasp- arov og Anatolys Karpov hef- ur réttilega verið kölluð hneyksli í skáksögunni. Eins og Friðrik Ólafsson bendir á er heimsmeistaraeinvígið í skák ekki einungis háð við skákborðið. í því reynir á andlegt og líkamlegt atgervi keppenda. Úr því að Anatoly Karpov brast þrek til að tefla áfram hefði Garri Kasparov átt að hljóta sigurinn. Þess í stað var einvíginu hætt. Bent Larsen lýsir eðlilegri framvindu þessa máls hér í Morgunblaðinu í gær þegar hann segir: „Reglur FIDE um einvígishald eru skýrar og þær gera ráð fyrir atvikum eins og þreytu keppenda og veikindum. Þeir fá að fresta tilteknum fjölda skáka, en verða að mæta að því loknu, það er einfalt mál. Þeir veröa að mæta, jafnvel á hækjum, eða í hjólastól. Ef keppandi mætir ekki, þá tapar hann skákinni stendur í reglum FIDE. Svo einfalt er málið. Mæti Karpov ekki til leiks á mánudag, þá tapar hann fjórðu skákinni, fimmtu á miðvikudag og sjöttu og síð- ustu á föstudag. Þar með er einvíginu lokið — og Karpov getur skorað á hinn nýja heimsmeistara í september." Boris Spassky, fyrrum heimsmeistari í skák, segist ekki sannfærður um að kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna standi á bak við ákvörðun Campomanesar. Hann telur líklegra að forseti FIDE haldi einfaldlega með Karpov og þoli ekki að sjá hann tapa við skákborðið. Hvort þessi skoðun er rétt eða ekki er ógjörlegt að dæma um á þessari stundu. Enginn dregur í efa að hér sé mikið í húfi fyrir Sovétmenn. Það er ótrúlegt, svo að ekki sé meira sagt, að Campomanes hafi tekið hina afdrifaríku ákvörðun sína í blóra við stjórnvöld í alræðisríkinu. Hitt hefur þó ekki verið skýrt svo viðhlítandi sé hvers vegna þeim ætti að vera meira í mun að Karpov sigr- aði en Kasparov — sem er í kommúnistaflokknum. Blaðamannafundurinn þar sem Campomanes tilkynnti ákvörðun sína var sérkenni- leg uppákoma. Kasparov lýsti honum sem vel undirbúinni leiksýningu þar sem allir hefðu kunnað sína rullu. Meira að segja Karpov kvaddi sér hljóðs og lýsti því yfir, að hann vildi tefla áfram! Ekki er ólíklegt að það hafi hann gert til að firra Sovétmenn allri ábyrgð í málinu; það hentar þeim bet- ur út á við að unnt sé að skella skuldinni á forseta FIDE. Bellibrögð af þessu tagi bera svip þeirra áróð- ursleikja sem Kremlverjum eru kærir, þegar þeir vilja firra sig ábyrgð á hneykslum. Victor Korchnoi, sem keppt hefur við Karpov um heims- meistaratitilinn, lýsir því yfir í samtali við Morgunblaðið í dag, að sovésk stjórnvöld hafi beitt Campomanes þrýstingi og hann segir: „Sovésk stjórnvöld vilja nota Campo- manes sem blóraböggul. Þau benda á að hann hafi tekið ákvörðunina upp á eigin spýt- ur og beri fulla ábyrgð á henni. Þau hafi ekki beðið hann um að fresta einvíginu." Korchnoi tekur þannig undir með Kasparov, að blaða- mannafundurinn í Moskvu hafi verið leiksýning. Hneykslið í Moskvu hefur beint athygli manna að þeim reglum sem gilda um heims- meistaraeinvígið. Undir það má taka, að það sé harðn- eskjulegt að skylda keppi- nautana til að berjast jafn lengi og raun ber vitni. En þessar reglur gilda og meðan þær eru í gildi ber að fram- fylgja þeim. Campomanes hefur brugðist skyldu sinni sem forseti FIDE með því að brjóta þessar reglur. Og ekki nóg með það, hann hefur ein- hliða ákveðið að haga einvíg- inu sem á að hefjast 1. sept- ember með þeim hætti, að að- eins verði tefldar 24 skákir, sem er Karpov í hag. Gegn óheiðarleika og alræðisstjórn verða skákmenn aö rísa á vettvangi FIDE. Sviptingar í skákheiminum hafa verið miklar undanfarin ár. Þar eru nú slík undirmál á ferðinni að virðing skáklist- arinnar sjálfrar er í húfi. Þessi göfuga og heillandi list á annað skilið en að verða leiksoppur manna sem svíf- ast einskis til að ná vilja sín- um fram. REYKJAVÍKURBRÉF laugardagur 16. febrúar Hús vid Austurvöll Við gengum um bæinn. Fyrir framan Alþingishúsið hrópaði Borges sigri hrósandi: „Þetta er þá þinghúsið ykkar, þetta er þá allt og sumt! Þið getið andað hérna fyrir stjórnvöldum." Argentínska skáldið Jorge Luis Borges, Samtöl — M, II. bindi. egar ritstjóri Morgun- blaðsins gekk með Borges um Reykjavík fyrir nokkrum árum benti hann á Alþingis- húsið sem hann sá að- eins sem skugga, því að hann er blindur, og spurði hvaða hús þetta væri. Þegar hann hafði fengið skýringu á því sagði hann að við íslend- ingar værum öfundsverð þjóð af því hvað þinghúsið væri lítið. Þinghúsin í alræðisríkjum væru mikil bákn, sagði Borges, og leit á Alþingi íslendinga sem tákn lítilla ríkisafskipta. Borges vissi hvað hann söng. Hann þurfti árum saman að búa við alræði argentínskra fasista og talaði af reynslu. Hann bætti því við að í einræð- isríkjum væru útvarpsstöðvar yfirleitt mjög stór hús. Það er gott að hann skuli ekki hafa séð nýja útvarpshúsið í Reykjavík. En spyrja mætti: Ber Alþingshúsið vott um lítil ríkisafskipti í raun og veru? Bera menn þar frelsi einstaklinga fyrir brjósti eins og vera ætti? Eða er þetta litla hús kannski meiri tákngerv- ingur fyrir ríkisafskipti en útlendingi virðist í fljótu bragði? Er lýðræðið í fyrirrúmi í þessu húsi? Er einstaklings- frelsi á sem flestum sviðum markmið þeirra sem starfa í þessu tiltölulega látlausa steinhúsi? Það verða víst ekki allir á eitt sáttir um svörin. Og víst er að mörgum þykir mikil tilhneiging til ríkisafskipta hjá þeim sem starfa í þessu húsi. Þeir eru reyndar ekki kosnir lýðræðislegum kosningum, svo mjög sem lýðræðið er fyrir borð borið í íslenzkum kosninga- lögum þar sem atkvæði sumra vega mun þyngra en annarra. Þegar húsið er ekki reist á bjargi getur illa farið. En það er síður en svo einsdæmi í lýðræðisríki að atkvæðisréttur vegi misþungt, og jafn- vel geta úrslit kosninga verið harla ein- kennileg í löndum eins og Bretlandi þar sem einmenningskjördæmi eru. í stein- húsinu við Austurvöll eru stundum teknar ákvarðanir um siglingu þjóðar- skútunnar með þeim afleiðingum að á henni er varla voðhæft fyrir ágjöf en stundum grunnt vaðið í mörgum mál- um. Þessi hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt skoðanakönnunum getur ekki státað af stóru þinghúsi, og er það vel. En ætli hún sé svona hamingjusöm í raun og veru? Ætli það sé ekki frekar á lóni hjá henni eins og gamla fólkið sagði, þ.e. að gleðin sé einkum á yfir- borðinu; a.m.k. er of oft reynt að herða að einstaklingum og frelsi þeirra í hús- inu við Austurvöll. En við getum sjálf- um okkur um kennt. Við fáum þá full- trúa sem við eigum skilið og stundum er fólk ginnkeypt fyrir því að gleypa við lýðskrumurum sem hafa engin áhuga- mál önnur en að snúldra í atkvæða- braski. Eydsla án ábyrgðar Það var eftirminnileg reynsla að upp- lifa Kastljós í sjónvarpinu föstudaginn 8. febrúar sl. Þar var annars vegar rætt um auglýsingaherferð gegn skattsvikur- um og reynt að lýsa því hvernig þessi herferð hófst og hvaða tilgangi hún á að ná. En hins vegar var brugðið upp dap- urlegri mynd af sóun ríkisins í tilrauna- skyni vegna sjóefnavinnslu á Suðurnesj- um. í þessum Kastljósþætti sáu áhorf- endur í hnotskurn hversu erfið mál og umdeilanleg hér er um að ræða, annars vegar kröfu um skil í sameiginlegan sjóð ríkisins, þ.e. skattaskil, en hins veg- ar hvernig opinberir aðilar ráðskast síð- an með þetta sama fé í tilraunaskyni og á atkvæðaveiðum eins og stjórnmála- mönnum hættir til og eru þær einn helzti og versti fylgikvilli lýðræðis- skipulags. Þeir sem styðja velferðarríki á annað borð hafa að sjálfsögðu gengizt undir að hlíta þeim lögum ríkisins að rétt sé með nokkurri tekjujöfnun að dreifa fjár- munum borgaranna í því skyni að tryggja öryggi og velferð þeirra sem eiga undir högg að sækja. Hins vegar þykir nú mörgum nóg um hve fingra- langt ríkisvaldið er orðið; það sæki fjár- magn til einstaklinganna í miklu ríkara mæli en nauðsyn krefur og misvitrir stjórnmálamenn fái síðan tækifæri til að eyða og sóa þessu fé oft að eigin geðþótta og hafa engar áhyggjur af sið- ferði í þeim efnum, hvað þá minnstu ábyrgðartilfinningu, enda þurfa þeir nánast aldrei að standa ábyrgir gerða sinna í þessum efnum, jafnvel ekki í kosningum þar sem menn kjósa eftir grundvallarskoðunum en ekki veiga- minni málum sem gleymast jafnóðum í skvaldrinu og dægurþrasinu. Á sama hátt og það er siðleysi að reyna að svíkja undan skatti, ef lög og reglur ríkisins eru lagðar til grundvall- ar, hvað sé góður og vondur siður, þá er það ekki síður siðleysi þegar stjórn- málamenn og aðrir opinberir aðilar hrifsa í skjóli valds æ meira undir sig af fjármagni einstaklinga, eyða því síðan og spenna undir yfirskini einhverrar samneyzlu sem kemur velferðarríki í raun og veru lítið við og í mörgum til- fellum gengur þessi skattheimta langt út fyrir þarfir ríkisins til að sjá þegnum sínum farborða hvað snertir heilsu- gæzlu, menntun og aðrar nauðsynlegar forsendur einstaklingsöryggis í velferð- arþjóðfélagi. Offjárfesting ríkisins und- anfarin ár er ein helzta ástæða lakra kjara hér á landi. Velferdarríkid og fjárfestingar Morgunblaðið hefur ávallt verið fylgj- andi velferðarþjóðfélagi í þeirri merkingu að ríkinu sé heimilt að nota tilfærslu og tekjujöfnun með sköttum í því skyni að sjá þegnum sínum farborða þegar þeir hafa ekki sjálfir bolmagn til að standa undir byrðinni. Það er t.a.m. grundvallarsiðgæði að veita fátæku og þurfandi fólki fé úr sameiginlegum sjóði, ekki síður en það er nauðsynlegt að ríkið komi hverjum manni til þess þroska sem efni standa til. Þekking er eitt mikilvægasta frumatriði nútíma- mannlífs og á mikinn þátt í að auka velferð þegnanna. En Morgunblaðið hef- ur þá ekki síður ávallt varað við ríkis- hítinni og því hvernig stjórnmálamenn sækja æ meir og æ óábyrgar fjármuni í vasa þegnanna til að sóa þeim í pólitísk ævintýri sín. Eitt af þessum ævintýrum birtist okkur einmitt á skerminum þegar talað var um skattsvikara annars vegar og sjóefnavinnslu hins vegar í einum og sama þætti. Á sama tíma og sjálfsagt þykir að þeir séu kallaðir verri en inn- brotsþjófar sem svíkja undan skatti, er sýnt fram á að stjórnmálamenn hafa sóað 300 milljónum króna í ævintýri sem hefur engan veginn borgað sig, tek- in hafa verið erlend lán í því skyni og skattbyrði þegna þjóðfélagsins í fram- tíðinni þannig aukin, jafnvel talað um 10 milljóna króna árlegan halla á rekstri fyrirtækisins eins og smámuni, og þess krafizt að starfsemin verði stór- aukin; sjálfsagt að ríkið, þ.e. skattborg- ararnir, standi áfram undir ævintýrinu. Iðnaðarráðherra sem vill ljúka ævintýr- inu benti þá á að þeir sem vildu efla sjóefnavinnsluna væru ekki reiðubúnir. að hætta eigin fé í því skyni, og það er auðvitað rétt hjá þeim. Hví skyldu þeir taka á sig stórar og miklar ábyrgðir vegna fyrirtækis sem ekki er unnt að reka nema með gífurlegri skuldasöfn- un? Ábending ráðherrans var að vísu athyglisverð, allt að því einsdæmi, en hyggindi þeirra sem hlut eiga að máli eru ekki síður aðdáunarverð! Sjóefnavinnslan er einungis tekin sem dæmi og langt frá því að hún sé versta dæmið. Morgunblaðið hefur lýst því yfir hversu nauðsynlegt okkur er að efla þekkingu og nota hana til uppbyggingar atvinnuvega okkar. Það hefur ekki sízt bent á lífefna- og rafeindaiðnað en langt mun vera í land þar til við höfum efni á að koma þessum iðnaði í það horf að hann færi okkur þær tekjur sem að er stefnt. Rannsóknir á þessu sviði eru kostnaðarsamar og þá kostar menntun- in einnig sitt. En arðurinn mun skila sér þó síðar verði. Við erum þegar farin að sjá árangur af þessum störfum eins og fram hefur komið í fjölmiðlum á síðustu vikum. Morgunblaðið amast ekki við því að gerðar séu tilraunir í því skyni að efla atvinnuvegi okkar, síður en svo. En það hefur alltaf varað við því að fjármunum þegnanna sé sóað í vonlaus fyrirtæki á vegum ríkisins og hvatt til þess að sem flest ríkisfyrirtæki væru seld í hendur þeim mönnum sem þora að ábyrgjast þau með eigin fé, en kasta ekki allri ábyrgð yfir á ríkishítina, þ.e. sameigin- legan sjóð þegnanna sem á einungis rétt á sér, ef hann gegnir því hlutverki sem honum er ætlað, en það er að tryggja velferð þegnanna og frumstæðustu þarfir þeirra í nútímaþjóðfélagi. En frjáls- ræðishyggja viðurkennir ekki að ástæða sé til að efla slíkan sjóð með skattpín- ingu í því skyni að þenja út ríkisbáknið og ausa fé á báðar hendur ef atkvæða- veiðurum býður svo við að horfa. Þess vegna sýndi fyrrnefndur þáttur í sjón- varpinu mikinn tvískinnung í siðferði- legri afstöðu. Enginn hefur kallað opinberar eyðsluklær innbrotsþjófa, þó að siðferðið sem að baki athöfnum þeirra er, sé engu betra í raun og veru en þeirra sem reyna að koma í veg fyrir að skattar þeirra lendi í höndum hins opinbera, þ.e. skattsvikaranna. Skattasiðferði Hitt er svo rétt að það er vítavert að reyna að svíkjast undan að taka þátt í sameiginlegum útgjöldum með skatt- svikum og engin ástæða til annars en hegna fyrir slík brot. En ríkisvaldið hef- ur engar siðferðilegar forsendur fyrir því eins og ástatt er á íslandi nú um stundir að kalla skattsvikara verri en innbrotsþjófa því að eyðsluklærnar í opinberu valdastöðunum eru í glerhúsi hvað þetta snertir. Þegar ríkið auglýsir: „Skattsvikarinn er innbrotsþjófnum engu betri, en fórnarlömbin margfalt fleiri, hver einasti heiðarlegur framtelj- andi“, má það til sanns vegar færa. En þessi vígorð eiga engu síður við þá sem ganga of harkalega að einkafjármagn- inu í því skyni m.a. að sóa því í óarðbær fyrirtæki sem verða aldrei annað en nýr baggi á þegnunum. Það er rétt sem stóð í forystugrein í Morgunblaðinu 8. febrú- ar sl., að unnt er „með mun áhrifameiri hætti en þeim að þjófkenna fólk og syngja ríkishítinni lof og dýrð að laða íslendinga til öflugs sameiginlegs átaks í fjármálum. Fyrir stjórnmálamennina er brýnast að sjá til þess að vel sé farið með þá fjármuni sem teknir eru með skattheimtu. Á því hefur oftar en einu sinni orðið alvarlegur misbrestur. Þá er ekki síður mikilvægt að með sanngirni sé staðið við skattheimtu, skattareglur séu réttlátar og svíðingsháttur einkenni ekki framgöngu skattyfirvalda." Morgunblaðið hefur ætlazt til þess af aðsópsmiklum og metnaðarfullum full- trúa einstaklingshyggju í landinu, Al- bert Guðmundssyni fjármálaráðherra, að hann hreinsi til í þessum efnum og beiti sér fyrir frjálsræði á sem flestum sviðum og þá ekki sízt að hann geri allt sem unnt er til að draga úr afskiptasemi kerfisins. En því miður hefur verið mis- brestasamt á þessum vígstöðvum og varðhundahald látið viðgangast. Nú er jafnvel ekki hægt að fá erlendum bókum dreift til hverfispósthúsa heldur er þess Morgunblaðiö/ RAX krafizt að fólk gangi fyrir tollheimtu- mennina í nýjum húsakynnum Tollpóst- stofunnar í Armúla og geri grein fyrir því lítilræði sem ein bókarskrudda er. Nú á að fylla út heilu skýrslurnar, skriffinnskan lifi! Vonandi verður yfir- skriftin yfir fjármálastjórn Alberts Guðmundssonar þegar upp er staðið með því marki brennd, að þar hafi farið saman sanngjarnar skattareglur, góð fjármálastjórn ríkisins og vinsamleg af- staða almennings til hins opinbera kerf- is, hafi þetta allt leitt til síminnkandi skattsvika og þar með sanngjarnari skattheimtu en talið er að nú einkenni íslenzkt þjóðlíf. í athyglisverðri grein Þorsteins Gylfasonar í síðasta Skírni, Hvað er réttlæti?, minnist hann á kenningar Georg Henrik von Wright, finnsks heimspekings sem er „fremstur allra norrænna heimspekinga sem nú eru á dögum", en hann hefur skrifað bók um siðfræði og kallar hana Tilbrigði gæða. Þar er fjallað um félagslegt réttlæti og segir Þorsteinn, að kjarninn í réttlætis- kenningu von Wrights sé svohljóðandi lögmál: „Enginn maður skal njóta hlut- ar síns í hlunnindum samfélags sem tel- ur hann til þegna sinna nema hann leggi sinn skerf af mörkum til þessa samfé- lags.“ Þorstein Gylfason segir m.a. um kenningar Georg Henrik von Wright: „Þess ber að geta að hugtökin hlunnindi, hlutur og skerfur eru hér skilin þeim skilningi að það er sjálfgefið að ef mað- ur hirðir hlut sinn án þess að leggja fram skerf sinn þá fer einhver annar á mis við hlut sinn í hlunnindunum. „Þetta lögmál," segir von Wright, „tel ég vera hornstein alls siðferðis". Lögmál- inu fylgir að allt ranglæti er ekki svik- mæli eða svikræði heldur áníðsla. Rang- iátur maður hefur spón sinn í annarra aski, hann níðist á öðrum mönnum með því að hirða ávextina af erfiði þeirra. Hann er sníkjudýr á samfélagi heiðvirðs fólks. Hvernig eigum við að bregðast við honum? „Við getum spurt hann spurninga á við þessar: „Hvaða rétt hefur þú til þess að setja sjálfan þig sér í flokk? Ef þú nýtur allra gagna án gjalda, þá fer ein- hver annar, sem þarf sinn hlut ekki síð- ur en þú þinn, á mis við þessi gæði. Sérðu ekki að þetta er ranglátt?" Með þessari áfrýjun til réttlætiskenndar manns má segja að höfðað sé til sam- ræmisskyns hans. „Ef löngun minni er svalað á kostnað annars manns, hvers vegna þá ekki hans löngun á minn kostnað?" Þetta er eins og sagt sé: „Þú hlýtur að vilja vera réttlátur samræm- isins vegna. Og réttlætisins vegna hlýt- urðu að leggja fram skerf þinn í skipt- um fyrir hlut þinn í hlunnindum sam- félagsins." Áníðsla af því tæi sem von Wright telur vera uppistöðuna í öllu ranglæti er kannski kunnust í mynd skattsvika. Hyggjum nú að skattsvikum og reynum að bera saman áníðslukenningu hans og svikmælatilgátu mína. Eftir kenningu hans er aðild manns að mannlegu félagi eins konar kaupskapur. Segjum nú að skattsvikari nokkur sé óskólagenginn, barnlaus og heilsuhraustur með af- brigðum. Hann hefur enga þörf fyrir skóla né sjúkrahús og hefur aldrei haft, né heldur fyrir nein önnur af þeim gæð- um, skulum við segja, sem samþegnar hans eru að bjástra við að afla sér með sameiginlegu átaki. Ef kaupskapur væri kjarni málsins virtist málstaður þessa manns vera óaðfinnanlegur. „Ég fæ ekk- ert,“ segir hann, „og þá er ekki heldur sanngjarnt að ég borgi neitt." En þessi maður virðist vissulega vera sekur um skattsvik, og þar með um ranglæti, hversu réttir sem útreikningar hans eru á réttu verði fyrir það sem hann ber úr býtum. Og ef svo er getur áníðslukenn- ing von Wrights ekki verið rétt. Á hinn bóginn sýnumst við geta sagt að slíkur maður sitji á svikráðum við samfélagið: hann tekur lög þess í sínar hendur eins og hann væri verðugri en við hin. Og það er hann næstum ábyggilega ekki. Svo að sannmælishugmyndin virðist standast þetta próf, þótt guð megi vita hvernig henni farnast í öðrum raunum." Ríkið og Rauðhetta Þess eru því miður mörg dæmi að duglegir einkarekstrarmenn séu að- sópsmestu stjórnendur ríkisbáknsins því að þeir sanka að opinberu hítinni eins og þeir væru að reka eigin fyrir- tæki. Það liggur við að þegnunum sé nauðsynlegt að slíkir menn komi hvergi nálægt ríkisumsvifum. Óforbetranlegir félagshyggjumenn eru þó verri í opin- berum stöðum að því leyti að þeir telja ávallt að heildin sé frekar í hlutverki réttlætisins en einstaklingurinn. Þessi félagslega sérhyggja þeirra er að verða að eins konar meini í nútímalýðræðisþjóð- félagi og endar oftast í ófrelsi og spill- ingu af ýmsu tæi. Sérhyggja sameign- armanna er þó skeinuhættust varnar- litlum þegnum þjóðfélagsins því að um fulltrúa hennar má segja að þeir telji óhikað að misbeiting valds í þágu ríkis- ins sé nær undantekningarlaust réttlæt- anleg. Slíkar raddir heyrast ekki ein- ungis í alræðisríkjum, heldur einnig þeim ríkjum þar sem lýðræði er ber- skjaldað fyrir varðhundum heildarhags- muna en þeir eru auðvitað aldrei annað en hagsmunir hins opinbera í einhverri mynd. Sniðugir félagsmálaþrasarar geta stundum notað slíka heildarhyggju í eigin þágu, ekki sízt í lýðfrjálsum lönd- um. Fólk varar sig ekki ávallt á fagur- gala lýðskrumara. Þeir ná völdum fyrir sjálfa sig og heildarhyggju ríkisvaldsins með frelsið á vörunum. Það er engin ástæða til að gagnrýna núverandi fjármálaráðherra öðrum stjórnmálamönnum fremur vegna ríkis- umsvifa og þess hve lítið hefur áunnizt í baráttunni við eigingjarnt ríkisvald. Hann þarf í mörg horn að líta og marg- ar eru eyðsluklærnar bæði á Alþingi Is- lendinga og í ráðherrastólum svo ekki sé talað um embættismenn sem hefur ver- ið trúað fyrir almannafé. Fagráðherrar verða að sjálfsögðu einnig að taka til hendi ef árangur á að nást og gera al- mennilega hreingerningu í eigin húsum og beinist þá athyglin ekki sízt að ráðu- neytum Matthísar Bjarnasonar og Ragnhildar Helgadóttur. Það var upp- örvandi þegar Matthías Bjarnason tók þá stefnu á sínum tíma að gera Landa- kotsspítala að sjálfseignarstofnun en þjóðnýta hann ekki alfarið eins og flest- ir íslenzkir stórnmálamenn aðrir hefðu gert. Hann ætti að huga að fleiri slikum úrlausnum í kerfinu. Og menntamála- ráðherra gæti látið fara fram ítarlega könnun á því hvort ekki mætti virkja einkaframtak í mennta- og menning- armálum meira en gert hefur verið, t.a.m. með öflugum einkaskólum þótt þeim væri einnig veitt einhver opinber aðstoð. Það er list út af fyrir sig að laða fram sköpunarmátt einstaklinga og athafna- þörf. En þá verður einstaklingurinn að hafa olnbogarúm í þjóðfélaginu. Að vísu er ekki ástæða til að vera bjartsýnn i þessum efnum í landi þar sem frjáls fjölmiðlun þykir ekki sjálfsögð vegna afturhalds valdstjórnarmanna sem virðast alls staðar geta komið sér auð- veldlega fyrir bæði á þingi og utan þings, þó einkum á þingi. Fjármálaráðherra á einatt undir högg að sækja hjá öðrum ráðherrum, og svo hefur alltaf verið. Honum er vorkunn þegar það er haft í huga. En þeir sem hafa fengið umboð til að stjórna landinu eiga að setjast niður, ekki sízt sjálfstæð- ismenn, og gera rækilega úttekt á því hvernig hægt er að vernda borgarana fyrir ásælni ríkisvaldsins og reyna ekki síður að gera sér einhverja grein fyrir því hvar mörkin eru milli þess sem er réttlætanlegt að sækja í sameiginiegan sjóð þegnanna og hvar siðleysið og sam- hyggjan hefjast í þeim efnum. Þegar úlfurinn í gervi ömmunnar gleypir Rauðhettu litlu, er nauðsynlegt að veiði- maðurinn sé einhvers staðar á næstu grösum. í þessu ævintýri hefur Morgun- blaðið tekið að sér hlutverk veiðimanns- ins sem sér í gegnum gervi þess ríkis- valds sem talar sakleysislega við þegn- ana í gervi Rauðhettu litlu og bíður fær- is að gleypa þá með húð og hári. Ríkis- valdið verður ekkert betra þótt það setji upp nátthúfu ömmunnar. Það verður þvert á móti hættulegra. , Skyldur sjálf- stæðisráðherra Nú hrópar ríkisvaldið þjófur, þjófur! í umdeildri auglýsingaherferð gegn skattsvikurum. En á sama tíma heitir það hópi manna skattaívilnunum, hyggst breyta þeim í forréttindahóp. Einhverjir verða að greiða þá skatta sem eru samfara slíkum forréttindum. Þessi afstaða ríkisvaldsins er tvöfalt siðgæði og afskipti ráðherra af grund- vallaratriðum sem þessum ættu raunar að vera óleyfileg, og skiptir þá ekki máli hvort viðkomandi forréttindastétt er verðug forréttinda sinna eða ekki. Sjó- menn eiga allt gott skilið og þeir eiga að hafa beztu kjör, svo mikilvæg sem störf þeirra eru. En það er beinlínis andstætt þeirri áhættu sem störfum þeirra fylgir að krefjast forréttinda. Ætli nokkur vandkvæði væru á því að leysa kjara- deiluna við kennara, þeir eru svo sann- arlega verðug stétt. Væri nokkur hæng- ur á að veita þeim skattaívilnanir úr því sem komið er? Á meðan deilumál eru leyst með þess- um hætti á sjálfu þjóðarheimilinu og húsbændunum klappað lof í lófa af því tilefni, ætti ríkisvaldið ekki að vera að hrópa innbrotsþjófur í auglýsingum sín- um. Sjálfstæðismenn eiga að vera lás og lykill fyrir frelsi einstaklingsins, taka upp hanzkann fyrir hann þegar að hon- um er sótt og berjast fyrir réttlæti og jafnri aðstöðu allra þegna þjóðfélagsins. Höfundur Sverris sögu minnir lesend- ur sína á að sá hefir, er hættir, þ.e. sá, sem tekur áhættu og þorir, nær árangri. Útverðir sjálfstæðisstefnunnar eiga ekki að reka ríkisbúið með viðstöðulaus- um tilfærslum og útsjónarsemi sem miðar að því að efla ríkið en veikja ein- staklingana. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins verða að vera reiðubúnir að hætta einhverju fyrir grundvallaratriði sjálfstæðisstefnunnar, ráðherrastólum ef í það fer. En við getum engar kröfur gert til annarra stjórnmálamanna. Þeir hafa hvort eð er ekki áhuga á öðru en sækja völd sín í miðstýringarhugsjón svonefndra félagshyggjuflokka, með ör- fáum undantekningum. Ingólfur Arnarson og félagar flýðu undan skattpíningu Noregskonungs. Hefði hann komið í dag? Það er list út af fyrir sig að laða fram sköpunarmátt einstaklinga og athafnaþörf. En þá verður einstaklingur- inn að hafa olnbogarúm í þjóðfélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.