Morgunblaðið - 17.02.1985, Síða 42
42
MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. FEBRCAR 1985
Fjármálaráðuneytið:
Kynferði hefur
ekki áhrif á laun
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá fjár-
málaráéuneytinu:
í samþykkt Jafnréttisráös frá
11, febrúar sl. er því haldið fram,
að í málflutningi fjármálaráð-
herra fyrir kjaradómi hafi mis-
ræmi í launum eftir kynjum verið
notað til að réttlæta það að há-
skólamenntaðir rikisstarfsmenn
eigi að hafa lægri laun en starfs-
menn á almennum vinnumarkaði.
Sama fullyrðing hefur verið sett
Leiðrétting
f viðtali sem birtist við Þórð
Vigfússon sl. föstudag misritaðist
nafn hans í myndatexta sem Vig-
fús Þórðarson. Mbl. biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum.
fram á Alþingi og í sjónvarps-
þætti nýlega. Fullyrðing þessi er
röng. Af þessu tilefni viil fjár-
málaráðuneytið taka eftirfarandi
fram:
f málflutningi fyrir dómnum
tók talsmaður fjármálaráðuneyt-
isins það sérstaklega fram í þessu
sambandi að fjármálaráðuneytið
hefði þá eindregnu afstöðu að kyn-
ferði starfsmanna eigi ekki að
hafa áhrif á laun sem honum eru
ákveðin með samningum.
Fjármálaráðuneytið harmar
það að Jafnréttisráð, sem lögum
samkvæmt á að kanna og kynna
sér málsástæður, og aðrir aðilar
sem stöðu sinnar vegna ættu að
kappkosta að afla sér réttra upp-
lýsinga um þau mál, sem þeir
fjalla um, skuli í þessu tilviki hafa
látið blekkjast af ómerkilegum
áróðri.
Stórkostlegt
tækifæri
Don Cano úlpur og buxur á stór-
lækkuöu veröi.
Stæröir 14 — XS — S — M — L — XL
Litir: Tvílitt, grátt/orange, grátt/flöskugrænt.
Einlitt, dökkblátt, Ijósgrátt, blátt, flösku-
grænt, hvítt, orange.
Verö: jakkar einlit. 2.900.-
jakkar tvílit. 2.500.-
Vattbuxur 1.500.-
Póstsendum.
jÁ & ■± £
Ú77L/F
Glæsibæ, sími 82922.
Svipmynd úr kennslustund í Félagsmálaskóla alþýðu.
Félagsmálskóli alþýðu 10 ara
FÉLAGSMÁLASKÓLI alþýðu er
10 ára um þessar mundir. Skólinn
tók til starfa 16. febrúar 1975.
Skólinn er verkalýðsmálaskóli,
ætlaður félagsmönnum stéttarfé-
laganna innan Alþýðusambands
íslands. Menningar- og fræðslu-
samband alþýðu rekur skólann og
stjórn MFA er jafnframt stjórn
skólans.
Félagsmálaskóli alþýðu starf-
ar í önnum, sem hver er I tvær
vikur. Undanfarin ár hafa verið
haldnar fjórar til fimm annir á
vetri. Hámarksfjöldi nemenda á
önn er 25 og frá upphafi eru
nemendur orðnir 640 talsins, en
frá 1975 hafa verið haldnar 35
annir i Félagsmálaskólanum.
Flestar annirnar eru svokallaðar
1. annir, en þess á milli er 2. önn
og 3. önn, sem eru framhalds-
annir.
Starfsemi skólans hefur verið
í Ölfusborgum, en þó var fyrir
fáum árum haldin ein önn I
Flókalundi í Vatnsfirði.
Leiðbeinendur skólans eru
margir á hverri önn, flestir úr
rööum verkalýðssamtakanna eða
þeim tengdir.
Viðfangsefni skólans eru eink-
um félagsstörf, svo sem fundar-
reglur, félagsstjórnun, ræðu-
mennska og framsögn. Þá er
fjallað um sögu, starf og skipu-
lag ASÍ, hagfræðiefni, félags-
fræði, fjölmiðla, samningamál,
launakerfi og vinnurétt. Jafnan
eru menningar- og skemmtidag-
skrár á hverri önn og heimsækja
skólann af því tilefni listamenn
og aðrir góðir gestir.
Málefni skólans voru til um-
ræðu á þingi Alþýðusambands-
ins sl. haust. Þar var rætt um
nauðsyn þess að reist yrði skóla-
hús í ölfusborgum. Það mál er
nú til umfjöllunar í stjórn MFA
og miðstjórn ASf.
Nú stendur yfir 2. önn Félags-
málaskóla alþýðu, sem hófst 10.
febrúar. Næsta 1. önn hefst 10.
mars og önnur 1. önn verður í
apríl næstkomandi.
Mikill launamunur háskólamanna hjá ríki og á almennum markaði:
Heildarlaun 72 % hærri
á almennum markaði
„ÞEGAR dagvinnuiaun háskólamenntaðra launþega á al-
mennum markaði samkvæmt könnun Hagstofunnar eru bor-
in saman við laun háskólamenntaðra rikisstarfsmanna ...
fyrir mars-maí 1984 kemur í Ijós að háskólamenn á aimenn-
um markaði höfðu 72% hærri dagvinnulaun,“ segir m.a. í
Kjarafréttum, fréttabréfi Bandalags háskólamanna hjá rík-
inu, en þar er m.a. gerð grein fyrir kröfugerð þeirra vegna nýs
aðalkjarasamnings.
Þar kemur fram að munurinn
minnkar í 47% þegar yfirvinna
og aðrar greiðslur eru reiknaðar
með. Munurinn eykst hins vegar
á nýjan leik í 52%, þegar reiknað
er út frá heildargreiðslum að
viðbættum greiðslum vegna bif-
reiða, síma og annars kostnaðar.
í maímánuði í fyrra voru
dagvinnulaun háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna 23.301
króna, og með yfirvinnu og öðr-
um greiðslum 32.902 krónur og
heildargreiðslur 33.071 króna. Á
almennum markaði í maí í fyrra
fengu háskólamenntaðir menn
hins vegar 40.072 krónur í dag-
vinnulaun, 47.145 krónur að
meðtalinni yfirvinnu og öðrum
greiðslum og heildarlaun þeirra
voru 50.322 krónur.
Jafnframt er gerð grein fyrir
samanburði á launum háskóla-
menntaðra manna á almennum
markaði og í starfi hjá ríkinu
1977 og 1984. Sýna niðurstöður
þess samanburðar að árið 1977
voru háskólamenn á almennum
markaði með 20% hærri laun en
háskólamenn í störfum hjá rík-
inu, en eins og áður segir var
munurinn kominn upp í 72% I
maí í fyrra. í tilefni þessa segir í
Kjarafréttum: „Af þessum sam-
anburði er ljóst að laun háskóla-
manna hjá ríkinu hafa dregist
stórlega aftur úr Iaunum sam-
bærilegra hópa á almennum
markaði."
I greinargerð BHMR um
kröfugerð félagsins segir að
byggt sé á þeim grunnlaunum og
því kerfi, sem í dag gildir á al-
mennum markaði fyrir háskóla-
menn. Þar segir að meginatriðin
í þeim séu að byrjunargrunnlaun
á almennum markaði séu mun
hærri en há ríkinu og hækkanir
vegna starfsaldurshækkana séu
einnig hærri.
Ný sjúkrasamlagsskírteini:
Skráð eftir fæðingarnúmer-
um í stað nafnnúmera áður
SJÚKRASAMLAG Reykjavíkur hefur sent samlagsmönnum
sjúkrasamlagsskírteini í pósti. Með þeim fylgir orðsending,
þar sem segir að sá háttur hafi verið tekinn upp að skrá
samlagsmenn á sjúkrasamlagsskírteini með fæðingarnúmeri
í stað nafnnúmers áður. Fólk er hvatt til að bera skírteinið á
sér og sýna þegar það nýtur heilbrigðisþjónustu, svo þetta
valdi sem minnstri röskun.
Friðrik Stefánsson forstjóri
Sjúkrasamlags Reykjavíkur sagði
í samtali við Morgunblaðið að
þetta væri fyrsti vísirinn að því
sem koma skal, því allar líkur
bentu til að fæðingarnúmerakerf-
ið yrði tekið upp í stað nafnnúm-
erakerfisins. Hann sagði aðal-
ástæðuna fyrir því að þetta kerfi
væri tekið upp núna þá að nú væri
að fara í gang tölvuskráning á
lyfseðlum og uppgjöri við apótekin
og þar verða fæðingarnúmerin
notuð. Friðrik sagði að þetta kerfi
væri stærra og hentaði betur en
nafnnúmerakerfið af ýmsum
ástæðum, m.a. þeirri að fólk fær
þetta númer við fæðingu, en
nafnnúmer ekki fyrr en það hefur
náð 12 ára aldri.
Hallgrímur Snorrason hag-
stofustjóri sagði að sums staðar í
heilbrigðiskerfinu væri farið að
skrá frekar eftir fæðingarnúmer-
um en nafnnúmerum. Sjúklinga-
bókhaldið á Rikisspítölunum er
t.d. byggt á fæðingarnúmerum og
er ástæðan fyrir því m.a. sú að
börn hafa ekki nafnnúmer.
„Líklega verður það ofan á að
fæðingarnúmerin taka við af
nafnnúmerunum. Nafnnúmera-
kerfið hefur nú gengið sér til húð-
ar og er á vissum númerabilum
sprungið, svo nauðsynlegt er að
hætta að nota það. Þá liggur bein-
ast við að nota númer sem byggj-
ast á fæðingardegi manna, en enn-
þá hefur ekki verið ákveðið hvern-
ig þetta kerfi verður byggt upp,“
sagði Hallgrímur Snorrason.