Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.09.1965, Blaðsíða 2
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 15. september 196! Úrslitin í Noregi hafa áhrif í nágrannalöndun Framhald af bls I ar á skiptingu atkvæðamagns ins væru yfirleitt í þá átt, að styrkja Vinstri flokkinn og Miðflokkinn, en síður íhalds- flokkinn, og væri þetta mikill kostur við það stjórnmálaá- stand, sem nú hefði skapazt. Mjög er nú rætt um, hver verði forsætisráðherra hinnar nýju stjómar. Fyrir kosningarnar var Bent Röiseland, Þingmaður Vinstri flokksins, mjög umtalaður sem hugsanlegur forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar, og eftir sigur Vinstri flokksins í kosn- ingunum, er staða hans mjög styrkt. Blaðið Verdens Gmg í Osló ræðir þetta nokkuð í dag, og skrifar, að Röiseland sé lík legastur. Fyrir kosningar var helzta hindrunin á vegi hans til þessa embættis, að þingílikkur Vinstrimanna var minni en þingflokkur Miðflokksins. En nú er þetta breytt, og hafa flokkarnir jafnmarga þing- menn. Em því sterkar líkur á að Röiseland verði næsti for- sætisráðherra Noregs. Blaðið Information í Dan- mörku ræddi þetta nokkuð s. 1. laugardag og taldi, að ef Röise- land yrði forsætisráðherra, þá myndi stefnarilhinnar nýju stjómar ekki vera eins 'frá- brugðin stefnu stjórnar Ger- hardsens og ef að íhaldsmenn hefðu fengið forsætisráðherr- ann, því að í flestum málum sé Vinstri flokkurinn nær Verka- mannaflokknum en íhalds- flokknum. Hefur blaðið það eftir Gunnar Garbo, formanni flokksins, að ástæðan fyrir því, að Vinstri flokkurinn myndi ekki stjóm með Verkamanna- flokknum sé einfaldlega, að það sé ekki „verkefni Vinstri flokksins að koma á fót eins- flokksríki". Næstur Bent Röiseland sem forsætisráðherraefni telur Verdens Gang, að komi Per Borten, formaður Miðflokksins. Blaðið segir síðan: — „íhalds- flokkurinn mun örugglega stinga upp á John Lyng sem forsætisráðherraefni einnig nú, þótt hann sitji ekki á hinu nýja þingi. En eftir að mið- flokkarnir hafa styrkt stöðu sína eins mikið og raun ber Einar Gerhardsen, forsætisráSherra, og John Lyng, leiðtogi íhaldsflokksins. Myndin er tekin skömmu áður en þeir komu fram, ásamt vitni í þessum kosningum, þá hlýtur það að vera eðlilegasta lausnin, að þeir fái forsætisráð herrann að þessu sinni“. í síðustu rikisstjórn þessara fjögurra flokka, sem sat við völd í fjórar vikur haustið 1963, voru 15 ráðherrar. Þeir skiptust þannig milli flokka, að íhaldsmenn fengu 5 ráðherra, Lyng meðtalinn, Miðflokkur- inn fékk 5, Vinstriflokkurinn 3 og Kristilegi þjóðarflokkurinn 3. Er talið, að Vinstri flokkur- inn muni fara fram á, að fá fleiri ráðherra, þar sem flokk- urinn hefur nú jafn marga þing- menn og Miðflokkurinn, og þá líklega á kostnað Kristilega þjóðarflokksins. John Lyng, leiðtogi íhaF manna, sagði í útvarpsdagsk*-* í kvöld, að skipan ríkis- stjórnarinnar yrði ákveðin eins fljótt og hægt væri, en endar.- leg ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en hinir nýju þingflokkar kæmu saman. Einnig þyrftu öðrum flokksleiðtogum, í norska V-Íi .’i * ' . SGCjÍU 'liíUfl iiUSl i flokkarhir að ræða önnur niái, t. d. hverjir eigi að verða þíng forsetar, hvernig sambandinu milli þingflokkanna fjögurra verður komið fyrir og fleira. 1 Gerhardsen sagði, að ríkis- stjórnin myndi, eins og venja er, leggja fram lausnarbeiðni sína þegar þingið kemur saman að nýju. Nils Langhelle, þingforseti, sagði, að e. t. v. gæti konungur sett hið nýja þing 7. október n. k., en það er þó ekki víst. En alla vegana tekur hin nýja stjórn ekki við völdum fyrr en í næsta mánuði. Haakon Lie, framkvæmdastjóri Verkamanna flokksins, sagði í útvarpinu, að nú hefði það gerzt, sem hann hefði aðallega óttazt, þ. e. að nýr meirihluti myndaðist á þingi, I-Iann taldi tvennt aðal- lega hafa komið til greina í sambandi við úrslit kosning- anna, annars vegar sameining samstarfsflokkanna fjögurra, m. a. á sameiginlegum listum, ÚRSLITIN ÖLUKVI Endanlegar tölur liggja ekki fyrir um úrslit kosninganna, þar sem eftir er að telja atkvæði, sem greidd voru fyrir kosningadagana í Osló. Síðasta iandsyfirlit, sem iiggur fyrir var gert eftir aS talið hafði verið í 553 kjörstöSum af 558, en þeir 5 kjörstaðir, sem ekki eru með í yfirlitinu, nrunu ekki hafa nein áhrif á niðurstöðuna. Samkvæmt þessu yflrliti skiptast atkvæðin mílli flokkanna á eftirfarandi hátt, og eru. tölumar innan sviga frá síðustti þingkosningum árið 1961: Verkamannaflokkur 860.540 (844.476) 43.6% (47.0%) íhaldsflokkur 386.336 (339.645) ' 19.6% (18.9%) Vinstri flokkur 200.053 (131.337) 10.1% (7.3%) Miðflokkur 189.847 (124.623) 9.6% (6.9%) Kristilegi Þjóðarflokkurinn 154.360 (169.384) 7.8% (9.4%) Sósíalistíski Þjóðarflokkurinn 118-340 (42.375) 6.0% (2.4%) Samstarfslistar 34.874 (92.340) 1.8% (5.1%) Kommúnistar 28.388 (52.092) 1.4% (2.9%) Aðrir flokkar 429 (475) 0-0% (0.0%) sjónvarpinu i fyrrlnótt. Símam.) og skipting sósíalista í þrjá flokka. Gunnar Garbo, leiðtogi Vinstri flokksins, sagði, að sig- ur flokks síns nú væri árangur þeirrar sjálfsathugunar, sem farið hefði fram innan flokks- ins eftir kosningarnar 1961. Mikið hefur verið sagt og skrifað um norsku kosningarn- ar, bæði í Noregi, nágranna- löndunum og ýmsum Evrópu- ríkjum öðrum. Virðist sú skoð- un nokkuð útbreidd, að úrslit- in í Noregi muni hafa áhrif á stjórnmálaástandið í nágranna- löndunum, og þá ef til vill sér- staklega Danmörku, þar sem norska stjómarandstaðan hafi sýnt, að samstaða þýðir sigur. Norsku blöðin skrifa í for- ystugreinum um úrslit kosn- inganna, og sýnist sitt hverj- um að sjálfsögðu. Hér á eftir koma álit nokkurra dagblaða frá flestum flokkum, en Kristi- legi þjóðarflokkurinn og Sósíal- istíski þjóðarflokkurinn hafa engin dagblöð: Arbeiderbladet (Verkamenn) segir, að kosningaþátttakan hafi verið mikil, en að þessu sinni hafi það komið stjórnarand- stöðuflokkunum til góða. Hafi moguleikar á nýrri stjórn vald ið þvi, að þessir flokkar hafi „smalað“ til hins ítrasta. Kommúnistarnir hafi stórtapað, en Sósíalistíski þjóðarflokkur- inn unnið mjög á hvað atkvæða magn snertir. Segir blaðið, að listum þessa flokks og kommún ista hafi tekizt að kljúfa at- kvæði verkalýðsins það mikið, að Verkamannaflokkurinn hafi tapað þingmönnum sínum, þar sem aðeins munaði fáum at- kvæðum, og jafnframt eyðilagt möguleikana á því að sigra þingsæti á fjórum stöðum, þar sem Verkamannaflokkurinn hafði sigurmöguleika. Hafi norsk verkalýðshreyfing enn einu sinni reynt, að klofningur innan hennar þjóni aðeins and- stæðingunum. Dagbiadet (Vinstrimenn) segir: — Verkamannaflokkur- inn hefur tapað kosningunum. í ijós hefur komið, að kjósend- ur hafa tekið heilbrigða af- stöðu til þeirrar stjórnar, sem flokkurinn hefur staðið að síð- ustu árin, og þá mörgu undar- legu atburði, sem átt hafa sér stað innan Gerhardsen-stjórn- arinnar. Við teljum, að þjóðfé- lagið græði á því, að nýir og ferskir kraftar fái að spreyta sig. Nú er tími til raunveru- legrar sjálfsrannsóknar innan Verkamannaflokksins, en kosn ingaúrslitin leggja einnig mikla ábyrgð á herðar sigur- vegaranna. Nú er óhjákvæmi- legt að framkvæma kosningalof orðin og sýna, að hægt er að veita landinu betri og framtaks samari stjórn en Verkamanna- flokkurinn hefur gefið síðustu áriti. Nationen (Miðflokkurinn) segir, að þegar flokkur hafi setið eins lengi við völd og Verkamannaflokkurinn hafi gert, þá komi fram sú eðlilega ósk meðal kjósenda, að skipta um og fá nýja krafta til að spreyta sig á stjóm landsins, enda sé það undirstaða raun- verulegs lýðræðis. Blaðið seg- ir, að aðalástæðan fyrir tapi Verkamannaflokksins, séu þau mörgu mistök, sem átt hafa sér stað innan stjórnar Gerhard- sens síðustu árin. Aftenposten (íhaldsmenn) segir, að það hafi, meðal kjós- enda, verið útbreidd skoðun, að það yrði til góðs að fá nýja stjórn eftir langa setu Verka- mannaflokksins, og að eins virð ist svo, sem Verkamannaflokk urinn hafi ekki fengið mikið fylgi meðal þeirra, sem nú greiddu atkvæði í fyrsta sinn. Friheten (kommúnistar) seg ir, að niðurstaða kosninganna sé alvarlegur ósigur fyrir verka lýðshreyfinguna, og bendir á að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir hafi fengið hreinan meiri hluta á þingi, þótt þeir hafi ekki meirihluta kjósenda á bak við sig. Þá sé um að ræða hrein an ósigur fyrir Verkamanna- flokkinn, en Sósíalistíski þjóð- arflokkurinn hafi aukið mjög fylgi sitt. Þó séu úrslitin ósig- ur fyrir alla verkalýðsflokkana í heild, einnig þann flokk, sem jók atkvæðamagn sitt, segir blaðið. I Verdens Gang (óháðir) seg- ir, að Verkamannaflokkurinn sé þreyttur og útslitinn, og hafi ekki lengur tök á hlutunum. Ríkisstjórnin hafi gert mörg mistök, en hafi samt sem áður talið sig óskeikula. Það sé ekki aðeins um að ræða mistök í iðn aðinum, heldur einnig hæfi- leikaleysi í baráttunni við verð bólguna, stöðnun í skattamál- um, mistökum í íbúðabygginga- málum og í menntamálum og umferðamálum, segir blaðið, og fullyrðir, að kjósendur vilji ákveðnari stjórn, nýjar hug- myndir og nýtt frumkvæði. Norges Handels- og Söfarts- tidende (íhaldsblað) segir, að samstarfsflokkarnir fjórir hafi ekki fengið meirihluta atkvæða og sé rétt að minna á, að það gefi flokkunum fjórum siðferð-\ islega séð veikari aðstöðu í þýð ingarmiklum málum, en einnig sé það áskorun á flokkana um að vinna algeran meirihluta at- kvæða i næstu kosningum. Þá segir blaðið það gleðileg úrslit Framhald a nls l? i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.