Tíminn - 15.09.1965, Side 3

Tíminn - 15.09.1965, Side 3
 HHíVJKlfDAtnjR 15. september 1965 TÍMINN 8 ISPEGLITIMANS Þessi lögulega tízkusýningar- dama heítir Nicky Bradley og er hér að sýna baðfatatízkuna í London fyrir sumarið 1966. Það er eins gott að vera búin Þetta er hinn heimsþekkti rússneski ballettdansari Rudolf að gera það upp við sig í tæka tíð, hvernig baðföt á að kaupa fyrir næsta sumar. Maðurinn á myndinni er ástralski söngvar- inn Beau Brummell. Nourejev á frönsku Rívíerunni, en þar er hann við æfingar þessa dagana með ástralska ballettinum, sem mun sýna í Nice eftir nokkra daga. ★ Velþekktur brezkur læknir heldur því fram, að nokkrir dropar af Whisky auki aksturs hæfni manna. Skrifaði hann all langa grein í læknatímarit, þar sem hann segir, að jafnvel Þótt það sé talið sannað, að einfald- ur Whisky-sjúss geri ökumenn óhæfa til þess að aka bíl, sýni vísindalegar tilraunir það, að lítið magn af Whisky bæti akst urshæfni ökumanns. ★ í kokkteilboði nokkru spurði ung leikkona Orson Welles, hvort hann þekkti nýja unga leikarann James Smith. — Ó, já, svaraði Welles. — Ég vildi svo gjarnan kynnast honum, sagði leikkonan unga. Hvernig á ég að þekkja hann frá öðr- um. — Ja, ef þér sjáið tvo menn saman og öðrum lítur út fyrir að leiðast hörmulega, þá er James Smith hinn maður- Brezki kennslumálaráðherr- ánn Geoffrey Lloyd opnaöi ný lega skóla í London, það er að segja, hann talaði í tuttugu mínútur, en gleymdi að lýsa því yfir, að skólinn væri opnað ur. Formaður skólanefndarinn ar sagði meðal annars í þakk- arræðu sinni: — Ég vil leyfa mér að þakka ráðherranum fyr ir að hafa ætlað að lýsa því yf- ir, að skólinn væri tekinn í notkun- ☆ Rithöfundurinn Alister Mac Lean (The Guns of Navarone) hefur nýlega keypt sér enskan „pub“. Er þetta annar „pubinn sem hann kaupir. Fyrír einu ári síðan keypti hann Jamaica Inn, sjóræningjabæli frá 17. öld við strönd Comwall og hann borgaði hátt á 5. milljón króna fyrir hana. Nú hefur hann keypt The Bank House, sem er vinsæl sveitakrá í Wor- cesthire og er frá 19. öld. Það er ekki að tala um neina róm- antík. Ég legg mína peninga í krár. Það er öruggara en að hugsa um hlutabréf í íðnaðin- um. ★ Kardínálinn í Boston, Ric- hard Cushing, heimsótti nýlega land forfeðra sinna, frland, og kom þar mjög á óvart sökum kímni sinnar. Um æsku sína sagði hann: — Upphaflega ætl aði ég að verða Jesúíti, en nótt ina áður en ég var tekinn í regluna, dró ég mig til baka. Það hafa Jesúítarnír Þakkað gúði fyrir síðan. Þegar hann vígði kvennaskóla í írlandi, kyssti hann 18 ára gamla stúlku á kinnina í þak'klætis- skyni fyrir ræðu, sem hún flutti honum til heiðurs. Á eft- ir sagði hann við hana: — Þetta er í fyrsta og síðasta sinn, sem kardínáli kyssir þig. '‘Fruiri llitur mjög hugsandi út, meðan hún les dagblaðið; og að lokum snýr hún sér að manni sínum og spyr: Segðu mér, hver er munurinn á beinum og óbeinum sköttum? Jú, það skal ég segja þér, svaraði eiginmaðurinn. Beínir skattar er það, þegar þú kem ur og biður mig um peninga, en óbeinir skattar er það þeg ar Þú nærð í þá í buxnavasa minn á nætumar. Hann heitir Jesus Torres Garcia, og segist vera fyrrver- andi strokuhermaður úr frönsku útlendingahersveit- inni. Garcia strauk frá herdeild sinni í Vietnam fyrir 13 árum, Hvað skyldu mennirnir vera að gera þarna? Jú, þetta eru brezkir slökkviliðsmenn að klifra upp eftir stigum, sem krækt hefur verið á svalarhand rið húsins. Það er betra að þeir séu ekki lofthræddir, þeg ar þeir þurfa að klifra upp eftir þessum krækjustigum og má segja að mikið sé á þá lagt að þarflausu, Því þessi mynd er tekin á sýningu, sem þeír héldu í London. og hefur síðan búið í Norður- Vietnam. Þessi mynd var tekin af honum í 'London, en hann er á heimlp'' ^oánar með konu sína Vietnam mm Á VÍÐAVANGl Erfiðir draumar Dagur á Akureyri segir ný- lega svo um lestur forystu- greina dagblaðanna í útvarpiS: „Ýmsir, sem hlusta á lestur Reykjavíkurdagblaða í útvarp ið á morgnana, hafa haft orð á því við Dag, að ritstjórar Morgunblaðsins og Vísis munl vera búnir að fá Framsóknar- flokkinn „á heilann", sem kaliað er. Dag eftir dag eyði þessi biöð forystuigreinum sín- um í ævintýralegar og nokk- uð mótsagnakenndar útlistanir á Framsóknarflokknum, eðli hans og starfsemi fyrr og síðar, en aðrir flokkar séu varla nefndir, jafnvel Sjálfstæðis- flokkurinn gleymist, — vegna hins brennandi áhuga á Fram sókinarfiokknum. , Samkvæmt því, sem þarna kemur fram, sé Friamsóknar- flokkurinn í senn illa inrættur og síhrellandi saklausa ríkis- stjórn, sem ekki megi vamm sitt vita, tækifærissinnaður, í- haldssamur, kommúnistískur, sjálfum sér sundurþykkur á- hrifalaus en komi þó jaflnframt svo miklu illu til leiðar, að ekki sé hægt að stjórna land inu fyrir honum, en þó fylgis laus að kalla nú orðið og senn úr sögunni, hafi raunar aldrei átt neinm 'tilverurétt í iandinu og því varla umtalsverður. Einn hlustandinn bætti við: Það er auðheyrt, að stríðsmenn Sjálfstæðisflokksins eru ofsa hræddir við Framsóknarflokk- inn. Þá dreymir um hami á nóttunni, skrifa svo leiðarana um hann á morgnana, nývakn aðir og með draumaruglið í koilinum. En meðal annarra orða: Hvers vegna eru aldrei lesnar f útvarpið greinar úr blöðum, sem gefin eru út utan höfuð- borgarinnar?" „Umsóknum rignir yfir' Eftirfarandi frásögn í Degi á Akureyri segir sína sögu um ástandið i skólamálum úti á landi: „Umsóknum rignir nú yfir Gagnfræðaskólann á Akureyri hvaðanæva af landinu. Héraðs skólarnir og heimavistarskól- arnir virðast allir vera orðn'r yfirfullir, og geta þeir ekki lengur tekið við nemendum úr sínum eigin héruðum, hvað þá frá öðrum stöðum". Hér eru sagðar fréttir af á- standinu í þessum málum. Skólaskorturinn i landinu veldur nú miklum erfiðleikum og hindrar blátt áfram ungt fólk < því að leita sér þeirrar undirstöðumenntumar á þeim aldri. sem það þarf að gerast. Héraðsskólarnir verða að vísa jafnmörgum frá dyrum sínum á hverju hausti og þar komast fyrir. Samt hefur enginn nýr héraðsskóli verið byggður f sex ára tíð „viðreisnar“-stjórn- arinnar og harla litlar viðbæt ur verið gerðai við hina eldri. Stjórnim hcfur staðið eins og veggur gegn öllum tillögum Framsóknarmanna um nýja héraðsskóla á þingi. Einstök héruð hafa ráðizt í það af van efnum að reka á eigin spýtur með takmörkuðum ríkisstuðn- ingi sjálf vísi að héraðsskól- um t.d. í félagsheimilum. Skort urinn segir úú harkálega til shi, eins og fram kemur í frétt Framhald á bls 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.