Tíminn - 15.09.1965, Page 12

Tíminn - 15.09.1965, Page 12
I 12 TÍMiNN MIÐVIKUDAGUR 15. septembei 1965 Gunnar Garbo, formaður Vlnstri flokksins, gleðst á heimili sínu í gaermorgun eftrr unnin sigur, og Ktur yfir dagblöðin ásamt fiöiskyldu sinni. ‘ (Sfmamynd) NORSKU KOSNINGARNAR Pramhald af 2. síSu kosninganna, að Kommúnista- flokkurirm sé, að því er bezt verður séð, búinn að vera í norskum stjómmálum. Blöð Verkamannaflokksins benda annars aðallega á, að at- kvæðaaukning Sósíalistíska þjóðarflokksins sé aðalorsök ósigurs flokksins. Blöð mið- fiokkanna benda yfirleitt á, að sigurinn hafi orðið meiri en við var búizt, og sé hér um tíma- mót að ræða í norskum stjóm- málum. Úrslit kosninganna í Noregi komu mjög á óvart meðal stjómmálamanna í Svíþjóð. Flestir reiknuðu að vísu með þeim möguleika, að samstarfs- flokkamir fjórir fengju meiri- hluta, en ekki var búizt við svo miklum meirihluta. Afstaða manna í Svíþjóð til orsaka úr- slitanna er svipuð og í Noregi. Talsmenn jafnaðarmanna segja klofning verkalýðshreyfingar- innar orsökina og benda á, að Sósíalistíski þjóðarflokkurinn (SF) hafi boðið fram í öllum kjördæmum, þótt ljóst hefði verið, að eini árangurinn yrði sá, að Verkamannaflokkurinn gæti misst þingsæti. Blöð verka- lýðshreyfingarinnar henda einn ig á, að Verkamannaflokkurinn hafi ekki, verið nægilega ákveð inn og árásargjam í kosninga- baráttunni. Hedlund, formaður sænska Miðflokksins, sagði, að ljóst væri að úrslit kosninganna myndi hafa í för með sér ýms- ar breytingar á stefnu næstu stjórnar Noregs. Holinberg, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að úrslitín í Noregi myndu hafa áhrif á sænsku stjórnar andstöðuna og færa andstöðu flokkana nær hvor öðrum, en það væri áhrifaríkasta leiðin til Þess að sigra jafnaðarmenn. Hermannsson, leiðtogi sænskra kommúnista, sagði að sigur andstöðuflokkanna fjögurra í Noregi væri að þakka, eða kenna, Ikosningarfyrírkomulag inu, og harmaði hann úrslitin. Olsson, framkvæmdastjóri Mið flokksins, kvað kosningaúrslitin marka tímamót, sem myndu örugglega auka fjörið í norsk um stjórnmálum og yrði það lýðræðinu til góðs. Hann kvaðst óska Vinstii flokknum sérstaklega til hamingju með sinn mikla sigur. Erlander, forsætisráðherra, fýlgdist með kosningaúrslitun um í norska útvarpinu fram eftir nóttu. Hann sagði, að Verkamannaflokkurinn hefði nú, eftir marga glæsílega sigra, beðið ósigur, sem væri aðal- lega klofningsflokknum • SF að kenna. Benti hann á, að flokk arnir fjórir hefðu ekki meiri hluta atkvæða. Hann sagðist viss um, að Verkamannaflokk urinn myndi bráðlega vinna sigur á ný. í Danmörku voru skoðanir manná um úrslit kosninganna svipaðar og í Svíþjóð, og voru talsmenn hlutaðeigandi flokka á sama máli og samsvarandi flokkar í Svíþjóð og Noregi. Óháða blaðið Information segir í forustugrein, að nú fái samstarfsflokkarnir fjórir að reyna samstarf sitt í verki, og telur, að það muni ganga erfið lega, þar sem flokkarnir hafi fyrst og fremst verið sammála í ósk sinni um, að fella Verka mannaflokkinn. Það sé því! heppilegt fyrir þá, að stjórnar I skiptin eigi sér fyrst stað í' næsta mánuði, þegar StórÞing I íð kemur saman, þar sem enn þá vanti mikið á að samkomu ■ iag sé um samsetningu hinnar' nýju ríkisstjórnar og stefnu I hennar. Blaðið bjóst ekki við,; að nein breyting yrði á norsku j utanrikisstefnunni Jens Otto Krag, forsætisráð-1 herra Dana, sagði í dag, að allt j benti til þess, að SF-klofningur-. ínn hefði haft afgerandi áhrif á úrslit kosninganna. Hann sagði, að samstarfsflokkarnir hefðu ekki meirihluta kjósenda : á bak við sig, þótt þeir hefðu þingmeirihluta. Kvaðst haun fullviss um, að leiðtogar og fé lagsmenn Verkamannaflokksms myndu vinna af kappi að Því að ná þingmeirihluta að nýju. Jafnframt sagði Krag, að hið j nána og góða samband, sem ! verið hefði milli Danmerkur i og Noregs myndi að sjálfsögðu halda áfram. Hilmar Baunsgaard, formað-; ur Róttækra vinstri manna, sagði, að kosningaúrslitin myndu væntanlega ekki hafa áhrif á stjórnmálaástandið í Danmörku að sinni, en ljóst væri, að vegna hins nána sarn bands milli landanna, myndi það hafa einhver áhrif er frá líður. Formaður óháðra, Inver í Poulsen, sagði, að kosningam- ar sýndu sömu þróun í Noregi og í Danmðrku. Poul Hartling, formaður danska Vinstriflokksins, óskaði norsku þjóðinni í kvöld til hamingju með úrslitin, sem hann sagði, að væri árangur af löngu skipulögðu starfi. Hann sagði, að samstarfsflokkarnir hefðu vakið trú kjósenda á því, að þeir gætu starfað saman, og sagði að úrslitin hlytu að verða innblástur fyrir frjálslynda menn í Danmörku. Hann sagði, að jafnaðarflokkar Noregs, Sví- þjóðar og Danmerkur héldu sig fast við fortíðina, og hefðu ekki aðdráttarkraft í nútímaþjóðfé- lagi. Kvaðst hann viss um, að samstarfsflokkamir gætu leyst vandamálin, þótt vissir erfið- leikar myndu að sjálfsögðu lenda á þeim. Aksel Larsen, leiðtogi danska SF-flokksins, sagði, að stjórnar skipti í Noregi væru því að kenna, að Verkamannaflokkur- j inn hefði hindrað endurbætur I á kosningafyrirkomulaginu, i þannig, að uppbótaþingsæti I yrðu ..tekin upp. Ef það hefði i verið gert, þá hefði Verka- ■ mannaflokkurinn og SF fengið j þingmeirihluta. Gæti flokkur-1 inn því þakkað sjálfum sér fyr- ir ósigur sinn. Þá sagði iiahn, að SF hefði gengið furðulega vel, og það væri aðeins órétt- látri kosningaskipun að kenna, að hann hefði aðeins 2 þing- menn með um 120 þúsund at- kvæði, en Vinstri flokkurinn fengi 18 þingmenn með 190 þúsund atkvæði. Leiðtogi íhaldsflokksins danska, Poul Sörensen, sagði, að ef frjálslyndu og borgara legu flokkarnir í Danmörku yrðu eins einhuga í andstöðu sinni við ríkisstjórn jafnaðar- manna og átt hefur sér stað í Noregi, þá væru jafnaðarmenn ekki við völd í Danmörku í dag. Finnska blaðið Ilta-Sanomat skrifar í dag, að úrslit norsku kosninganna muni hafa áhrif á miðflokka og hægriflokka í öðrum Norðurlöndum, og bend- ir á að nú sé Noregur eina; skandinavíska konungsríkið, sem ekki sé stjórnað af jafnað- ■ armönnum. Leiðtogi Frjálsra demókrata 1 Vestur-Þýzkalandi, Erich Mende, sagði, að kosningaúrslit in í Noregi hefðu enn einu sinni sannað styrkleika frjáls- lyndu stefnunnar. Mörg blöð í Vestur-Þýzkalandi skrifuðu um kosningarnar. Hamborgarblað- ið Abendecho, sem er hliðhollt jafnaðarmönnum, skrifar, að Verkamannaflokkurinn muni nota stjórnarandstöðutímann til endurnýjunar og yngingar inn- an flokksins. Hældi blaðið mjög því, sem stjóm Verkamanna- flokksins hefur komið í verk síðustu 30 árin, og sérstaklega þó Einar Gerhardsen. Óháða kvöldblaðið franska Le Monde skrifar um norsku kosningarnar í dag og bendir á, að óvíst sé, hvaða flokkur hljóti forsætisráðherrann vegna breyttrar innbyrðis af- stöðu hvað þingmannafjölda snertir. Blaðið segir flokkana hafa mismunandi sjónarmið á ýmsum innanríkismálum, og verði samstarf þeirra því at- hyglisverður prófsteinn. Segir blaðið, að vænta megi ýmissa breytinga í efnahagsstefnu landsins. Þá segir blaðið: — „Hvort sem tilraun flokkanna fjögurra tekst eða mistekst, mun hún hafa áhrif einnig fyrir utan Noreg þar sem afdrif hinnar nýju stjórnar munu er fram í sækir hafa áhrif á stjórnmála ástand annarra Skandínavíu- landa, m.a. Danmerkur, þar sem Jafnaðarmenn stjóma þótt þeir hafi minnihluta einungis vegna þess, að andstöðuflokk- amir hafa ekki getað samein azt, þótt þeir hafi samanlagt unnið í síðustu kosningum.“ MÓTMÆLI Framhald af bls. 1 í viðræðum, sem fram fóru milli landbúnaðarráðherra og stjórnar Stéttarsambandsins, lýsti hann sig fúsan að leysa málið með þessum hætti, ef hægt væri að skipa yfir- nefndina sömu mönnum og 1963. Leið nokkuð á aðra viku og hafði stjórnin ríka ástæðu til að ætla, að þessi leið til lausnar málinu yrði valin. En síðdegis á föstudag tjáði ráðherrann stjórninni, að sú leið væri ekki fær, þar sem full- trúi neytenda hefði að lokum ekki viljað taka þátt í störfum nefndar- innar. Stjórn Stéttarsambands bænda mótmælir þeirri réttarskerðingu sem felst í bráðabirgðalögunum. Hún hlýtur að skoða lögin sem neyðarráðstöfun til skamms tima og mun beita áhrifum sínum og öllu afli stéttarsambandsins til að fá að nýju lögfestan rétt til áhrifa á kjör bænda, ekki minni en það hefur haft að undanförnu samkvæmt ákvæðum framleiðslu- ráðslaganna. Stjórn Stéttarsambandsins tel- ur brýna þörf á að sem allra fyrst verði hafizt handa um að undirbúa nauðsynlegar lagabreyt ingar í þessa átt. Stjórnin væntir fastlega samstarfs við landbúnað- arráðherra um skipun nefndar til að undirbúa breytingar á fram- leiðsluráðslögunum, sem meðal anars fyrirbyggi, að einstakir að- ilar geti brotið löggjöfina niður. Stjórnin ákvað að kalla saman aukafund fultrúa til að fjalla um breytingr á lögunum, þegar uppkast liggur fyrir“. Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur lýst yfir stuðningi sínum við fyrrgreinda yfirlýsingu stjórn ar Stéttarsambands bænda. GJAFAHEYIÐ aðarráðuneytisins, og spurzt fyrir um, hvort meðlimir félag anna myndu vilja láta hey gef- ins af hendi rakna til bænda á kalsvæðinu á Austurlandi. Nú hafa borizt svör frá yfir 30 bún aðarfélögum á þessu svæði, eða rúmlega helmingi þeirra. sem skrifað var. Svörin eru nokkuð misjöfn. f sumum hreppunum eru bænd ur ekki aflögufærir með hey, en í öðrum hreppum vilja menn láta talsvert af hendi rakna. Láta mun nærri, að loforð eða ádráttur liggi nú fyrir um ná- lega 2500 hestburði af gjafa- heyi, og auk þess hafa sumir bændur boðizt til að gefa þen- inga til heykaupa, ef óskað yrði. Það er áberandi í svörum frá félögunum, að menn telja beiðni um aðstoð hafa borizt of seint. Margir bændur hafa látið í ljós, að þeir hefðu viljað láta meira af hendi rakna, ef beiðni hefði borizt fyrr, áður en heyinu var ekið í hlöðu, svo sá tvíverknaður heifði sparazt, sem liggur í því að moka hey- inu inn í hlöðu og rífa það svo út að nýju. Þótt enn sé ekki unnt að slá neinu föstu um það, hverjar undirtektimar verða hjá þeim búnaðarfélögum, sem enn hafa ekki svarað, má telja líklegt, að þaðan komi mun minni lof- orð en frá hinum um heygjaf- ir. Má því telja fullvíst, að mik- ið skorti á að loforð fáist fyrir þeim 10 þúsund hestburðum af gjafaheyi, sem kalnefndin svo- kallaða gerði ráð fyrir í kostn- aðaráætlun sinni um aðstoð við bændur á Austurlandi. HJÚKRUNARSKÓLINN Framhaio ai ib siðu stofa og eldhús, en til þessa hefði skólinn til dæmis enga dagstofu haft, og hefði því verið erfitt um allt félagslíf í skólanum. Ástandið í kennslu málunum hefur verið mjög | erfitt, þar sem kennsla hefur orðið að fara fram í litlum af- ! þiljuðum skólastofum á göng j um skólans. Nú bætast fimm nýjar kennslustofur við, og ætti þá að verða hægt að taka á milli 50 og 60 nemendur inn í skólann á hverju ári í stað rúmlega tuttugu eins og nú er, enda verða tvær stofur til umráða fyrir hvorn bekk. . Sagðist Þorbjörg vonast til þess að um áramótin 1966/67 yrði hægt að fjölga nemendum um helming, ef allt gengi sam kvæmt áætlun í byggingu nýju álmunnar. Þeir verktakar. sem annast uppslátt hússins og sjá eiga um allt grófara tréverk eiga að hafa lokið störfum i maí í vor, en þá á eftir að bjóða út fínna tréverk eða inn- réttingar allar, og er ekki hægt að segja um Það á þessu stigi málsins, hvernig það muni ganga. Þó er fyrir mestu fyrir skólann, að fjárveiting verði áframhaldandi, svo verkið þurfi ekki að stöðvast vegna fjár skorts. Mikill skortur hefur verið á hjúkrunarkonum hér undanfar in ár, og í fyrra gekk þetta svo | langt, að loka sjúkrastofu i á Landsspítalanum, þar sem j starfskraftur var engan veginn ; nægilegur tíl þess að hægt væri að halda öllum stofum opnum. í sumar hefur ástandið verið fremur gott, enda marg ar hjúkrunarkonur komið til afleysinga. Aftur á móti er nokkur uggur í forráðamönnum Ríkisspítalanna, þar eð búast má við að þegar afleysarar hætta störfum nú i haust verði skortur aftur orðinn tilfinnan legur á sjúkrahúsunum. . FRANSKUR BALLETT Framhald af 16. síðu Frakkar alltaf staðið mjög fram- arlega á sviði balletts. Listunnend ur geta áreiðanlega vænzt alls góðs af þessum sýningum, forsala aðgöngumiða hefst næsta laugar- dag og verð aðgöngumiða verður frá 235 krónum til 385 kr. á frum sýningu, en á aðrar sýningar frá 185 kr. til 285 kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.