Morgunblaðið - 01.05.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.05.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MAt 1985 Sjálfstæðisflokkurinn: Almennir stjórnmála- fundir um allt land Sjálfstæðisflokkurinn efnir til almennra stjórnmálafunda um allt land dagana 2. til 5. maí næstkomandi. Fyrstu fundirnir veróa haldnir fimmtudaginn 2. maí klukkan 20.30, og veröa sem hér segir: Á Akranesi í Sjálfstæðishúsinu, í ólafsvík í Mettubúð, Stykkis- hólmi í Lionshúsinu, Borgarnesi í Hótel Borgarnesi, Keflavík-Njarð- vík í Karlakórshúsinu við Vestur- braut í Keflavík, Hafnarfirði í Sjálfstæðishúsinu, Kópavogi í Sjálfstæðishúsinu við Hamraborg, á Seltjarnarnesi í Sjálfstæðishús- inu við Austurströnd, Selfossi í Sjálfstæðishúsinu, Hvolsvelli í Hvoli. í Vík í Mýrdal í Leikskálan- um, Arnesi, Þorlákshöfn í Kiwan- ishúsinu. Útimark- aður á Lækjartorgi KVENNADEILD Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík verftur með köku- sölu á Lækjartorgi Fóstudag- inn 3. maí nk. Kvennadeildin hefur starfað með Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og aflað fjár til kaupa á tækjum og ýmsum búnaði fyrir störf hennar að björgun- armálum. Markús og Sigríður á Borgareyrum 80 ára: Taka á móti gestum í Njáls- búð í dag HJÓNIN Sigrfður Magnúsdóttir og Markús Jónsson, söðlasmiður á Borgareyrum, V-Kyjafjöllum, taka á móti gestum í tilefni af 80 ára af- mælum þeirra á árinu, í Njálsbúð í Vestur-Landeyjum í dag, 1. maí, frá kl. 14 til 19. Sigríður varð 80 ára í gær, 30. apríl, en Markús 6. mars sl. Þau hjónin ætluðu að taka á móti gest- um í félagsheimilinu Gunnars- hólma, A-Landeyjum, en af óvið- ráðanlegum orsökum verður mót- takan í Njálsbúð í Vestur-Land- eyjum, eins og að framan greinir. Frá 24. ársfundi Seðlabanka íslands, sem haldinn var í gær. Morgunbimðií/Júiius Jóhannes Nordal á aðalfundi Seðlabankans: Verðbréfamarkaður tímabær, auk þess skráning hlutabréfa Innlán og peningamagn jukust um 34 %, eða nærri 13% umfram verðbólgu JÓHANNES Nordal seðlabankastjóri sagði m.a. í ræðu sinni á 24. ársfundi Seðlabanka íslands sem haldinn var í gær, að aukning inn.ána og peningamagns í bönkunum gæfi ein sér til kynna bata bankakerfisins eftir langt tímabil neikvæðra raun- vaxta. Hann sagði ennfremur, að þessi mikla aukning innlána nægði þó ekki til þess að innlánsstofnanir gætu bætt lausafjár- stöðu sína, þar sem aukning útlána hefði reynst mun meiri. Jóhannes gerði einnig vaxtamál að umræðuefni og sagði m.a., að vaxtalækkanir virtust orðnar tímabærar. Þá telur seðla- bankastjóri að stofnun skipulegs verðbréfamarkaðar sé langt á veg komin, ennfremur að á síðara stigi verði að því stefnt að koma á skráningu hlutabréfa. Varðandi stöðu peningamála sagði Jóhannes Nordal m.a. að sl. ár hefði verið viðburðaríkt í peningamálum. Með hjöðnun verðbólgunnar haustið 1983 hefði komist á betra jafnvægi milli vaxta og verðlagsþróunar. Hækkun raunvaxta hefði haft örvandi áhrif á þróun innlána og í heild jukust innlán og pen- ingamagn um 34% eða nærri 13% umfram verðbólgu. Leiddi þetta til þess, að heildarinnlán komust i árslok upp i 33,3% af verðmæti þjóðarframleiðslu, en það er hæsta hlutfall, síðan 1972. Aukning útlána reyndist þó mun meiri eða nálægt 46%, sem leiddi til frekari rýrnunar á lausafjárstöðu innlánsstofnana gagnvart Seðlabankanum og skuldasöfnunar viðskiptabank- anna erlendis. Útlánaaukningin átti þannig drjúgan þátt í þvi að auka peningaþenslu í landinu og veikja stöðu þjóðarbúsins út á við. Seðlabankastjóri gerði síðan vaxtamál að umræðuefni og sagði m.a. að ekki hefði fengist reynsla af áhrifum vaxtabreyt- inga á síðasta ári, áður en kaup- hækkanir hefðu haft í för með sér verulega aukningu verðbólgu og óvissa um gengisþróun hefði leitt til tímabundinnar spákaup- mennsku og mikils óróa á fjár- magnsmarkaði. Hann rakti sið- an þróun vaxtamála á árinu og sagði að i dag væri útlit fyrir að verðbólguhraðinn yrði ekki nema 20 til 22% að meðaltali næstu þrjá til fjóra mánuði. Vaxtalækkanir virtust því orðn- ar tímabærar, enda hefðu inn- lánsstofdnair þegar ákveðið nokkrar vaxtalækkanir. Þegar hefðu verið ákveðnar vaxtalækk- anir af hálfu Seðlabanka en framhald vaxtaþróunar næstu mánuði færi að sjálfsögðu eftir verðlagsþróun. Þá ræddi Jóhannes annan þátt peningamála og sagði langt á veg komið að stofna til skipulegs verðbréfamarkaðar þar sem skráð væru reglulega bæði ríkisskuldabréf og verðbréf fyrirtækja og opinberra stofn- ana sem uppfylla tilteknar lág- markskröfur. Hann sagði að unnið hefði verið að því af kappi á vegum Seðlabankans síðustu mánuði að stofna slíkan verð- bréfamarkað og sagðist hann þeirrar skoðunar að skilyrðu séu nú fyrir hendi til þess að slik viðskipti geti farið ört vaxandi og brátt orðið mikiivægur þáttur í fjármögnun atvinnurekstrar. Jónas Rafnar formaður bankaráðs Seðlabankans: Tekjuafgangur 111 millj. kr. á rekstrarreikningi Á fyrra ári varð rekstrarhalli upp á 95 millj. kr. ÞAÐ KOM fram í ræðu Jónasar Rafnars formanns bankaráðs Seðlabanka fslands í setningarræðu hans á 24. ársfundi bankans, sem haldinn var í gær, að samkvæmt rekstrarreikningi fyrir árið 1984 hafi orðið tekjuafgangur upp á 111 millj. kr., en á fyrra ári varð halli á rekstrarreikningi upp á 95 millj. kr. Þá kom og fram, að reiknað er með að Reiknistofa bankanna geti flutt f nýju Seðlabankabygginguna við Kalkofnsveg í mars eða aprfl á næsta ári og Seðlabankinn sína starfsemi fyrir lok ársins. Stöðugildi við Seðlabankann voru alls 126 í árslok 1984 og hafði fækkað um fjögur á árinu. Jónas Rafnar setti ársfundinn og bauð gesti velkomna fyrir hönd bankastjórnar og banka- ráðs. Hann gerði síðan grein fyrir stjórnun bankans og þakk- aði starfsfólki og fráfarandi bankaráðsmönnum góð störf og ræddi síðan nokkuð húsnæðis- mál bankans. Hann sagði m.a.: „Byggingamál Seðlabankans eiga sér langan aðdraganda. Fljótt eftir að bankinn tók til starfa varð ljóst, að hann gæti ekki til frambúðar verið i sam- býli með öðrum. Síðla sumars 1961 samþykkti bankaráð að festa kaup á lóð fyrir byggingu. Frá því hefur verið unnið að hús- næðismálum bankans. Innan bankastjórnar og bankaráðs hef- ur aldrei risið upp ágreiningur um nauðsyn þess að koma upp viðhlítandi húsnæði fyrir starf- semina og mér er ekki kunnugt um, að nokkur viðskiptaráðherra hafi lagzt gegn byggingaráform- um.“ í ræðu Jónasar komu enn- fremur fram eftirtalin atriði úr rekstrarreikningi sl. árs: Vaxta- tekjur umfram vaxtagjöld námu 1.087 millj. kr., sem er tvöfalt meira en á fyrra ári. Kostnaður bankans, án byggingarkostnað- ar, hækkað úr 108 millj. í 145 millj. kr., eða um 34%. Gjald- færður kostnaður vegna nýbygg- ingar var um 109 millj. kr. Sam- tals hefur byggingin kostað um 194 millj. kr. á verðlagi hvers árs. Miðað við gengi dollars hafa erlendar eignir að frádregnum skuldum til skamms tima lækk- að um 38 millj. dollara. Skuldir innlánsstofnana i árslok 1984 voru um 2.800 milj. kr. hærri en inneignir þeirra f bankanum. Mismunurinn í fyrra var 1.200 millj. kr. Staða ríkissjóðs og rík- isstofnana versnaði gagnvart bankanum um 307 millj. kr. á árinu, en staða á aðalviðskipta- reikningi ríkissjóðs batnaði um 1.200 millj. kr. Staðan gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum var óbreytt á árinu, en nettóskuld bankans við sjóðinn í árslok var um 34 milljónir SDR. í kjölfar kjaradóms í málum BHMR: 6SRB óskar viðræðna um breyttan launastiga — vegna verulegs misræmis í launa- kjörum ríkis- starfsmanna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frétt frá BSRB: „Verulegt misræmi hefur skapast í launakjörum starfsmanna hjá rik- inu eftir dóm kjaradóms um röðun ríkisstarfsmanna innan BHM í þann launastiga, sem dómurinn hafði áður ákveðið þeim til handa. BSRB hefur af því tilefni, svo og vegna almennrar þróunar í launa- málum, óskað eftir viðræðum strax um breytingar á launastiga bandalagsins, sem samkvæmt samningi er uppsegjanlegur frá 1. september nk. ósk þessi var sett fram af fulltrúum BSRB í sér- stakri nefnd, sem fjalla skal um endurskoðun launakerfis fyrir næstu samninga. Komi til þess, að launakjörum ríkisstarfsmanna innan BSRB yrði þannig breytt, þá væri það verkefni aðal samninganefndar bandalagsins og einstakra banda- lagsfélaga, sem hafa hvert um sig gert sérkjarasamninga við launa- deild fjármálaráðuneytisins. Um viðhorf stjórnvalda til þessa erindis verður væntanlega nánar vitað um eða eftir helgina. Stjórn BSRB vinnur nú að und- irbúningi bandalagsþings sem haldið verður 4. til 8. júní nk. Slíkt þing er haldið þriðja hvert ár og þingfulltrúar verða nú um 215. Mörg mál munu koma til kasta þingsins og er líklegt að verkfall bandalagsins verði þar til umfjöll- unar og þá m.a. fjármögnun verk- fallssjóðs og atkvæðagreiðsla um kjarasamninga í lok verkfalls.“ Leiðrétting frá Hagstofunni: 175 Mitsu- bishi-bflar í MORGUNBLAÐINU í gær var sagt frá því, að skv. skýrslu Hag- stofu íslands hefðu í heild verið Duttar inn jafnmargar bifreiðir frá Toyota og Mitsubishi fyrstu þrjá mánuði írsins, 147 frá hvorri verk- smiðju. Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi leiðrétting frá Hagstofu íslands. „Vegna fréttar í Morgunblaðinu 30. apríl vill Hagstofa íslands • taka fram, að sú villa var f skýrslu um tollafgreiddar bifreiðar í janúar-mars 1985, að MMC-(Mitsubishi)-bifreiðar voru vantaldar um 28 nýjar fólksbif- reiðar af gerðinni Galant. Alls voru 175 MMC-bifreiðar tollaf- greiddar á ársfjórðungnum, þar af - 154 nýjar fólksbifreiftar. Virðingarfyllst, Ásmundur Sigurjónsson deildmrstjóri.** 7.000 mokka- flíkur til Sovétríkjanna TEKIST hafa samningar um sölu á 7.000 mokkaflíkum frá íslandi til Sovétrfkjanna. Kaupandi er sovézka samvinnu- sambandið. Afgreiðsla mun eiga sér stað á þessu ári og fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Heild- arverðmæti samningsins er um 47 milljónir króna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.