Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 24
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985 Jónas frá Hriflu - hundrað ár - eftir Indriða G. Þorsteinsson Tilhneiging sögunnar til að skilja aðeins eftir örfáa menn, eins og þeir hafi á sínum herðum borið fram umbreytingar og fram- þróun í þjóðfélögum, er stórlega varhugaverð. Svo er íslandssög- unni einnig farið, jafnvel þeim hluta hennar sem enn er innan seilingar. Þegar talað er um þá umbyltingu sem hér varð á fyrri hluta aldarinnar á hún auðvitað rætur í fólkinu sjálfu, þótt ein- stakir menn hafi vegna atgervis síns orðið einskonar fulltrúar breytinganna. Eyþjóðir í Atl- antshafi urðu miklu seinni til að taka upp nýja atvinnuhætti en ís- lendingar, en flestar þeirra munu vera töluvert mannfærri. Sé horft til landbúnaðar má enn sjá þar aðkreppt gögn iandsins umgirt há- um grjótgörðum og djúpar en þröngar heimtraðir eins og til skjóls fyrir hafvindum. Og til sjávarins voru til skamms tíma notaðir árabátar fyrir hafnlausum ströndum. Það sem réð auðvitað úrslitum fyrir íslendinga var sú umbylting í landinu, sem skaut rótum á nítjándu öldinni hjá fá- tækri og fámennri menntamanna- stétt íslenskri í Kaupmannahöfn og þeirri miklu sagnagáfu, sem vermdi kaldan lýð við hetjuglóðir fomaldar. Endurreisn hugans hófst því löngu fyrr en verk- menntunin þeytti okkur út úr járnöldinni um 1910 til lífskjara og menntunarskilyrða, sem nú standa víða næstum jafn vel og hjá ríkum þjóðum á Vesturlönd- um, þeim sömu þjóðum sem höfðu okkur til skoðunar og skops á lið- inni öld. Frakkar spyrja um konuna á bak við manninn; við spyrjum um manninn á bak við framfarirnar. Og þegar litið er til umbyltingar- innar hér á fyrri hluta þessarar aldar koma auðvitað nokkur nöfn í hugann. En á þessum degi, 1. maí, stendur þó sá maður efst, sem leit dagsins Ijós fyrir réttum hundrað árum, þ.e. meðan enn lifðu fimmt- án ár eftir af nítjándu öldinni, og bar með sér þvílíka storma inn í samtíð sína, að varla hefur kyrrst að fullu um nafn hans enn, seyján árum eftir að hann andaðist. Hér er átt við Jónas Jónsson frá Hriflu, en f dag er öld liðin frá fæðingu hans. Jónas var sonur hjónanna Jóns Kristjánssonar og Rannveigar Jónsdóttur. Bæði voru þau af þingeyskum ættum og skyld, því Helga móðir Rannveig- ar og Kristján faðir Jóns voru systkini. Rannveig var ekkja þeg- ar hún giftist Jóni og átti tvö börn frá fyrra hjónabandi. Fyrst bjuggu þau Jón og Rannveig hjá móður Rannveigar á Gvendar- stöðum í Köldukinn, en síðan á Hóli í sömu sveit. Árið 1882 flutt- ust þau að Hriflu, sem áður hét Hriflugerði og stendur á opnu svæði þar sem mætast Köldukinn og Bárðardalur nær vesturbakka Skjálfandafljóts, skammt norðar og vestar en brúin liggur yfir fljótið. Jón byrjaði fljótlega á endurbyggingu bæjarhúsa í Hriflu, enda byggingar orðnar hrþrlegar, og endurreisti þær í gömlum stíl. Er til teikning af þessum bæ nýlegum eftir Daniel Bruun. Þau hjón eignuðust fimm börn, tvö misstu þau ung, en þrjú náðu háum aldri, Friðrika þeirra elst, síðan Kristján er bjó á Fremstafelli í Kinn og var Frið- rika þar hjá honum, og Jónas yngstur. f æsku vandist Jónas öllum venjulegum sveitastörfum, sat yf- ir kvíaám og vann heimilinu eins og aldur og kraftar leyfðu. Á vetr- um fékk hann fræðslu á unglinga- námskeiðum sem efnt var til og stundum var fólk fengið til að kenna tíma úr vetri. Var þetta með líkum hætti í öðrum sveitum, en að auki studdu systkinin hvert annað við sjálfsnám. í Hriflu var eitthvað til af ljóðabókum eftir skáld þeirra tíma og á hverjum sunnudegi las Rannveig móðir Jónasar úr stólræðum séra Páls Sigurðssonar í Gaulverjabæ eftir að þær komu út. Tvö blöð komu á heimili Jónasar i æsku, Dagskrá Einars Benediktssonar og Fjall- kona Valdimars Ásmundssonar. Jakob Hálfdanarson frá Gríms- stöðum var farinn að móta dagleg- an rekstur kaupfélagsins á Húsa- vík og í þessu andrúmi nýrra við- skiptahátta og samstöðu, við lest- ur ljóða góðskáldanna og stólræð- ur séra Páls um drengskap í mannlegum samskiptum, ólst Jón- as upp á æskuheimili sínu fram að seytján ára aldri. Þá kom á heim- ilið kaupamaður, Brynjólfur Magnússon að nafni, sem stundaði barnakennslu í Leiru á vetrum. Bauð hann Jónasi til sín næsta vetur og varð það úr að Jónas þáði boðið með samþykki foreldra sinna. Sagan segir að þegar Jón faðir hans var að fylgja honum til Húsavíkur á skipsfjöl hafi þeir feðgar mætt bónda úr nágrenninu, sem hefði spurt hvert þeir væru að fara, og á þá Jón að hafa sagt heldur dapurlega að Jónas væri að fara suður i skóla því ekki væri hann fyrir búskapinn. Má til sannsvegar færa að alþýðufólki á þeirri tið hafi ekki þótt mennta- vegurinn neinn bjargræðisvegur, enda tengdist lifsbjörgin líkam- legu erfiði, sem ekki varð beint tengt við menntunina. En eftir þessa suðurferð Jónasar virtist ekki aftur snúið enda stundaði Jónas nám bæði hér og erlendis og sneri ekkj heim frá námi og kynn- isferðum fyrr en á vordögum 1909. Haustið 1911 kvæntist hann heit- konu sinni, Guðrúnu Stefánsdótt- ur frá Granastöðum. Eignuðust þau tvær dætur, Auði og Gerði, sem báðar eru á lífi og búsettar í Reykjavík. Um sinn var næsta kyrrt um Jónas. Næstu átta árin, eða fram til ársins 1917, var hann kennari við Kennaraskólann og ritstjóri Skinfaxa, tímarits ungmennafé- laganna. í því riti komu fram skoðanir ritstjórans, og má á þeim sjá, að hugsun hans var að mótast til þeirra átaka sem síðar urðu. Ungmennafélagshreyfingin var ekki pólitísk nema í aðskilnað- armálinu við Dani. Jónas sinnti þeim atriðum, þótt hann gerði sér ljóst að sú barátta tæki enda. Þá var eftir hinn hluturinn að undir- búa þjóðina undir sjálfsforræðið. Samfélag, sem var fyrst og fremst sniðið að þörfum landbúnaðar og sjávarbænda, var eins fjarri iðn- þróun nágrannarikja og hugsast gat. Jónas var runninn upp úr þessum jarðvegi og sá ekki endi- lega fyrir þá þróun þéttbýlis, sem að ævilokum hans hafði tekið sveitunum það blóð, að hann hafði við orð: Ef ég væri blaðstjóri myndi engin jörð fara svo f eyði að ég skrifaði ekki minningargrein um hana. Þegar Jónas settist að í Reykja- vík var farið að líða að þáttaskil- um í sjálfstæðisbaráttunni. Það stríð var að hluta til unnið af bændum á Alþingi og æskufólki í ungmennafélögunum. Hins vegar Jónas Jónsson sat embættismannavaldið ís- lenska í stólum sínum og gætti þess að ærslin fyrir utan trufluðu ekki svo mjög kúrsinn í kansellí- inu. Embættismenn tömdu sér hið hæga líf og áhættulitla, og þótt þeir væru eins dyggir í sjálfstæð- isbaráttunni og aðrir íslendingar hvarflaði ekki að þeim að aukið sjálfsforræði þýddi breytingu á skipan þeirra mála sem ríktu í landinu. Fram að þessu hafði landbúnaðurinn lifað á ódýru vinnuafli. Þetta ódýra vinnuafl hafði verið skorðað niður við orfið og hrífuna með margvíslegum ákvæðum um búsetuskyldu. Fólk varð að vera í vistum, en eftir að eitthvað var orðið til þéttbýlis að sækja annað en búðarlokustörf og kansellísetur, brustu þessi höft og upp reis samsafn brottfluttra sveitamanna, sem fór að tala um kaup sitt og kjör og bindast sam- tökum til að knýja fram betri lífskosti á mölinni. Jónas leit yfir þetta svið, af fá- tæku en bjargálna fólki kominn, og taldi sjálfsagt að reyna að verða þessu nýja en óskipulagða vinnuafli að liði. Hann hafði þv( afskipti af stofnun Dagsbrúnar og stofnun Alþýðusambandsins og færði þessum samtökum orðræðu og rök, sem hann hafði orðið sér úti um í ferðum og við nám er- lendis. Hafði hann m.a. orðið vitni að því þegar enskir stúdentar gerðu aðsúg að ræðismanni, sem var að tala um bágindi atvinnu- lausra manna í Englandi. „Lög- reglan hindraði það þó, en gerði annars ekkert til að hegna óróa- seggjunum, af því þeir voru ríkir og voldugra manna synir.“ Þarna orkaði sem sagt ekkert tvímælis. Jónasi var bresk verkalýðshreyf- ing alltaf hugstæð, enda hélt hann því fram að barátta hennar væri fyrst og fremst háð fyrir breyttum kjörum, en ekki til að leggja þjóð- skipulagið í rúst. Þannig verkalýðshreyfingu taldi hann sig vera að styðja fyrstu sporin hér á landi, og hefur kannski álitið að hann væri í leiðinni að búa til afl gegn embættismannavaldinu, sem honum var umhugað um að hrinda. En ekki gengu þessar hug- myndir eftir og komu þar til at- burðir annars staðar í heiminum, sem urðu síðar undirstaðan að ör- eigatrúarbrögðum sem voru hugs- un Jónasar víðs fjarri. En afskipti Jónasar af verka- lýðshreyfingunni í byrjun áttu eftir að hafa tvíþætt áhrif á póli- tískt líf hans. Þau öfluðu honum andstæðinga, sem urðu honum þungir í skauti, og þau öfluðu hon- um bandamanna, sem í raun þoldu honum aldrei forustu á sviði ís- lenskra stjórnmála. íslenska borg- arastéttin samanstóð á þessum tíma, árunum fyrir ráðherradóm Jónasar 1927, af embættismönn- um, betri bændum fluttum í kaup- stað, kaupmönnum og þeim er fengust við vaxandi og ábatasama útgerð. Kaupkröfuaðgerðir vinn- andi fólks á þessum tíma stóðu al- veg í öfugum teiknum við þá allt að guðstilskipuðu reglu að kaup- gjald skyldi vera fast og miðast við ríkjandi árstekjur vinnufólks i landbúnaði. Hvað ætti svo sem að verða um landbúnaðinn yrði kaup- ið sprengt upp? Og hvað yrði um sjávarútveginn yrði lifrarhlutur- inn aukinn? Þessir aðilar tengdu nafn Jónasar við kröfugerðina, enda átti hún stundum talsmann í honum. En um árið 1917 virtist Jónas fara að draga sig í hlé. Seinna kom Héðinn Valdimarsson fram á sjónarsviðið og vildi halda því fram að Jónas hefði brugðist verkalýðnum. Hann hafði það til síns máls, að Jónas hafði ákveðið að hafa meiri afskipti af islensk- um stjórnmálum og skipa þar sess örlagavalds i næstu framtíð. Inn- an verkalýðshreyfingarinnar hefði honum verið of þröngur stakkur skorinn. Hann varð að fá flokk. Og það er stórbrotið að sjá hverju dauðahaldi hann hélt i bænda- samfélagið við munsturgerð is- lenskrar flokkaskipunar, sem hann óf upp úr árinu 1917. Á þessu er auðvitað sú skýring, að hann sá fyrir að bændur og Aldarminning frá sjónar- miði sjálfstæðismanns - eftir Leif Sveinsson Sumarið 1936 vorum við Har- aldur bróðir minn sendir til sumardvalar að Vogum i Mý- vatnssveit til Þórhalls bónda Hall- grfmssonar. Hann var einn fárra sjálfstæðismanna i sveitinni, en til þess þurfti meira en lftið hug- rekki. Jónas var mjög hrifinn af þessu uppátæki föður okkar að senda okkur norður og reit f Tím- ann eitthvað á þessa leið: „Sveinn i Völundi er mesti uppeldisfræð- ingur á íslandi, þvi hann sendi tvo syni sína norður í Þingeyjarsýslu i mitt kjördæmi." Lengra var ekki hægt að komast að áliti Jónasar. Eitt er víst, að aldrei hefi ég nóg- samlega blessað föður minn fyrir þá ákvörðun að senda mig fimm sumur norður i Mývatnssveit. Jónas Jónsson var fyrst lands- kjörinn þingmaður árin 1922— 1934, en varð síðan þingmaður Suður-Þingeyinga árin 1934— 1949. Hann var formaður Fram- sóknarflokksins árin 1934—1944. Um þetta leyti var hann þvf einn af valdamestu mönnum landsins, þótt eigi væri hann ráð- herra i stjórn Hermanns Jónas- sonar, sem þá sat að völdum i samvinnu við Alþýðuflokkinn. (Eysteinn Jónsson og Haraldur Guðmundsson voru meðráðherr- ar.) Jónas fékk ekki sæti f þeirri ríkisstjórn, því meirihluti forystu- manna Framsóknarflokksins krafðist þess af Alþýðuflokknum í stjórnarmyndunarviðræðum, að Alþýðuflokkurinn setti það sem ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir stjórnarsamstarfinu, að Jónas yrði ekki ráðherra. Bjarni Benediktsson taldi, að Jónas Jónsson hefði verið svo til einráður á Islandi i tvö ár af þeim fjórum, sem hann gegndi ráð- herraembætti 1927—1931. En hann kenndi þeim Hermanni og Eysteini fræði sfn svo vel, að þeir skákuðu honum úr æðstu valda- stólum og settust i þá sjálfir. Sannaðist þar hið fornkveðna, að sjaldan launa kálfar ofeldi. Framsóknarbændurnir i Mý- vatnssveit tignuðu Jónas sem guð á þessum árum (1936—1941) og var svo víðar um sveitir. Var sú saga sögð og þótti ekki ósennileg, að við skoðanakönnun i Lauga- vatnsskóla um hver væri mestur velgerðarmaður mannkyns hefði Jónas fengið atkvæðinu fleira en sjálfur endurlausnarinn. En svo fóru völd Eysteins vax- andi um þetta leyti, að hann flutti verkamenn úr Suður-Múlasýslu til þess að leggja veg um hluta af Mý- vatnssveit. Mývetningar fengu ekki að leggja allan veginn um eigin sveit. Gaman væri að sjá verkalýðsfélögin una slfkum vinnubrögðum i dag. Nú vfkur sögunni til ársins 1946. Jónas er fallinn i ónáð i Fram- sóknarflokknum, enda maðurinn með þeim ósköpum fæddur, að enginn gat með honum unnið sak- ir ofrfkis. Hermann og Eysteinn hafa nú öll völd i Framsóknar- flokknum og töldu þeir sig geta skipað Framsóknarmönnum i Suður-Þingeyjarsýslu að kjósa frambjóðanda miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, Björn Sig- tryggsson á Brún í Reykjadal, en fella Jónas, sem var i sérframboði með stuðningi Framsóknarfélag- anna í S-Þingeyjarsýslu. Orslit urðu þau að Jónas var kjörinn með 866 atkvæðum, en Björn fékk 541, svo að ekki sviku Þingeyingar Jón- as, þótt forysta þess flokks, sem hann hafði blásið lífsanda i, hefði afneitað honum. Komu úrslit þessi flokksforystu Framsóknar f Reykjavfk mjög á óvart, en það sem þeir vissu ekki var að Karl Kristjánsson á Húsavík hafði gert Ieynisamning við Jónas, þess efn- is, að ef Karl og hans menn styddu Jónas 1946 og hann lofaði að fara ekki fram oftar, þá myndu Jónas og hans menn styðja Karl til þing- mennsku við næstu kosningar. En hvernig maður var Jónas Jónsson frá Hriflu? Gáfur hafði hann góðar, en innrætinu var nokkuð ábótavant. Hann var dóms- og kirkjumálaráðherra árin 1927—1931 og hristi þá töluvert upp i dómskerfinu, en þar höfðu sýslumenn og bæjarfógetar í sum- um umdæmum verið nokkuð at- kvæðalitlir og mál dregist úr hömlu. í Rangárvallasýslu var eitt árið aldrei nefnt almanaksárið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.