Morgunblaðið - 01.05.1985, Qupperneq 30
30
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985
STJO
Mátturoq
vukiu
auglýsinga
almenningstengslum. Námskeiðio nefnist á frummá
„Kreativixet og effektivitet - kan det forenes
rekiamen?“ og verður það flutt á ensku.
Flestir kaupendur auglýsinga eru oft á báðum
áttum þegar tillögur um auglýsingar eru lagðar
fyrir þa.
- Eru tillögurnar nógu markvissar?
- Er sköpunargleðin nægileg?
- Er val fjölmiðla rétt?
- Hefur rett stefna verið valin?
að kasta sér út
að gera það
fyrír 'augun. Það eru til vinnureglur, sem
draga úr óvissunni og fækka mistökum, séu þær rétt
notaðar.
Á þessu námskeiði verður m.a. fjallað um eftirfar-
andi:
- Skapandi vinna og mat á henni.
- Hópvinna þar sem raunveruleg verkefni úr
dönskum fyrirtækjum eru yfirfarin.
- Af hverju verða auglýsingar svona dýrar?
- Hvernig er best fyrir komið samsfarfinu við
auglýsingastofurnar?
- Hvaða verkefni á að fela augiýsingastofum?
Markmið námskeiðsins er m.a. að koma markaðs-
og auglýsingafræðinni niður á jörðina oa gera
þatttakendur færa um að meta auglýsingafíllOQ
á sem bestan hátt.
>gur
W d
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:
Morten Peetz-Schou, listfræðingur og dálkahöf-
undur. Hann er mjög þekktur á sínu sviði í Danmörku
og hefur 25 ára reynslu við auglýsingagerð og almenn-
ingstengsl. Hann nefur m.a. starfað sem „kreativ chef“
hja Thomas Bergsoe og Jersild en rekur nú eigið
raðgjafarfyrirtæki.
Asger Vilstrup, hagfræðingur frá Insead og IMEDE.
Hann hefur langa starfsreynslu bæði sem raðgjafi og
auglýsingastjóri hjá m.a. Gutenberghus oa Tnomas
Bergsoe og markaðsstjóri hjá Nordisk Textiítryk. Hann
stanar nú sem ráðgjafi með almenningstengsl og
fjölmiðlun sem sérsvío.
Tími og staður: 22.-23. maí 1985 kl. 9-17 báða
dagana í Kristalssal Hótels Loftleiða.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS HSTSS,23
Afganistan:
Fregnir berast af æ óhugn-
anlegri hryðjuverkum Rússa
Islamabad, PaknUui 30. aprfl. AP.
/E FLEIRI fregnir berast um ógnvekjandi hryðjuverk sovéskra hermanna
og afganskra stjórnarhermanna úti á landsbyggð Afganistan þar sem þeir
eiga í höggi við andspyrnusveitir og fara oft halloka. Hryðjuverkin eru
gjarnan framin í hefndarskyni fyrir árásir andspyrnumannanna á Rússa
og herinn. Þetta segja vestrænir stjórnarerindrekar í Pakistan og Ind-
landi, sem ekki vilja láta nafna getið, en fullyrða að þeir hafí öruggar
heimildir fyrir þessu.
Á síðustu vikum hafa borist
fregnir um þó nokkur þorp, sem
hafa orðið fyrir slíkum hefndar-
árásum Sovétmanna og stjórn-
arhersins, hús eru sprengd í loft
upp eða brennd til grunna og
þorpsbúum smalað saman og
þeir pyntaðir og drepnir, oft á
hinn hroðalegasta hátt. Læknir
einn í Kabúl, sem krafðist nafn-
leyndar, sagði frá miðaldra konu
sem hann hafði til meðferðar
fyrir skömmu. Var hún með 2. og
3. stigs bruna víða um líkamann.
mest þó á höfði og herðum. Hún
bar að sovéskir hermenn hefðu
brennt heimaþorp sitt til grunna
og neytt sig og fleiri inn í bökun-
arofna og lokað á eftir. Sagði hún
það kraftaverk að hún væri á lífi.
Börn hennar tvö höfðu Sovét-
menn pyntað hroðalega, blindað
þau með glóandi kolamolum og
lamið og lemstrað. Fleiri slíkar
sagnir hafa borist, Rússar eru
sagðir hafa brennt fólk til bana
eða stórskaðað, tætt sundur með
byssustingjum og fleira og fleira,
jafnan i hefndarskyni eftir að
andspyrnumenn höfðu fellt Sov-
étmenn í einhverjum mæli.
Það eru einmitt vaxandi að-
gerðir andspyrnumanna, sem
hafa virkað eins og bensín á
dauðahreyfil Sovétmanna, and-
spyrnumönnum hefur gengið vel
í átökunum upp á síðkastið, t.d.
sátu þeir fyrir gífurlegri skrið-
dreka- og flutningabílalest í
þröngu fjallaskarði nýlega og
eyðilögðu um 150 farartæki með
eldflauga- og vélbyssuskothríð.
Fjöldi Sovétmanna féll eða særð-
ist. Er þyrlur freistuðu þess að
koma lestinni til hjálpar voru
nokkrar þeirra skotnar niður, en
manntjón andspyrnumanna var
sagt hverfandi í þessum við-
skiptum.
Van Gogh í háu verði
John Marion, nppboóshaldari hjá Sotheby’s í New York, bendir á málverk eftir Vincent van Gogh, sem á
dögunum var selt fyrir 9,9 milljónir bandaríkjadala (jafnvirði 410 milljóna ísl. króna). Málverkið er af útsýni
listmálarans frá glugga geðveikrahælis, sem hann dvaldi á síðustu æviárin. Ekki hefur áður fengist hærra verð
fyrir málverk eftir van Gogh, og raunar engan málara af skóla impressionista.
I
Hátfðisdagur verkalýðsins:
„1. maí- hátíðahöldin
hefjast á handtökuin”
- sagði Lech Walesa
Varajá og Peking, 30. aprfl. AP.
PÓLSK yfirvöld hafa kyrrsett
þrjá aðstoðarmenn Lech Walesa
og sett á tveggja daga bann á
sölu áfengis í landinu. Fyrirhug-
aðar mótmælaaðgerðir stuðn-
ingsmanna frjálsu verkalýðs-
samtakanna Samstöðu 1. maí
hafa verið bannaðar.
„Hátíðarhöldin 1. maí hefj-
ast á handtökum," sagði Wal-
esa í símaviðtali. í dag sendi
hann pólska þinginu skeyti,
þar sem hann sakaði stjórn-
vöid um fjöldahandtökur og
fyrir að hafa komið „þúsundum
lögreglumanna fyrir á götum
úti“ og væri þeim greinilega
ætlað að „berjast gegn almenn-
ingi“.
Walesa hefur ekki tekið und-
ir kröfur um andófsaðgerðir
gegn stjórninni, en gefið til
kynna, að hann muni e.t.v. taka
þátt í hinni opinberu 1. maí-
göngu í heimaborg sinni
Gdansk, eins og hann gerði í
fyrra, lögreglunni og embætt-
ismönnum kommúnistaflokks-
ins til mikillar furðu.
í Varsjá unnu verkamenn í
dag við að skreyta götur með
fánum og veifum fyrir hátíð-
arhöldin 1. maí, en þar verða
pólskir embættismenn fremst-
ir í flokki.
Frjálsu verkalýðsfélögin,
Samstaða, höfðu hvatt til and-
ófsaðgerða 1. maí til að mót-
mæla matvæla- og orkuverðs-
hækkunum.
Walesa hefur ekki stutt
opinberlega, að efnt yrði til
þessara aðgerða, en í 1. maí-
ávarpi, sem gefið var út um
helgina, sakaði hann stjórn-
völd um aukna kúgun og kvað
verkamenn hafa rétt til að
berjast fyrir „réttlæti, brauði
og frelsi“.
Mikill undirbúningur fór í
dag fram í Peking á vegum
stjórnar kínverska kommún-
istaflokksins fyrir hátíðarhöld-
in 1. maí. Höfuðborgin var
skreytt rauðum fánum og
verkamenn fengu að fara
snemma heim frá vinnu.
„Við erum sósíalísk þjóð, við
erum verkalýðurinn,“ sagði að-
stoðarforsætisráðherrann,
Wan Li, á samkomu með 6000
manns í Alþýðuhöllinni í Pek-
ing.
Wan hvatti til „aukinnar
einingar" við verkamenn í
Hong Kong, Taiwan og Macao.