Morgunblaðið - 01.05.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.05.1985, Qupperneq 31
31 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1985 ----------------------------------- Vid öllu búinn Bardagar hafa að undanfornu geisað á milli herflokka múhameðstrúar- manna í austurhluta Beirút í Líbanon. Hér er hermaður úr flokki shíta á varðbergi í borgarhverfi, sem þeir ráða yfir. Hann er grímuklæddur, vopnaður vélbyssu og sprengjuvörpu og í sambandi við félaga sína í gegnum talstöð. Garret Fitzgerald í heimsókn í Londonderry Londonderry, 30. aprfl. AP. GARRET Fitzgerald, forsætisráð- herra írska lýðveldisins, kom í dag til Londonderry í Norður-írlandi til þess að vera þar viðstaddur opnun nýrrar flugleiðar milli Norður- írlands og írska lýðveldisins. Herskáir mótmælendur brugðust strax harkalega við og lýstu yfir and- stöðu sinni við heimsókn ráðherr- ans. „Við fógnum ekki innrás for- sætisráðherra fjandsamlegs erlends ríkis inn á landsvæði okkar,“ sagði talsmaður Lýðræðislega sambands- flokksins, sem er flokkur séra Ians Paisley. Þetta er fyrsta heimsókn for- sætisráðherra írska lýðveldisins til Londonderry í 20 ár. Var komu Fitzgeralds haldið leyndri af ör- yggisástæðum og gætti mikill fjöldi lögreglumanna og her- manna flugvallarins er flugvél hans lenti. í för með Fitzgerald var Peter Barry, utanríkisráð- herra írska lýðveldisins. Fitzgerald, sem er eindreginn andstæðingur írska lýðveldishers- ins (IRA), hefur jafnframt verið mjög andvígur þeirri baráttu, sem IRA hefur haldið uppi gegn stjórn Breta á Norður-írlandi. John Tierney, borgarstjóri í Londonderry og einn helzti leið- togi kaþólskra manna á Norður- írlandi, tók ásamt John Hume, Garret Fitzgerald, forsætisráðherra írska lýðveldisins. leiðtoga Verkamannaflokksins, á móti þeim Fitzgerald og Barry á Eglinton-flugvellinum við Lond- onderry. Enginn fulltrúi brezku stjórnar- innar var viðstaddur komu þeirra. „Þetta var einkaheimsókn, sem fór fram án atbeina okkar," sagði talsmaður brezku stjórnarskrif- stofunnar á Norður-lrlandi í dag. Loksins Það sem allir hafa beðið eftir Námskeið í notkun undratölvunnar ★ ★ ★ DAGSKRA: Macintosh, stórkostleg nýjung í tölvuhönnun. Grundvallaratriði við notkun Macintosh. Notendahugbúnaður á Mae- intosh. Töflureiknirinn Multiplan. Ritvinnslukerfið Word. Gagnasafnskerfið Omnis. Námskeiðið kynnir vel notkun þessarar frábœru tölvufrá Apple. Halldór Kristjánsson verkfrædingur. LEIDBEINENDUR: Dr. Krislján Ingvarsson verkfrœðingur Tími: 6., 8., 13. og 15. maí kl. 13—16.00. Innritun og nánari upplýsingar i sfmum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Ármúla 36, Reykjavík. 1. maí-kaffi Svalanna á Hótel Sögu kl. 14.00. Hlaöin borö af kræsingum. Stórkostlegt happdrætti, feröavinningar og boö á veitingahús, leik- föng og margt fleira. Tízkusýning kl. 14.30 og 15.30. Föt frá Dömugaröinum, Endur og hendur, Bernharö Laxdal, sólgleraugu frá Linsunni, snyrtivörur frá Laura Biagotti, snyrt af snyrtistofunni Mandý, Laugavegi 15. Svölukaffi svíkur engan. Allur ágóði rennur til líknarmála. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.