Morgunblaðið - 01.05.1985, Qupperneq 32
32
• MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MAl 1985
Plnrgmj Útgefandi i itfrljtfrifr hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakið.
Baráttudagur
verkalýðsins
Fyrr á árum var þátttaka í
kröfugöngunni 1. maí til
marks um róttækni og stuðn-
ingsyfirlýsing við baráttu
verkalýðssamtaka oft í óþökk
yfirvalda og jafnan í andstöðu
við vilja atvinnurekenda. Mál-
um er ekki lengur þannig hátt-
að. Nú er 1. maí lögskipaður frí-
dagur og hátíðahöldin fara fram
samkvæmt venju.
Að þessu sinni er óvenjulega
friðsamlegt í kringum 1. maí, á
yfirborðinu að minnsta kosti. I
ávarpi dagsins er að finna gam-
alkunnar klissjur, svo sem um
það að ísland skuli vera hlut-
íaust og óvarið. Þessar klissjur
gera ávarpið að áróðursplaggi
fámenns hóps manna í augum
þorra landsmanna. Eins og mál-
um er háttað er fráleitt að þær
endurspegli skoðun þorra fé-
lagsmanna í verkalýðshreyfing-
unni.
Á nýliðnum vetri reyndi tölu-
vert á innviði Alþýðusambands
íslands, bæði í kjaraviðræðun-
um á síðasta hausti og á þingi
sambandsins. Lengi vel virtust
forystumenn Alþýðusambands-
ins og Vinnuveitendasambands-
ins þeirrar skoðunar, að viðræð-
ur þeirra um skattalækkunar-
leið myndu bera árangur. Um-
ræður um kjaramálin tóku þó
aðra stefnu eins og kunnugt er
vegna ákvarðana sem teknar
voru í samningum ríkisstarfs-
manna og ríkisvaldsins. Niður-
staða kjarasamninganna í
október og nóvember sýnir svart
á hvítu, að það er engum til góðs
að fá fleiri verðlitlar krónur í
launaumslagið, kaupmáttur vex
ekki við það.
Forystumenn Alþýðusam-
bandsins og vinnuveitenda hafa
tekið tilboði ríkisstjórnarinnar
um samráð með það fyrir aug-
um að bæta kjörin og í þeirri
von, að komist verði hjá koll-
steypu næsta haust. Ekki er vafi
á því, að þessi sátta- og
samráðsleið nýtur víðtæks
stuðnings meðal þjóðarinnar.
Forystumenn allra launþega
sætta sig þó ekki við þá stefnu
sem forysta Alþýðusambandsins
hefur mótað eins og sést best á
gagnrýni formanns launamála-
ráðs og hagfræðings BHMR á
forseta Alþýðusambandsins.
Þessar deilur minna á gam-
alkunn átök sem settu nokkurn
svip á Alþýðubandalagið fyrir
nokkrum misserum, þegar menn
deildu þar um „gáfumenn" og
aðra. Ekki er lengur rætt um
þetta á vettvangi Alþýðubanda-
lagsins enda er sá flokkur til lít-
illa stórræða í málefnum laun-
þega, þverklofinn og trausti rú-
inn. Sé litið á stjórnmálastarf
verkalýðsforingja og þróun þess
metin frá 1. maí 1984, hljóta
menn einkum að staldra við þá
staðreynd, að Alþýðubandalagið
sem stjórnmálaflokkur er hætt-
ur að skipta nokkru máli sem
pólitískt afl í kjaramálum. Þar
er nú aðeins rifist um völd og
áhrif og á flokksvettvangi hafa
þeir haft betur, sem fylgja
markmiðum Fylkingarinnar um
heimsbyltingu.
Morgunblaðið flytur launþeg-
um kveðjur á 1. maí með þeirri
ósk, að öfgaöflum verði haldið í
skefjum og með samkomulagi
allra verði unnt að finna leið
sem tryggir í senn góðan og
réttlátan kaupmátt og snurðu-
lausa atvinnustarfsemi öllum til
heilla.
Fasismi
og fegrun
Iumræðum um íslenskuna
hafa menn velt fyrir sér
merkingu orða og breytingum á
henni. I því efni er um óvefengj-
anlegar staðreyndir að ræða og
fær enginn ráðið við tímans
tönn að þessu leyti. Sum orð
breyta ekki um merkingu og
þýða aðeins eitt. Meðal þeirra er
orðið “fasismi" en samkvæmt
orðabók Menningarsjóðs er það
„andsósíalisk stjórnmálahreyf-
ing er stefnir að vopnaðri beit-
ingu ríkisvalds (með her eða lðg-
reglu) gegn almenningi".
Því er merking orðsins fas-
ismi rifjuð upp hér og nú, að
virðulegur læknir í Reykjavík,
Árni Björnsson, yfirlæknir lyf-
lækningadeildar Landspítalans,
segir í Morgunblaðsgrein í gær:
„Nú er það mjög í tísku að ráð-
ast á velferðarríkið og finna því
flest til foráttu. Þessar árásir
eru kallaðar frjálshyggja, sem
er ný-fasismi með hagfræði-
bragði." Hér er reitt hátt til
höggs en misfarið með orð höf-
undi til skammar. Eru hagfræð-
ingarnir ólafur Björnsson, pró-
fessor, og Jónas Haralz, banka-
stjóri, ný-fastistar að mati
læknisins?
Annars er það tilefni greinar
Árna Björnssonar að minna
menn á nauðsyn þess að
svonefndar „fegrunaraðgerðir"
skuli greiddar af almannatrygg-
ingum, annað sé aðför að vel-
ferðarríkinu, líklega fasísk.
Minnumst þess að Gunnlaugur
ormstunga og Þórður Þorvalds-
son voru sagðir manna glæsi-
legastir, þótt þeir væru nefljótir
eins og í sögum greinir, og gátu
ekki látið lækna lýti sín á kostn-
að skattborgara.
MQRGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 1. MAl 1985
Hverjir eiga íslensku?
— eftir Eirík
Rögnvaldsson
I. Inngangur
Undanfarnar vikur hefur for-
maður Alþýðuflokksins ferðast
um landið og haldið fundi undir
kjörorðinu Hverjir eiga ísland? Nú
hef ég ekki farið á neinn þessara
funda, þannig að ég get ekki sagt
um það með fullri vissu hvernig
hann hefur svarað spurningunni;
en miðað við málflutning alþýðu-
flokksmanna á síðustu árum þyk-
ist ég þó fara nærri um að hann
hafi haldið því fram að íslenska
þjóðin ætti ísland, þó svo ýmsir
vildu eigna sér stærri skerf en
góðu hófi gegnir. Mér datt í hug
þegar ég las grein Helga Hálfdan-
arsonar í Morgunblaðinu 24. apríl
að hér þyrfti eiginlega að bæta við
annarri spurningu: Hverjir eiga ís-
lensku? Svarið hlýtur að vera það
sama og við hinni fyrri, en ekki á
það síður við hér að sumir þykist
eiga stærri hlut í þessari sameign
þjóðarinnar en aðrir. Það eru þeir
sem telja sig þess umkomna að
segja öðrum hvaða orð eigi að vera
til í málinu, hvernig þau eigi að
beygjast, og hvað þau eigi að
merkja. Eg tel á hinn bóginn að
þetta hljóti að byggjast á sam-
komulagi eigenda málsins, ís-
lensku þjóðarinnar. Síst hef ég á
móti því að „góðviljaðir menn og
hjartahlýir" leiðbeini þjóðinni um
það hvernig hún geti verndað
þessa sameign sína sem best. En
þeir geta ekki skipað henni fyrir
verkum, enda er ég hræddur um
að slíkar fyrirskipanir yrðu á end-
anum til lítils hvort eð er.
II. Eru ungir málfræö-
ingar óþjóðhollir?
Nú er langt frá því að ég hafi
nokkra skemmtun af að standa í
ritdeilum við Helga Hálfdanarson.
Hins vegar er sitthvað í grein
hans þess eðlis að undir því er
ekki hægt að sitja þegjandi. Ég
nefni fyrst eftirfarandi klausu:
Ýmsum verður tíðrætt um þá
hvumleiðu áráttu, sem einkum
er eignuð ungum og nýbökuðum
fræðimönnum, að kalla flest af
því, sem til málverndar hefur
talizt, óþarft og jafnvel skað-
legt. Málið eigi að fá að „þró-
ast“, svo sem verkast vilji, án
afskipta einhverrar íhaldsamr-
ar rekistefnu.
Þetta er allkunnuglegt. Svipað
hefur sést og heyrst t.d. í þætti
Sigurðar G. Tómassonar um Dag-
legt mál nú nýverið; í þætti Árna
Böðvarssonar af sama tagi fyrir
tveimur eða þremur árum; í þætti
Jóns Aðalsteins Jónssonar um Is-
lenskt mál fyrir tveimur árum; i
greinum Jóns óskars i Lesbók
Morgunblaðsins 1983; og ég veit
ekki hvar og hvar. En oftast er
þarna um að ræða dylgjur án til-
vitnana. Ég vil leyfa mér að halda
því fram, að Helgi Hálfdanarson
finni hvergi i skrifum „ungra og
nýbakaðra fræðimanna“, jafnvel
ekki mínum, rök fyrir því sem seg-
ir í þessari klausu. Vissulega hafa
bæði ég og fleiri látið í ljós efa-
semdir um réttmæti einstakra at-
riða, og jafnvel hafnað þeim alveg,
en ég hef aldrei kallað „flest af þvi,
sem til málverndar hefur talizt,
óþarft og jafnvel skaðlegt". Ég bið
Helga að lesa grein mína betur
áður en hann haldi sliku fram
næst. Ég segi t.d.:
Hins vegar skiptir það máli að
þjóðin sé læs og skrifandi, og að
málkerfið haldist óbreytt í aðal-
atriðum. Þar er það liklega
beygingakerfið sem við þurfum
að beina athyglinni að. Það er
vegna þess að eins og allir vita
hafa beygingar minnkað mikið í
flestum skyldum málum, og
mætti því búast við tilhneigingu
til sömu þróunar í íslensku. Það
væri mikill skaði [...]
Seinna i greininni stendur
þetta:
Til að varðveita beygingakerfið
duga engin boð eða bönn. Það
eina sem dugar er æfing i að
lesa, tala og skrifa islensku.
Og enn síðar þetta:
Við eigum þvi að hætta að
stagla í skólunum um aukaat-
riðin [...] en nota tímann þess í
stað til að þjálfa nemendur í að
lesa og setja mál sitt skýrt og
skipulega fram í ræðu og riti.
Með því móti einu getum við
varðveitt málið sem lifandi og
frjótt tjáningartæki, sem er
auðvitað það sem mestu máli
skiptir.
Ef það er ekki málvernd að vilja
vernda beygingakerfið, og hvetja
til þess að fólk sé þjálfað í að lesa,
tala og skrifa íslensku, þá veit ég
ekki hvað málvernd er. Ánnars vil
ég í þessu sambandi benda
mönnum á að lesa vel grein Jóns
Hilmars Jónssonar í sömu Skímu,
þar sem hann kveður niður þessa
þjóðsögu um ábyrgðarleysi og
óþjóðlegar skoðanir yngri mál-
fræðinga.
III. Rétt mál og rangt
Helgi reynir að telja lesendum
trú um að ég komist í alvarlega
mótsögn við sjálfan mig, e.t.v.
vegna þess að „reiðareksmenn"
(= ungir og nýbakaðir fræðimenn,
væntanlega) „blygðist sín í aðra
röndina fyrir firrurnar, svo að allt
lendir í mótsögnum". Mótsögnin á
að felast í því, að fyrst tel ég upp
nokkur einstök atriði sem ég tel
óþarft að berjast gegn, en hvet
síðan til varðveislu beyginga-
kerfisins, og þykir Helga sem „hér
slái heldur betur i baksegl", og
spyr: „Og hvernig á beygingakerf-
ið og málkerfið allt að haldast
óbreytt, nema eitt sé kallað öðru
réttara?"
Helgi hefur maklega hlotið
óskorað lof fyrir þýðingar á ýms-
um öndvegisverkum. Enginn dreg-
ur í efa að með þeim hafi hann
gert íslenskri tungu ómetanlegt
gagn; og síst dettur mér í hug að
neita því að Helgi sé óvenju mikill
smekkmaður á íslenskt mál. En
hann verður ekki málfræðijigur
Eiríkur Rögnvaldsson
„Síst hef ég á móti því
að „góðviljaðir menn og
hjartahlýir“ leiðbeini
þjóðinni um það hvernig
hún geti verndað þessa
sameign sína sem best.
En þeir geta ekki skipað
henni fyrir verkum,
enda er ég hræddur um
að slíkar fyrirskipanir
yrðu á endanum til lítils
hvort eð er.“
fyrir það. Og í tilvitnuninni hér á
undan kemur fram, að því er virð-
ist, algert skilningsleysi hans á
þeim mun sem er á einangniðum
málbreytingum og kerfisbreyting-
um. Málkerfið þarf ekki að bíða
neinn skaða af því t.d. þótt einstök
orð flytjist milli beygingarflokka
eða breyti um merkingu. Þess
vegna getur málkerfið sem heild
haldist óbreytt þótt farið sé að
segja tugs í stað tugar, læknirar í
stað læknar, dingla í stað hringja.
Til að vernda málkerfið þarf ekki
að kalla annað hinu réttara. Hér
er áður komið fram hvaða aðferð-
um ég vil beita við verndun mál-
kerfisins; þ.e. æfingu í að lesa,
skrifa og tala íslensku. Og ég held
því fram að þar sé verið að ráðast
að rótum vandans — þess vanda
sem vissulega er fyrir hendi, eins
og ég tala talsvert um í grein
minni, að máluppeldi er nú gjör-
ólíkt því sem áður var, og því erf-
iðara að varðveita samhengi máls-
ins. Ef svokallaðar málvillur,
breytingar á beygingu, framburði
og merkingu orða, eru nú algeng-
ari og ásæknari en áður, þá er það
afleiðing, en ekki orsök. 1 loka-
þætti mínum um Daglegt mál í út-
varpinu sl. haust sagði ég
Ef menn vilja í raun og veru
hægja á málbreytingum, halda
málinu u.þ.b. á því stigi sem það
er á nú, þýðir ekki annað en
gera móðurmálskennslunni mun
hærra undir höfði en gert hefur
verið á undanförnum árum, og
verja til hennar stórauknum
tíma. Það er út í hött að ætlast
til að nemendur meðtaki fyrir-
myndarmálið jafnauðveldlega
nú, þegar þeir þurfa að læra það
meira og minna í skólum, og á
tímum kvöldvöku. rímnakveð-
skapar og húslestra. En það er
eins og menn berji hausnum við
steininn, og átti sig ekki á þeim
breyttu aðstæðum sem eru fyrir
hendi í þjóðfélaginu. Að ætlast
til að nemendur nú á tímum
læri sömu íslensku og afar
þeirra og ömmur töluðu án
meiri kennslu er óraunhæf
krafa og ósanngjörn bæði gagn-
vart kennurum og nemendum.
Við þurfum að gera okkur þetta
ljóst, og gera síðan upp við
okkur hvort við erum reiðubúin
til að veita íslenskukennslunni
þennan aukna tíma, eða hvort
við ætlum að slá af kröfum gull-
aldarmálsins. Þarna verður ekki
bæði sleppt og haldið, og þörf á
ákveðinni stefnumótun í þessum
málum verður sífellt brýnni.
Þetta stend ég enn við, og eitt
meginefni Skímugreinar minnar
er einmitt sú ábending að sömu
aðferðir til málverndar og voru
góðar og gildar fyrir nokkrum
áratugum eigi ekki lengur við
vegna gerbreyttra þjóðfélags-
hátta. Hér er ekki rúm til að rekja
rök mín fyrir því, og Helga er auð-
vitað fullkomlega heimilt að vera
á annarri skoðun. En í nafni
sanngirninnar hefði samt verið
eðlilegt að hann hefði látið þess
getið, í stað þess að koma því að
hjá lesendum Morgunblaðsins að
ástæðan fyrir því að ég hafna
ýmsum atriðum hinnar hefð-
bundnu málstefnu sé sú að ég hafi
orðið fyrir áhrifum frá „fræðum
útlendinga" og „þeim kærulausa
tíðaranda sem kennir sig við
frjálslyndi", hafi „ánetjast þessari
frjálslyndis-tízku“, sé haldinn
„einhverri misskilinni vinstripóli-
tík“, sé „sú „fimmta herdeild", sem
mest hætta stafar af“, o.s.frv. Og
má ég bæta við að þótt Helgi vilji
gera því skóna að „Eiríkur hafi
ekki til hlítar áttað sig á því hvað
hann hefur [...] misst út úr sér“,
tel ég enn og aftur að þeim tak-
markaða tíma sem gefst sé marg-
falt betur varið til að þjálfa nem-
endur í að tala, lesa og skrifa ís-
lensku en í að stagla um einstök
atriði.
Mér þykir líka illt hvernig Helgi
slítur úr samhengi ýmsar klausur
úr Skímugrein minni. Hann tekur
t.d. þessa málsgrein:
Það ætti að vera ljóst af fram-
ansögðu að ég vil ekki hafa
neinn dómstól sem geti dæmt
eitt rétt en annað rangt.
Um þetta segir Helgi:
Eftir þvílíka hreinskilni þarf
víst engan að undra, þótt Eirík-
ur telji þá aðferð, sem beitt er I
Gætum tungunnar, heldur vonda.
Raunar skilur þar svo mjög á
milli, að naumast er nokkur um-
ræðugrundvöllur eftir látinn.
Mér hefði þótt eðlilegt að Helgi
hefði tekið svolítið lengri tilvitnun
úr grein minni. Framhaldið er
nefnilega þetta:
Þegar spurt er hvort tiltekið at-
riði sé rétt eða rangt vil ég ekki
svara því beint. Ég vil geta
frætt fyrirspyrjanda um sem
flest sem máli skiptir í þessu
sambandi, s.s. hvað sé elst, hvað
sé útbreiddast, hvaða atriði séu
hliðstæð í málinu o.s.frv.; sem
sagt, gefa fyrirspyrjanda sem
flestar forsendur til að byggja
sitt eigið val eða dóm á.
Ég bið menn að athuga að ég er
ekki að segja að allt sé rétt. Ég er
að segja að ég vilji ekki dæma eitt
rétt en annað rangt, og á þessu
tvennu er meginmunur, sem Helgi
virðist ekki hafa áttað sig á. Eg
skil ekki hvers vegna síðasta til-
vitnunin úr grein minni getur ekki
verið umræðugrundvöllur okkar
Helga. Varla er hann á móti
fræðslu um málið, sögu þess og
sérkenni? Eða er hann andvígur
því að framantalin atriði skipti
máli um mat á réttu og röngu? Ég
vil ekki ætla honum það, enda
ljóst að a.m.k. aldurinn skiptir
hann máli. En hvað er þá? Snýst
þá málið bara um það að Helgi vill
að „máleigendur" dæmi fyrir
aðra?
IV. Leyfðar breytingar
og bannaöar
Ég vil líka benda á að það er
langt frá því að ég sé algerlega
einn á báti í umræddu hefti
Skímu. Því til sönnunar leyfi ég
mér að vitna til lokaorða greinar
Stefáns Karlssonar:
Lifandi mál hlýtur alltaf að
breytast. Með málrækt, sem
hefur samhengið í íslensku máli
að einu aðalmarkmiði sinu,
verður einlægt að leitast við að
sporna við óþörfum breytingum
sem geta átt þátt 1 að rjúfa
þetta samhengi. Leiðbeininga er
þörf í þessum efnum. Á hinn
bóginn er hæpið að verja mikl-
um hluta af þeim takmarkaða
tíma sem til málræktar gefst I
skólum til þess að reyna að út-
rýma orðum og beygingarmynd-
um sem þegar eiga sér langa —
stundum aldagamla — hefð í
málinu.
Vænlegra til árangurs í ræktun-
arstarfi hygg ég að sé að hafa
meira af góðu máli fyrir nem-
endum — bæði töluðu og rituðu.
Það eykur orðaforða, stílskyn og
næmi á fegurð móðurmálsins.
Þetta samrýmist alveg megin-
inntaki greinar minnar. Við Stef-
án erum sammála um það að
þjálfun í að lesa og hlusta á móð-
urmálið sé mikilvæg, svo og varð-
veisla málkerfisins, en barátta
gegn einstökum orðum og beyg-
ingarmyndum sé oft ekkert meg-
inatriði. Að vísu býst ég við að
okkur gæti greint á um það í sum-
um tilvikum hvaða breytingar séu
óþarfar og líklegar til þess að
rjúfa samhengi málsins; en það er
bitamunur en ekki fjár, því að
grundvallarviðhorfið er það sama.
Og fleiri eru sömu skoðunar og
ég um margt. f grein Helga segir:
En það er fleira en beyginga-
kerfið sem skiptir máli, þegar
rætt er um málvernd. Ekki er
síður meginnauðsyn að merk-
ingar orðanna fái að vera í friði,
að tiltekið orð eða orðasamband
fari ekki að merkja eitt í dag og
annað á morgun. Verulegar
merkingarbreytingar yrðu að
líkindum fremur en flest annað
til að rjúfa tímasamfellu máls-
ins. En reiðarekssinnar virðast
einnig Iáta sér það í léttu rúmi
liggja.
Svo kemur tilvitnun í grein
mína. En ekki væri síður ástæða
til að taka aðra tilvitnun i sama
hefti Skímu:
Þá hef ég engan ótta af merk-
ingarbreytingum orða enda
margvísleg dæmi þess á öllum
öldum [...]
Þarf frekari vitnanna við? Og
þó — sú grein sem þessi tilvitnun
er tekin úr er hins vegar ekki eftir
reiðareksmanninn Eirík Rögn-
valdsson, heldur eftir Matthías
Johannessen ritstjóra. Er hann
kannski orðinn reiðarekssinni
líka? Eða ungur nýbakaður fræði-
maður? Og ekki er allt búið enn;
Matthías heldur áfram:
[...] í Árna sögu byskups Þor-
lákssonar [...] er einnig talað
um framferðir, hjálpir, skyn-
semdir og samvizkur, og orðið
kosning er þar í karlkyni, kosn-
ingur. Ekkert af þessu þætti
„rétt“ mál í dag en auðvitað er
það jafn rétt og annað sem við
segjum með góðri samvizku nú
um stundir. Þá tel ég ekkert
stórmál hvort menn segja ég
dreymdi, mig dreymdi eða mér
dreymdi draum, því að allar
munu þessar myndir vera til í
fornu máli ef vel er að gáð.
Af hverju mótmælir Helgi þessu
ekki? Hann sem segir að
[...] hvaða vit væri að telja öll
fordæmi frá fyrri öldum jafn-
góð? Að sjálfsögðu voru fornir
höfundar ekki óskeikulir fremur
en vér dauðlegir menn á öllum
öldum. Enda er alkunna, að orð-
myndir, sem almennt kallast
villur, koma fyrir í virðulegum
fornritum.
Þetta er einmitt meginvandi ís-
lenskrar málstefnu, eins og ég var
að reyna að benda á í Skímu; hana
skortir föst og ákveðin viðmið; það
er tilviljanakennt hvað er leyft og
hvað er bannað. Matthias virðist
hafa tilhneigingu til að viður-
kenna það sem dæmi eru um úr
fornu máli; þar er a.m.k. komin
einhver föst viðmiðun, þótt deila
megi um hvort hún sé alltaf heppi-
leg eða auðveld í notkun. En ef
sumt af því sem fornmenn skrif-
uðu eru „málvillur", þótt flest sé
gullaldarmál — hver á þá að skera
úr? Á það að vera hlutverk Helga
Hálfdanarsonar eða annarra mál-
vöndunarmanna á tuttugustu öld
að segja hvað af því sem við finn-
um á fornum bókum sé rétt mál og
hvað rangt? í grein minni sagði ég
m.a.. í þessu sambandi:
Mér er t.d. alls ekki ljóst hvers
vegna lögð er áhersla á „rétta"
beygingu orða eins og læknir, en
orð eins og köttur, fjörður og
háttur mega vera ketti, firði og
hætti í þf.ft. [...] Af hverju má
orðið sími fara að merkja ‘tele-
fón’ í stað ‘þráður’, en sögnin
dingla má ekki fara að merkja
‘hringja’? Manni er líka sagt að
það megi ekki segja líta við í
merkingunni ‘koma við’ eða ‘líta
inn’, því að líta við merki ‘líta
um öxl’; en af hverju má þá nota
koma við í merkingunni ‘líta
inn’, þó að koma við merki líka
‘snerta’?
Athugið að hér er ég ekkert að
segja að ég sé á móti því að leggja
áherslu á að beygja læknir um
lækni (þótt ég segi síðar í grein-
inni að ég telji það óþarft); né
heldur að segja að mér finnist allt
í lagi að dingla merki ‘hringja’ og
líta við merki ‘líta inn’. Ég er hér
aðeins að benda á það ósamræmi
sem ríkir í mati á réttu og röngu,
sem ég held að geri menn oft rugl-
aða í ríminu. Og mig langar líka
til að vita hvaða umboð einstakir
menn hafa til að ákveða að eitt-
hvert orð skuli breyta um
merkingu (eins og sími).
En fyrir Helga virðist þetta ekki
vera neitt ósamræmi. Hann hefur
nefnilega sinn hæstarétt um til-
vist og merkingu orða:
Við spurningu Eiríks um sögn-
ina dingla og líta við og koma við
hygg ég ráðlegast að leita svara
í orðabók Sigfúsar Blöndals eða
Árna Böðvarssonar og láta sér
lynda það sem þar er sagt.
Að vísu tekur Helgi fram að
„Auðvitað er engin orðabók galla-
laus fremur en önnur manna-
verk“. í orðum hans hér að framan
kemur þó fram ótrúleg oftrú á
gildi orðabóka sem tæmandi
heimildar um hvaða orð séu til í
málinu og hvað þau merki. Ég
held að flestum sem hafa notað
þessar orðabækur sé ljóst hve
fjarri fer þvi að í þeim sé alltaf
hinn endanlega sannleik að finna.
Árni telur í formála sinnar bókar
að hún hafi að geyma um 85.000
uppflettiorð. í safni Orðabókar
Háskólans munu þau vera um
600.000. Ég er hræddur um að því
fari líka fjarri að allar merkingar
og merkingartilbrigði orðanna
85.000 hafi komist til skila í bók
Árna, og er það hvorki sagt höf-
undi né bók til lasts. Og þar að
auki efast ég nú um að Helgi væri
tilbúinn að viðurkenna allt sem
þar segir. Þar er t.d. gefin athuga-
semdalaust ft. keppnir af no.
keppni, og svo er einnig í viðbæti
Orðabókar Blöndals (1963). í
frumútgáfu þeirrar síðarnefndu er
orðið hins vegar sagt óbeygjan-
legt. En verður fleirtalan þá „rétt“
þegar hún er tekin upp í orðabók?
Ég efast um að Helgi sé á því máli,
enda man ég ekki betur en hann
skrifaði grein I Morgunblaðið í
ársbyrjun 1984, þar sem hann
hafnaði þessari fleirtölu. Og
hvernig eigum við vesalingar þá
að vita hvenær óhætt sé að treysta
orðabókum? — Annað dæmi:
Helgi segir í grein sinni að sig
„sviði i fóhornið". Hvað merkir fó-
horn hér? Ekki finn ég viðeigandi
merkingu í orðabók. Þriðja dæmi:
orðið hvortveggi og beyging þess er
83^
Helga mikið hjartans mál; en eins
og ég benti á í Skímu er þetta orð
sagt „forældet“ eða „úrelt“ í Orða-
bók Blöndals. Sem sagt: Orðabæk-
ur eru því aðeins marktækar að
álit þeirra fari saman við mál-
kennd Helga Hálfdanarsonar —
eða hvað?
V. Niðurrifsöflin
í skólunum
Það er ýmislegt fleira í grein
Helga sem byggist á misskilningi
og mig langar að gera athuga-
semdir við. Þar er einkum að
nefna skoðanir hans á gildi mál-
rannsókna fyrir málverndarstarf,
og orð hans um málfarslega
stéttaskiptingu. En þessi grein er
víst orðin nógu löng, þannig að
þetta verður að bíða betri tíma.
Að lokum má ég þó til að gera
athugasemdir við alvarlegustu at-
riðin í grein Helga, frá mínum
sjónarhóli a.m.k. Það eru þessar
þrjár klausur:
Og þegar þess er gætt, að hér
talar maður, sem kennir kenn-
araefnum íslenzku i Háskóla ts-
lands, þá er kannski varla von á
miklum árangri af málvernd-
arstarfi í skólum. [...]
Víst mætti svo virðast sem við-
leitni til málverndar komi fyrir
lítið, ef jafnharðan er beinlinis
unnið gegn henni, jafnvel i
sjálfum skólum landsins. [...]
Én íslenzkir menn, sem ryðja
niðurrifsöflum braut inn í móð-
urmálið og kappkosta að brjóta^
niður varnir þess og viðnáms-
vilja, jafnvel undir yfirskini
málverndar, reynast þegar verst
gegnir sú „fimmta herdeild“,
sem mest hætta stafar af.
t fyrstu klausunni er átt við
mig, og ég get ekki annaö en tekið
hinar til mín líka, miðað við mál-
flutning Helga í greininni. Ég get
ekki skilið þetta öðruvísi en svo að
Helgi telji mig bregðast því
trausti sem mér hafi verið sýnt; að
kenna móðurmálið við æðsta skóla
landsins. Þetta er ákafiega alvar-
leg ásökun, og það eina sem ég get
gert er að gera grein fyrir máli
mínu. 1 kennslu minni kem ég oft
að tilbrigðum í máli — bæði þeim
sem eru mállýskubundin og þá yf-
irleitt bæði (öll) viðurkennd, og
eins hinum þar sem eitt er talið
rétt og annað rangt. Ég reyni eftir
bestu samvisku að gera nemend-
um grein fyrir þessum tilbrigðum,
af hverju þau stafi, hver sé staða
þeirra í málkerfinu, og, ef um það
er að ræða, hvers vegna annað sé
viðurkennt en hitt talið villa.
Þetta síðasta veldur þó oft erfið-
leikum, og er raunar undirrót þess
að ég talaði um „skipulagsleysi"
málstefnunnar i grein minni I
Skímu.
Ég segi nemendum ekki að allt
sé rétt. En ég segi þeim ekki held-
ur hvað þeim eigi að finnast rétt
og rangt. Ef ég gerði það, væri ég
að bregðast skyldum mínum sem
kennari við háskóla, enda verður
að ætla nemendum á þessu stigi
þann þroska að þeir geti dæmt þar
um sjálfir.
Finnist Helga og öðrum þetta
fráleit afstaða, þá þykir mér það
slæmt, en við því er ekkert að
gera; ég hlýt að starfa í samræmi
við sannfæringu mína.
Höíundur er stundnkennari í ís-
lensku rið Hískóln íslnnds.
25 nýir flugmenn Flugleiða hf:
Æfa 250 lendingar á Keflavíkurfiugyelli
Vofun, 29. aprfl.
Á VEGUM Flugleiða hf.
stendur yfir þjálfun 25 nýrra
flugmanna á flugvélar af
gerðinni DC-8. Þjálfunin,
sem hófst fyrir nokkru, hefst
með bóklegu námi í 3—4 vik-
ur, en síðan fara flugmenn-
irnir í þjálfun í Hollandi í
fluglíkani, en lokaþjálfunin
fer fram á þotu félagsins á
Keflavíkurflugvelli.
Að sögn Jóhannesar
Óskarssonar flugrekstrar-
stjóra Flugleiða hf., er ver-
ið að æfa 25 nýja flugmenn
og í lokaþjálfuninni á
Keflavíkurflugvelli eru
æfðar um 10 lendingar á
mann eða um 250 lendingar
alls. Æfingarnar hófust í
mars og munu standa fram
undir miðjan maímánuð.
Sagði Jóhannes að æf-
ingarnar hefðu gengið vel
og að þeir hefðu verið mjög
heppnir með veður.
Fluglíkön þau er notuð
eru við þjálfun flugmanna
á DC-8-þotum eru ekki tal-
in nægilega fullkomin að
það teljist næg þjálfun,
þess vegna er þjálfun á þot-
unum nauðsynleg. Á breið-
þotum er ekki krafist þjálf-
unar á þotunum, vegna
þess að fluglíkön þau sem
kennt er á eru það fullkom-
in.
Auk æfinga vegna lend-
inga sem fara fram á
Keflavíkurflugvelli þurfa
flugstjórar á DC-8 að
fljúga undir eftirliti 25—50
stundir. EG