Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR1. MAÍ1985
t
Eiginmaöur minn og sonur,
BENEDIKT Þ. SNÆDAL
flugmadur,
Fffuhvammi 3,
Egilsatö&um,
lést sunnudaginn 28. apríl.
Fyrir hönd aöstandenda,
Þórdfs Jörgensdóttir,
Þórdfs Kristjónsdóttir.
t
Bróöir minn,
EINAR JÚLÍUS GUÐMUNDSSON,
Jófrföarstaöavagi 8B,
er látinn. Útför hans veröur gerö frá Hafnarfjaröarkirkju, föstudag-
inn 3. maf kl. 15.00. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna.
Guömundur Kr. Guömundsson.
t
BJÖRN JÓNSSON,
f.v. forseti A.8.Í.,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. maí kl. 15.00.
Þórgunnur Sveinsdóttir,
Rannveig Björnsdóttir, Guómundur Karl Jónsson,
Híldur Björnsdóttir, Pálmar Guöjónsson,
Björn Björnsson, Guöný Aöalsteinsdóttir,
Svava Björnsdóttir, Emil Gautur Emilsson,
t
Frændi okkar,
PÁLLPÁLMASON
fyrrverandi ráöuneytiestjóri,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. maí kl. 13.30.
Fyrir hönd aöstandenda.
Birna Hjaltested,
Erlingur Hjaltested,
Ása Hjaltested,
Guórföur B. Hjaltested,
Anna Lfsa Hjaltested,
Svavar Hjaltested.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og
hlýhug viö andiát og útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur,
ömmu og langömmu,
ARNÞRÚDAR GRÍMSDÓTTUR,
Háukinn 4, Hafnarfiröl.
Þóröur Þórðarson,
Siguróur Þórðarson,
Trauati Þóröarson, Barbro Þóröarson,
Guöbjörg Hulda Þóröardóttir, Þóröur Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför
TRYGGVA ÓLAFSSONAR
málarameistara.
Þórhildur Stefánsdóttir, Stefán Þ. Tryggvason,
Sævar Tryggvason, Ásta Síguröardóttir,
Ólafur Tryggvason, Kristfn E. Siguróardóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö
og hlýhug viö andlát og jaröarför sonar okkar og bróöur,
HILMARS GRÉTARS HILMARSSONAR.
Sérstakar þakkir viljum viö færa séra Hreini Hjartarsyni sóknar-
presti Fella- og Hólakirkju og Jóni Guömundssyni yfirlögregluþjóni,
Selfossi.
Margrát Kristjánsdóttir, Hilmar Friösteinsson
og systkini.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
HAFSTEINS ÞORSTEINSSONAR
sfmstjóra.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar A 6 á Borgarspítal-
anum fyrir frábæra umönnun í erfiöum veikindum.
Nanna Þormóös,
Sigfús Sveinsson,
Guórún Ó. Sveinsdóttir, Kristfn Guójónsson,
Emilía Snorrason,
Guórún Þ. Sívertssen.
Gestur Vigfússon
Skálmabœ - Minning
Gestur Vigfússon fæddist í
Skálmarbæ í Alftaveri 9. dag apríl
mánaðar 1914, en burtkallaðist
hér í Reykjavík 12. apríl sl.
Foreldrar hans voru hjónin
Vigfús Gestsson (1880—1949) frá
Ljótarstöðum í Skaftártungu og
Sigríður Gísladóttir (1886—1977)
frá Gröf í sömu sveit, búendur í
Skálmarbæ frá 1911.
Vigfús var sonur Gests Bárðar-
sonar (1852—1936) og konu hans
Þuríðar Vigfúsdóttur
(1852—1949), búenda á Ljótarstöð-
um.
Foreldrar Gests voru hjónin
Bárður Bárðarson (1821—1872),
bóndi að Borgarfelli og Ljótar-
stöðum, og kona hans Guðrún
Steinsdóttir (1825—1920), Bjarna-
sonar Gunnsteinssonar.
Bárður var sonur Bárðar Jóns-
sonar (1785—1863) bónda í
Hemru, sonar Valda í Ytri-Dal
Vigfússonar.
Bárður Jónsson var þríkvæntur
og átti um 20 börn en af þeim dóu
9 innan við 5 ára aldur, en flest á
1. ári.
Miðkona Bárðar og móðir Bárð-
ar yngri var Valgerður
(1798—1835) Árnadóttir, en hún
átti ættir að rekja til Gunnars
lögréttumanns Höskuldssonar, en
líkur benda til, að hann hafi verið
sonur Hannesar Crumbecks bónda
og grasalæknis að Lambafelli und-
ir Eyjafjöllum.
Þuríður Vigfúsdóttir var dóttir
Vigfúsar Bótólfssonar f. 1797 sem
drukknaði í Hólsá 3. nóv. 1863, og
konu hans Sigríðar Ólafsdóttur
(1812—1894), þau bjuggu á Flögu í
Skaftártungu. Ólafur var sonur
Gísla Jónssonar í Kerlingardal og
Sigríðar dóttur Lýðs sýslumanns
Guðmundssonar í Vík, lögréttu-
manns i Stórholti og Sigríðar
Loftsdóttur, systurdóttur Jóns
biskups Árnasonar.
Bótólfur digri á Borgarfelli f.
1752, Jónssonar í Hlíð Björnsson-
ar. Kona hans var Kristín ísleifs-
dóttir f. 1765, Guðmundssonar,
Vigfússonar prests á Felli, Is-
leifssonar lögréttumanns á Höfða-
brekku, Magnússonar, Eiríkssonar
á Kirkjulæk. Kona Eiríks var ólöf
Nikulásdóttir klausturhaldara,
sonar Þorsteins sýslumanns
Finnbogasonar lögmanns og Sess-
elju dóttur Torfa Jónssonar í
Klofa.
Faðir Eiríks var Eyjólfur Ein-
arsson í Dal undir Eyjafjöllum, en
kona hans var Helga dóttir Jóns
biskups Arasonar.
Móðir Gests Vigfússonar var
Sigríður Gísladóttir frá Gröf í
Skaftártungu.
Foreldrar hennar voru Gísli
Gíslason (1848—1921), bóndi í
Gröf og Þuríður Eiríksdóttir
(1851—1928) kona hans.
Foreldrar Þuríðar voru hjónin
Eiríkur Jónsson og Sigríður
Sveinsdóttir læknis Pálssonar í
Vík. Móðir hennar var Þórunn
dóttir Bjarna landlæknis Pálsson-
ar og Rannveigar dóttur Skúla
Magnússonar landfógeta.
Að Gesti stóðu sterkir stofnar
og var hann einn hinna traustu
kvista á skaftfellska kjörmeiðin-
um.
Hann var glæsimenni í sjón og
reynd, höfðingi í lund og heim að
sækja, sannur sonur hinnar gömlu
skaftfellsku rausnar, eins og hann
átti kyn til.
Óvíða er fegurra útsýni en i
Álftaveri og Meðallandi, blár
fjallahringurinn í norðri, með
svipmikinn Öræfajökul í austri og
hinn fagra Mýrdalsjökul i vestri.
Milli þessara gróðursælu sveita
streymir Kúðafljótið með grónum
hólmum og síbreytilegum eyrum
og álum, annað í dag en á morgun,
eins og duttlungafull lifandi vera,
e.t.v. hefur Kúðafljót sál.
Gestur ólst upp á bökkum Kúða-
fljóts, þar hleypti hann gæðingum
sínum, en hann var mikill hesta-
maður.
Hann kenndi þeim að vaða ála
Kúðafljóts, því að ekki var síður
þörf að kenna hestinum hina
fornu vatnalist en reiðmanninum
sjálfum og komið hefur það fyrir,
að góður vatnahestur tók stjórn-
ina af vatnaafglapa.
Gestur var góður félagi og vel
látinn af vinnufélögum og yfir-
mönnum, enda var vina- og kunn-
ingjahópur hans stór.
Gestur var hrókur alls fagnaðar
þar sem hann var og hændust
börn og unglingar að honum, enda
var hann barngóður og átti auð-
velt með að umgangast æskumenn
og blanda við þá þeim geði.
Gestur var verkhagur maður og
dugnaður hans var orðlagður og
var sagt að hann væri margra
manna maki, þegar þvi var að
skipta.
Á fyrri hluta sjötta áratugarins
fluttist hann til Reykjavíkur og
eftir það stundaði hann að mestu
byggingarvinnu og var jafnvígur
þar á öll verk.
Gestur var maður starfsins og
mitt í starfsins önn hlýddi hann
hinu hinsta kalli, hné örendur við
vinnu sína föstudaginn 12. apríl
aðeins 3 dögum eftir 71. afmælis-
dag sinn.
Gestur kvæntist ekki, en bjó um
skeið með Pálínu Magnúsdóttur
frá Sandaseli, dóttur þeirra mætu
hjóna Magnúsar Oddssonar og
Kristinar Pálsdóttur. Meðan þau
bjuggu i Sandaseli var gott að
koma að Selinu.
Þau Gestur og Pálina eignuðust
eina dóttur, Kolbrúnu Bergljótu,
sem reyndist honum góð dóttir.
Gestur var henni ástrikur faðir og
ástríkur afi börnunum hennar
þeim Sigriði, Magneu Kristínu og
Örvari Gesti.
Ég votta þeim mína innilegustu
samúð og einnig bræðrum hans
þeim Jafet og Gisla og öðrum
ástvinum hans.
Ingimundur Stefánsson
Minning:
Guðmundur Eysteins-
son bifreiðastjóri
Fæddur 7. júní 1920
Díinn 24. apríl 1985
BróðurkveAja
Langri og harðri baráttu er lok-
ið, baráttu sem aldrei gat endað
nema á einn veg. Maðurinn með
Ijáinn sigrar alltaf að lokum. Guð-
mundur bróðir okkar barðist
hetjulegri baráttu. Næstum tvö ár
þurfti til að sigra hann.
Mundi, eins og hann var alltaf
kallaður á meðal systkina og vina,
fæddist að Hrísum í Víðidal, sonur
hjónanna Aðalheiðar Rósu Jóns-
dóttur og Eysteins Jóhannessonar
er þar bjuggu. Þar ólst Mundi upp
næstyngstur fjögurra barna er á
legg komust. I heimahúsum mót-
aðist lífsviðhorf hans, lífsviðhorf
sem hann var trúr alla ævi þrátt
fyrir breyttar aðstæður og nýjan
aldaranda. Þeir meginþættir sem
einkenndu Munda frá æsku til
æviloka voru hjálpsemi og tillits-
semi við náungann, hvort sem
hann var honum kunnugur eða
ókunnugur. Sérhlífni átti Mundi
ekki til, en þrek hans og glatt geð
hefur án efa verið honum vörn I
erfiðri lífsbaráttunnar allt frá
barnæsku. Aldrei hitti maður
Munda svo þreyttan eftir amstur
dagsins eða svo þjáðan nú í loka-
baráttunni að hann hefði ekki
gamanyrði á vörum. Þannig var
ætíð hressandi andblæ að finna i
návist hans.
Sem ungur maður stundaði
Mundi öll venjuleg störf við land-
búnað, vega- og brúargerð og
vörubílaakstur. Hann var ham-
hleypa til vinnu, áhugasamur,
þrekmikill og samviskusamur í
hvlvetna. Var hann því eftirsóttur
til starfa. Allt frá því að hann
fluttist til Reykjavíkur með fjöl-
skyldu sina 1953 vann hann við
útkeyrslu á öli og gosdrykkjum
fyrir Ölgerðina Egil Skallagríms-
son og ók hann lengst af út á
landsbyggðina. Forsvarsmenn öl-
gerðarinnar sýndu að þeir kunnu
að meta störf hans með því að
greiða honum full laun miklu
lengur en þeim bar skylda til eftir
að hann veiktist. Þá fékk hann
einnig viðurkenningarskjal og
peningagjöf frá fyrirtækinu.
Eftirlifandi eiginkona Munda er
Vigdís Ámundadóttir og eru börn
þeirra sex. Ekki voru nú híbýli né
húsbúnaður stór i sniðum fyrst
eftir komuna til Reykjavíkur, en
þá voru fjögur elstu börnin fædd.
Frábær dugnaður þeirra hjóna
leiddi til þess að þau komu sér upp
einbýlishúsi í Skriðustekk 15 og
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
JÓN BERGMANN GÍSLASON,
Hlíöarbraut 2,
HafnarflrM,
sem andaöist 26. apríl sl. í St. Jósefsspitala, Hafnarfiröi, verður
jarösunginn fró Hafnarf jaröarkirkju fimmtudaginn 2. maí ki. 15.00.
Borge Jónsaon,
Karen Jónsdóttir,
Soffia Jónsdóttir,
Gislína Jónsdóttir,
Gísli Jónsson,
Elí Jónsson,
Helga Brynjólfsdóttir,
Magnús Sólmundarson,
Jörgen Wagner,
Reymar Sigurösson,
Þórfrföur Guömundsdóttir,
Elsa Jónsson,
Þurfóur Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.