Morgunblaðið - 01.05.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIRUDAGUR 1. MAÍ 1986
39
■r
Minning:
Jón Bergmann Gísla-
son frá Hafnarfirði
Jón Bergmann Gíslason frá
Hafnarfirði andaðist í St. Jós-
efsspítala þar í bæ föstudaginn 26.
apríl síðastliðinn eftir skamma en
erfiða sjúkdómslegu. Jón Berg-
mann var þá aldraður maður, nær
áttræður, en varðveitti lífsgleði
sína og lífslöngun allt til hinstu
stundar. Við hann áttu svo sann-
arlega hin sérstæðu orð Oscars
Wilde: „Mennirnir eru svo gerðir
frá skaparans hendi að líkami
þeirra fæðist ungur og verður
gamall, sálin hins vegar fæðist
gömul og verður því yngri sem ár
renna fleiri."
Jón Bergmann Gíslason fæddist
í Hafnarfirði 31. desember 1906.
Foreldrar hans voru Guðrún Þor-
leifsdóttir og Gísli Jónsson. Gísli
faðir Jóns var einn af merki-
legustu listamönnum þess tíma á
íslandi. Um það bera vitni hin
mörgu málverk er dreifð eru um
allt landið og sanna meðfædda
hæfileika og óvenjulega næmt
auga fyrir formi og litum samfara
bjartsýni og heiðríkju aldamóta-
áranna. Jón Bergmann var einn í
hópi fjögurra barna er þau eign-
uðust Guðrún og Gísli.
En veröldin bjó ekki Jóni Berg-
mann blíð kjör og mild í foreldra-
húsum. Heimili hans í Hafnarfirði
leystist upp og bræðurnir tveir er
lifðu voru báðir sendir í fóstur.
Jón Bergmann fór að Tungu í
Biskupstungum og var það mikið
lán í lífi hans því þar eignaðist
hann traust og öruggt heimili um
tuttugu ára skeið og kemur það
glöggt í ljós í bók þeirri er Jón
Bergmann ritaði rúmlega tvítugur
að aldri og kallaði „Eitt ár úr ævi-
sögu minni með undirfyrirsögn-
inni „Langferðasaga um íslands
fjöll og byggðir".
í bók þessari lýsir Jón Berg-
mann Gíslason hug sínum til lið-
ins tíma jafnframt því sem fram-
tíðardrauma hans ber þar á góma.
Bókin ber vitni um opinn hug,
óvenjulega athyglisgáfu og sér-
stæðan næmleik. í inngangskafla
segir meðal annars: „Vorsins afl-
ríki fyllti umhverfi sjálfs mín
vísdómi þess kraftar, sem enginn
fær skilið nema sá, sem er sann-
arlegt sveitanáttúrunnar barn.“
Það er fróðlegt að fylgja þessum
unga og djarfa manni um íslands
fjöll og byggðir og kynnast við-
horfi hans til vandamála líðandi
stundar jafnframt þvf sem hann
gerir grein fyrir fólkinu sem á
vegi hans verður og gefur innsýn í
hug þess og drauma.
Það fer engan vegipn á milli
mála að Jón Bergmann Gíslason
hefur hlotið í vöggugjöf list og
lífsviðhorf föður síns, Gísla Jóns-
sonar. Sá arfur var bæði blessum
og byrði, enda er Jóni Bergmann
það þegar ljóst er hann ritar
æskubók sína. Hann skynjar hve
erfitt honum mun reynast að
finna fótfestu í tilverunni og hasla
sér völl á þeim vettvangi þar sem
meðfæddir hæfileikar hans fengju
notið sín.
Líf hans verður leit að þessum
vettvangi og gætir þess einkum á
árunum sem líða frá því hann
kveður fósturbyggð sína tvítugur
að aldri árið 1927 og þar til hann
snýr aftur til fæðingarstaðar síns
Hafnarfjarðar árið 1936.
Festa færist í líf hans er hann
gengur að eiga norska konu, en sú
hét Karen Irena Jörgensen ættuð
frá Noregi. Karen hafði komið
hingað til lands að flytja fagnað-
arerindi safnaðar er átti hug
hennar. Hún var einbeitt kona,
ákveðin í skoðunum, heilsteypt í
lífsviðhorfum og svo kraftmikil í
störfum og stefnu að engum gat
dulist að þar var óvenjuleg mann-
eskja á ferð. Jón Bergmann Gisla-
son lifði í farsælu hjónabandi með
þessari litríku konu svo lengi sem
bæði lifðu, en Karen andaðist árið
1980. Þau Karen og Jón Bergmann
eignuðust fimm börn. Þau eru
dæturnar þrjár: Karen, Soffía og
Gíslína og tveir synir Borge og
Gísli.
Eftir að Jón Bergmann Gíslason
hafði eignast fastan samastað i
Hafnarfirði skipti hann starfi
sínu milli tveggja verkefna. Ann-
ars vegar gekk hann að verka-
mannavinnu i hinum vaxandi út-
gerðarbæ og var þá reiðubúinn að
sinna öllum störfum er buðust.
Hins vegar sinnti hann annarri
starfsemi er mun hafa staðið nær
huga hans og hugðarefnum. Hann
tók að sér að ramma inn myndir
og gerði af þeirri natni og þeim
smekk að til þess var tekið. 1 hinu
síðara starfi kom listrænt skyn
höfðu þau búið þar mjög vel um
sig. Óvíða höfum við hitt fyrir
jafn náin fjölskyldutengsl og hjá
þessari fjölskyldu. Þau hafa
kannski komið gleggst í ljós nú i
veikindum Munda þar sem allir I
fjölskyldunni hafa lagst á eitt til
að gera honum síðustu stundirnar
sem bærilegastar. Hlutur Vigdísar
í því efni er aðdáunarverður í aug-
um okkar allra sem með fylgd-
umst.
Með þessum orðum fylgir
kveðja frá systur okkar búsettri í
Noregi. Öll sendum við Vigdísi,
börnum þeirra Munda, tengda-
börnum og barnabörnunum tíu
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum guð að styrkja þau í sorg
þeirra og söknuði.
Jónas og Sölvi.
Otförin verður gerð frá Foss-
vogskirkju á morgun, fimmtudag,
kl. 15.
Okkur langar til að minnast
tengdaföður okkar I nokkrum orð-
um. Margar stundir höfum við
dvalið á heimili hans á Skriðu-
stekknum og eigum þaðan margar
góðar minningar.
Mundi, eins og hann var oftast
kallaður heima fyrir, var alltaf til
í að slá á létta strengi. Hann var
ævinlega hrókur alls fangaðar
þegar hópurinn hans var saman
kominn hvort heldur var við spila-
mennsku, samræður eða söng.
Hagmæltur var hann og orti
margar góðar vísur þótt fáir vissu
um það. Margar sögurnar sagði
hann barnabörnunum og oft var
litli fingur réttur fram sem var
visst tákn í augum yngstu afa-
barnanna, táknaði ævinlega eitt-
hvert góðgæti.
Nú fer sól að hækka á lofti og
tómlegt verður í sólbaðshorninu í
garðinum á Skriðustekknum.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við Munda okkar. Megi
góður Guð geyma hann og veita
honum hvíld.
Tengdabörnin
hans glöggt í ljós og gaf til kynna
svo greinilega sem verða mátti að
allt sem tengdist myndum og
myndlist var honum kærast og
hjartfólgnast. Föðurarfurinn
duldist ekki og sú veröld er hann
opnaði.
Sá sem hér drepur niður penna
að minnast Jóns Bergmanns
Gíslasonar verkamanns og list-
unnanda í Hafnarfirði átti þess
kost að þekkja þann, sem nú er
horfinn, um hartnær tveggja ára-
tuga skeið. Sonur Jóns, Gísli, og
dóttir undirritaðs, Þórfríður, gift-
ust og á heimili þeirra svo og í
tengslum við þau lágu leiðir undir-
ritaðs og Jóns Bergmanns saman.
Það var undirrituðum þegar
ljóst að þar fór óvenjulegur maður
sem Jón Bergmann var. Einkenni
hans voru í senn áhugaverð og
umhugsunarefni. Við leiðarlok
verður um fátt eitt rætt.
Jón Bergmann Gíslason var
maður fagnaðar og bjartsýni er
enginn gat komist hjá að verða
snortinn af. Fögnuður hans og
bjartsýni byggðust ekki á því sem
kallað er veraldargengi. Ævi hans
hafði ekki verið átakalaus, en ekk-
ert gat bugað þennan tilfinninga-
næma mann er alist hafði upp f
andrúmslofti aldamótahugsjón-
anna. Hann hafði gefist á vald
eggjuninni.
Lát hug þinn aldrei eldast eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu
sonur morgunroðans vertu.
Þekking Jóns Bergmanns Gisla-
sonar á landi sínu og þjóð, sögu
hennar og viðhorfum var einstæð.
Hann átti það til að hefja svo há-
lærðar umræður um hin óskyld-
ustu efni að yndi var á að hlýða,
en erfiðara að koma við rökræðum
og vefengja þar sem efni var svo
víða að fengið og samtengingar
svo flóknar en engu að siður skýr-
ar. Það var augljóst að Jón Berg-
mann hafði svalað fróðleiksfýsn
sinni með því að velja lestrarefni
er gerði kröfur til umþenkinga og
ályktana.
Jón Bergmann Gíslason var í
senn maður róttækur og íhalds-
samur. Hann var róttækur í þeirri
sönnu merkingu orðsins að kryfja
hugmyndir og kenningar til
mergjar, finna undirstöðu þeirra
og dýpstu rætur. En Jón Berg-
mann var ekki siður ihaldssamur i
hinni upprunalegu merkingu þess
viðhorfs að fagna varðveislu alls
þess er vel hafði reynst og orðið til
ávinnings og brautargengis. Átök-
in í hafnfirskum stjórnmálum
spegluðust í þessum viðhorfum
báðum og gerðu það auðskildara
að hvorugt gat án hins verið.
En eftirminnilegastur verður
Jón Bergmann Gislason öllum
þeim er honum kynntust sakir
góðvildarinnar og bliðunnar er frá
honum streymdu til alls og allra.
Um hann má því með sanni segja
það sem Björnstjerne Björnson
norski rithöfundurinn sagði: „þar
sem góðir menn fara — þar eru
Guðs vegir". Það er einkennilegt
að báðir þessir menn hurfu ver-
öldinni á sama mánaðardegi, 26.
apríl, skáldið árið 1910 en unnandi
hans og alls er skáldið boðaði
1985. Þeir hurfu báðir inn í birt-
una og vorið.
Guð blessi minningu Jóns Berg-
manns Gíslasonar frá Hafnar-
firði. Undirritaður vottar ættingj-
um öllum og vinum einlæga samúð
en geymir með þeim myndir og
minningar.
Guðmundur Sveinsson
Herrafrakkarnir
komnir aftur
Hinir margeftirspuröu dönsku
herrafrakkar komnir, m.a. yfir-
stæröir. Margir litir. Verö aöeins kr.
3.695,-
LGEglPgj
ÍÉ7VZV OG
VEGLEGUR
Ergo-data stóllinn frá Drabert er stíl-
hreinn og sterkur. Hann verndar heilsu
þína. Hann er veglegur og óskaplega
vœnn vinnufélagi.
Þú situr rétt í Ergo-data stól. Hann
passar höfuð, herðar, hné og tœr og
allt þar á milli.
penmiMi
WSKPIFSlOfU HUSGOGN
HALLARMÚIA 2, SÍMI 83509