Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 61

Morgunblaðið - 01.05.1985, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1985 61 Knatt- spyrnulög KSI komin út Knattspyrnulög KSÍ eru nú komin út i nýjum og endurbættum búningi. Rafn Hjaltalín fyrrum knattspyrnudómari endur- þýddi iögin og bætti viö þeim breytingum, sem á þeim hafa veriö geröar síöan síöasta út- gáfa kom út, en þaö var áriö 1978. íþróttasamband ís- lands kostaöi útgáfu knatt- spyrnulaganna eins og ann- arra leikreglna sem út koma á vegum íþróttahreyfingarinnar. Borgarprent sá um prentun. Lögin eru til sölu í skrifstofu ÍSÍ og KSÍ, iþróttamiöstööinni í Laugardal og kosta kr. 100,- Bikarmót í snóker Bikarmeistaramót íslands i Snóker 1985 fer fram í billiard-stofunni Ballskák, Ármúla 19 um næstu helgi. Mótiö hefst kl. 11 á laug- ardag og síöan heldur keppni áfram á sunnudag kl. 13.00. Mikill fjöldi keppenda verð- ur í keppni þessari og er vax- andi áhugi fyrir þessari íþrótt hér á landi. (Fréttatilkynning) Fyrsta golfmótið hjá Keili FYRSTA opna golfmótiö hjá Golfklúbbnum Keili veröur haldiö laugardaginn 4. maí á Hvaleyrinni. Þetta verður 18 holu höggleikur meö og án forgjafar. Aukaverölaun veröa fyrir aö veröa næstur holu 5, (17) holu golfsett meö poka og kerru og á 7. og 11. holu veröa golfkerrur i verölaun. Þátttaka tilkynnist í golfskála GK eöa í síma 53360 fyrir kl. 18.00 föstudaginn 3. maí. Rástímar veröa gefnir upp í sama sima milli kl. 20.00 og 22.00 föstudaginn 3. maí. Þátttaka takmarkast viö for- gjöf 0—24. (Fráttatilkynning.) Boðsmót ígolfi SVEIFLURNAR hjá Golf- klúbbnum Keili bjóöa golfur- um til keppni á Hvaleyrinni i Fjaröarkaups-boöskeppni. Keppnisfyrirkomulag: Tví./stableford (punkta- keppni). Ræst veröur út frá kl. 9.00 til 11.00 og frá kl. 14.00 til 15.30. Góö verölaun eru í boöi. Keppnin fer fram í dag. (FrétUtilkyuÍBg) Firmakeppni Skídaráðs Reykjavíkur HIN árlega firmakeppni Skíöaráös Reykjavíkur fer fram í dag, 1. maí. Keppt verður í svigi I „tveggja brauta keppni", þ.e. keppt er í tveimur samsíöa brautum með útsláttarfyrirkomulagi. Keppt veröur í Eldborgar- gili á svæöl Fram og hefst kl. 13.00. Einnig er keppt í göngu og hefst hún kl. 14.00 viö Blá- fjallaskála. Allt skíöa- keppnisfólk er hvatt til aö mæta og taka þátt í svigi sem göngu. (Fréttatilkynning) • Ragnar Margeirsson sést hér á æfingu meö leikmönnum Bielefeld á laugardag. Ragnar hefur veriö þar viö æfingar aö undanförnu. Ragnar til Bielefeld? Hefur æft með félaginu í vikutíma Landsliösmaðurinn í knatt- spyrnu, Ragnar Margeirsson úr Keflavík, hefur dvalið hjá vestur- þýska knattspyrnuliöinu Bielefeld aö undanförnu. Taliö er líklegt aö Ragnar gangi til liös viö félagiö á næsta keppnistímabili. Ragnar hefur dvaliö hjá Biele- feld síöan 21. apríl. Hann fór tíl líösins eftir landsleikínn víö Luxemborg. Bielefeld leikur í Bundesligunni í Vestur-Þýskalandi, liðinu hefur ekki gengiö vel í vetur og eru nú i bullandi fallhættu, í þriöja neösta sæti í deildinni meö 20 stig. Þaö eru aöeins Karlsruher meö 18 stig og Braunschweig sem hefur aöeins hlotiö 16 stig fyrir neöan. Þaö eru tvö liö sem falla niöur. Ragnar hefur veriö meö á æf- ingum hjá Bielefeld i um viku tíma. Hann er væntanlegur heim á morgun, en hann haföi áöur lýst þvi yfir aö hann myndi leika meö Keflavík í sumar. í Knattspyrna) Heimsmeistari keppir í Fossavatnsgöngunni Pál Gunnar Mikkelplats frá Noregi verður meðal keppenda Fossavatnsgangan fer fram laugardaginn 4. mai og hefst kl. 14.00. Tveir heimsfrægir göngu- menn frá Noregi veröe meöal keppenda, þeir Martin Hole og Pál Gunnar Mikkelplats, sem varö þriöji i heimsbikarkeppninni í skíöagöngu samanlagt í vetur. Hann var einnig í sigursveit Nor- egs sem sigraöi í heimsmeistara- mótinu í Seefeld í Austurríki { vetur og er því heimsmeistari { boögöngu. Þeir félagar komu einnig til is- lands 1978 og kepptu sem gestir á Skíöamóti fslands. Þá voru þeir ungir aö árum og taldir efnilegustu unglingar í Noregi og þaö hefur svo sannarlega ræst, þvi þeir eru báöir í norska landslíöinu í skíða- göngu. Fossavatnsgangan er síöasta mót vetrarins á isafiröi og er keppnin jafnframt liöur í lands- göngunnl. Vegalengdin sem geng- in er eru 22 kílómetrar. Startaö er viö Fossavatn sem er í Engidal viö ísafjörð, gengiö sem leiö liggur yfir aö Nónvatni og um Breiöadal- og Botnsheiöi og endaö í Seljalands- dal, skíöaparadís þeirra ísfiröinga. Gangan er öllum opin og er bú- ist viö mörgum keppendum aö þessu sinni eins og undanfarin ár. Þetta er í fyrsta sinn sem gangan er opin öllum, áöur var þetta ein- göngu bæjarkeppni. Meöal keppenda veröur Gott- lieb Konráösson frá Ólafsfiröi, sem nú hefur forystu í landsgöngunni, en landsgangan samanstendur af fjórum göngum, Lambagöngunni, Egilsstaöagöngunni, Bláfjalla- og Fossavatnsgöngunni. — VBJ Islandsmet hjá Helgu ^ HELGA Halldórsdóttir úr KR setti nýtt íslandsmet í 100 m grlndahlaupi á móti í Banda- ríkjunum um síóustu helgi. Helga hljóp á 13,96 sek. Eldra metiö átti hún sjálf sem var 14,20 sek. Helga stundar æfingar og nám ( Bandaríkjunum. Gudmundur óheppinn GUÐMUNDUR Magnússon KR varö fyrir meióslum er hann lék æfingaleik meö unglingalandsliðínu { knatt- spyrnu gegn drengjalands- liöinu á laugardaginn. Guömundur hefur veriö frekar óheppinn, því þetta var fyrsti ieikurinn sem hann spil- ar eftir aö hafa átt í meiöslum í hné. Taliö er aö liöbönd í ökkla hafi slitnaö, er hann ienti í samstuöi viö félaga sinn í KR, Heimi Guöjónsson. KR-ingar eru meö marga leikmenn meistaraflokks á sjúkralista nú þegar is- landsmótiö fer aö hefjast. * Mæðgur í fyrsta og öðru sæti JÚGÓSLAVINN Marian Krempel sigraði í MUnchen- ar-maraþonínu sem fram fór í MUnchen á sunnudag. Marian Krempel hljóp á 2:19,30 klukkustundum og' kom fyrstur í mark af 4.810 hlaupurum sem þátt tóku i hlaupinu. i ööru sæti varö Klauf Loeffler, 20 ára frá Vestur-Þýskalandi, á 2:23,45 klst. í kvennaflokki sigraöi 16 ára stúlka, Olivia Grauener frá V-Þýskalandi, á 2:45,52 klst. Önnur varö móöir henn- ar, Annamarie Grauener, sem er 45 ára. Hún hljóp á tæp- lega tveimur mínútum lakari tíma en dóttirin. Lambagangan: Gottliebog Þór sigruðu GOTTLIEB Konráósson og Björn Þór Ólafsson uróu sig- urvegarar í hinni árlegu Lambagöngu sem fram fór um síðustu helgi. Gengnir eru 25 kilómetrar. Gangan hófst viö Súlumýri og var gengiö sem leiö lá inn aö „Lamba“, skála Feröafélags Akureyrar { Glerárdal. Frá skálanum lá svo leiöin til baka í mark niðri á Súlumýri. Lambagangan er ein af trimmgöngum, sem mynda^ „islandsgönguna*, en þaö er stigakeppni, sérstaklega ætl- uö áhugafólki um skíöatrimm. Vegna hæðarmunar á leiö- inni, er óhætt aö fullyröa, aö Lambagangan er ein erfiö- asta trimmgangan hér á landi. Þótt snjór væri nægur, var skíöafæri misjafnt og sunnan gjóla gerði göngumönnum erfitt fyrir. Alls luku 32 göngunni en úrslit uröu sem hér segir: Flokkur 17-44 ára 1. Gottliab KenráAuon Ó 1:20,24 2. Haukur Eíríkuon A 1202S 3. Haukur SigurbOMn 6 122X Flokkur 35 ára og oldrl 1. Bjðrn Mr Ólataaon Ó 1:53,24 2. Siguröur Aðalatainaaon A 2«2^0 3. Jón Trausti B)örnsson A 2:22,55

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.