Morgunblaðið - 01.05.1985, Síða 63
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 1. MAÍ .1985
63.
„Nú er ég hættur“
„NÚ ER þetta alveg búiö, ég hef
gert það upp við mig aö óg mun
ekki leika handbolta meira, er
endanlega búinn aö taka ákvörö-
un um þaö aö leggja skóna á hill-
una, hins vegar get ég hugsaö
mér að taka aö mér þjálfun, því
maöur má ekki alveg slíta sig frá
handknattleiksíþróttinni,“ sagöi
Viggó Sigurösson, en hann lék
sinn síöasta leik meö meistara-
flokki Víkings í gærkvöldi.
„Það var ánægjulegt aö enda
keppnisferilinn meö sigri, þetta var
5. bikarmeistaratitill meö Víkingi í
handknattleik, viö vorum staö-
ráönir í aö vinna i kvöld og þaö
tókst okkur. Mér fannst FH-liöiö
brotna niöur í síöari hálfleik, viö
vorum miklu betri í leiknum og átt-
um sigurinn svo sannarlega skiliö."
Þegar Viggó var inntur eftir því
hvaö væri eftirminnilegast á löng-
um keppnisferli sagöi hann aö þaö
væri tvímælalaust sigurinn í Is-
landsmótinu 1975, en þá höföu
Víkingar brotiö ísinn fyrir félagiö
meö því að vinna meistaratitilinn.
En þaö er margs aö minnast á
löngum keppnisferli, hann hefur
verið farsæll, eftirmlnnilegur, sagöi
þessi litríki handknattleiksmaöur
aö lokum.
— ÞR.
„Markvarslan
réð úrslitum“
„Þaö var markvörður Víkinga
Kristján Sigmundsson sem réö
úrslitum þessa leiks. Hann varöi
bókstaflega allt sem á markió
kom. Svo náóu Víkingar aö tnta
vörn okkar í sundur og mark-
varslan hjá okkur var ekki sem
best. Þessi atriöi réöu í heild úr-
slitum leiksins. Víkingar náöu
toppleik, böröust af krafti. Þeir
eru með reynslumikiö lió og lík-
amlega sterka leikmenn, og þeg-
ar þeim tekst vel upp þá er hæg-
ara sagt en gert að vinna þá. Viö
FH-ingar óskum þeim til ham-
ingju meö titilinn," sagói fyrirliöi
FH, Þorgils Óttar.
— ÞR.
Óvænt úrslit
LANDSLIÐ Wales í knattspyrnu
kom svo sannarlega á óvart i
gærkvöldi er liöiö sigraói Spánv-
erja með þremur mörkum gegn
engu í Wrexham. Meö sigri sínum
í leiknum í gær er Wales komið í
efsta sæti í riölinum meö sex stig
og á nú góöa möguleika á aö
komast í úrslit HM.
Þaö var aö sjálfsögöu lan Rush
sem skoraöi fyrsta mark leiksins í
gærkvöidi mjög laglega á 43. mín-
útu leiksins, og í hálfleik var staðan
1_0. Þrátt fyrir að Spánverjar
legöu allt í sölurnar til þess aö
jafna metin tókst þaö ekki. Leik-
menn Wales léku mjög vel. Þeir
áttu mun meira í leiknum og verö-
skulduöu sigur. Á 54. mínútu skor-
aöi Mark Hughes annaö markiö og
svo innsiglaöi lan Rush sigurinn
meö glæsimarki á 86. mínútu.
Stórsigur Wales og var honum
ákaft fagnaö í gær.
Þá sigruöu V-Þjóöverjar Tékka
5— 1 í gærkvöldi. V-Þjóöverjar eru
i efsta sæti í riölinum meö 10 stig
og hafa skoraö 18 mörk gegn 4.
Þeir hafa spilaö fimm leiki og unniö
þá alla léttilega.
Heíuröu gert þér grein íyrir því aö milli bíls og
vegar eru aöeins íjórir lóíastórir íletir, Aktu því
aöeins á viöurkenndum hjólböröum.
Sértu aö hugsa um nýja
sumarhjólbaröa á íólks-
bílinn œttiröu aö haía
samband viö nœsta
umboösmann okkar.
PÚ ERT ÖRUGGUR Á
GOODpYEAR
FULLKOMIN HJÓLBARÐAPJÓNUSTA
TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING
IHIHEKLAHF
| Laugavegi 170-172 Simar 21240 28080
HUGSIÐ UM
EIGID ÖRYGGI
OG ANNARRA
Flestar stœröir íyrirliggjcmdi
— HAGSTÆD VERÐ —
GOODJYEAR
gefur 0'retta gripið