Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, F08TUDAGUR 3. MAl lftfó
HEILSAN
Á sumum svióum getur yfir-
drifið kynlíf haft öll einkenni
sjúkleika, sem má lækna meó
svipuóum hætti og sjúkleika á
borð við drykkjusýki (alkóhól-
isma) og spilafíkn, að dómi vax-
andi fjölda sérfræðinga.
Það er einkennandi fyrir þá,
sem eiga við þennan vanda að
stríða og eru oft nefndir „kyn-
lífssjúklingar“ (sexual addicts),
að þeir nota kynlíf sem einskon-
ar sálfræöilegt fíknilyf. Þeir eru
knúnir til að reyna að losa sig
við spennutilfinningu og minni-
máttarkennd með kynlífi. Gn
um leið og athöfnin er yfirstað-
in, eru þeir á ný gripnir sömu
vanmáttarkenndinni og finnst
þeir á ný knúnir til kynlífs. Og
sama hringrásin hefst á ný.
Margir sérfræðingar halda því
nú fram að þessi hringrás sé sú
sama og hjá sjúklingum, sem
eru háðir annarri fíkn.
Sumir sérfræðingar á sviði
kynlífslækninga telja að allt að
því einn maður af hverjum 12
eigi við þetta vandamál að
stríöa, en aðrir telja það tiltölu-
lega sjaldgæft. Að sögn sérfræð-
inganna snýst málið ekki um
það hvort viðkomandi stundar
afbrigðilegt kynlíf eða ekki.
Ekki eru sérfræðingarnir heldur
að líkja heilbrigðum, sterkum
kynlífsþörfum við sjúkleika.
Þeir einbeita sér hinsvegar að
þeim tilfellum þar sem kynlíf
veröur helsta markmið lífsins,
yfirbugandi ástríða, sem öllu er
fórnað fyrir, atvinnu, fjölskyldu
og hjónabandi.
r. Patrick Carnes sálfræðingur í Minneapolis, sem er
einn frömuða þeirrar skoðunar að í vissum tilvikum
verði að líta á kynþörfina sem sjúkleika, segir:
„1 fjölda ára beindust kynlífslækningar (sex therapy)
að þeim sem áttu erfitt með að stunda eðlilegt kynlíf —
getulausum körlum og áhugalausum konum, svo dæmi
séu tekin — en við höfum svo til ekkert sinnt þeim, sem
eiga erfitt með að hemja kynþarfir sfnar.
Okkur hefur miðað vel áfram við að vekja áhuga á kynlífi hjá þeim sem
áður voru því fráhverfir, en við höfum lítið gert fyrir þá, sem eiga við
gagnstætt vandamál að stríða," bætti hann við í blaðaviðtali. „Undantekning
hefur verið þegar kynþarfir manna hafa komið þeim f kast við lögin eða
ofboðið öðrum. En hjá mörgum er vandinn einfaldlega sá að kynlffið hefur
yfirtekið stjórnina á lífi þeirra."
Þótt lesa megi í læknaritum um yfirdrifnar kynþarfir á borð við kynæði
karla eða brókarsótt kvenna og samsvarandi kynþarfir kynhverfra, er nú
farið að líta vandann öðrum augum, og líkja þeim geðrænu hvötum er að baki
liggja við samskonar hvatir, sem leiða til ánetjunar ýmissa annarra fíkna.
Ríkri kynhvöt hefur oft verið líkt við ffkn, en fyrsta ftarlega lýsingin á þessu
kynferðisvandamáli sem sjúkleika birtist í The Journal of Addiction árið
1978. Þetta tímarit lesa hinsvegar aðeins fáir þeirra sérfræðinga, sem fást
við kynferðisvandamál, og hugmyndin er svo nýlega fram komin að fjöldi
kynlifslækna og sérfræðinga veit lítið um hana. Engu að síður hafa allmargir
sérfræðingar viðurkennt hugmyndina, og sumir þeirra komizt að þeirri
niðurstöðu með eigin athugunum að hér sé um sjúkleika að ræða.
Til dæmis má nefna að dr. Mark Schwartz, fyrrum samstarfsmaður Willi-
ams Masters við Masters and Johnson-stofnunina f St. Louis, sagði í blaða-
viðtali: „Við dr. Masters vorum að lesa grein um meðferð eiturlyfjasjúklinga
fyrir um það bil ári. Okkur varð þá allt f einu ljóst að hópur manna, sem við
vorum með til meðferðar vegna þess að þeir höfðu gerzt sekir um sifjaspell,
sýndi öll merki ánetjunar. Þeir höfðu ekki ánetjast fíkniefnum, heldur kyn-
lífi.‘
Dr. Schwartz, sem nú er prófessor við sálfræðideild Tulane-háskóia í New
Orleans, er einn þeirra mörgu sérfræðinga, sem komið hafa af stað hópmeð-
ferð sjúklinga, er virðast knúnir sálrænni kynfíkn.
Einkenni kynfíknar
Þótt nafnið „kynlífssýki” sé ekki viðurkennt formlega sem sjúkdómsgrein-
ing, hafa margir kynlffslæknar unnið að þvi að skrá helztu einkenni hennar.
Dr. Schwartz notar lista yfir 20 sjúkdómseinkenni við rannsóknir á þeim sem
taka þátt f hóplækningum hans, og þar á meðal eru þessi:
+ Yfirþyrmandi kynhvöt, sem spillir eðlilegu samlífi með maka eða elskhuga.
+ Þörf fyrir kynlífshegðan, sem hefur f för með sér spennutilfinningu og
þunglyndi, eða sektar- og smánarkennd.
+ Þörf fyrir samræði hvað eftir annað á stuttum tíma.
+ Mikil tímaeyðsla burtu frá fjölskyldu og starfi til að stunda kynlif eða leita
nýrra ástarævintýra.
+ Knýjandi þörf fyrir kynlff til að vfkja sér undan aðsteðjandi vandamálum
f lffinu.
Ekki viðurkenna allir vandann
Dr. John Money, forstöðumaður sálfræði- og hormóna-rannsóknadeildar-
innar við John Hopkins-Iæknaháskólann, og brautryðjandi á sviði rannsókna
á kynlífshegðan, sagði f viðtali að margir sjúklinga hans ættu við þennan
vanda að stríða.
„Kona ein kom til dæmis á læknastofuna til okkar og sagði: „Ég hef enga
stjóm á sjálfri mér,““ segir dr. Money. „Hún sagði ennfremur: „Ég sit heima
allan daginn og segi við sjálfa mig að nú fari ég ekki á hótelbarinn f kvöld til
að taka einhvern ókunnugan karlmann meö mér heim. En á hverju kvöldi er
ég komin á hótelbarinn um nfuleytið. Þar svipast ég um eftir manni til að
taka með mér heim. Og á hverjum morgni vakna ég og fyrirlít bæði hann og
mig sjálfa.“
Þeir eru áreiðanlega margir, sem hegða sér svipað og Ifta ekki á það sem
neitt vandamál,“ hélt hann áfram. „Hjón ein komu á læknastofuna vegna
rangrar hormónastarfsemi i barni þeirra, ekki vegna þess að neitt væri
athugavert í kynlífi þeirra. En þegar ég fór að ræða við þau kom í ljós að þau
höfðu samræði fjórum til fimm sinnum á dag. Honum fannst hann þurfa þess
til að losna við streitu daglega Iffsins. Hún fékk aldrei fullnægingu. Reyndar
fannst henni þetta sárt. Hún lét sig hafa það til að bjarga hjónabandinu.
Þessi vandamá! eru það krefjandi f eðli sfnu að viðkomandi verða að láta
undan,“ sagði dr. Money. „Gífurleg kynhvöt þeirra yfirstfgur oft mörk eðli-
legrar getu. Til dæmis hafa sumir karlsjúklinganna skýrt frá þvf að þeir fái
fullnægingu allt að 10 sinnum á dag. Við vitum ekki hvaðan þessi geta kemur,
en ég er viss um að við eigum eftir að komast að þvf að sú starfsemi
taugakerfisins sem að þessu lýtur hefur tekið breytingum hjá þessum sjúkl-
ingum.“ Sjálfsfróun er algengt vandamál þessara manna, eins og fram kemur
í rannsóknum dr. Patricks Carnes; sem dæmi segir hann frá manni, sem fann
sig knúinn til sjálfsfróunar oft á dag f vinnunni, og lokaði hann sig þá inni f
skrifstofu sinni eða á salerninu.
Þótt hugmyndin um aö kynhvöt geti verið sjúkleg sé tiltölulega ný af
nálinni, hefur henni vaxið ört fylgi. Dr. Carnes lýsir sýkinni f bók sinni „The
Sexual Addiction“ og mun f ár halda námskeið f fjölda borga vfða í Banda-
ríkjunum til að þjálfa kynlffslækna og ráðgjafa f meðferð sýkinnar. Þekkt
heilbrigðisstofnun hefur komið á fót endurhæfingarmeðferð fyrir kynlffs-
sjúklinga í einu sjúkrahúsa sinna, og hyggst bjóða þessa aðstoð f rúmlega 250
sjúkrahúsum vfða um land.
Áður en núverandi áhugi geðlækna vaknaði höfðu verið starfandi samtök
sem að stóðu fyrrum aðilar að Alcoholics Anonymus (AA) samtökunum, er
einnig áttu við þennan vanda að strfða. Árið 1978, áður en nokkrum sérfræð-
inganna hafði dottið f hug að Ifta á þetta vandamál sem sjúkleika, höfðu
þessir AA-félagar komið upp starfandi hópum kynlffssjúklinga, sem unnu að
lausn vandans eftir svipuðum leiðum og AA. Nú eru starfandi þrenn eða fern
landssamtök sem ganga undir nöfnum eins og „Sexaholic Anonymus" og
„Sexual Addicts Anonymus". 1 þessum samtökum starfa hundruð deilda með
þúsundum félagsmanna.
„Ég fæst við allskonar ffkniánetjun, og þessir sjálfslækningahópar skila
sannarlega árangri,” sagði Martha Turner sálfræðingur við göngudeild fíkni-
sýkiþjónustu Pennsylvania-sjúkrahússins f Philadelphia. „Þeir veita stuðn-
ing og skilning, og sjúklingur á batavegi nær betra sambandi við þann sem
ieitar aðstoðar en nokkur læknir."
Dr. Carnes er um þessar mundir að semja leiðarvfsi um það á hvern hátt sé
bezt að taka á vandamálinu, og byggir þar að verulegu leyti á þeirri reynslu,
sem fengizt hefur á starfseminni í anda AA. Hann tekur einnig með atriði
varðandi fjölskyldumeðferð, þar sem hann álftur nauðsynlegt að meðferðin
nái til þeirra aðila í lffi kynlffssjúklingsins, sem beinlfnis stuðla að viðgangi
sjúkleikans, þótt af vangá sé.
Samkvæmt forskrift dr. Carnes koma þeir, sem haldnir eru sjúklegri
kynþðrf, saman reglulega til hópmeðferðar. Telur dr. Carnes þetta mjög
áríðandi vegna þess að þeir sem haldnir eru þessum sjúkleika skilja betur
'fiðleika annarra, sem eru að reyna að finna sér bata.
Skipíar skoðanir um meðferð
Þótt skoðanir dr. Carnes á þvf hvernig taka beri á vandanum njóti mikils
stuðnings, eru sérfræðingar engan veginn á einu máli um það hvernig bezt sé
að lækna kynlífssýki. Dr. Schwartz hefur til dæmis ritað grein um það
hvernig lækna skuli þá sem framið hafa kynferðisafbrot, og leggur þar til að
lögð sé áherzla á að auka sjálfstraust sjúklingsins, þvf vanmáttarkenndin sé
undirrót sjúkdómsins. Og dr. David Barlow forstöðumaður kynferðismála-
deildar Rfkisháskólans f New York telur að kynlífssýki sé þeim eiginleikum
gædd að þvf meira sem viðkomandi reynir að halda henni f skefjum, þeim
mun sterkari verði þörfin. Þetta beri að hafa f huga við alla meðferð sjúkl-
ingsins.
Konum er mun hættara við að þjást af kynlffssýki en almennt er ætlað, að
sögn dr. Carnes. Hann telur að af hverjum þremur sjúklingum, sem þátt taka
í hópmeðferð á hans vegum, sé að jafnaði ein kona.
Dr. Carnes hefur þróað kerfi til að sannreyna hvort einhver sé haldinn
sjúklegri kynþörf, og segir rannsóknir sfnar leiða í ljós að 1 af hverjum 12
eigi við þennan vanda að strföa. Þá sagði hann að sumir aðrir sérfræðingar
áætli að allt að 1 af hverjum 8 þjáist af kynlffssýki.
„Það eru engar öruggar upplýsingar um tfðni þesskonar kynferöisvanda-
mála,“ segir dr. Robert Spitzer, formaður sérstakrar nefndar, er samið hefur
reglur um sálgreiningu vandamálsins. „Það liggur til dæmis engin sjúkdóms-
greining fyrir, sem hæfir þessum sjúkleika; ýmsar gætu komiö til greina.
Sumt af þessu fólki gæti fallið undir sjúkdómsgreiningu á „Paraphilias", en
sú nafngift nær meðal annars yfir kynhverfa og þá sem leita á börn. Á hinn
bóginn er til sérstök nafngreining á körlum með mikla kynþörf: Don Juan-
ismi.“
Yfirleitt má segja um þennan sjúkleika að þeir sem eru haldnir honum
missi stjórn á gjörðum sfnum á svipaðan hátt og menn haldnir stelsýki eða
spilaffkn,“ sagði dr. Spitzer. Þar er um samskonar hringrás að ræða, sagði
hann, sem felur f sér að „mönnum léttir við framkvæmdina og finnst hún
veita þeim ánægju, en á eftir fylgir mikil sektarkennd. Margir litu frekar á
þetta sem trufiun á persónuleika en sem kynferðislega truflun."
„Það mætti svo sem skipa þessu vandamáli f sérstakan flokk kynferðis-
legra afbrigða, en það gæti þó reynzt nokkuð erfitt," bætti hann við. „Þá
þyrfti til dæmis fyrst að skilgreina hver séu mörk eðlilegra kynþarfa, og það
er enganveginn auðvelt. Þau mörk eru mjög óskýr. Hve langt má segja að
eðlileg kynþðrf geti náð áður en hún verður að kynferðislegu vandamáli og
sjúkleika?“
(Úr The New York Times)