Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 5

Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 5
MORGlJNkLAÐIÐ, FÖSTUDÁGÚR 3. MAl 1985 É 5 og Ifklegast blöa I svona fjóra mán- uði," segir hún hlæjandi og bætir viö, „annars er mismunandi hvaö fólk þarf aö blöa lengi eftir pöntun. Stundum er hægt aö panta pils I dag og fá það nánast á morgun og stundum er nokkurra vikna bið. Þetta er árstlöabundið." —Er einhver regla á þvl hvernig þú vinnur hugmyndirnar þlnar? „Ekki föst. Stundum kvikna hugmyndir aö fllkum þegar ég er að gera eitthvað allt annað. I morgun var ég t.d. að snlða kjól og fékk á sama tlma hugmynd aö frakka/- jakka. Stundum þarf ég ekki annað en að sjá blússu til að fá út frá henni hugmynd að kjól — sem oftast er ekkert llkur blússunni fullgeröur. Maður getur I sjálfu sér fengiö hugmyndir út frá svo mðrgu — nú eða þá hreinlega sest niður og byrj- að að krota á blað." —Finnst þér viðhorf til fatahönn- unar hafa breyst frá þvl sem áöur var? „Já, stærsta breytingin er sjálf- sagt sú að fatahönnun er I tlsku þessa stundina og óskaplega margir eru að spá I hana eða dreymir um að læra þetta. Oft grunar mig að margir haldi aö þetta sé bara aö sitja og teikna, sem er mesti mis- skilningur. Námið sjálft er erfitt og hrein þolinmæðisþjálfun ofar öllu. Þegar ég var aö læra var maöur látinn rekja upp sömu ermina aftur og aftur, kannski tlu sinnum, þótt manni fyndist hún nú vera oröin nokkuð þokkaleg I annað sinn og sæi ekki alltaf tilganginn með þessu. En ég sé tilganginn núna og myndi ráðleggja öllum sem ætla sér út I fatahönnun aö læra hana spor frá spori, hafa alla grunnkunnáttuna á hreinu og reyna slðan að gera sem mest upp á eigin spýtur." —Attu þér einhverja dálætis- hönnuöi? „Þaö er ósköp breytilegt. Mögler er einn og alltaf dáist maður að Yves Saint Laurent, þó mér finnist að hann mætti stundum vera svolltið djarfari. Hins vegar er ég ekki hrifin af þessari lausu japönsku hönnun sem hefur verið rlkjandi á undan- förnum árum. Stundum veit maöur ekkert hvernig fllkurnar eru I laginu — og ég er nú svolltið hrifin af kvenlegheitum I klæönaði. Finnst skemmtilegra aö leyfa konum að vera með mitti og mjaðmir." —Mitti og mjaömir, erum við þá ekki komnar aftur að rómatlsku kjól- unum þinum, sem m.a. hafa sést I keppninni um ungfrú Island og aö mér skilst ekki ósjaldan við kirkjualt- ar? „Meðal annars. Fyrst þú minnist á brúðarkjóla, þá er gaman að þvl hvað konur eru farnar að panta mun (burðarmeiri brúðarkjóla en almennt gerðist. Kjóla með margslungnu sniði, burðargrindum jafnvel, slóða og höfuöbúnaöi. Mér finnst voöalega gaman að teikna svoleiöis brúðar- kjóla." —Ætlar kannski að hanna einn slikan fyrir sjálfa þig? „Varla, ég held að þaö sé oröið fullseint," segir Marla Lovlsa og hlær við, en fyrst við erum farnar að ræða fjölskyldumálin er ekki úr vegi aö spyrja hvort llkur séu á að sonurinn haldi út á sömu braut. Er hann byr- jaður aö teikna? „Hann. Nei, ég held að hann verði nú frekar boxari en fatahðnn- uður, að minnsta kosti eins og málin standa I dag," segir hún brosandi. —En nú ert þú viðloðandi Marl- urnar allan daginn meira og minna, ýmist I versluninni eða á saumastof- unni. Hvernig gengur að samræma þetta heimilishaldinu? „Það gengur. Ég er heppin að þvl leytinu til aö sambýlismaður minn er sjálfur tengdur viðskiptallfinu og skil- ur hvernig svona fyrirtæki gengur fyrir sig. Ég held að það hljóti að vera ógerningur fyrir manneskju sem stendur f fyrirtækjarekstri að búa með einhverjum sem tengist við- skiptalffinu alls ekki. Skilur ekki hversu mikill tlmi og vinna fer I fyrirtækjarekstur og er að segja má á móti honum. Ég held að það sé bara ekki hægt. “ —Ef fatahönnunin hefði ekki komið til, hvaö værir þú að gera I dag? Getur þú gert þér þaö I hugar- lund? Marla Lovla hugsar sig um, brosir meö sjálfri sér og segir: „ætli ég væri bara ekki að sauma föt ein- hvers staðar úti I bæ! Að vera hús- móðir með heimilisrekstur og upp- eldi á fjórum börnum aö aöalstarfi er eitthvað sem ég get nú ekki séð mig I, þannig að llklegast hefði sauma- skapurinn orðiö ofan á. Eða þá aö ég hefði farið I Myndlista- og hand- Iðaskólann, hverveit." —Gætir þú unnið með öörum fatahönnuðum? „Ég hef nú aldrei gert það og ímynda mér að það yrði erfitt. Til dæmis að eiga fyrirtæki með öðrum fatahönnuöi, það hugsa ég að yrði ekki auövelt. Ég er bara einhvern- veginn þannig gerö, aö þó ég spyrji bæði starfsstúlkurnar mlnar og vin- konur hvað þeim finnist um eitthvað sem ég er að hanna, þá er ekki þar með sagt að ég taki nokkuð mark á þvi. Að minnsta kosti ekki ef ég sjálf hef trú á aö flikin verði best eins og ég hafði hugsaö mér.“ —Sjálfsöryggiö verður sem sé að vera til staðar? „Já, maður verður að hafa trú á sjálfum sér. Sjálfsöryggiö kemur með tlmanum, reynslunni og ekki slst mistökunum sem maður lærir kannski hvað mest af.“ —Heldurðu að þú verðir I fata- hönnuninni það sem eftir er? „Já, það sem ég stefni að núna er að koma afgreiðslunni og bók- haldinu alfariö úr mlnum höndum, reyna að stækka saumastofuna og gefa mér meiri tlma til aö hanna fyrir búöina. Helst þyrfti ég aö leigja mér simalaust herbergi meö góðri læs- ingu, þar sem ég gæti unnið óáreitt I fjóra tima á dag. Annars er I sjálfu sér sama hvar maöur er að vinna. Svo framarlega sem vinnan er skap- andi og skemmtileg þá þreytist ég ISUZU TROOPER rURBQ isuzuTROOPER - lúxusvagn í bæjarakstri, ósvikið hörkutól á fjallvegunum og allt þar á milli. Þetta er einstakur bíll, búinn þægindum fólksbílanna, krafti og styrk jeppanna og farþegarými fyrir allt að 9 manns án þess að nokkurs staðar þrengi að! isuzu TROOPER á fáa sína líka! Kynntu þér verð og greiðslukjör - við tökum flestar gerðir notaðra bíla upp í og það bjóða fáir betur góðum greiðslukjörum. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.