Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985
B 11
LÍFSMÁTI
LEIRKERASMIÐUR
Á FJÖLLUM
Morgunblaöið/Friöþjófur Helgason
Siguröur á leið að Dettifossi, sem í klakabðndum er vart
þekkjanlegur þvi sem oftast sést á myndum af honum.
Eldhúsið orðiö að kennslustofu fyrir nemendurna þrjá og
litla heimasætan fylgist grannt með því sem fram fer.
Af heimsókn til
Ólafar Bjarnadóttur,
leirkerasmiðs
á Grímsstöðum
á Fjöllum,
ferö að Dettifossi
og fleiru
Þið eruð ekki búin að boröa hádegismat, —
segir hún ákveðin í röddu, þegar blaöamaö-
ur og Ijósmyndari birtast um kaffileytiö —
þremur tímum seinna en ráögert var. Umla
hvor um sig einhverjar afsakanir um að Mý-
vatnssveitin í vetrarskrúöa hafi verið hreint ómót-
stæöileg manni með myndavél ..., en áöur en afsak-
anaræöan er á enda, eru þeir sestir aö snæöingi. Og
auövitaö er boröaö af diskum sem húsmóöirin sjálf
hefur mótaö úr leir — við erum nefnilega stödd á
fallegum vetrardegi hjá Ólöfu Bjarnadóttur, leirkera-
smiö á Grímsstööum á Fjöllum.
„Auövitaö var óg hálfhrædd viö aö flytja hingaö meö |
vinnuna,“ segir Ólöf, þegar samræöur hefjast. „Þaö er
heilmikiö mál aö flytja leirbrennsluofn langar leiöir og
eins er dýrt aö flytja leirinn hingaö og áhættusamt aö
flytja fullunna hluti héðan.” Þá áhættu tók Ólöf eftir
sem áöur og er ósköp ánægö með þaö. „Þaö kemur
fyrir aö hlutir brotna í flutningum, en sem betur fer
hefur ekki veriö of mikiö um þaö, a.m.k. ekki svo aö
þetta fyrirkomulag sé ótaekt.*
Starfi sínu sem leirkerasmiöur sinnir Ólöf í tækja-
Leirkerasmiðurinn við vinnu sína.
skemmu spölkorn frá heimilinu, þar sem leirkeraverk-
stæöiö er aö finna inn af bifreiöaverkstæöi. Þegar þar
er komiö inn blasa viö könnur, skálar og tepottar í
löngum rööum. Ýmist leirbrúnir og hálfunnir eöa vel
viö hæfi á hvers manns boröi, fullunnir meö glerungi
og mynstri. Allt nytjamunir. „Ég hef alfariö haldiö mig
viö aö búa til nytjamuni úr leirnum," segir Ólöf um leið
og leirhrúgald fyrir framan hana snýst í þúsundir
hringja og er fyrr en varir fariö aö taka á sig mynd íláts.
Skömmu síöar kemur þaö á daginn aö hluturinn er
teketill meö handfangi og tilheyrandi.
En leirkerasmíöin er ekki eina atvinnan. Auk þess
aö reka heimili meö eiginmanninum og heimamannin-
um, Siguröi Benediktssyni, og börnunum þeirra tveim-
ur annast hún barnakennslu í þessu litla samfélagi sem
samanstendur af 14 íbúum yfir vetrartímann. Hver
virkur vetrardagur hefst á því aö eldhúsiö umbreytist í
kennslustofu, eins og blaöamaöur og Ijósmyndari
komust aö, seinni daginn sem þeir komu viö á Gríms-
stööum. Mættu þá beint í kennslustund, þegar nem-
endurnir þrír, Benedikt Bragi, Emilía Bragadóttir og
Anna Bragadóttir voru í óöa önn aö búa til bolluvendi
fyrir komandi bolludag.
En meiningin þann daginn var ekki aö dvelja lengi á
Grímsstööum, heldur aö fá Sigurö til liös viö okkur og
fara aö Dettifossi. Þangaö var haldiö á tveimur vélsleö-
um, öörum frá Gímsstööum og hinum frá Hólseli. Eftir
klukkutíma akstur og pínulítiö brölt á tveimur jafnfljót-
um blasti viö sjón sem ósjálfrátt lét okkur mannverurn-
ar líta út eins og þrjú eintök af Tuma þumli. Klaka-
bundinn Dettifoss í sinni hrikalegu fegurö, sem eigin-
lega er ólýsanleg í oröum.
Eftir nokkra stund og talsveröan taugaskjálfta
blaöamanns yfir aöförum Ijósmyndara viö myndatök-
urnar var haldiö til baka. Komiö viö í leiöinni hjá Sverri
Möller bónda á Hólseli, sem var oröinn langeygur eftir
vélsleöanum sínum í smalamennskuna. — VE
MorgunWaðið/Vilborg Elnarsdóttir
Það voru ýmsar aöfarir hafðar uppi við myndatökur í ferðinni, faríð
fram á bjargbrún og myndavél síðan komið fyrir framan á snjósleða
ijósm. á iaiðinni heim.