Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1985 FÓLKÁ FÖSTUDEGI Hún byrjaði á þessu um fermingu. Teiknaði þá firnin öll af fermingarkjólum, tvíhnepptum með púffermum og pífum og seldi sniðin í verslun sem lét sauma þá — keypti sér reyndar sjálff allt öðruvísi fermingarkjól, eitthvað sem enginn annar var í. Enn í dag er hún aö teikna og selja sína hönnun, ekki lengur í annarra verslun, heldur í sinni eigin. Og ennþé má sjá púff- ermar og pífur, mitti, mjaðmir og önnur kvenlegheit í sniðunum. Það svrfur bersýnilega rómantískur andi í litla vinnuherberginu á Klapparstígnum, eða hvað? „Jú ég er ábyggilega mjög rómantísk í eðli mínu og það kannski sést á fötunum sem ég hanna. Maður fylgir alltaf tískubylgjum að einhverju marki, en þessi rómantíski blær er alltaf til staðar,“ segir María Lovísa Ragnarsdóttir, fatahönnuöur, sem ffyrir rúmum fjórum árum kom heim frá námi í Kaupmannahöfn. Eignaöist bamiö sitt og stofnaöi síðan verslunina Maríurnar með nöfnu sinni Waltersdóttur, sem hún rekur ein í dag. Fermingardraumurinn sem sé orðinn að veru- leika. Allt frá þvl aö ég byrjaði aö teikna, um 15 ára gömul, átti ég þann draum aö læra fata- hönnun, en fannst hann eitthvað svo fjarlægur á þeim árum. Svo dreif maöur sig. I millitföinni vann ég á saumastofu, sem var af- skaplega góöur undirbúningur fyrir fatahönnunina, slöan um tlma I tlskuverslun, bæöi I afgreiöslu og við gli ggaskreytingar, sem ég ráögeröi um tlma aö læra. Ég byrjaöi Ifka I leiklistarskóla SAL og var þar um tlma, þannig aö það voru ýmsar krókaleiðir aö fatahönnunar- náminu," segir Marla Lovlsa. —Þaö hefur ekki veriö neinn beygur I þér viö aö opna verslun fyrir þlna eigin hönnun? ,Jú, ég var I einu oröi sagt skfthrædd viö aö opna búöina. Allir sem ég þekkti reyndu aö gera mér Ijóst aö ég væri kolvitlaus aö láta mér detta þetta I hug. Kannski eöli- leg viöbrögö, þaö er erfitt aö fara af staö meö fyrirtæki á islandi, ómögu- legt að eiga viö bankana og eigin- lega allt sem mælir á móti þvl. En ég hugsaði sem svo aö ég heföi I raun engu aö tapa og fór af stað. Byrjaöi smátt og hef slðan smám saman veriö aö auka við mig. Þaö er náttúrulega eitt sem verð- ur aö taka meö I dæmiö og þaö er aö ég þurfti ekki aö byrja á aö kaupa lager inn I búðina," segir Marfa Lov- María Lovísa Ragnarsdóttir fatahönnuöur Isa. .Ég hannaði og saumaöi þær fllkur sem fóru I búöina og við vorum bara tvær I þessu, saumakonan mln og ég. Nú sföan var aö sjá hvort grundvöllur væri fyrir þvl að selja vöruna og þaö tókst. I dag er ég komin meö fastan kjarna af kúnnum, bæöi sem versla I búöinni og þær sem sérpanta og láta sérsauma. Þetta er allt hægt með vinnunni." —Er mikið um aö konur láti sér- sauma á sig? „Já, töluvert. Ætli þaö sé ekki um helmingur af þvl sem ég geri þessa dagana." —Og hvaö, eru þaö „ööruvlsi" föt eöa „ööruvísi" kúnnar? Nú brosir Marla Lovlsa og segir: „ Þaö er voöalega mismunandi hvernig kúnnar sem láta sérsauma eru. Oft koma til mln konur sem hafa I raun ekki hugmynd um hvernig fllk- in sem þær ætla aö láta sérsauma á aö llta út — og oft eru þaö bestu kúnnarnir. Þá fæ ég tækifæri aö leika mér svolftiö meö hönnunina, fella hana aö persónuleika viökom- andi konu og samræma hennar hugmyndir og mlnar varöandi fllkina. Hins vegar eru þaö kúnnarnir sem koma meö ákveðnar hugmyndir og standa á þeim fastar en fótunum, þeir geta stundum verið erfiðir, sér- staklega ef þeirra hugmyndir eru al- gerlega i þversögn viö týpuna og kannski vaxtarlagiö!" —Eru konur á íslandi ekkert hræddar viö aö prófa nýtt? „Svolltið jú, sérstaklega þær sem eru komnar um og yfir þrltugt. Þaö- an af eldri geta þær veriö mjög fast- heldnar. Vngri konur eru aftur á móti kaldari við að klæöa sig." —Fella hana aö persónuleika viö- komandi konu segir þú. Þýðir það að þú hannir ekki á karlmenn? „Ekki að staðaldri, en jú, það kemur fyrir aö ég bý t.d. til jakkaföt á karlmenn, aöallega vini og kunn- ingja." —Hannaröu ekki einu sinni á sambýlismanninn aö staöaldri? „Ja, ef hann vill fá á sig buxur I dag, þá veröur hann aö fara I rööina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.