Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 8. MAt 1985 *B 15 HAFNARFJARÐARKIRKJA Afmælistónleikar Öldutúnsskólakórsins Kór Öldutúnsskóla etnir til tónleika í Hafnarfjaróarkirkju á morgun klukkan 16.00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 20 ára afmæli kórsins en hann var stofnaöur haustið 1965. í Hafnarfjaröarkirkju munu 110 nemendur koma fram í þremur hópum, en gestir kórsins veröa tveir fyrrverandi kórfólagar, sem lagt hafa út á tónlistarbrautina, þær Valgerö- ur Andrésdóttir píanóleikari og Margrét Pálmadóttir sópran. Efnisskráin verður fjölbreytt, en þar er aö finna lög allt frá 13. öld til vorra daga. Nýjasta lagiö var samió í apríl sl. Stjórnandi Öldutúnsskólakórsins er Egill Friðleifsson. Slunkarlki á ollumálverkum Guö- bjargar Lindar Jónsdóttur. Þetta er fyrsta einkasýning Guöbjargar, en hún lýkur námi frá málunardeild Myndlista- og handiöaskóla Islands nú I vor. Sýning þessi stendur til 6. mal. Mokka: Veggmyndasýning Hallgrimur Helgason, „Grlmur", opnar nú um helgina sýningu á nýj- um veggmyndum I Mokka-kaffi viö Skólavöröustfg. Þetta er einkasýn- ing og eru verkin á sýningunni öll ný, máluö um helgina og I slðustu viku, meö ollu á papplr. Sýningin opnar formlega klukkan 10.00 I dag og mun hún standa þangaö til Jean Luc Godard kemur til landsins, en Grlmur tileinkar sýninguna tilvonandi minningu Godards um Gauk á Stöng. Listamiöstööin: Málverkasýning A morgun opnar Kristján Hall málverkasýningu I Listamiöstööinni viö Lækjartorg. A sýningunni veröa 30 ollumál- verk máluð á slöustu tveimur árum. Viðfangsefni Kristjáns er fyrst og fremst íslensk náttúra. Þetta er 7. einkasýning Kristjáns sem veröur opin daglega frá klukkan 14.00 til 19.00, en henni lýkur 12. mal. ListmunahúsiÖ: Teikningar og grafikmyndir A morgun klukkan 14.00 opnar I Listmunahúsinu viö Lækjargötu sýn- ing á verkum Sigrúnar Eldjárn. A sýningunni eru teikningar og graflkmyndir unnar á slöastliönum tveimur árum. Graflkmyndirnar eru unnar með þrennskonar tækni, þ.e. messótintu, sáldþrykki og kopar- stungu. Sigrún stundaði nám viö Mynd- lista-og handlöaskólann frá 1974 til 1977 og áriö 1978 læröi hún messó- tintu I Póllandi. Hún hefur haldið fjór- ar einkasýningar og tekið þátt I samsýningum. Sigrún er meölimur I Gallerf Langbrók. Sýningin sem er sölusýning er opin virka daga frá klukkan 10.00 til 18.00 en laugardaga og sunnudaga frá klukkan 14.00 til 18.00. Hún er lokuð á mánudögum, og henni lýkur 19. mal. TÖNLIST Bústaðakirkja: Tónleikar Fimmtu tónleikar þessa starfsárs hjá Kammermúslkklúbbnum veröa I Bústaöakirkju á sunnudaginn klukk- an 20.30. A efnisskránni er verk eftir Juan Crisóstomo de Arriaga, Strengja- kvartett nr. 3 I Es-dúr. Þá veröur fluttur Strengjakvartett I F-dúr, op. 96 eftir Antonin Dvorák og aö lokum Strengjakvartett I F-dúr, op. 59 eftir Ludwig van Beethoven. Flytjendur eru Sinnhoffer- strengjakvartettinn frá Múnchen, en hann skipa Ingo Sinnhoffer á 1. fiölu, Aldo Sinnhoffer á 2. fiðlu, Roland Metzger lágfiðlu og Peter Wöpke á knéfiölu. Hafnarfjarðarkirkja: Vortónleikar Tónlistarskóli Hafnarfjaröar efnir til vortónleika á sunnudaginn klukk- an 17.00 I Þjóðkirkjunni I Hafnarfiröi. Tilefni tónleikanna er aö á sunnu- daginn er svokallaöur „Tónlistar- dagur“ á Evrópudeginum og óskað er eftir þvl aö bæjar- og sveitarfélög um gjörvalla álfuna kappkosti aö taka þátt I deginum meö tónlistar- flutningi. Þaö eru nemendur I skólanum sem leika. Yngstu nemendurnir koma og leika á blokkflautu og m.a. leikur skólalúörasveitin. Garöabær: Tónleikar Tónlistarskóli Garöabæjar heldur tvenna vortónleika um næstu helgi. Fara þeir fram I safnaöarheimilinu Kirkjuhvoli. Fyrri tónleikamir veröa á morgun klukkan 17.00, en þeir slð- ari á sunnudaginn klukkan 11.00. A tónleikunum koma fram þrjár hljómsveitir skólans undir stjórn Martins Smith, Guörúnar Asbjörns- dóttur og Björns R. Einarssonar. Fjölmargir einleikarar yngri og eldri deilda skólans leika á hljóöfæri sln. íslenska óperan: Leðurblakan Um síöustu helgi frumsýndi (s- lenska óperan Leöurblökuna eftir Johann Strauss. Sýningar eru I kvöld klukkan 20.00, á morgun klukkan 20.00 og á sunnudaginn klukkan 20.00. Meö hiutverk fara Sigurður Björnsson, Ölöf K. Harðardóttir, Guömundur Jónsson, Halldór Vil- helmsson, Sigrlöur Gröndal, John Speight, Asrún Davlösdóttir, Hrönn Hafliöadóttir, Elfsabet Waage, Július V. Ingvarsson, Guömundur Ölafsson og Eggert Þorleifsson. Meö kór og hljómsveit Islensku óperunnar taka yfir 90 manns þátt I þessari sýningu. Langholtskirkja: „Kleinukonsert“ A morgun mun kór Langholts- kirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar syngja meö aöstoö áheyrenda lög valin og kynnt af þekktum mönnum og konum. Þeirra á meðal eru bisk- up fslands herra Pétur Sigurgeirs- son, sr. Ölafur Skúlason vlgslubisk- up, Steingrlmur Hermannsson for- sætisráöherra, Albert Guðmunds- son fjármálaráöherra og Megas. Hljómsveit tekur á móti tónleika- gestum meö lúörablæstri og óska- lögin veröa flutt I þrennu lagi, klukk- an 11.00, 12.15, og klukkan 15.00. Barnastund veröur klukkan 14.30. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, hljómsveitin Snúran Snúran kemur fram og Sverrir Guðjónsson skemmtir. Klukkan 16.00 veröa tón- leikar I léttum dúr. Þá koma fram feðgarnir Jón Sigurðsson og Sigurð- ur Rúnar Jónsson, söngflokkurinn Sedró 5, Hálft I hvoru og Jassgauk- arnir. A milli atriða veröa á boðstól- um kleinur, kaffi og Svali fyrir bðrnin. Vestmannaeyjar: Karlakórínn Fóstbræöur Karlakórinn Fóstbræöur heldur tónleika I Vestmannaeyjum á morg- un klukkan 16.00 I Samkomuhúsi Vestmannaeyja. A efnisskrá má finna Sprett eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ég man þig eftir Sigfús Einarsson, Kirkjuhvol eftir Bjarna Þorsteinsson, Etlðu eftir Ragnar Björnsson, Sunnudag sel- stúlkunnar eftir Ole Bull, lög eftir Edvard Grieg, Bellmann, Hugo Alfen o.fl. Stjórnandi kórsins er Ragnar Björnsson, en einsöngvarar með kórnum veröa Erna Guðmundsdótt- ir, Sigrlður Elliðadóttir, Björn Emils- son og Eirfkur Tryggvason. Gamla bíó: Tónleikar Félagiö MÍR, Menningartengsl Is- lands og Ráöstjórnarrlkjanna efnir til samkomu og tónleika I Gamla blói á sunnudaginn klukkan 15.00. Þar munu m.a. þjóðlagasöngkon- an Ljúdmila Zykina og hljómsveitin Rossia undir stjórn Viktors Gridin koma fram. Evgenl Kosarév, sendi- herra Sovétrikjanna á Islandi flytur ávarp og Margrét Guðnadóttir pró- fessor. Jón Múli Arnason veröur kynnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Tónleikar Siguröur Pétur Bragason bari- tonsöngvari og Þóra Frlða Sæ- mundsdóttir planóleikari halda tón- leika á vegum Tónlistarskóla Njarö- vlkur I Ytri-Njarðvlkurkirkju á morg- un klukkan 16.00. Sigurður er nýkominn frá (tallu þar sem hann stundaði nám hjá ein um af frægustu söngkennurum It- allu, Pier Miranda Ferraro. Þóra stundaöi nám i tónlistarháskólanum I Stuttgart þar sem hún haföi Ijóða- undirleik aö sérfagi. Kennari hennar var prófessor Konrad Richter. A efnisskránni eru Itölsk lög og óperuarlur á6amt Islenskum lögum. SAMKOMUR KvennahúsiÖ: Laugardagskaffi A morgun er aö venju laugar- dagskaffi og umræöur I Kvennahús- inu, Hótel Vlk, og hefst þaö klukkan 13.00. Aö þessu sinni mun Guöný Gerö- ur Guðmundsdóttir veröa leiðsögu- maður og fara meö gesti um miðbæinn og segja frá gömlum hús- um þar. Hótel Borg: Orator Vegna breytinga á húsnæöi Hót- els Borgar falla dansleikir Orators, félags laganema, niður um óákveö- inn tlma. Regnboginn: „So(dados“ A morgun kiukkan 14.30 veröur sýnd I E-sal Regnbogans á vegum spænska sendiráösins og spænsku- deildar Háskólans kvikmyndin „Soldados", sem byggö er á skáld- sögu Max Aub „Las buenas intenc- iones". Þetta er litmynd gerö árið 1978 og á aö gerast á Spáni siöustu daga borgarastyrjaldarinnar. Her- flokkur lýðveldissinna á undanhaldi reynir aö komast til hafnarborganna á suöurströndinni og sækist ferðin seint. Hungur, dauöi, örvænting og ringulreiö marka vegferð þeirra og sibreytileg vlgllnan er ýmist fram- undan eöa aö baki. Myndin er 120 minútna löng. Pöbb-inn: Rock-óla Hljómsveitin Rock-óla leikur I kvöld, annað kvöld og á sunnu- dagskvöldiö á Pöbb-inn viö Hverfis- götu. Hljómsveitina skipa Agúst Ragnarsson, Bobby Harrison, Pálmi Sigurhjartarson og Rafn Sigur- björnsson. Austurbæjarbíó: Hrafninn flýgur Kvikmyndin Hrafninn flýgur verö- ur sýnd I sumar I Austurbæjarblói. Myndin veröur sýnd meö enskum texta og eru sýningarnar einkum hugsaöar fyrir erlenda feröamenn og Islenska námsmenn sem dveljast hér heima á sumrin. Myndin veröur sýnd daglega klukkan sjö I C-sal biósins. Hrafninn flýgur vlöa um þessar mundir, hún er sýnd I al- mennum kvikmyndahúsum I SvlþjóÖ, Noregi, Israel og á Indlandi. Þá verð- ur myndin frumsýnd á aöaldagskrá kvikmyndahátlöarinnar I Tókýó I Japan I lok mal. Myndina er veriö aö sýna á Filmex I Los Angeles, Amer- ican Film Institute I Washington og I Film Forum I New York. Templarahöllin: Harmonikufundur Félag harmonikuunnenda heldur sföasta skemmtifund sinn á þessu starfsári I Templarahöllinni á sunnu- daginn frá klukkan 15.00 til 18.00. Konur félagsmanna sjá um veitingar og I lok fundarins veröur stiginn dans. AuÖarstræti 3: Tombóla Viö krakkarnir á skóladagheimil- inu Auðarstræti 3 erum aö safna fyrir vorferðalagi og ætlum að halda tombólu og selja kaffi á morgun milli klukkan 14.00 og 17.00. Norræni heilunarskólinn: Kynningarkvöld Norræni heilunarskólinn heldur kynningarkvöld I kvöld klukkan 20.00 I Félagsheimili knattspyrnufé- lagsins Vals. Sagt veröur frá stofnun skólans I Danmörku og hér á landi, starfi hans og markmiöum. FERÐIR Feróafélag telands A sunnudaginn efnir Feröafélagiö til ferðar með Akraborginni upp á Akranes, þar sem rúta tekur þátttak- endur og flytur I Berjadal, en þar hefst gönguferð yfir Akrafjall (um 500 m). Komiö veröur niöur af fjall- inu viö Stóru Fellsöxl og þar veröur rútan aftur til staöar og ekur sem leiö liggur aö Akraborg og er brott- för frá Akranesi klukkan 17.30. Feröin hefst viö Reykjavlkurhöfn klukkan 9.30 (brottför klukkan 10.00). Þessi ferö er nýjung hjá Ferðafélaginu. Þá veröur einnig á sunnudaginn gönguferð suður með sjó og hefst hún viö Hvassahraun, gengið veröur meö ströndinni aö Óttarstöðum, aö Tröllabörnum. Brottför I þessa ferö er klukkan 13.00 á venjulegum staö frá Umferðarmiöstööinni austan- megin. Vortónleikar Álafosskórsins Vortónleikar Álafosskórsins undir stjórn Páls Helgasonar veróa í Mosfellssveit á morgun kl. 20.00. Á efnisskrá aó þessu sinni er tónlist sem vinsælust var á eftirstríósárunum I Englandi og N-Amerfku, eins og t.d. „We’ll meet again**, „Redroses", „The Bells are singing**, og „Chanson d’amour" og fteirí lóg. Á efnisskránni eru einnig lóg frá sfðari tfmum sem hafa haslaó sér völl sem alþýóutónlist. Þessi lög eiga þaó sammerkt, aó þau njóta stn best meó undírleik hljómsveitar og hefur kórinn fengió til liós vió sig nokkra hljóófaeraleikara. Páll Helgason stjórnandi leikur á ptanó, Hans Jensson á tenórsaxofón, Guójón Ingi Sigurósson á trommur og Gunnar Gíslason á basaa. Á tónleikunum mun Kjarnakórinn einnig syngja nokkur lög undir stjórn Lárusar Sveinssonar. i hléi veróur veitt kaffi og meólssti og ttskusýningarflokkur- inn sýnir nýjustu tískuna frá Álafossi hf. Aö loknum tónleikum mun hljómsveit kórsins leika nokkur lög svo gestir geti fengiö sér snúning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.