Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 • Annað mark Keflvíkinga um það bil að verða staöreynd. Gunnar Oddsson skallar að marki, einn og óvaldaöur og Baldvin markvöröur náöi ekki knettinum. Gunnar er aö hálfu hulinn framan viö Óskar Gunnarsson númer fimm. Jóhannes Atlason: „Ellefu ein- staklingar „STRÁKARNIR léku eins og ellefu einstaklingar í dag. Þaö náöist ekki upp þessi gamla góða Þórsbarátta," sagði Jó- hannes Atlason, þjálfari Þórs, í samtali við Mbl. eftir leikinn. „Það má vel vera að innst inni hafi strákarnir vanmetiö Keflvíkingana en það er algjör óþarfi að vanmeta ÍBK-liöiö. Það er alltaf erfitt að leika gegn Keflvíkingum. Við vorum langt frá okkar besta í dag. Við reynum ekki að gleyma þessum leik strax — því ég er hræddur um að viö getum lært mikiö af honum,“ sagöi Jóhannes. Öruggur sigur ÍBK gegn daufum Þórsurum KEFLVÍKINGAR unnu mjög ör- uggan og sanngarnan sigur á Þór frá Akureyrí í 1. deildinni í knattspyrnu á grasvellinum í Keflavík á sunnudag. Lokatölur urðu 3:1 eftir aö staöan í leikhléi hafði veriö 2:0. Keflvíkingar léku oft á tíöum mjög vel í leiknum. Þeir náöu tökunum á miöjunni og réðu Þórsarar ekkert viö þá. Fyrirfram var búist við því að Þórsarar yrðu jafnvel sterkari að- ilinn. Þeir höföu unnið íslands- meistara ÍA í fyrsta leik sínum í deíldinni og Keflvíkingar höföu tapað gegn Fram. En reyndin varð önnur og stigin fóru til Keflvtkinga. „Ég er ánægöur meö stigin. Þaö er númer eitt. En ég er hins vegar óánægöur meö leik okkar í síöari hálfleiknum. Þaö var þó góö bar- átta í liöinu," sagöi Hólmbert Friö- jónsson, þjálfari Keflvíkinganna, eftir leikinn í samtali viö blm. Mbl. „Vorum skíthræddir“ „Viö vorum skíthræddir viö Þórsarana. Þeir geta veriö frábær- ir. Framherjar þeirra eru stór- hættulegir, en ef þeir fá á sig mark er eins og mikil hætta sé á því aö þeir brotni." Hólmbert sagöi sína menn aöeins hugsa um einn leik í einu. „Það er nóg fyrir þessa stráka. Viö reynum aö laga þaö sem miöur fer hverju sinni. Næsti leikur veröur örugglega mjög erfið- ur. Hann er gegn Víöi. Þeir töpuöu 7:0 gegn ÍA og veröa örugglega alveg snarbrjálaöir gegn okkur,“ sagöi Hólmbert. Glæsilegt mark Ragnars Mikil barátta var strax í byrjun í leiknum á sunnudag. Hvorugt liöið ætlaöi aö gefa eftir. Fyrstu mínút- urnar sást oft gullfallegt spil, sér- staklega hjá Þór en síðan skoraöi Ragnar Margeirsson fyrsta markiö á 8. mín. Og markiö var svo sann- arlega glæsilegt. Hann fékk send- ingu frá Siguröi Björgvinssyni inn í vítateiginn vinstra megin og þrum- aöi í markiö. Skotiö var svo fast aö áhorfendur sáu ekki knöttinn fyrr en hann söng uppi í þaknetinu á Þórsmarkinul Keflvíkingar skoruöu svo aftur á 20. mín. Eftir hornspyrnu barst knötturinn aftur út á kantinn. Aftur var gefið fyrir og þar stökk Gunnar Oddsson hæst ailra og skallaöi glæsilega í bláhorn marksins. Keflvíkingar voru ákveönari í fyrri hálfleiknum. Þórsarar léku reyndar oft nokkuö vel úti á vellin- um en þegar nálgaöist vítateiginn rann allt út í sandinn hjá þeim. Liö- iö reyndi allt of mikiö af háum sendingum inn í miöjan vítateig þar sem Valþór Sigþórsson og Freyr Sverrisson réðu lögum og lofum. Síöari hálfleikurinn var ekki ÍBK — Þór 3:1 Texti: Skapti Hallgrímsson. Myndir: Ragnar Axelsson nema tæplega tveggja mín. gamall er Keflvíkingar höföu skoraö sitt þriöja mark. Ragnar Margeirsson, sem lék mjög vel sem endranær, gaf út í hægra horniö á Helga Bentsson, hann lók aö endamörk- um og gaf aftur inn á teig á Ragn- ar. Hann sendi yfir til vinstri á Ingv- ar Guömundsson sem var dauöa- frír rétt utan markteigs og var ekki í vandræöum með aö skora. Skaut af öryggi upp í fjærhorniö. Þórs- vörnin víös fjarri og steinsofandi eins og svo oft í leiknum. Hún var mjög óörugg aö Óskari Guö- mundssyni undanskildum. Keflvíkingar gefa eftir Keflvíkingar gáfu talsvert eftir er hér var komið viö sögu. Þórsarar sóttu nokkuö og tvívegis var bjarg- að á marklínu ÍBK. Fyrst eftir skot Kristjáns Kristjánssonar og síöar skalla Halldórs Askelssonar. Sjö mín. fyrir leikslok skoraöi svo Jónas Róbertsson eina mark Þórs. Þorsteinn Bjarnason varöi þrumuskot Kristjáns Kristjánsson- ar í stöng og útaf — hornspyrna og upp úr henni skoraði Jónas af stuttu færi. Þórsarar náöu nokkr- um góöum sóknum síöari hluta leiksins en Keflvíkingar fengu einn- ig sín færi. Þaö besta fékk Ragnar Margerisson er hann komst einn inn fyrir vörn Þórs, lók á markvörð- inn en missti knöttinn allt of langt á undan sér og skaut í hliðarnetiö. i atuttu máli: Keflavikurvöllur 1. deild: IBK — Þór 3:1 (2:0) Mörk ÍBK: Ragnar Margeirsson á 8. mín., Gunnar Oddsson á 20. min. og Ingvar Guö- mundsson á 47. min. Mark Þórs: Jónas Róbertsson á 83 mín. Gut apjðld: Sigurbjörn Vlöarsson Þór og Öll Þór Magnusson IBK. Áhortendur: 829. Dómari: Friójón Eðvaldsson og komst hann sæmilega frá hlutverkl sínu. Einkunnagjöfin: ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 3, Einar Krlst- jánsson 3. Sigurjón Sveinsson 2, Valþór Sig- jrórsson 3, Freyr Sverrisson 3, Sigurður Björgvinsson 3, Gunnar Oddsson 3, Óll Þór Magnússon 2, Ragnar Margelrsson 4, Helgi Bentsson 3. Ingvar Guðmundsson 3, Helgi Kárason (vm) 1. Mr. Baldvln Guömundsson 2, Slguról! Kristjánsson 2. Slgurbjörn Vlöarsson 1. Oskar Gunnarsson 2, Arnl Stefánsson 1, Nói Bjðrnsson 3, Jónas Róbertsson 2, Júlíus T ryggvason 1, Kristján Kristjánsson 2, Halldór Askelsson 2, Bjarni Sveinbjðrnssón 2, Slgurð- ur Pálsson (vm) 1. • Guðmundur Steinsson, markakónj knettinum fagmannlega yfir Jón Otta „ÉG ER ánægöur með mína menn. Viö áttum betri leik en í fyrstu um- ferðinni, spilum betur og betur með hverjum leik svo mér Ifst vel á framhaldið," sagöi Ásgeir Elíasson þjálfarí Fram í samtali viö Mbl. ettir að lið hans Fram hafði gersigraö Víking 3—0 á Laugardalsvelli í 1. deildlslandsmótsins í knattspyrnu á sunnudagskvöld. ( hálfleik var staðan 1—0. Framarar höföu mikla yfirburöi í leiknum og heföi sigur þeirra getaö oröið öllu stærri, miöað viö gang leiksins. Framlína Fram var mjög • Boltinn á leið í Þórsmarkið í þriöja sinn eftir skot Ingvars Guðmundssonar sem sést ekki á myndinni. Hann var á auöum sjó á markteignum, skammt vinstra megin við Árna Stefánsson (númer sex) og skoraöi örugglega í fjærhornið. Númer 3 er Síguróli Kristjánsson, Jónas Róbertsson er númer 10, 8 er Óli Þór Magnússon, Nói Björnsson er númer 4 og lengst til hægri er Gunnar Oddsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.