Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 „Þetta var stuldur" — sagdi formadur KSÍ — Þetta var sorglegur endir á góöum leik. Sigrinum var atoliö frá okkur. Þetta var stuldur og ekkert annaö. Þetta er besti leik- ur sem óg hef séð íslenskt knattspyrnulandsliö leika um langt skeið. Það var góður stíg- andi í leiknum hjá strákunum, gott skipulag á sóknarleiknum, við sköpuðum fjöldann allan af marktækifærum og boltanum var vel haldið. Þetta eina mark sem við fengum á okkur réði því aö nú eigum viö ekki möguleika á að komast til Mexíkó en sá mögu- leiki var svo sannarlega fyrir hendi, það var líka stórkostlegt aö fá alla þessa áhorfendur á völlinn, stemmningin var engu lík og áhorfendur veittu strákunum mikinn og góðan stuðning, sagði formaður KSÍ, Ellert B. Schram, eftir leikínn i gær. ÞÚKEMST ÁTINDINN Á LAUGARDAG Strax nú, á laugardag, fœrðu _ hœstu vextí Innlánsreiknings með Ábót á allt það fé sem þú leggur inn f vikunni. ÁBÓT Á VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN AÐ HIKA ER SAMA OG AÐ TAPA • Jim Leighton, markvöröur Skotlands, stóð sig vel í gær og var einn besti maður skoska landsliðsins. Hér bjargar hann á síöustu stundu, grípur boltann á tánum á Atla Eövaldssyni. Janus Guðlaugsson: „Þaö besta sem ég hef tekið þátt í“ — Þetta er þaö besta sem ég hef tekið þátt í meö íslensku landsliði. Okkur hefur aldrei tek- ist eins vel upp. Viö héldum bolt- anum mjög vel allan leikinn og lékum yfirvegað og af skynsemi. Við héldum Skotunum alveg niöri langtímum saman og vorum betri en þeir. Það er svo svekkjandi að tapa svona leik aö þaö er sárara en orð fá lýst. Við fengum mörg góö marktækifæri og ekkert nema ótrúleg óheppni kom í veg fyrir aö viö skoruöum mörk. Heilladísirnar voru ekki með okkur aö þessu sinni. Við áttum sígurinn skilinn. Varnarleikurinn var góður hjá okkur miöjuspilið sterkt og viö sköpuðum mörg góð tækifæri. Þá hóldum við líka vel út allan leikinn út í gegn, sagði Janus Guölaugsson, sem var einn besti maöur íslenska líðsins í gærkvöldi gegn Skotum. — ÞR Jock Stein: „Heppnir að sigra“ Við vorum heppnir að vinna þennan leik. íslenska liöiö lék mjög vel, mun betur en ég átti von á. Viö vissum að það yrði erf- itt, en ekki svona, þeir komu okkur á vissan hátt á óvart. Það sem ég átti ekki von á var að þeir skiidu halda svona vel út allan leikinn. Leikmennirnir gáfu aldrei eftir, börðust eins og Ijón og léku góða knattspyrnu. Já, viö vorum svo sannarlega heppnir að ná í bæði stigin í þessum leik, sagði þjálfari skoska landsliðsins, Jock Stein, eftir leikinn. Við eigum núna góða möguleika í riölinum, Wales veröur erfiður mótherji, en vonandi tekst okkur vel upp, þá eigum viö möguleika á því aö komast til Mexíkó í úrslitin. Liö mitt lék ekki alveg nægilega vel í kvöld. Þaö haföi slæm áhrif á okkur aö Souness skyldi veröa fyrir því óhappi aö brjóta á Siguröi Jónssyni. Þaö var algjörlega óvilj- andi og ekki illa meint. Slíkt getur alltaf gerst í knattspyrnu. Viö þetta atvik misstum viö nokkuö niöur taktinn í leiknum og gekk ekki vel aö ná okkur á strik. islensku leik- mennirnir eiga hrós skiliö fyrir góöan leik og góða frammistööu, sagöi Stein. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.