Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 29. MA119S5 B 9 Stórgóð liðsheild vann öruggan sigur „ÞETTA var Irábært. Þad er gam- an að taka þátt í leikjum eins og þessum. Samstaðan var stór- kostleg í liöinu í dag,“ sagöi Hall- dór Áskelsson úr Þór eftir sigur U-21 árs-landsliðsins á Skotum, 2:0, á Kópavogsvelli á mánudag- inn. Halldór skoraði einmitt fyrra mark leiksins — Jón Erling Ragn- arsson úr FH geröi þaö síðara. Leikurinn var stórskemmtilegur, íslenska liöið lók mjög vel mest- allan tímann, bar enga viröingu fyrír mótherja sínum þó í skoska liðinu væru margir þekktir leik- menn úr kunnum atvinnumanna- liðum í Skotlandi. Frábær sigur tslensku strákanna — og það er örugglega langt síðan, ef þaö hef- ur nokkurn tíma gerst, að ís- lenskt landsliö U-21 hafi leikið svo vel. Framtíöin ætti því aö vera björt. Skotarnir höföu sjald- an tíma til að byggja upp hættu- legar sóknir, íslensku strákarnir gáfu þeim aldrei friö. island tapaði 0:1 fyrir skoska liðinu ytra í haust. Spánverjar unnu síöan Skota 2:0 í Glasgow og leik liðanna á Spáni lyktaöi með jafn- tefli, 0:0. Glæsimark Halldórs Skotarnir hófu leikinn heldur betur — voru ákveönari. Fengu sæmilegt færi á 18. mín. og áttu hættulegt skot tveimur mín. síðar en Friðrik varöi vel. Pétur Arn- þórsson átti síðan gott skot utan teigs rétt framhjá á 23. min. en rétt fyrir hálftíma-markiö skoraöi Hall- dór Áskelsson fyrra mark íslands. Guöni Bergsson tók langa auka- spyrnu inn í teig — Jón Erling og skoskur varnarmaöur hoppuðu upp — sá skoski skallaði knettin- um í höfuö Jóns en þaöan barst hann til Halldórs rétt utan mark- teigs. Halldór var ekkert aö tvín- óna viö hlutina heldur þrumaöi strax meö hægra fæti — og knött- urinn þaut upp í þaknet marksins. Glæsilegt mark. Staöan í leikhléi því 1:0 ... og Jóns! Þaö voru svo ekki liðnar nema Island — Skotland 2:0 c ™iiiiubvjh Texti: Skapti Hallgrímsson Myndir. Júlíus Sigurjónsson Guðni Kjartansson, þjálfari U-21 árs iiösins: Strákarnir voru sér stór- lega til sóma „ÉG ER auövitað mjög ánægður. Strákarnir voru sér stórlega til sóma svo og íslenskri knatt- spyrnu,“ sagöi Guöni Kjartans- son, þjálfari U-21 árs líðsins, I samtali viö blm. Mbl. eftir leikinn í Kópavogi á mánudag. Þeir sýndu fram á aö meö bar- áttu og vilja geta þeir skákaö hvaöa þjóö sem er,“ sagöi Guöni kampakátur. Guöni sagöi um leikinn í haust í Skotlandi, er Skotar unnu 1:0, aö islendingarnir heföu alveg eins getaö náö jafntefli eða jafnvel sigri úr þeirri viðureign. .Þeir sóttu reyndar meira en viö en viö feng- um betri færi þá.“ Guöni hefur fylgst meö spánska liöinu, sem íslensku strákarnir eiga eftir aö mæta tvivegis. „Þeir eru mjög liprir og fljótir. Skotarnir sóttu meira i leik liöanna í Skot- landi en engu aö síöur unnu Spán- verjar 2:0. Skoruöu úr skyndisókn- um. En ég held aö meö samhug getum viö skákaö Spánverjum eins og hverjum öörum ... ... og ég minni á aö U-21 árs liðið hefur aldrei tapaö leik hér á íslandi, síöan þaö hóf þátttöku í Evrópukeppni," sagöi Guöni hróð- ugur — og minnti leikmenn sína um leið á þaö! vörnina. Björn Rafnsson, sem hafði komið inn á sem varamaöur, og Halldór Askelsson voru á auð- um sjó, Björn náöi boltanum, lók inn á teig og skaut á markiö af stuttu færi. Markvöröurinn varði á síöustu stund með fætinum. Hall- dór var í dauöafæri fyrir miöju marki er Björn skaut — en slikt má alltaf tala um eftir á ... I íslenska liöinu voru allir hetjur í þessum leik. Friörik var öryggiö uppmálaö í markinu — steig ekki feilspor. Vörnin var mjög góö. Þorsteinn hægri bakvöröur og Kristján vinstra megin og síöan Loftur og Guöni á miðjunni. Ör- uggir strákar meö Guöna fremstan í flokki. Frábær leikmaöur þaö. Á miðjunni voru vinnuhestarnir Pétur Arnþórsson og Ólafur Þórö- arson, sem léku báöir sérstaklega vel. Gáfu aldrei þumlung eftir. Þaö er ekki á hverjum degi sem breskir leikmenn veröa aö lúta í lægra haldi hvaö kraftinn snertir. Ágúst Már fyrirliöi fór hægt af staö en lék mjög vel síöari hlutann. Kristinn Jónsson geröi góöa hluti en var heldur linur og var skipt út af fyrir Andra Marteinsson. í framlínunni voru Halldór og Jón Erling, sem skoruöu báöir fallega. Þeir voru hættulegir í leiknum, geröu skosku varnarmönnunum lífiö leitt meö krafti sínum og hraöa. Unnu báöir sérstaklega vel. Jón fór út af í lokin fyrir Björn. ( skosku framlínunni voru ekki ófrægari leikmenn en Pat Nevin frá Chelsea, Brian McClair frá Celtic og Eric Black frá Aberdeen, en . þeir sköpuöu sér ekki mörg færi. Frábærir íslenskir leikmenn sáu til þess. Islenska liðiö var einfaldlega betra þegar á heildina er litiö. Leikur liösins var vel skipulagöur og allir skiluöu sínu vel. í stuttu méli: Evrópukeppni landslióa U-21 árs. Kópavogsvöllur, 27. maí. island — Skotland 2:0 (1:0) Mörfc islands: Halldór Askelsson á 29. min. og Jón Erling Ragnarsson á 54. min. Gult spiald: Stewart McKimmey, Skotlandi. Áhorfendur: 520. Dómari: Valery Butenko. Sovétríkjunum. Liöin. Island: Friörik Frióriksson, Þorsteinn Þorsteinsson. Kristján Jónsson, Loftur Ólats- son. Guöni Bergsson. Pótur Arnþórsson, Hall- dór Askelsson. Ágúst Mar Jónsson, tyrirllöi. Jón Erling Ragnarsson (Björn Rafnsson á 81. mín), Olafur Þóröarson, Kristinn Jónsson (Andri Marteinsson 65 min.). Skotland: Bryan Gunn, Stewart McKimmey, Thomas McKinley, (Hugh Burns á 65. min), Neale Cooper. Stephen Clarfce, Craig Levine, William Stark, David Beaumont, Erlc Black, Briam McClair, Pat Nevin. tæpar niu mín. af síöari hálfleikn- um er ísland haföi skorað aftur. Pétur Arnþórsson vinnuhestur- inn mikli úr Þrótti sendi boltann upp kantinn, inn á vítateig, til Ólafs Þóröarsonar og glæsileg fyrirgjöf Ólafs lenti beint á höföinu á Jóni Erling Ragnarssyni á markteign- um. Slik færi lætur Jón sér ekki úr greipum renna — þrumuskalli hans lenti í netinu án þess aö markvöröur Skota kæmi nokkrum vörnum viö. Annaö glæsimark frá islensku strákunum var staöreynd. Eftir markið dró íslenska liöiö sig nokkuö til baka — lék skyn- samlega þó Skotarnir hafi þó feng- iö heldur mikil tækifæri til aö sækja. Friðrik Friöriksson markvöröur þurfti nokkrum sinnum aö beita sér í síöari hálfleiknum — en varöi þó oft mjög vel, bæöi skot utan úr teig og eins einu sinni er einn Skotinn komst einn inn á teiginn. Friörik var eldfljótur út á móti og bjargaöi glæsilega. Litlu munaði að þriðja markið kæmi Undir lok leiksins munaöi svo litlu aö Island bætti þriöja markinu viö. Sending kom inn fyrir skosku NYTT A ISLANDI NÚ.SLEPPA ÞEIR STORU EKKI Sjálflýsandi sakka (PILKUR) fra HAMLET sem þarf adeins ad vera 15 sekúndur i dagsljósi og er þá sjálf- lýsandi i myrkum sjonum i 15-20 minutur. Lögun sökkunnar tryggir að hun sekkur hratt til botns. jafnvel i sterkum straumi. þangað sem stóru fiskarnir halda sig og lysingin fra henni laöar þá að. Þessi utbunaður er laus við blý- og fosfórsmitun og er viðurkenndur af norskum sjomannasamtökum. M Sökkurnar eru til i mörgum stæröum: 20 g, 40 g. 60 g. 100 g. 150 g. 200 g. 250 g og 300 g. ta HAMLET EINKAUMBOÐ A ISLANDI. GRÆNLANDI OG I FÆREYJUM: TRÖNUHRAUNI 6 PO BOX 205 222 HAFNARFJÖRÐUR SIMAR 91-651100. 651101 EASYLINK NUMER: 19008885 TELEX: 946240 CWEASY G. REF : 19008885 Söluumboð: t:» Landssamband isl. utvegsmanna. simi 91-29500. Vöruafgreiöslan Austurbakka, simi 91-17028 (bein lina). Ananaustum, sími 91-28855. Vörusendingar. simi 91-14605 (bein lina).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.