Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 12
WraMW-' MOKGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 12 B Lárus bikarmeistari öðru sinni á atvinnuferiinum - fyrst í Belgíu og nú í Þýskalandi með Uerdingen. Lék vel í úrslitaleiknum LÁRUS Guðmunc'ason og félagar hans í Bayer Uerdingen hömpuðu vestur-þýska bikarnum á sunnudag eftir að þeir sigruðu stórliðið Bayern MUnchen í úrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu, 2:1, á ólympíuleikvanginum í Vestur-Berlín, aö viðstöddum 70.000 áhorfend- um. Sigur Uerdíngen var sanngjarn. Lárus hefur nú náö þeim frábæra árangri aö verða bikarmeistari bæði í Beigíu, þar sem hann lék meö Waterscheí (og skoraöi einmitt bæöi mörk liösins í úrslitaleiknum fyrir I nokkrum árum), og nú í Þýskalandi. Ekki algengt aö slíkt gerist. Udo Lattek, þjálfari Bayern ! Múnchen, sem þekktur er fyrír allt annaö en aö kunna aö tapa, sagöi eftir leikinn aö sigur Uerdingen heföi veriö sanngjarn. Einn leik- manna Bayern, Dremmler, var rek- inn af velli strax í upphafi seinni hálfleiks en Lattek sagöi eftir leik- inn: „Þaö heföi ekki skipt neinu máli þó hann heföi verið áfram inn á. Ég hef ekki trú aö aö mínir menn heföu sigraö frekar. Þeir náöu sér einfaldlega ekki nógu vel á strik. Böröust ekki nóg.“ Fyrstu 15 mínútur leiksins voru geysilega vel leiknar. Hraöi var mjög mikill, hreyfing leikmanna mikil, stórskemmtilegur kafli á aö horfa. Fyrsta markiö kom strax á 8. mín. Gamla brýniö Dieter Höhness skoraöi þá. Hann fékk sendingu inn i teig, þóttist ætla aö skjóta meö hægri fæti en lét boltann Skotar unnu Englendinga SKOTAR sigruöu Englendinga 1:0 í landsleik í knattspyrnu á Hamp- den Park í Glasgow á laugardag. Það var bakvörðurinn Richard Gough sem skoraði eina mark leiksins meö skalla á 68. mínútu. Skotar unnu því Stanley Rous- bikarinn, en keppt var um hann í fyrsta skipti. Sir Stanley Rous er »- nú níræöur, en þessi fyrrum for- maöur FIFA, er einn kunnasti knattspyrnufrömuöur allra tíma. Rous afhenti sjálfur Graeme Soun- ess, fyrirliöa Skota, bikarinn aö leikslokum. Þetta var 103. viður- eign Skota og Englendinga á knattspyrnuvellinum. renna lengra áfram og skoraöi meö vinstrifótarskoti yst úr teign- um — í stöngina og inn. Sumir héldu aö þetta væri aö- eins forsmekkurinn aö því sem koma skyldi — en markiö haföi engin áhrif til hins verra á Lárus og félaga. Þeir geystust fram í sókn strax eftir aö hafa byrjaö á miöju, en sent var fram kantinn, há sending kom fyrir markiö þar sem einn skallaöi frá. En knötturinn barst til Uerdingen-leikmannsins Feilzers yst í teignum og hann þakkaði kærlega fyrir sig meö því aö skora meö fallegu skoti. Þrumuskot hans réð Aumann markvöröur ekki viö, en hann lék einmitt mjög vel. Eftir fyrstu 15. mín. færöist mikil harka í leikinn. Dómari leyföi tals- veröa hörku — tók of seint á hlut- unum af festu. Hann sýndi nokkur gul spjöld í fyrri hálfleik og strax í upphafi þess siöari þaö rauöa — Dremmler rekinn af velli sem fyrr segir. Eftir þaö réð Uerdingen aö mestu gangi leiksins en Bayern reyndi aö klóra í bakkann meö skyndiupphlaupum. Þau sköpuöu þó heldur litla hættu. Sigurmarkiö var svo gert á 66. mín. og kom eftir mjög skemmti- legan samleik. Knötturinn var gefinn inn að teig, ætlaöur Lárusi en honum var brugöið og knötturinn barst til Wolfgang Schafer — hann renndi sér í gegnum varnarmúrinn og skoraöi af stuttu færi fram hjá út- hlaupandi markveröinum. • Lárus Guömundsson. Hefur oröiö bikarmeistari í Belgíu og Vestur-Þýskalandi. Sigur Uerdingen var sanngjarn. Feldkamp, þjálfari liösins, haföi sjö sinnum tapaö fyrir liöi sem Udo Lattek þjálfar — vann nú í fyrsta skipti sigur. Hann notaöi þá leikaö- ferö aö láta taka miövallarleik- mennina frábæru hjá Bayern, Dan- ann Soren Lerby og Þjóöverjann Lothar Matthaus, úr umferö allan tímann og viö þaö varð miðjuleikur liösins mun veikari en venjulega. Uerdingen réö því gangi leiksins lengst af. Aumann markvörður og Höhn- ess voru bestu menn Bayern-liös- ins í úrslitaleiknum en hjá Uerding- en voru bestir þeir Wolfgang Funk- el, Herget og Buttgereit. Auk þess stóö Lárus sig mjög vel eins og áöur kom fram eins og reyndar allt liöiö. Þetta var fyrst og fremst sig- ur liösheildarinnar. Þess má geta aö Lárus fékk mjög gott marktækifæri í fyrri hálf- leiknum — lók í „þríhyrning" viö félaga sinn og komst viö þaö inn á teig. Skaut strax þrumuskoti frá teig og aöeins frábær markvarsla Aumanns kom í veg fyrir mark. Þetta geröist er staöan var 1:1. • Einar Vilhjálmsson sigraði moö glæsibrag um helgina og átti glæsi- lega kaströö: fjögur köst yfir 86 metra. Bikarkeppnin: Eins marks tap Kiel KIEL tapaði 19:20 á útivelli gegn Gummersbach, nýbök- uöum þýskum meisturum { handknattleik, um helgina í bikarkeppninni. Jafnt var á öllum tölum í stórskemmti- legri spennandi vel og leikínni viðureígn. Kiel er þar með úr leik og flestir telja þetta hafa veriö úrslitaleik keppninnar þó 8vo um 8 liða úrslit hafi verið aö ræöa. „Þjálfari Gummersbach sagði aö ef þurft heföi aö fram- lengja heföi hans liö ekki náö aö sigra. Hans menn voru gjör- samlega búnir t lokin, margir hverjir. Viö vorum greinilega í betri æfingu,“ sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari Kiel, í samtali viö Mbl. Samíö við Guö! Jóhann Ingi sagöist hafa sagt á biaöamannafundi eftir leikínn i Gummersbach aö for- ráöamenn meistaranna hlytu að hafa samið viö Guö almátt- ugan fyrir þetta keppnistímabil. Svo heppið heföi liðiö verið. „Ég ætla að reyna aö ná sam- bandi viö hann strax í sumarl" sagöi Jóhann Ingi. Gummersbach varð sem kunnugt er meistari á dögun- um, einu marki munaöi á liöinu og Kiel. Nú munaöi svo aftur einu marki í bikarnum. „Þaö var Ijóst aö þaö lið sem heföi heppnina meö sér ynni þennan leik,“ sagöi Jóhann Ingi og var heldur óhress meö tapiö. Einar Vilhjálmsson á fyrsta Grand-Prix mótinu — fjögur köst yfir 86 metra: t „Alveg Ijómandi!" - sagði Einar í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn „ÞETTA var alveg Ijómandi. Eins og það best gat veriö og óg er mjög ánægður,“ sagði Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, í sam- tali viö Morgunblaóið eftir að hafa sigraó í fyrsta Grand-Prix-mótinu sem fram fer í ár, Bruce Jenner- mótinu, í San Jose í Bandaríkjun- um á sunnudag. Einar kastaöi spjótinu lengst 88,28 metra — tæpum fjórum metrum styttra en íslandsmetiö — og átti frábæra seríu: fjögur köst yfir 86 metra markiö, 87,46 m — 86,16 m — 86,90 m — 88,28 m. Glæsileg byrjun á keppnistímabil- inu hjá Einari. „Viö köstuöum af gras-hlaupa- braut, sem er töluvert verra en venjulega, og þar aö auki var hliö- arvindur frá hægri sem er erfiöara fyrir vinstri handar kastara eins og mig,“ sagði Einar. Bandaríkjamaöurinn heims- kunni Tom Petranoff varö aö láta sér nægja annaö sætiö í spjótkast- inu — kastaöi 87,22. Bronzverö- launahafinn frá Ólympíuleikunum í fyrra, Svíinn Eldenbrink, varð þriöji og fjóröi varö Bandaríkjamaöurinn Christiansson. Fimmti varö svo Mike Burnett, einnig Bandaríkjun- um. Einar var spuröur hvort hann væri ekki bjartsýnn á sumariö eftir þessa góðu byrjun. „Jú, ef maöur heldur sér heilum þá horfir vel. Og ég sé enga ástæöu til þess aö maöur færi aö meiöast nú — versti tíminn er liö- inn, millibilið frá því er maður hætti aö lyfta og fór aö kasta.“ Grand-Prix-mótiö er vissulega stórmál i heimi frjálsíþróttanna. Flestir bestu frjálsíþróttamenn heims taka þátt i þeim — en þó aöeins þeir sem unniö hafa sér þátttökurétt; hafa náö þeim lág- mörkum sem sett eru. Færri komast aö en vilja en byggt er á lista sem Track-and- Field-New tímaritiö birtir í janúar- mánuöi ár hvert. Næsta mót hjá Einari er strax um næstu helgi — annaö Grand- Prix-mót, það veröur í Oregon og þar veröa allir bestu spjótkastar- arnir aftur meðal keppenda. Einar kemur síöan heim til is- lands 7. júni. Hann keppir ásamt fleiri íslenskum frjálsíþrótta- mönnum á Vesturleikunum í Sviss um miöjan júní, „og svo eflaust í Skandinavíu 18. og 19. júní. Síöan er Grand-Prix í Tékkóslóvakíu 22. júni og hugsanlega keppi ég aftur einhvers staðar í Skandinavíu 24. og 26. júlí,“ sagöi Einar. Hann sagöist ánægöur meö hvernig köst hans heföu þróast í vetur. „Ég var svolítiö hræddur viö tæknina á tímabili en hún er aö lagast." Hann vonast til aö komast til Rómaborgar í haust en þar verður sérstakt úrslitamót fyrir þá íþróttamenn sem standa sig best á Grand-Prix-mótum sumarsins. Það veröur 7. september. Sjá nánar um mótió á bls. B11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.