Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 Islendingar sigursælir — hlutu 21 gullverölaun á íþróttaleikum smáþjóða • Ragnheiður RunóHsdóttir setti nýtt ísiandsmet (200 m baksundi og sigraöi, hón og sundfólkiö vann til verölauna í öllum greinum é íþróttaleikum smáþjóöa f San Marino. ÍSLEM3KA íþróttafólkiö, sem þátt tók í íþróttaleikum sméþjóða í S - tfarino é Ítalíu um helgina, sí? > aig mjög vel og vann 21 gull- v^rMaun og vann fleiri en nokkur ö nur þjóö. Auk þess unnu þau 7 *- fur og 4 brons. Eitt íslandsmet v .r sett. Þaö var sundkonan tagnheiöur Runólfsdóttir, sem Hii met i 200 m baksundi. i;,j þjóöir sendu keppendur á ta mót: Andorra, Liechtenstein, Lúomborg, Kýpur, Möltu, Món- ;ó og San Marino, auk islands. lóöur árangur náöist i mörgum jteinum á mótinu, sérstaklega í idi, þar sem islendingarnir unnu V verölauna i öllum greinum. Viö otum áöur sagt frá árangri kepp- >da á föstudeginum, i laugar- 3 gsblaöinu. Árangur laugardag •>g sunnudag varö eins og hér seg- ir: Sund: Bryndís Ólafsdóttir sigraöi í 100 m skriösundi á 59,75 sek. Magnús Ólafsson sigraöi í 100 m skriö- sundi karla á 53,49 sek. eftir haröa keppni viö L.uxemborgara, sem syntu á 53,67 sek. Ragnheiöur Runólfsdóttir sigr- aöi eins og áöur segir í 200 m baksundi og setti nýtt islandsmet. synti á 2:29,22 sek. og bætti eigiö met um rúmlega tvær sekúndur. Eövarö Eövarösson sigraöi í 200 m baksundi meö miklum yfirburö- um á 2:09,67 sek. Ragnheiður Runólfsdóttir varö í ööru sæti í 200 m bringusundi eftir haröa keppni viö Nancy Arent frá Lúxemborg. Ragnheiður sigraöi í 200 m fjór- sundi á 2:28,19 mín. og Eövarö var fyrstur í mark í 200 m fjórsundi karla á 2:12,22 mín. og Magnús Ólafsson varö annar á 2:18,44 mín. Bryndís Ólafsdóttir sigraöi í 100 m flugsundi á 1:07,60 mín. og Magnús varö annar í sömu grein á 1:00,58 mín. Frjálsar: Bryndís Hólm sigraöi í hástökki, stökk 1,69 m, Pétur Guömundsson sigraði í kúluvarpi, kastaöi 16,01 m. Aöalsteinn Bernharösson sigr- aöi í 400 m hlaupi á 48,60 sek. Soffia Gestsdóttir sigraöi í kúlu- varpi kvenna, kastaöi 12,54 m. Gísli Sigurösson varö í ööru sæti i 110 m grindahlaupi á 14,83 sek. Oddný Árnadóttir varö í öðru sæti í 400 m hlaupi á 55,49 sek. Unnar Vilhjálmsson varö annar í há- stökki, stökk 2,06 m. Hástökkiö vannst á 2,09 m. Bryndís Hólm varö þriöja í lang- stökki, stökk 5,76 m. Oddný varö þriöja í 200 m hlaupi á 25,18 sek. Aöalsteinn varö þriöji í 200 m hlaupi á 22.07 sek. Gísli Sigurös- son varö fimmti i 100 m hlaupi á 11,29 sek. Lyftingar: Guömundur Sigurösson varö sigurvegari í lyftingum og júdó- mennirnir allir fjórir unnu sína keppendur. Keppendur frá isiandi voru 18 og fjölmargir frá hínum löndunum og voru keppendur í allt um 100. Burst í Boston fré Gunnari Vatgeiruyni, fréttamanni Morgunbtaðaina i Bandaríkjunum. BOSTON Celtics sigraöi f fyrsta leik úrslitakeppninnar um „heimsmeistaratitilinn" í körtuknattleik, sigur ( NBA- deildinni bandarísku um helg- ina. Leikið var ( Boston og vann Celtic ótrúlega öruggan sigur, 148:114, é Los Angeles Lakers. Annar leikur liðanna taröur aöfaranótt fimmtu- dags. Leikurinn byrjaöi rólega en siöari hluta fyrri hálfleiksins réöu leikmenn LA ekkert viö mótherja sina og staöan i teikhléi var oröin 79:49 fyrir Ceftics. 30 stiga munur og síö- ari háffleikurinn nánast forms- atriði. Einn af varamönnum Celtics, Scott Wedman, náöi þeim ótrúlega árangri í leiknum aö skora úr öllum sínum skotum. Hann skaut 11 sinnum og ætíö ofan í körfuna, þar af þrisvar fyrir utan þriggja stiga linuna. Alls skoraði hann 26 stig i leiknum, vitaskot meötalin. Leikmenn Celtic voru með tæplega 70% skotanýtingu sem er frábært. Þá eru 148 stig mesta skor nokkurn tíma i úr- slitakeppni NBA. Danny Ainge lék einnig mjög vel hjá Celtics. James Worthy var sá eini sem lék af eölilegri getu hjá Lakers aö þessu sinni. Úrslitaleikur Evrópukeppni meistaraliða í Brussel í kvöld: Allir þeir bestu með — tekst Liverpool að sigra í fimmta sinn? Urslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliöa fer fram ( dag é Heysel-leikvanginum f Brussel. Þaö eru stórliöin Liverpool núver- andi Evrópumeistarar og Juvent- us sem leika til úrslita. Leikurinn veröur sýndur f beinni útsend- ingu hér é landi en honum er sjónvarpað til fjölmargra landa. Liverpool hefur unniö titilinn fjórum sinnum og á því möguleika á sínum fimmta Evróputitli. Ju- ventus hefur hinsvegar aldrei unn- iö titilinn en hefur leikið tvívegis í úrslitum. Juventus tapaöi fyrir Ajax áriö 1973 0—1 og tíu árum síöar fyrir Hamborg 0—1. Bæöi liðin veröa meö alla sína sterkustu leikmenn og varnarmaöurinn sterki Mark Lawrenson er oröinn góöur af meiöslunum í öxlinni og sama má segja um Gillespie. Ju- ventus hefur ekki gengiö vel í siö- ustu leikjum sínum og ekki þótt leika vel. Liö Juventus er skipaö mörgum af þekktustu knattspyrnumönnum Evrópu og þar eru i broddi fylk- ingar Platini og Pólverjinn Boniek. Gert er ráö fyrir aö rúmlega þrjátíu þúsund áhorfendur komi gagngert frá Englandi til Brussel til aö sjá leikinn. Fyrir löngu er uppselt á leikinn og fengu færri miöa en vildu. Miöar ganga nú á allt aö 100 pund á svörtum markaöi. Knatt- spyrnusérfræðingar telja liö Liver- pool sigurstranglegra i leiknum í dag, en vitaö er aö leikmenn Ju- ventus munu leggja allt í sölurnar Knattspyrnuskóli hefst mánudaginn 3. júní. Innritun í félagsheimili KR. Sími 27181. til aö ná fram sigri þar sem liöinu hefur ekki tekist aö vinna til neinna verölauna á keppnistímabilinu svo og fá leikmenn hærri bónus- greiöslur fyrir sigur en áöur hefur þekkst. Dómarinn í leiknum í dag er frá Sviss og heitir Andre Daina. Leikurinn í dag hefur veriö kall- aöur barátta risanna. Fagan þjálf- ari Liverpool segir leikmenn sína æsta í aö taka Evrópubikarinn meö sór heim í fimmta sinn. Real Madrid hefur unniö bikarinn oftast allra liöa, sex sinnum. Juventus hefur aldrei gengiö eins illa og á síöastliönu keppnistímabili. Liöiö hafnaöi í sjötta sæti ( deildinni og tókst ekki aö komast í Evrópu- keppnina. Tveir leikmenn Juventus þeir Paolo Rossi og Marco Tardelli munu aö öllum líkindum ekki leika meö Juventus á næsta keppnis- tímabili. Rossi leikur meö Inter Mil- an en óvíst er meö hvaöa liöi Tard- elli leikur. Liöin sem hefja leikinn í dag veröa þannig skipuö: Liverpool: Bruce Grobbelaar, Phil Neal og er hann fyrirliöi, Alan Kennedy, Mark Lawrenson, Kevin MacDonald, Al- an Hansen, Kenny Dalghlish, Ronny Whelan, lan Rush, Steve Nichol, John Wark. Liö Juventus: Stefano Tacconi, Luciano Favero, Antonio Cabrini, Massimo Bonini, Sergio Brio, Ga- etano Scirea, Massimo Briaschi, Marco Tardelli, Paolo Rossi, Mich- el Platini, Zbigniew Boniek. Og eins og sjá má á þessari upptaln- ingu þá eru þetta ekki nein smá- nöfn sem leiöa saman hesta sína á knattspyrnuvellinum í kvöld og veröur sjón sögu rtkari. Atli og féiagar unnu góðan sigur — á Hamburger í v-þýsku knattspyrnunni um helgina ATLI Eövaldsson og fólagar í For- tuna Diisseldorf unnu góðan sig- ur, 2:1, é útivellí gegn Hamburger í vestur-þýsku 1. deildinni í knattspyrnu é laugardag. Néöu þar meö í dýrmæt stig í botnbar- éttu deildarinnar. Atli lók í öft- ustu vörn liösins og stóö sig mjög vel — baröist af miklum krafti og hvatti félaga sína. Werder Brem- en sigraöi Eintracht Brunschw- eig, 2—0, og heldur enn í vonína um aö hljóta meistaratitilinn og er aöeins tveimur stigum é eftir Bayern MUnchen, þegar tvær um- feröir eru eftir. Bayern MUnchen, sigraöi Karlsruhe, 4—0, é föstu- dag. Köln, sem er í þriöja sæti, tapaöi öðru stiginu til Bayern Leverkusen í 4—4-jafntefli og er liöiö nú sex stigum á eftir Bayern. Þaö var markamaskínan, Rudi Völler, sem skoraöi fyrsta markiö fyrir Werder Bremen strax í byrjun fyrri hálfleiks, í leiknum gegn Brunschweig. Uwe Reiders skoraöi síöan seinna markiö rétt fyrir leikslok. Rierre Littbarski skoraði tvö mörk fyrir Köln í jafntefli, 4—4, gegn Leverkusen. Gladbach sigraöi Mannheim, 3—0, Hans Joerg Criens geröi tvö af mörkum Gladbach, Frank Mill þaö þriöja. Mörk Dusseldorf í 2—1-sigri á Hamburger geröu Kaiser og Ralf Dusend. Mark Hamborgara geröi Manfred Kaltz. Bochum sigraöi Stuttgart, 2—1. Mörk Bochum geröu Frank Schulz og Karl Heinz Foerster. Mark Stuttgart geröi Nicolaas Claesen. Úrslit leikja voru þessi: Braunschweig — Werder Bremen 0—2 Hamburger — Ousseldorf 1—2 Gladbach — Mannheim 3—0 Bochum — VFB Stuttgart 2— 1 Leverkusen — FC Köln 4- -4 Frankfurt — FC Schalke 1- -1 Dortmund — Bieieteld 1- -3 Staöan er nú þannig þegar flest liöin eiga aöeins tvo leiki: Bayern Múnchen 32 19 8 5 75—38 46 Werder Bremen 32 17 10 5 85—48 44 FC Köln 32 18 4 10 86—56 40 BOR. M. Gladbach 32 15 8 9 73—48 38 Bayern Uerdingen 31 14 8 9 55—43 36 Hamburger SV 32 13 9 10 58—48 35 Mannheim 32 12 11 9 44—48 35 Schalke 04 32 12 8 12 60—59 32 VFL Bochum 32 11 10 11 51-52 32 VFB Stuttgart 32 13 4 15 74—57 30 Kaiserslautern 31 9 11 11 44—56 29 Leverkusen 32 8 13 11 49—49 29 Frankfurt 32 9 11 12 58—64 29 Dortmund 32 12 4 16 48-62 28 Dusseldorf 32 9 9 14 51—64 27 Bielefeld 32 7 13 12 44—59 27 Karlsruher SC 32 4 11 17 42—84 19 Braunschweig 32 8 2 22 37-77 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.