Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 B 3 Morgunblaðlö/FrlAbiófur VÍTIIl Sovéski dómarínn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu þegar Roy Aitken braut é Pétri Péturssyni inni I teig é 34. mín. leiksins. Aitken er tíl vinstri, númer fjögur. Leighton, markvöröur Skotanna, er heldur stúrinn é svip til hœgri. „Besti leikurínn undir minni stjórn" — sagöi Tony Knapp, landslidsþjálfari, eftir leikinn í gær — „Þetta er besti leikur sem strékarnir hafa leikiö undir minni stjórn. Þeir voru í einu orði sagt stórkostlegir. Viö éttum alls ekki að tapa þessum leik. Viö vorum betri aðilinn í leiknum allan tím- ann. Ég er sorgmnddur og hreint út sagt veikur yfir þessum úrslit- um. íslenska liöið haföi þaö skoska í hendi sér. Ég sé leik Skota og Englendinga é Hampen Park é laugardaginn þegar Skot- ar unnu 1—0. íslenska liöiö lék betur en þaö enska. Þaö er ekki út í hött að tala um aö viö höfum étt möguleika é aö komast í úr- slitakeppnina. Viö éttum svo sannarlega skiliö aö vinna en þaö eru mörkin sem gilda,“ sagöi Tony Knapp landsliðsþjélfari níöurbrotinn eftir leíkinn. „Okkur tókst aö útfæra leik- kerfin mjög vel og héldum fram- línumönnunum alveg niöri. Viö byggðum vel upp og éttum fjöld- ann allan af góöum tækifærum. Það var agalegt aö skora ekki úr þeim. íslensku strékarnir geta veriö stoltir af leik sínum. Þeir eru sérstakir aö halda niöri skoska landsliöinu sem er í heimsklassa, það er mikið afrek. Viö éttum bara aö vinna, sagöi Knapp. — ÞR. Staöan STAÐAN í 7. riöli eftir leikinn í gærkvöldi er þannig: Skotland 5 3 0 2 7:3 6 Wales 5 3 0 2 6:5 6 Spénn 4 2 0 2 5:6 4 ísland 4 1 0 3 2:6 2 „Attum fleiri færi“ — Ég hef sjaldan oröiö eins svekktur eftir leik og núna, sagöi Guömundur Þorbjörna- son eftir leikinn. Viö áttum miklu fleiri færi i leiknum og áttum aö vera búnir aö gera út um leikinn er þeir skoruöu. Leikurinn var mjög erfiöur. Hann var mjög opinn og var því mikiö um hlaup enda á milli. Þetta er eitt hiö besta liö i heimi og þaö var ekki hægt aö sjá þaö í kvöld hvort liöiö væri betra. Viö getum unniö þessi bestu liö heims á góöum degi hór á heimavelli. Þaö er marg- búið aö sanna þaö, sagöi Guö- mundur Þorbjörnsson. „Grát- legt“ — Þaö var grétlegt aö skora ekki úr vítaspyrnunni, sagði Teitur Þórðarson eftir leikinn. — Þaö var mikil pressa á mér, ég skaut allt of laust en viö þessu er ekkert aö gera og er ég mjög miöur min út af þessu. En svona er knattspyrn- an, allt getur skeö. Þaö var reglulega leiöiniegt aö þurfa aö tapa leiknum. Viö áttum svo sannarlega skiliö aö vinna. Viö lékum mjög vel og áttum í fullu tré viö Skotana allan leikinn, sagði Teitur. Morgunblaöið/Friðþjófur Eggert Guömundsson stóö sig mjög vel (marki islands (gærkvöldi en hann lék þarna sinn fyrsta A-landsleik. Hér þjarma þeir Roy Aitken (númer fjögur) og Miller (númer sex) aó Eggerti. Boltinn í lausu lofti en þaö kom ekki aö sök þar sem dómarinn haföi dæmt brot é Miller. „Getum unniö hvaða liö sem er“ — sagöi Ómar Torfason — Ég komst strax inn í leikinn, þaö hjélpaði mér mikiö, sagör Ómar Torfason, sem kom inn é sem varamaður fyrir Sigurö Jóns- son er hann meiddist. Viö áttum aö vinna leikinn meö tveimur til þremur mörkum. Þetta er sennilega besti leikur islands í langan tíma. Viö réöum algjörlega feröinni og létum þá ekki komast upp meö neitt spil. En þaö var mjög leiðinlegt aö tapa þessu og þaö setur skugga á annars góöan leik íslenska liösins. Þaö er mjög skemmtilegt aö leika viö þessa frægu kappa og þaö sannaöist enn einu sinni aö viö getum unniö þetta lið á góöum degi. Viö getum unniö hvaöa liö sem er hér á Laugardalsvelli, þaö hefur sýnt sig, sagöi Ómar. Jóns-málið: KR tapar leiknum AGANEFND KSÍ kom saman til fundar i gær vegna méla Jóns G. Bjarnasonar, som lék meö KR-ingum í fyrsta leik ís- landsmótsins ( knattspyrnu gegn Þrótti sem KR vann, 4—3. Aganefnd afgreiddi máliö end- anlega í gær og úrskuröar leikinn tapaöan fyrir KR, 0:3, og 50.000 kr. sekt, samkvæmt lögum aga- nefndar, sem hljóöar svo: »Ef félag notar leikmann, þjálf- ara eöa forystumann í leikbanni, skai refsa því meö stigatapi úr viðkomandi leik og viðkomandi leikur dæmdur tapaöur 3:0, nema tapiö hafi verið stærra og sekt kr. 50.000. Staöan í 1. deildinni í knatt- spyrnu er þá þannig eftir úrskurö aganefndar: Fram 3 2 1 0 8:3 7 Þróttur 3 2 0 1 5:2 6 ÍBK 3 2 0 1 6:5 6 Þór 3 2 0 1 5:4 6 ÍA 3 1 1 1 8:3 4 Valur 3 1 1 1 5:5 4 FH 3 1 1 1 2:2 4 Víkingur 3 1 0 2 3:6 3 KR 3 0 2 1 2:5 2 Víðir 3 0 0 3 1:10 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.