Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1985 Skotar fá farseðilinn til Mexíkó á silfuiiati — Unnu mikinn heppnissigur á íslendingum (1K)) á Laugardalsvelli í gærkvöldi í 7. ridli HM ÞAÐ VAR grátlegt aö tapa báöum stigunum til Skota í HM-leiknum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Skotar sigruöu 1:0. „íslendingur- inn“ Jim Bett skoraöi eina mark leiksíns þremur og hálfri mínútu fyrir leikslok. Grátlegt, já, því ís- lendingar höföu átt mun meira í siöari hálfleiknum — fengiö nokkur mjög góö marktækifæri og auk þess haföi Teitur Þöröar- son, fyrirliði liösins, látiö verja frá sér vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Skotar standa nú vel aö vígi, eru í efsta sætinu ásamt Wales-mönn- um meö sex stig eftir fimm leiki og ættu að komast til Mexíkó. Hefóu þeir tapaö heföi sú von nánast aö engu oröiö — en menn gera sér nú grein fyrir, eftir þetta tap í gær, aö sá draumur um að „litla“ ísland kæmist í úrslit heimsmeistarakeppninnar í Mex- íkó næsta sumar var engin fals- von. Fram á síöustu mínútu þessa leiks var sú von enn í fullu gildi. íslendingar geta vel unaö viö langflest i þessum leik — nema náttúrlega aö færin sem gáfust skyldi ekki nýtast. Skotar voru heppnir aö fara á burt meö bæöi stigin — hundheppnir. Þeir léku langt frá því sem þeir best geta. Voru hreint ekki sannfærandi lang- tímum saman í leiknum og islend- ingar hreinlega „áttu“ miöju vallar- ins langtímum saman í síöari hálf- leiknum. Góö byrjun islenska liöiö byrjaöi leikinn mjög vel. Leikmenn sóttu fast aö marki Skotanna fyrstu mínúturnar — Teitur og Pétur sýndu góöa takta, þó verulega hættuleg færi hafi ekki komiö. Atli átti þó skot frá vítateig eftir góöa sókn — en þaö var allt of laust og Leighton var ekki í vandræöum meö aö verja. Skotarnir komu svo inn í ieikinn og eftir kortér fékk Andy Gray mjög gott færi. Hann fékk knöttinn skyndilega á miöjum markteign- um, skaut strax, en Eggert Guö- mundsson, sem lék í fyrsta skipti i marki A-landsliðs islands, varöi mjög vel, var snöggur niöur. Eftir þetta voru Skotarnir mun betri um tíma. Réöu gangi mála á miöjunni. Þeir fengu einnig oft í fyrri hálfleiknum allt of mikinn tíma til aö athafna sig úti á köntunum. Slíkt er algert eitur gegn breskum liðum, þaö eiga íslensku strákarnir aö vita. Kantmennirnir fengu aö leggja knöttinn fyrir sig áður en þeir sóttu aö varnarmönnunum, sem síöan „seldu“ sig oft of mikiö í návígjum, renndu sér á vellinum og voru skildir eftir. Siggi meiddist Á 25. mín. geröist leiöindaatvik. Siguröur Jónsson meiddist og varö aö fara af velli, borinn út af. Haföi byrjað af krafti og því synd aö missa hann út af. Souness, fyrirliði Skota, „takklaöi" hann mjög gróflega. Var bókaöur fyrir. Sigurjón landsliöslæknir sagöi í gærkvöldi aö Siguröur væri ekki brotinn heldur illa tognaöur á ökkla. Ómar Torfason kom inn fyrir Sigurö og stóö sig mjög vel. Kom mjög vel inn í leikinn, hélt boltan- um vel, átti góöar sendingar og haföi góöa yfirferö. Eftir atvikiö var ætíö baulaö á Souness er hann fékk boltann og bar ekki mikið á honum. Víti — Gullið tæki- færi, en variö ... Já, þaö var sorgleg stund þegar Teitur Þóröarson, fyrirliöi lands- liösins, lét verja frá sér vítaspyrnu á 35. mín. Ómar Torfason átti mjög góöa sendingu inn á vítateig, Pétur Pétursson baröist um bolt- ann viö Roy Aitken inn við mark- teig og var felldur. Vítaspyrna aö sjálfsögöu umsvifalaust dæmd. Teitur tók spyrnuna, en hörmulega lélegt skot hans varöi Leighton auöveldlega. Skotiö var laust og ekki utarlega. En hvers vegna í ósköpunum tók Teitur vítiö? Er hann vanur því? Hvers vegna tók Pétur ekki vítiö sjálfur? Þessum spurningum veltu margir fyrir sér — og ekki aö ósekju. Margir hafa eflaust haldiö aö þetta atvik myndi drepa íslensku leikmennina niöur, en þaö var nú öðru nær. Þeir sóttu stíft eftir þetta og Pétur Pétursson, sem lék mjög vel í gær, aö vanda liggur mér viö Texti: Skapti Hallgrímsson Myndir: Friöþjófur Helgason aö segja, þegar landsliöiö er ann- ars vegar, þrumaöi aö marki tveimur mín. fyrir leikhlé, utan úr teig og maöur sá knöttinn bókstaf- lega í netinu. En hann flaug rétt framhjá stöng. Góður seinni hálfleikur íslendingar léku vel mest allan síöari hálfleikinn. Boltinn gekk vel manna á milli, leikskipulagiö var gott og margar góöar sóknarlotur buldu á vörn Skotanna. Janus, sem haföi verið vinstri bakvöröur i fyrri hálfleik, kom meira inn á miöj- una og Árni Sveinsson dró sig aft- ar vinstra megin, en sótti reyndar stíft fram þegar svo bar undir. Aöeins ellefu og hálf mín. voru liðnar af síöari hálfleik er Teitur fyrirliöi var tekinn útaf og Sigurður Grétarsson settur inn. Teitur var farinn aö haltra — var „teipaöur" í byrjun leiks og gat ekki meira. Maöur bjóst viö Ragnari Mar- geirssyni inn á, en Sigurður var þar eins og áöur sagöi. Hvar var hættulegasti sóknarmaður 1. deildarinnar, Tony? Hvaö um þaö, Siguröur stóö sig nokkuö vel þann tíma sem hann var inn á og ekki viö hann aö sak- ast. Fljótlega eftir skiptinguna mun- aöi litlu aö Jim Bett skoraöi fyrir Skotland. Fékk knöttinn skammt frá marki á ská og þrumaöi í neö- anveröa þverslána og út. Stund- arfjóröungur var liöinn af hálfleikn- um er Arni Sveinsson óö upp vinstra megin, sendi stórhættu- legan bolta fyrir markiö og Atli skallaöi aö marki. Skotarnir náöu aö hreinsa af línunni en enginn fylgdi eftir. Skömmu síöar átti Atli dauöa- færi. Siguröur Grétarsson gaf inn á teig hægra megin, Atli var kominn einn í gegn en Leighton kom út á móti og varöi glæsilega. Sorglegt. Þaö voru svo aöeins þrjár og hálf mín. eftir er Bett geröi markiö. Löng sending kom frá hægri kanti yfir á teig íslenska liösins. Þor- grímur Þráinsson lét knöttinn fara af einhverjum óskiljanlegum ástæöum í staö þess að hreinsa frá, hélt greinilega aö engin hætta væri á ferðum og Bett læddist inn bakdyramegin. Hikaöi ekki og skoraði meö þrumuskoti hjá Egg- erti sem kom engum vörnum viö. En mig grunar aö Archibald hafi handleikiö knöttinn lítillega úti i teig er fyrirgjöfin kom. Ekki legg ég mannorö mitt aö veöi í því máli en mig grunar margt ... ísland Eins og áöur er sagt lék íslenska liöiö mjög vel langtímum í leiknum. Fékk góð færi en nýtti þau ekki og þá er allt annaö til einskis. Barátta var mjög góö. Eggert greip vel inn í í markinu, varöi nokkrum sinnum mjög vel, en gat ekki komiö i veg fyrir markiö. Þorgrímur „seldi“ sig of oft, en var traustur á köflum. Miöveröirnir Sævar og Magnús voru góöir og héldu Everton-dúett- inum Gray og Sharp vel niðri. Sig- uröur Jónsson virkaöi sterkur í þann stutta tíma sem hans naut viö og Ómar, sem kom í hans staö, lék mjög vel. Var einn besti maöur liösins. Árni Sveinsson átti geysi- góöa kafla, en stóö sig ekki alveg nógu vel í varnarhlutverkinu. Janus ekki heldur í fyrri hálfleiknum sem bakvöröur, en var frábær eftir hlé. Atli baröist vel aö vanda, sterkur leikmaöur sem aldrei gefst upp, og Guömundur Þorbjörnsson átti einnig góöa spretti. Framherjarnir Pétur og Teitur byrjuöu vel. Léku ágætlega sam- an. Pétur gafst aldrei upp, hann stoppaöi hreinlega ekki allan leik- inn, drengurinn. Teitur fór hins vegar út af, var greinilega ekki heill, og jafnvel vafasamt aö láta hann í byrjunarliö. Virkaöi þó frísk- ur framan af. Siguröur Grétarsson stóö fyrir sínu eftir aö hann kom inn á, geröi laglega hluti, en samt haföi maður á tilfinningunni aö Ragnar Margeirsson hefði verið rétti maöurinn til aö koma inn á fyrir Teit. Allir eiga heiöur skiliö fyrir frammistööuna. Slæmt aö ekki skuli hafa unnist sigur meö svo góöri frammistööu. Skotarnir Skoska liöiö lék alls ekki eins vel og þaö getur. Liöiö var yfirspilaö á köflum og var heppiö aö sleppa meö sigur. Fékk farseöilinn til Mexíkó ódýrt. Strachan skapaöi einna mesta hættu, Leighton var öruggur í markinu. Aörir voru i meöalmennskunni. I STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur, 7. riöill HM island — Skotland 0:1 (0:0) MARK Skotlands: Jlm Bett á 87. min. GUL spjöld: Graeme Souness og Pétur Pét- ursson. ÁHORFENDUR: 15.600 DÖMARI: SovétmaOurlnn Anatoty Mllchenko og var góður. LIDIN: Island: Eggert Guömundsson, Þorgrím- ur Þráinsson, Siguröur Jónsson (Ómar Torfa- son), Magnús Bergs, Pétur Pétursson, Sævar Jónsson, Janus Guólaugsson, Atli Eövalds- son, Teitur Þóröarson (Slgurður Grétarsson), Guómundur Þorbjörnsson og Arnl Svelnsson. SKOTLAND: Jim Leighton, Rlchard Gough, Maurice Malpas, Roy Aitken, Alex McLeish, Willie Miller, Gordon Strachan, Graeme Sou- ness, Andy Gray, James Bett, Graeme Sharp. Varamaóur: Andy Gray tór út á 73. min. og Steve Archibald kom Inn i hans staó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.