Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1985 B 5 uppi miklar áætlanir um útþenslu í stóriðju hjá sér. Sömuleiðis er Svíþjóð land sem talið var að hefði ekki lengur áhuga á stóriðju, en nú eru þeir komnir í þessa sam- keppni af fullri hörku. í Suður- Svíþjóð bjóða þeir t.d. gull og græna skóga þeim sem vilja ráð- ast í orkufrekan iðnað þar. Þeir hafa útbúið kynningarbækling um kísilmálmvinnslu, eins við erum að reyna að byggja hér. Þar bjóða þeir rafmagn á mjög lágu verði fast til ársins 2000, auk þess sem þeir bjóða þeim fyrirtækjum sem vilja koma og byggja slíka verk- smiðju 30 milljónir sænskra króna í óafturkræfan byggingarstyrk. Þetta erum við sem sagt að keppa við í dag. Kanadamenn reyna nú mjög að draga til sín ný stóriðjuver og þeim hefur orðið töluvert ágengt, þannig að stærstu álverin sem nú eru í byggingu, eru 1 Kanada. Þeir bjóða verulegan afslátt á rafork- unni, þannig að orkuverðið hjá þeim byrjar á um 7 mills (mill er 1/1000 úr dollar, og 7 mills er greiðslan sem þeir krefjast fyrir KWH, sem er skammstöfun fyrir hæsta lagi um 14 mills í dag, og svo spila þarna inn í verðbreyt- ingar af öðrum ástæðum í Evrópu, sem einnig hafa áhrif til lækkun- ar.“ Meginverkefnin að kanna möguleika á auknum áliðn- aði, stuöla að byggingu kísil- málmvinnslu og leita nýrra stóriðjukosta til þess að nýta þá orku sem fyrir er í land- inu — Hver eru helstu verkefnin sem stóriðjunefnd glímir við um þessar mundir? „Stóriðjunefnd vinnur að þrem- ur meginverkefnum þó að fleira komi einnig til. í fyrsta lagi könnum við möguleika á auknum áliðnaði á íslandi. Við könnum möguleika á nýju álveri, en samn- inganefnd um stóriðju, undir for- stöðu dr. Jóhannesar Nordal kannar möguleika á stækkun ál- versins í Straumsvík, Þetta verk- efni höfum við rækt á þann veg að við höfum haft samband við öll stærstu álfyrirtæki í heiminum, svo sem Alcoa, Alcan og Pechiney. pólitík sem Alþýðubandalagið rak í þessum málum, þá hefðum við alveg eins og hin ríkin, getað náð samvinnu við einhver þessara fyrirtækja um að byggja upp frek- ari áliðnað á íslandi." Kío Tinto Zink eða Elkem líklegust til samstarfs um kísilmálmvinnslu „Annað meginverkefni stóriðju- nefndar hefur síðan verið að vinna að framgangi kísilmálmverk- smiðju og höfum við ásamt full- trúum úr stjórn Kísilmálmvinnsi- unnar leitað eftir erlendum eign- araðilum til þátttöku í verksmiðj- unni. Við sendum sérstakan kynn- ingarbækling til á milli 30 og 40 fyrirtækja, og 14 eða 15 fyrirtæki óskuðu eftir nánari upplýsingum. Kynningarfundir hafa farið fram, en staðan í málinu í augnablikinu er sú að það eru 2 fyrirtæki sem helst koma til greina en það eru breska stórfyrirtækið Rio Tinto Zink, og norska fyrirtækið Elkem. Rio Tinto Zink var hér með full- trúa á þremur fundum sl. sumar, og tók svo upp þráðinn á nýjan r,y*” ’frysf*" kílówattstund - innskot blaða- manns). Orkuverðið hækkar svo smám saman upp í gjaldskrár- verð, sem er um 14 mills. Brasilía og Ástralía gera einnig mjög mik- ið af því að reyna að draga til sín iðnað af þessu tagi og bjóða þá afsláttarverð á raforkunni." Samkcppnin orðið til þess að orkuverðið í hciminum hefur farið lækkandi „Öll þessi harða samkeppni að undanförnu hefur leitt til þess að orkuverð í heiminum hefur farið lækkandi. Þar hefur auðvitað einnig áhrif þegar um Evrópu- löndin er að ræða, að dollar hefur styrkst mjög mikið, þannig að verðið í mills hefur lækkað, vegna sambands dollarans við Evrópu- mynt. Sem dæmi um þessa verð- lækkun má nefna að meðalverð í Evrópu til álvera var á fjórða ársfjórðungi 1983 17,2 mills á KWH, en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs 12,3 mills. Meðalverð á raforku til kísilmálmverksmiðja í Evrópu er núna 11,2 mills. Auðvit- að hefur þetta veruleg áhrif á okkar samkeppnisaðstöðu og við verðum að taka tillit til svona at- riða þegar við erum að velta fyrir okkur orkufrekum iðnaði á ís- landi. Ég er alveg sannfærður um að það verð sem við höfum verið að tala um og velta fyrir okkur allar götur frá árinu 1983,18 mills er alltof hátt í dag, og við munum ekki geta selt eina einustu kíló- wattstund á því verði. Þó að við tækjum bara dollarann og það hvernig hann hefur breyst, þá eru 18 mills fyrir þremur árum í Þessi fyrirtæki hafa öll sent sína fulltrúa hingað til viðræðna við okkur, og framhaldsviðræðna. Staðan í því máli nú er sú að Al- can, kanadíska fyrirtækið, er það fyrirtæki sem líklegast er til sam- starfs um byggingu nýs álvers. Því er hins vegar ekki að leyna að á meðan álverðið er eins lágt og nú er, er þess tæpast að vænta að ál- fyrirtæki treysti sér til þess að taka ákvarðanir um nýjar ál- bræðslur, hvorki á íslandi, né ann- ars staðar. Það er örugglega meiri möguleiki að fá aðila til samvinnu um stækkun álversins í Straums- vík, en það er orðið nokkuð ljóst að Alusuisse mun ekki gera það sjálft. Þeir vilja fá samstarfsaðila til þess að vera með í stækkuninni. Það mál er nú allt í athugun og ég á fastlega von á því að ákvörðun um stækkunina og samstarfsaðil- ann verði tekin á þessu ári.“ Ef við hefðum nýtt „dauðu árin“ 1978 til 1983, værum við ugglaust að byggja álver hér nú, í samvinnu við eitt- hvert erlenda stórfyrirtækið — Erum við þá á óheppilegum tíma að leita eftir því að álfyrir- tæki reisi nýja verksmiðju hér á landi? „Já, manni finnst það óneitan- lega súrt í broti, að það er vitað að nú eru í byggingu álver í Brasilíu, Ástralíu, Kanada og verið að stækka álver í Noregi og ákvarð- anir um þessar byggingar voru einmitt teknar á dauðu árunum hjá okkur, 1978 til 1983. Ef við hefðum ekki rekið þessa sérvisku- Birgir ísleifur Gunnarsson formaður stóriðjunefndar er ómyrkur í máli í garð Hjör- leifs Guttormssonar fyrrver- andi iðnaðarráðherra og seg- ir hann hafa stórskaðað ís- lenska hagsmuni. leik fyrir nokkrum vikum. Það gefur manni tilefni til nokkurrar bjartsýni, enda sýnist mér af vinnubrögðum þeirra að þeir séu að hugleiða þennan möguleika i fullri alvöru. Þeir hafa fengið all- ar þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda og hafa auk þess rætt við þýska fyrirtækið Manners Mein Demag sem búið var að gera samninga við um ofnakaupin fyrir vinnsluna. Þeir þurfa einhverjar vikur til þess að vinna úr þessum upplýsingum og meta stöðuna, og innan fárra vikna ættum við að fá ákveðin svör frá þeim hvort þeim þykir þetta fýsilegur kostur." — Er Rio Tinto Zink ofar á óskalista ykkar sem samstarfsað- ili en Elkem? „Elkem hefur einnig sýnt kís- ilmálmvinnslu vaxandi áhuga. Elkem rekur mikið af kísilmálm- verksmiðjum og ræður sjálft um 25% af heimsmarkaðnum í kísil- málmi. Það virðist vera að aukn- ingin í notkun kísilmálms sé nokk- uð stöðug og jöfn og sveiflurnar í þessari grein eru ekki eins miklar og í áliðnaðinum. Elkem hefur hins vegar gefið það mjög sterk- Við höfdum 40 milljónir doil- ara í hreinar gjaldeyristekjur af álverinu í Straumsvík á sl. ári og Birgir bendir á að menn geti reiknað út hversu mikið af loðnu, rækju eða humri þyrfti að veiðast til þess að skila inn jafnmiklum gjaldeyri inn í landið. lega í skyn að áhugi fyrirtækisins á samstarfi um slíka verksmiðju sé bundinn því að hún yrði á Grundartanga. Ef það yrði ofan á þyrfti til þess lagabreytingu, því að lögin um kísilmálmverksmiðju eru bundin því að hún verði reist á Reyðarfirði. Við eigum næsta fund með fulltrúum frá Elkem núna á fimmtudaginn, þann 4. júlí, og mér sýnist að um mitt sumar munum við í stóriðjunefnd þurfa að gera iðnaðarráðherra og ríkis- stjórninni grein fyrir stöðu máls- ins og þá verða menn að gera það upp við sig í hvora áttina menn vilja halla sér, þegar til raunveru- legra samningaviðræðna kemur.“ —&Er það algjört skilyrði að ykkar mati að við fáum erlend fyrirtæki sem samstarfsaðila, þegar við hugum að byggingu kís- ilmálmverksmiðju, — eða kemur til greina að Islendingar einir ráð- ist í slíkar framkvæmdir? „Það er mín persónulega skoðun að það væri allt of mikil áhætta fyrir okkur íslendinga að leggja út í að byggja slíka verksmiðju einir. Við yrðum að taka þetta allan stofnkostnað 60—70 milljónir dollara að láni erlendis frá . Þetta er sveiflukenndur iðnaður, á því er enginn vafi, þó að sveiflurnar séu minni en í áliðnaðinum. Auk þess ættum við í samkeppni við fyrir- tæki sem njóta meira hagræðis en hægt er að bjóða upp á hér, og ég vísa í því sambandi til þess sem hugsanlegum kísilmálmverk- smiðjurekanda í Svíþjóð er boðið upp á, eins og ég sagöi áðan.“ — Hvert er svo þriðja megin- verkefni stóriðjunefndar? „Þar er um verkefni að ræða sem eru meira á byrjunarstigi, en þau sem ég nefndi fyrr. Við höfum látið gera skýrslu um magnesí- umvinnslu, því það virðist sem áhugi fyrir magnesíum sé að aukast. Þetta hefur oft komið til athugunar hér, en markaðurinn hefur staðið nokkurn veginn í stað. Nú virðist sem markaðurinn sé að aukast, því t.d. er talið að bílaiðnaðurinn muni á næstunni fara meira út í magnesíumnotkun en áður. Við höfum einnig komið nálægt nokkrum öðrum verkefn- um, sem fyrst og fremst hafa verið unnin á vegum Iðntæknistofnun- ar, en við munum ugglaust huga nánar að þeim á næstunni. Þar er m.a. um könnun á kísilkarbíð að ræða, önnur skýrsla um hitaþolin efni, enn önnur um C-vítamín- framleiðslu, en til þeirrar fram- leiðslu þarf mikla gufu. Þá erum við með byrjunarathuganir á framleiðslu efnis eins og polikr- ystalín, sem er fínhreinsun á kís- ilmálmi, og úr því efni eru síðan framleiddir mjög verðmætir smá- hlutir t.d. í tölvur, transistora og þess háttar." Höfum vanrækt að kanna möguleika á iönaði í tengsl- 'um viö beina gufunotkun „Ég held einnig að við verðum aö kanna möguleika á iðnaði í tengslum við beina gufunotkun. Þetta atriði höfum við hreinlega vanrækt, en við eigum mikið af svæðum hér á landi, sem eru rík af gufu. Islenskir sérfræðingar í þessu efni segja að það sé hægt að framleiða hér gufu fyrir einn til tvo dollara tonnið, þegar menn gera það fyrir fimm dollara í nágrannalöndum okkar." — Hefur stóriðjunefndin í hyggju að gera ísland að stóriðju- landi? „Stóriðjunefnd hefur nú starfað í tvö ár, og það má segja að þenn- an tíma höfum við unnið visst brautryðjendastarf. Þrátt fyrir þær verksmiðjur sem áður voru komnar hér, þá var þetta starf al- veg látið niður falla á árunum 1978 til 1983. Ekkert samband var haft við erlend fyrirtæki á þessum tima og viðræður voru engar. Ekki nóg með það, því við höfum vitn- eskju um það frá erlendum fyrir- tækjum, að þeim var sterklega gefið í skyn á þessum árum að um frekari samvinnu við erlenda aðila yrði ekki að ræða á íslandi — rík- isstjórnin sjálf myndi gera allt sem gera þyrfti í þessum efnum. Við höfum því þurft að taka þenn- an þráð alveg upp að nýju og reynslan er sú að það tekur mjög langan tíma að vinna slík sam- bönd á nýjan leik, sem leiða til ákveðinna niðurstaðna og samn- inga.“ Gríöarleg vanþekking um ísland úti í heimi I starfi mínu sem formaður stóriðjunefndar hefur eitt atriði komið mér mjög á óvart, en það er hversu gríðarleg vanþekking er um ísland og íslendinga úti í heimi. Þetta er atriði sem er hollt fyrir okkur að hugleiða, svo og hvernig við fáum þessu breytt. Það kemur erlendum mönnum mjög á óvart að hér þrífist há- menntuð, tæknivædd þjóð, sem er tilbúin til þess að takast á við hvaða verkefni sem er á sviði iðn- aðar og iðju. Við höfum því þurft að byrja á því að yfirvinna marg- víslega fordóma hjá þeim mönnum, sem við höfum rætt við í fyrsta sinn. Því þurfum við að leggja aukna áherslu á landkynn- ingu á þessu sviði, en ekki einung- is að auglýsa ísland upp sem óspillta og fagra náttúruparadis. Ég held að við verðum aldrei stóriðjuþjóð í þeim skilningi að framlag okkar á heimsmörkuðun- um skipti verulegu máli, en ég er alveg sannfærður um að við eigum að geta nýtt miklu betur þá orku sem býr í iðrum jarðar, en við höf- um gert. Ég hef þá trú að fram til aldamóta ættum við að geta verið búnir að þrefalda þá orku sem við nú nýtum til stóriðju. Það þýðir að við verðum búnir að virkja Blöndu, stækka Búrfell, virkja við Sultartanga, virkja við Vatnsfell og virkja í Fljótsdal. Til þess að svo megi verða, verðum við auðvit- að að geta aflað markaða fyrir þessa orku, og ég er sannfærður um að okkur tekst það. Ég er jafn- framt sannfærður um að það eigi eftir að bæta lífskjör íslendinga. Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að einblína á stóriðju- orkufrekan iðnað. Við höfum ýmsa aðra möguleika, sem við eig- um jafnframt að vinna að.“ Viðtal: Agnes Bragadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.