Morgunblaðið - 02.07.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 02.07.1985, Síða 1
 2. DEILDIN í KNATTSPYRNU B 1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 Völsungar unnu Vestmanneyinga Sjá nánar /B 5 Bikarkeppni KSÍ, 16-liða úrslit í kvöld: Tveir leikir í Reykjavík og einn í Sandgerði FYRSTU þrír leikir 16-liða úrslita bikarkeppninnar í knattspyrnu fara fram í kvöld, tveir veröa síð- an annaö kvöld og þrír þeir síð- ustu eru á dagskrá á fimmtu- dagskvöldið. i kvöld mætast í fyrsta lagi KR og ÍA á KR-vellinum viö Frosta- skjól í ööru lagi Árvakur og Víöir á gervigrasvellinum í Laugardal og í þriöja lagi Reynir og Þór, Akureyri í Sandgerði. íslandsmeistarar ÍA lögöu Vík- inga í 1. deildinni um helgina og KR bar sigurorö af Víöi í Garöin- um. KR-ingar hafa enn ekki tapaö leik á heimavelli sínum viö Frosta- skjól síðan þeir hófu aö leika þar í fyrrasumar. KR og ÍA skildu jöfn þar, 1:1, í 1. deildinni fyrr í sumar. Árvakur, sem leikur í 4. deild, er eina liöiö á landinu sem enn er taplaust í sumar. Liöiö tekur á móti nýliöunum í 1. deild Víöi úr Garöin- um og veröur spennandi aö sjá hvernig þeim leik lyktar. Víöismenn eru alls óvanir gervigrasinu. i Sandgeröi fær 3. deildarliö Reynis, Þór í heimsókn. Þór sigraöi Þrótt fyrir noröan í 1. deildinni á sunnudagskvöldiö og ættu Þórsar- ar því aö vera vel undirbúnir undir átökin í Sandgeröi í kvöld. Reynis- mönnum hefur ekki gengiö allt of vel í sumar og um helgina töpuöu þeir fyrir Stjörnunni í Garðabæn- um. Leikirnir þrír í kvöld hefjast allir kl. 20. Unglingamót i dag fer fram Nissan-golfmót í Grafarholti og er þetta opið ungi- ingamót. Mótið hefst kl. 17 og leiknar verða 18 holur, höggleikur með og án forgjafar. Hafsteinn tekur við Víkingum Hafsteinn Tómasson Knattspyrnudeild Víkings hefur ráðiö nýjan þjálfara fyrir 1. deild- arliö sitt. Skv. öruggum heimild- um Morgunblaösins mun Haf- steinn Tómasson taka við liöinu af Birni Árnasyni sem nú mun hættur stðrfum. Hann stjórnaöi Víkingsliöinu í síðasta skipti á laugardag gegn ÍA. Hafsteinn Tómasson er Víking- um aö góöu kunnur, hann þjálfaöi yngri flokka félagsins fyrir nokkr- um árum viö góöan orðstír — geröi þriöja flokk félagsins m.a. aö Islandsmeisturum, er Arnór Guö- johnsen, Lárus Guömundsson og fleiri þekktir kappar léku meö lið- inu. ísland B vann Holland 2320 ÍSLAND B sigraöi frekar slakt lið Hollands í gærkvöldi í Laugar- dalshöllinni í Flugleiöamótinu með 23 mörkum gegn 20 eftir að staðan f hálfleik haföi verið 10—10. Mörk íslands i leiknum skoruöu, Hans Guðmundsson 8,3 víti, Sigurjón Guömundsson 5, 2 v., Guömundur Albertsson 4, Steinar Birgisson 3, óskar Ás- mundsson 2, og Hilmar Sigur- gíslason 1. Arnór Guðjohnsen, atvinnumaöurinn kunni í knattspyrnu með belgíska meistaraliöinu Anderlecht, gekk í hjónaband á laugardag. Eiginkona Amórs er Ólöf Einarsdóttir. Athöfnin fór fram í Bústaðakirkju — og þegar brúöhjónin stigu út undir bert loft eftir að hafa veriö gefin saman beiö þeirra hópur vina og ættingja sem jós yfir þau hrísgrjónum. Það var fjör fyrir utan Bústaðakirkju eins og á myndunum séstl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.