Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 12. JÚLl 1985 B 11 . ... KVIKMYNDAGERÐ Nýtt líf sem gerist á björtum reykvískum sumarnóttum þegar leikurinn berst út um allan bæ. íbúar Starmýrar og reyndar annarra gatna, skyldu því ekki láta sér bregöa mjög í brún vió aó sjá lögreglubíl og tvo vaska lögreglumenn meö gul sólgleraugu á vappi aó næturlagi, því aö enn sem komið er hafa kvikmyndatökur meira og minna fariö fram í skjóli nætur — rótt eins og aöfarir gtæpakvendanna samkvæmt handriti. Handritiö skrifuóu þeir Þráinn Bertelsson, leikstjóri, og Ari Kristinsson, kvikmyndatökumaöur, en þetta er í fjóröa sinn sem þeir vinna saman aö gerö kvik- myndar. Af öörum aöstandendum myndarinnar má nefna aöstoöarmenn Ara viö kvikmyndatökuna, sem eru þeir Jón Karl Helgason, annar kvikmyndatökumaö- ur, sem einnig sér um föröun leikara, þá Jóhannes Jónsson, þriöja kvikmyndatökumann, og Valdísi Óskarsdóttur, fjóröa kvikmyndatökumann. Hljóö- maöur er Siguröur Snæberg og aðstoöarmaöur hans Þór Freysson. Búninga geröi Dóra Einarsdóttir og leikmynda- deildinni tilheyra þeir Hallur Helgason, Arni Páll Jóhannesson og Stefán Hjörleifsson. Skrifta mynd- arinnar er Marentza Paulsen, sem hefur nú fært sig aftur fyrir kvikmyndavélina eftir aö hafa leikiö fær- eyska eiginkonu Daníels í Dalalífi. j hópi aöstoö- armanna eru þær Soffia Jakobsdóttir, Ástríöur Guömundsdóttir og Siguröur Steinarsson. Tónlist- ina kemur Lárus Grímsson til meö aö semja. Kostnaóaráætlun myndarinnar hljóöar upp á tíu og hálfa milljón króna. »Viö fórum út í gerö þessar- ar myndar meö skuldabagga á bakinu vegna Skammdegis," segir leikstjórinn Þráinn Bertelsson. „Þetta er auövitaö mikil bjartsýni, maöur er aö veösetja húsiö sitt í fimmta sinn vegna kvikmyndar og setur þess vegna traust sitt á kvikmyndasjóö vegna aukaúthlutunarinnar sem hann fékk nýlega. Ég vona aö því fé veröi veitt í verkefni sem vitaö er aö veröur aö veruleika, en ekki í einhverja draum- óra eóa þátttöku í kvikmyndun erlendis." Sem fyrr segir fóru kvikmyndatökur Nýs lífs 3 af staó í byrjun júlí og er ráögert aö Ijúka þeim um miöjan næsta mánuö. Stefnan er síöan aö frum- sýna myndina á næstu jólum. Og þá er bara aó bíöa og sjá hvaö jólasveinninn kemur meö, klætt í lögreglubúninga. — VE O — kvikmyndatökur hafnar á þriöju myndinni meö „Þór og Danna“, félögunum úr Nýju líffi og Dalalífi Allt er þegar þrennt er — og þó. Einu ainni sagói „guófaóir" þeirra Þórs og Danna, Þráinn Bert- elsson í samtali vió Morgunblaðið, aó kötturinn ætti sér níu líf og kvikmyndafélagiö Nýtt lif gæti jafnvel átt þaó líka. Og fyrir hálfurn mánuöi voru menn mættir til leiks meó leíkarana Eggert Þor- leifsson (Þér) og Karl Ágúst Úllsson (Danna) i fararbroddi, ásamt fleira góöu fólki, bæói fyrir framan vél og aftan, til aö festa á filmu lífsbaráttu þeirra félaga í þriðja sinn. Veróur aö segjast að vegur þeirra hefur vaxiö frá því fiskvinnsluævin- týriö í Eyjum fór af staó fyrir þremur árum í myndinni „Nýtt líf“, aó visu eru þeir ekki lengur sjálfs síns herrar á bóndabýli í Kjósinni, eins og geröist í „Dalalífi", en hafa nú tekiö sér á hendur þann vandasama starfa aó sinna löggæslu. Og þaó meó tilþrifum. „Þeir eru lögreglumenn í Reykjavík sem komal upp um glæpahring nokkurra kvenna í ýmsum ald- ursflokkum,“ segir framkvæmdastjórinn Ingibjörg Briem, en þessar vafasömu konur á villigötum eru aöallega þær Guörún Stephensen og Sigurveig Jónsdóttir, auk þess sem Lilja Þórisdóttir leikur frænku annarrar sem mikið kemur viö sögu. Reyndar gengur mikiö á áöur en upp um glæpa- starfsemina er komiö, ekki sist þar sem báöir lög- reglumennirnir hafa tiieinkaó sér aó vera sannar hjálparhellur borgarbúa eins og góöum lögreglu- mönnum sæmir, og sér í lagi eru þeir hjálpsamir og elskulegir vió fólk sem komið er á efri ár. Auk aöalhlutverkanna sem áöur voru upp talin, hafa önnur andlit veriö fest á filmu í stórum stíl. Siguröur Sigurjónsson er nú hættur aó vera „JR“ Nýs lífs og hefur tekið upp skammstöfunina „K.R.“, kaUaöur Koggi og er utangarösmaöur i þjóðfélag- inu. Flosi Ólafsson leikur Varöa varöstjóra og hlut- verk vatnsveitumanns er í höndum Þórhalls Sig- urðssonar. Þá leikur Jón Gunnarsson fingrafara- sérfræöing nokkurn sem lendir í hinum mestu erf- iðleikum meö aö sinna starfinu vegna Þórs og Danna. Þetta eru helstu hlutverk myndarinnar, en þar fyrir utan koma ýmsir aörir viö sögu á.s. mótor- ' hjólakempur, hópar drukkinna ósvífinna kvenna, ýmsar dýrategundir og víkingasveit. „Aö vísu ekki VíkingasveitlN, þó aö samvinna viö lögregluna hafi veriö töluverö og mjög góö,“ segir Ingibjörg. Briem. „Viö höfum leitaö til lögreglunnar meö ým- islegt og jjeir reynst okkur algerir englar." Síöast en ekki síst eru klessukeyröir bílar mjög inni í myndina og þar meö áhættuleikarar, enda ýmislegt Morgunblaöiö/Vilborg Einaradóttir Ljósmynd/Valdis Óskarsdóttir Fyrrverandi ráðherra í feröaþjónustu í Mjóafirði FERÐAMÁL innlend umsjón: Siguröur Siguröarson Vakning í ferðaþjónustu: Á hestum, bfl- um, hraðbátum og postulahestum um ísland Geysileg vakning viróist nú vera meóal ís- lendínga um feróaþjónustu. Hér og þar um landiö spretta upp lítil fyrirtæki og bjóóa ferðamönnum, innlendum sem útiendum, upp á lengri og skemmri feróir um áhuga- veróa staói og landsvæói. Hér á síóunni er greint frá feröum í Mjóafjörö, en þangaö hafa ekki veriö fastar áætlunarferöir fyrr. í síóuatu viku greindi Morgunblaóió frá þvi í grein aö nýstofnaö fyrirtæki, Pólarhestar á Grýtubakka viö Eyjafjörð, byöi upp á lengri og skemmri feróir á hestum, m.a. út i Fjöróu. Þar sr eyóibyggð en landslag gífurlega lal- legt og heillandi. Samskonar fyrirtæki á Laugarvatni hefur sérhæft sig í feröum á hestum yfir Kjöl auk skemmri feröa. Nýlega var stofnaöur skíóaskóli sem aó- setur hefur á Fimmvörðuhálsi. Kennt er þar á gönguskíði og fariö á gönguskíðum upp á Eyjafjailajökul. Frá Aöalbóli í Vestur-Húnavatnssýslu hef- ur veriö farió meó feróamenn á hestum upp á Arnarvatnsheiói til veióa. i Stykkishólmi hefur feróamönnum verió boöið upp á skemmtiferóir um Breióafjaróar- eyjar á hraóbátum, spennandi og ævintýra- ar feröir um stórkostlegt svæói. Vestmannaeyjum hefur feróamönnum nokkuó lengi veriö boóió upp á samskonar hraóbátaferóir í kringum Heimaey og Heima- klett, jafnvel inn í stóran helli sem þar er. Á Breiðamerkurlóni hafa framtaksamir menn frá Höfn í Hornafiröi boóið feröamönn- um upp á bátsferóir um lónió milli fsjaka úr Breiðamerkurjökli. Fara þeir þar I kjölfar James Bond, sem átti leið um Breióamerk- urlón á sfóasta ári í erindum leyniþjónustu Breta. Aörir Hornfiróingar eru f óóa önn aö byggja upp fyrirtæki sem býóur upp á ferðir á Vatnajökul á snjóbflum og Ifklega skfóum. Þaulvanir fjallamenn hafa stofnaó meó sér félag sem býöur upp á leiðsögn á hálendinu, erfiö fjöll og jökla, sem ekki eru á færi nema feröamanna sem eru vel á sig komnir. Ætlunin er aö kynna f þessum þætti feröa- þjónustu, eins og þá sem hár hefur verió drepió á, eftir því sem hægt er. Teknar hafa verið upp fastar áætl- unarferöir í Mjóafjörö og er þaö Aust- urleiö hf. sem stendur fyrir þessari ný- breytni. Ferðir þessar mióast fyrst og fremst vió almenna feröamenn enda hefur Mjóifjöróur upp á margt aö bjóóa. Boóið er upp á tvær feröir í viku. Á mánudögum er fariö frá Egilsstöóum eftir komu flugvélar frá Reykjavfk og ekið til Noröfjaröar. Þar er siglt yfir aö Brekku í Mjóafirði meó póstbátnum. Siglingin tekur um eina og hálfa klukkustund. Gist er á farfuglaheimil- inu Sólbrekku. Daginn eftir er ekið út á Dalatanga. Á þriöjudögum er einnig ferö f Mjóafjöró klukkan 11.20 og er þá ekiö skemmstu leiö aó Brekku, en þangaö eru frá Egilsstöóum 42 km. Þá er farið í ökuferöina út á Dalatanga. Komið er aftur til Egilsstaöa um klukkan 19.00 Fyrrnefnda feróin kostar kr. 1.150,00, en sú síóari kr. 700,00. Innifal- ið er akstur, bátur og gisting, f fyrri feröinni og leiósögn. Leiösögumenn- irnir eru ekki af verri endanum en þeir eru feógarnir Vilhjálmur Hjálmarsson og Sigfús Vilhjálmsson. Það er eins- dæmi hér á landi aó fyrrverandi ráó- herra, menntamálaráóherra, stundi leiðsögn feróamanna. Þeir Brekkufeógar bjóóa einnig upp á bát til veiöa eóa skoöunarferóa. i farfuglaheimilinu er feróamannaversl- un og veittar eru leióbeiningar um gönguleióir, t.d. yfir í Seyóisfjörö. Sumarveóráttan á Austurlandi þykir yfirleitt mjög góó, en Austfiróingar segja aó sé gott veöur á Austurlandi sé albest aó vera í Mjóafirói. Hitinn veröur þar mjög mikill og alls ekki óalgengt aö hann sé yfir 20 gráóum. Berjaland er mjög gott f Mjóafirói og er því haldið fram aó allar brekkur séu blásvartar í ágúst. Sem kunnugt er eru Egilsstaóir mióstöó ferðaþjónustu á Austurlandi. Þeir sem aka hringveginn koma þar yfirleitt vió, gista eóa stoppa dag- stund. Það er skínandi hugmynd aó hvíla bílinn á Egilsstöóum og fara f dagsferö eóa tveggja daga ferö í Mjóa- fjörð, líklega er þaó ódýrara en aö aka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.