Morgunblaðið - 12.07.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985
B 5
blóöi og verkefni lungnanna aö
vinna súrefni fyrir hjarta-
starfsemina, en meltingin og
vinnsla fæöunnar er ósjálfráö og
sjálfvirk. Öndunin er undantekn-
ing. Og öndunarhraöinn er ná-
tengdur hugarástandi okkar, nema
viö höfum hemil á honum. Þiö
þekkiö þaö þegar einhver and-
varpar af sorg eöa varpar öndinni
léttara, sýpur hveljur yfir áfalli,
heldur niöri í sér andanum í reiöi-
kasti eöa stendur á öndinni af
maeöi. Allt er þetta gagnverkandi
og stafar af tilfinningaástandi.
Ef tilfinningar okkar geta haft
áhrif á öndunina, getum viö þá
snúiö dæminu viö? Reyndar getum
viö þaö. Óreglulega öndun sem
stafar af kviöa og ótta hjá þeim
sem óttast flug eöa annaö má lag-
færa. Án mikilla útskýringa má
beita þessum lagfæringum þegar
sjúklingar eru i mikilli geöshrær-
ingu. Þaö þarf aöeins aö segja
þeim aö anda djúpt og hægt. Þaö
kæfir ekki tilfinningarnar; þaö virö-
ist hinsvegar dreifa áhrifum þeirra
og minnka þau.
Þátttakendur okkar beita ekki
öndunaraöferöinni eingöngu
til aö bægja burt áhyggjum, heldur
einnig þegar ekkert amar aö. þeir
hlusta á segulbandsspóluna sitj-
andi í þægilegum stól heima hjá
sér eöa komnir upp í rúm, mót-
tækilegir og afslappaöir fyrir
svefninn.
Viö endurhæfingu læt ég þá
hugsa sér aö viö séum aö fara
saman í flugferö og sitjum um borö
i flugvél. Ég rek annan aödraganda
meö hljóöupptökum af því þegar
hreyflarnir eru ræstir og allt þar til
slökkt er á þeim. j öörum kafla á
spólunni er reynt aö draga úr fyrri
áhrifum sálræna óttans.
Sá sem hræddur er viö aö fljúga
reynir oft aö vinna bug á óttanum
meö því aö ríghalda sér, sitja stífur
eöa loka augunum. Viö teljum
einnig aö í flestum tilfellum komi
áfengi og lyf í veg fyrir afslöppun
og auki því aöeins óttann. Viö ráö-
leggjum öllum frá því að reyna aö
kæfa kvíöann fyrir flugferö. Viö
teljum þaö gott aö fá útrás meö
því aö gráta. Viö höldumst mikiö i
hendur. i hópvinnu er fleira sam-
eiginlegt en vandamáliö. Þar rikir
einnig gagnkvæmt hugrekki og
samúö.
Fyrsta atriöiö í afslöppun er
þetta: Sannfæriö sjálf ykkur um aö
þiö hafiö ekki um neitt annaö aö
hugsa núna. Látiö fara vel um ykk-
ur í góöum stól. Látiö fæturnar
hvíla flata á gólfinu og hvíliö hend-
urnar í kjöltunni án þess aö þær
snertist. Ég mæli með því aö þiö
lokiö augunum.
Þaö tekur þrjár sekúndur aö
telja eitt þúsund, tvö þúsund, þrjú
þúsund. I hvert skipti sem þiö hafiö
andaö aö ykkur, haldiö andanum í
ykkur þaö lengi áöur en þiö andiö
frá ykkur. Þetta veldur örlítilli
spennu af því á eftir er svo þægi-
Morgunblaðið/RAX.
legt aö anda frá sér og losa um
spennuna.
Reyniö nú aö anda djúpt aö
ykkur þrisvar sinnum. Andiö
hægt aö ykkur og fylliö lungun,
haldiö í ykkur andanum meöan ég
tel eitt þúsund, tvö þúsund, þrjú
þúsund. Andiö nú frá ykkur, tæmiö
lungun og slakiö á. Andiö svo eöli-
lega í smástund og leyfiö hress-
andi afslöppunartilfinningu aö
streyma um ykkur. Muniö aö þiö
þurfiö aö læra þetta, og getur því
þurft nokkra æfingu áöur en viö-
brögöin veröa þægileg og eölileg.
Reyniö nú í annaö sinn, og and-
ið enn dýpra og jafnara aö ykkur.
Bíöiö meöan taliö er 1.000, 2.000,
3.000. Andiö nú frá ykkur og slakiö
á. Tæmiö lungun og sökkviö ykkur
niöur í stólinn. Andiö svo eölilega.
Til aö Ijúka æfingunni, andiö
djúpt aö ykkur, enn dýpra en áöur.
Dregið andann hægt aö ykkur,
fylliö lungun algjörlega. Gott. Nú er
aö bíöa, 1.000, 2.000, 3.000, og
anda svo út og slappa alveg af.
Njótiö friösældarinnar, sem kemur
yfir ykkur. Andiö eðlilega á ný. Þiö
eruö nú afslöppuö, örugg og róleg,
fær í flestan sjó og óhrædd.
Ég ætla nú aö telja upp aö fimm,
og þegar óg hef gert þaö skuluö
þiö opna augun. Einn, tveir, þrír,
fjórir, fimm. Þiö eruö nú vakandi,
afslöppuö og hress. O
(Eftir T.W. Cummings, úr
bókinni „Phobia")
Öruggasti ferðamátinn
— Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða
FLUGHRÆÐSLA þjakar um
10% fulloröinna Bandaríkja-
manna, aö sögn T.W. Cumm-
ings, fyrrverandi flugstjóra hjá
bandaríska flugfélaginu Pan
Am. Á öld hraöans, þegar
flestír þurfa aö gjörnýta tím-
ann, hlýtur slík hrœösla aö
vera mjög bagaleg. Viö spurö-
um Svein Sæmundsson,
blaöafulltrúa Flugleiða um álit
hans á þróun mála hérlendis.
„Flughræösla var mun algengari
hér áöur fyrr,“ sagöi Sveinn
Sæmundsson. „Aðstæður voru
þá frumstæðari og flestir voru
aö fara í sína fyrstu flugferö. Nú
eru islendingar farnir aö feröast
miklu meira, flugvólarnar orðn-
ar stærri og fullkomnari og allri
tækni varöandi flug hefur fleygt
fram. Tölfræöilegar upplýsingar
sýna aö flugið er öruggasti
feröamátinn.
Hér áöur fyrr var þaö algengt
aö fólk staupaöi sig áöur en far-
iö var í flugvél, hvort sem ferö-
ast var innan lands eöa utan.
Nú hefur stórlega dregiö úr
slíku, enda erfiöara aö bjarga
sér ef eitthvaö kemur upp á og
einnig aö komast leiöar sinnar
erlendis ef fólk er undir áhrifum
áfengis.
Athuganir hafa sýnt aö tölu-
veröur hópur fólks þjáist þó af
flughræöslu. Þetta fólk virðist
eiga erfiöast meö aö taka
ákvöröun um aö láta skrá sig i
flug. Þegar þaö síöan afhendir
brottfararspjaldiö er komiö aö
því aö standa viö sinn hluta af
gagnkvæmum samningi er þaö
hefur gert viö flugfélagiö og
flestir reyna jú aö standa viö
geröa samninga. Erlendis hafa
veriö haldin námskeiö fyrir
flughrædda. Þar er fólki m.a.
gerð grein fyrir undirstööuatriö-
um i flugeölisfræöi svo sem
hversu eölilegt þaö sé aö flug-
vélar haldist á lofti. Fólkiö fær
aö koma fram í stjórnklefa
flugvéla og þaö hefur oft sýnt
sig, einnig hérlendis, aö slikt ró-
ar marga. Námskeiöunum lýkur
siöan meö flugferö.
Viö þjálfun þess starfsfólks
Flugleiöa, sem er i beinu sam-
bandi viö farþega, hefur veriö
lögö áhersla á sálfræöilega
þáttinn. Aö viömót þess sé hlý-
legt og róandi. Viö vitum öll
hvaö slíkt er mikilvægt. Ég man
sjálfur eftir smáatviki úr innan-
landsflugi í fyrrasumar. Ég var á
leiöinni til Reykjavíkur og hinum
megin viö ganginn sat karlmaö-
ur er ég haföi veitt eftirtekt á
leiö minni frá Reykjavík nokkr-
um dögum áöur. Þá haföi hann
veriö dauöadrukkinn, en stilltur
og prúöur og engum til ama. Nú
sat hann stífur og staröi á blaö
sem hann haföi í höndunum en
sneri öfugt. Ég var sjálfur aö
lesa (jetta blað „Viö fljúgum“. Er
ég haföi lokið lestrinum og iagt
þaö frá mér baö hann mig aö
lána sér þaö. Ég sagöist hafa
verið meö samskonar blaö og
hann og viö fórum aö ræöa
saman.
Hann tjáöi mér, aö hann væri
óstjórnlega flughræddur og
eina ráöiö sem dygöi væri aö
vera útúrdrukkinn. Þaö heföi
hann verið um daginn og frá
þeirri flugferö myndi hann ekk-
ert. Við ræddum saman þaö
sem eftir var leiöarinnar, ég
benti honum m.a. á hversu ör-
uggt flugiö væri og fann hvernig
hann smáslakaöi á. Er viö
kvöddumst meö handabandi á
Reykjavíkurflugvelli þakkaöi
hann mér hjartanlega fyrir og
sagöi aö sér myndi áreiöanlega
ekki líða jafnilla í næstu flug-
ferö.
Segja má aö um loftiö liggi
ósýnilegir vegir, þar sem flug-
vélarnar fljúga eftir ákveönum
brautum milli radíóvita. Um
borö í öllum flugvélum Flugleiöa
eru ýmis öryggistæki, þ.á m.
radíóhæöarmælir og veöurrad-
ar, er sýnir m.a. umferð í ná-
grenni vélarinnar, landslag og
skýin í kring, þannig aö hægt er
aö sneiða hjá óveöursskýjum
og óróleika í loftinu. Flugstjórn
hér á landi þykir góö og mjög
strangar reglur gilda t.d. um
þjálfun flugliöa og flug í mis-
jöfnu veöri inn á ýmsa flugvelli.
Fólk kvartar stundum yfir töf-
um, en þær veröa oftast vegna
hinna ströngu öryggis'-eglna.
Segja má aö einkunnarorö
okkar séu — „Best er heilum
vagni heim aö aka“, sagöi
Sveinn Sæmundsson. O
— HJR
Mikil viöurkenning
að fá að sýna
á þessari sýningu
— segir Ragna Róbertsdóttir sem nú tekur þátt í
alþjóðlegri vefnaðarlistasýningu í Lausanne
islenskur vefnaðarlistamaöur tekur nú þátt í alþjóðlegu
biennale-vefnaðarlistasýningunni í Lausanne í Sviss í fyrsta
sinn. Sýningin hefur verið haldin annaö hvert ár í listasafni
borgarinnar síöan 1962 og þykir hin merkasta sinnar teg-
undar í heimi.
Ragna Róbertsdóttir, vefnaðarlistamaöur, sendi myndir
og lýsingu á verki sínu „Earthly abode“ til alþjóölegrar
dómnefndar sýningarinnar í haust og er nú í hópi 50 lista-
manna, sem dómnefndin valdi úr yfir 700 umssekjendum,
sem sýna verk sín á sýningunni.
„Þetta er afar mikilvæg sýn-
ing fyrir vefnaðarlistamenn,"
sagði Ragna, þegar hún var
stödd í Lausanne til að setja upp
verk sitt og til að vera viðstödd
opnun sýningarinnar 14. júní sl.
„Ég heyri á fólki, t.d. á hol-
lenskum listamönnum, að það
þykir mikil viðurkenning í
heimalöndum þeirra að sýna hér
og það getur haft afgerandi
áhrif á listamannaferil þeirra
héðan í frá. Nokkrir Banda-
ríkjamenn hafa lagt mikið á sig
til að geta tekið þátt i sýning-
unni og jafnvel steypt sér í mikl-
ar skuldir til að koma verkunum
hingað. Ég var svo lánsöm að fá
styrk frá menntamálaráðuneyt-
inu heima til að komast á sýn-
inguna og Flugleiðir fluttu
verkið fyrir mig til Lúxemborg-
ar mér að kostnaðarlausu. Ég er
mjög þakklát fyrir það.“
Vefnaðarsýningin í ár er til-
einkuð „textíl-skúlptúr". Það fer
heldur lítið fyrir vefnaði, eins og
almenningur skilur það orð, en
ber meira á ólíku efni úr ein-
hvers konar þræði, t.d. bómull,
pappír og reipi. „Öll verkin urðu
að vera mjög stór þegar sýning-
in var haldin fyrst fyrir 23 ár-
um,“ sagði Ragna. „Þau hafa
farið smá minnkandi síðan en
mörg eru þó enn gífurlega stór.
Mitt verk er eins og frímerki við
hlið sumra hinna verkanna."
„Earthly abode" er 35X350X78
sm að stærð, gert úr Manilla-
reipi sem Ragna hefur með-
höndlað sérstaklega og hnýtt
saman í mottu og rúllur með
ljósri hör. Hún vinnur nú mest
með þetta efni og hefur lært að
meta möguleika þess með árun-
um. Nokkrir aðrir listamenn á
sýningunni nota einnig reipi í
verkum sínum en á annan hátt
en Ragna.
Dómnefndin veit ekki hverjir
höfundar verkanna eru eða
hvaðan þeir koma þegar hún vel-
ur verkin á sýninguna. Mikið ber
á japönskum verkum á sýning-
unni í ár og sýnir það að Japanir
standa framarlega í þessari list-
grein. Tvær yfir tveggja metra
háar skálar úr bylgjupappa eftir
japanska listamanninn Katsu-
hiro Fujimura vekja t.d. strax
athygli á sýningunni og nokkur
önnur japönsk verk eru eftir-
tektarverð, þótt sum minni dá-
lítið á vélmenningu Japana.
Pappírsskúlptúr Bandaríkja-
manna setur svip á sýninguna
en Ragna sagði að pappír hefði
verið vinsælt efni í vefnaðarlist
Bandaríkjamanna í þó nokkurn
tíma.
Magdalena Abakanowicz frá
Póllandi og Claire Zeisler frá
Bandaríkjunum eru heiðursgest-
ir sýningarinnar. Pólska verkið
er stórt úr blönduðu efni og sýn-
ir sitjandi líkamsmynd á plógi
úti á akri. Hið bandaríska er öllu
fínlegra, fjórir þykkir, hangandi
lokkar úr hampi með ívöfðum
rauðum og bláum þráðum.
Ragna stundaði nám í Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands og
í Konstfackskolan i Stokkhólmi.
Hún hefur tekið þátt í samsýn-
ingum á íslandi og á Norður-
löndunum og sýndi verk á vefn-
aðarlistasýningu Skandinavia
today í Bandaríkjunum. Hún
hefur eigin vinnustofu í Reykja-
vík og hyggst halda einkasýn-
ingu í Nýlistasafninu í mars á
næsta ári.
„Sculpture Textile" biennale-
sýningin í Musée Cantonal des
Beaux-Arts í Lausanne verður
opin til 16. september nk. og fer
þá í Álaborgarsafnið í Dan-
mörku og síðan í Liljeval-safnið
í Stokkhólmi.
— ab
Claire Zeisler, sem geröi þetta
verk, er annar heiöursgestanna
á vefnaöarlistasýningunni í
Lausanne.
Ragna Róbertsdóttir við verk sitt „Earthly abode“.