Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985
HVAÐ
ERAÐ
GERAST
UM
LIST
Gallerí Borg:
'umarsýning
í Gallerl Borg hefur veriö opnuð
sumarsýning. Þar eru til sýnis um
100 myndverk, graflkmyndir, past-
elmyndir, vatnslitamyndir og teikn-
ingar eftir alla helstu listamenn þjóð-
arinnar. Einnig eru til sýnis listmunir
úr keramik og gleri.
Sýningin verður opin til ágústloka
og mun taka einhverjum breytingum
frá degi til dags.
Gallerf Borg verður lokað um
helgar I júll og ágúst, nema sérstakt
samkomulag komi til við einstaklinga
eða hópa.
e,
Igina ?
Kona sem tákn I Skemmunni.
Safnið er opið alla daga frá kl.
10.00—17.00.
Norræna húsið:
Gunnlaugur
Scheving
Sumarsýning Norræna hússins er
á verkum Gunnlaugs Scheving. öll
Stúdentaleikhúsið frumsýnir
draumleik Strindbergs
Stúdentaleikhúsið frumsýnir sunnudaginn 14. júlí leikritið draumleík eftir Strindberg í þýðíngu
Sigurðar Grímssonar. Er þetta í fyrsta sinn sem draumleikur er sviösettur hér á landi. Leikstjóri er
Kári Halldór. Sðngur og hljóðfærasláttur gegnír veigamiklu hlutverki í þessari sýningu og var öll
tónlistin samin sérstaklega af þessu tilefni af Árna Harðarsyni, tónskéldi og stjórnanda Háskóla-
kórsins. Lýsingu annast Ágúst Pétursson en hópur ungs myndlistarfólks sér um leikmynd og
búninga. Sextán ungir áhugaleikarar koma fram í sýningunni.
verkin á sýningunni eru sjávarmynd-
ir. Sýningin er opin alla daga kl.
14.00—19.00 en henni lýkur 25.
júll.
Norsk grafík
f anddyri Norræna hússins var
opnuð sýning á graflkmyndum
norska listamannsins Guttorm Gutt-
ormsgaard sl. mánudag. Sú sýning
er opin á venjulegum opnunartlma
Norræna hússins og stendur til 22.
júlf.
Akranes:
Bókasafn Akraness
Sovésk bóka og listmunasýning
stendur yfir I bókasafninu. A sýning-
unni eru á þriðja hundrað bækur af
ýmsu tagi. Einnig eru sýnd vegg-
spjöld, hljómplötur og frlmerki.
Listmunir eru 27 talsins, öskjur og
lakkmyndir.
Sýningin verður opin á afgreiðslu-
tlma safnsins.
Hafnarfjöröur:
Menníngar og lista-
stofnunin Hafnarborg
Ungverski listamaðurinn Janos
Probstner sýnir pastelteikningar I
Hafnarborg, menningar og lista-
stofnun Hafnarfjarðar. Probstner
hefur dvalist hér á landi um nokk-
urra vikna skeið, og eru myndirnar
afrakstur dvalarinnar.
Janos Probstner er fyrsti erlendi
listamaðurinn sem sýnir I Hafnar-
borg. Sýningin er opin kl.
14.00—19.00.
SÖFN
Árbæjarsafn:
Sumarsýning
Sumarsýning Arbæjarsafns var
opnuð um slðustu helgi. Hér er um
að ræða farandsýningu frá þjóð-
minjasafni Grænlendinga I Nuuk.
Sýndir eru grænlensku bátarnir qaj-
aq og umiaq.
Sýningin er opin á opnunartlma
safnsins sem er frá 13.30 til 18.00
alla daga nema mánudaga.
Sædýrasafniö:
Dýrín stór og smá
Sædýrasafnið verður opið um
helgina, eins og alla daga, frá kl.
10.00—19.00
Meðal þess sem er til sýnis eru
háhyrningar, Ijón, Isbjörn, apar,
kindur og fjöldi annara dýra, stórra
og smárra.
TÓNLIST
Megas og féiagar
á férð um landiö
Megas er nú á yfirreið um landið
ásamt þeim Asgeiri Óskarssyni,
Björgvin Glslasyni, Haraldi Þor-
steinssyni og Jens Hanssyni.
Á dagskrá Megasar aö þessu
sinni eru bæði nýjar og gamlar
tónsmlðar. Nokkur lög verða frum-
flutt I bland viö þekkt lög af hljóm-
plötum hans frá liðnum árum.
Megas og félagar munu koma
fram á Hótel Akranesi I kvöld, Sam-
komuhúsinu Vestmannaeyjum á
laugardagskvöldið og lokaáfanginn
er síðan Garður, Gerðahreppi, á
sunnudagskvöldið. Allir tónleikarnir
hefjast klukkan 20.30.
Nýlistasafniö:
Douwe Jan Bakker
Hollenski listamaðurinn Douwe
Jan Bakker opnaöi 5. júlí sl. Sýningu
I Nýlistasafninu við Vatnsstfg I
Reykjavík.
Bakker hefur haft mikið samneyti
við Islenska listamenn bæði hér og í
Hollandi en hann er nú staddur hér I
tiunda sinn, kom hingað fyrst 1971.
Hann hefur haldiö sýningar I Gallerl
Súm og Gallerí Suðurgötu 7.
Sýningin í Nýlistasafninu ber heit-
iö „Notes and references" og er
tvískipt; annarsvegar eru verk sem
Bakker hefur komið með hingað sér-
staklega og hinsvegar verk eftir
hann l eigu safnsins. Verkin úr eigu
safnsins eru: .A Vocabulary Sculpr-
ture in the lcelandic Landscape" og
„Um sérstakt framlag íslands og is-
lensks samfélags til sögu bygg-
ingarlistarinnar". Fyrra verkiö sam-
anstendur af 72 Ijósmyndum af ýms-
um fyrirbærum I íslensku landslagi
og tilheyrandi nöfnum. Hefur verkið
verið verið sýnt víða.
Sýningin stendur fil sunnudagsins
21. júll og er safnið opið alla daga
frá kl. 16.00 til 20.00.
Kjarvalsstaðir:
Rússneskar
Ijósmyndir
af tslenskum
listamönnum
Sýning á 164 Ijósmyndum af (s-
lenskum listamönnum eftir rússn-
esk-franska Ijósmyndarann Vladimir
Sichov verður opnuð I vestursal
Kjarvalsstaða á laugardaginn. Sýn-
ingin er opin kl. 14—22 til 28. júlí.
Ásmundarsafn:
Konan í list
Ásmundar
Nú stendur yfir I Asmundarsafni
við Sigtún sýning sem nefnist Konan
í list Asmundar Sveinssonar. Er hér
um að ræða myndefni sem tekur yfir
mest allan listferil Asmundar og birt-
ist I fjölbreytilegum útfærslum.
Sýningunni er skipt I fjórar eining-
ar sem sýndar eru I fjórum sölum
safnsins: Kona og barn uppi í Kúl-
unni, Kona og karl niðri I Kúlunni,
Kona við vinnu I Pýramldunum og
Listasafn Einars Jónssonar:
Safnahús og höggmyndagarður
Safnahús Listasafns Einars Jónssonar er opió laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13.30 til
16.00 og höggmyndagarðurinn sem (eru 24 eirafsteypur af verkum listamannsins er opinn sömu
daga frá klukkan 11.00 til 17.00.