Morgunblaðið - 12.07.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 12. JÚLl 1985
B 3
„góö“ lending í hugum farþega er ekki
endilega besta lendingin. Lending á aö
finnast, vélin á aö vera örugglega lent
áöur en fariö er aö bremsa.
En flughræöslan held ég aö sé meira
og minna vegna fáfræöi, en annars. Þaö
hefur t.d. sýnt sig á námskeiöum sem
Lufthansa heldur reglulega aö flug-
hræöslubati er um 80—90%. Þar er far-
iö meö þátttakendum í gegnum flugt-
eoríuna, þjálfun flugmanna útskýrö fyrir
þeim og punkturinn settur yfir i-iö með
því aö fara í flugferö. Flughræðslan er
hlutur sem ég er viss um aö má lækna
og reyndar hefur komiö til tals hjá Arn-
arflugi aö halda svona námskeiö fyrir
flughrædda. Þaö er verra meö þá sem
eru lofthræddir og þora ekki aö horfa
niöur eöa hreinlega hugsa um alla metr-
ana niöur.
— Geta flugmenn veriö lofthræddir?
„Nei, flugmenn geta ekki veriö
lofthræddir, þaö er bara ekki hægt.
Hins vegar veit ég um flugmenn sem í
byrjun hafa borið svona óttafulla virö-
ingu fyrir flugvélinni, sem er ágætt i
sjálfu sér. Þeir eru þá mjög meövitaöir
um aö þaö veröur aö gera hlutina 100%
til aö gæta fyllsta öryggis. Síöan eru til
sögur um flugmenn eins og sú aö faöir
minn og Jóhannes Snorrason hafi á sín-
um tíma fariö upp á þak Akureyrar-
kirkju og ákveöiö aö ef annar dytti niöur
eöa svimaöi væru allar vangaveltur um
flug úr sögunni. Báöum tókst aö koma
sér niöur af sjálfsdáöum, hvorugur
þoröi aö viöurkenna aö hann hefði
svimaö og báöir enduðu sem flug-
menn.“
— Er munur á flughræöslu meöal ís-
lenskra farþega og erlendra?
„Já, landinn er nú svona hraustari og
vanari, fyrst og fremst vegna þess aö
viö búum á eyju þar sem flogiö er inn-
anlands í ýmsum veörum og ef fólk á
annaö borö ætlar aö fara utan er yfir-
leitt ekki nema um flugleiðina aö ræöa.
Mér finnst ég veröa var viö meira van-
traust hjá erlendum farþegum, bæöi á
vélar og mannskap. Síöan getum viö
náttúrulega fariö í hinn öfgann, píla-
grímaflugiö, þar sem stundum er um aö
ræða farþega sem þekkja ekki flugvél
frá gróöurhúsi, fólk sem þarf aö leiöa út
í véi, leggja í sætin og teyma út aftur
þegar komiö er á áfangastaö. Þaö fólk
er náttúrulega ekki flughrætt því aö þaö
gerir sér enga grein fyrir því sem er aö
gerast. En varöandi vantraust á vólar
og mannskap, þá vita flestallir hér
heima viö hversu erfiöar aðstæöur oft
er flogiö, flugmennirnir eru meö ára og
áratuga langa reynslu af íslensku flug-
veöri, þannig aö eina orsökin fyrir flug-
hræöslu er aö fólk þekkir ekki flugteorí-
una og úr því er hægt aö bæta.“ • O
— VE
Það er þetta við að vera
í lausu lofti
— Björk Hreiöarsdóttir, hárgreiðslukona
„Það er svolítiö skrýtið, en ég
fann ekki fyrir fiughræðslu í fyrsta
sinn sem óg fór í flugvél. Var að vísu
hálfgerður krakki þá, en í annaö
skipti sem ég flaug sagði flug-
hræðslan heldur betur til sín. Hefur
gert þaö alla tíð síðan og frekar ég-
erst en hitt,“ sagði Bjðrk Hreiðars-
dóttir, hérgreiðslukona þegar við
ræddum við hana um flughræðsl-
una. Höfðum þá frétt af henni frá eig-
inmanninum, sem á þaö til að fljúga
á einshreyfilsvél í loftmyndatökum.
„Ég er nú alltaf að reyna að mana
mig upp í aö fara einu sinni með í
lítinn hring yfir Reykjavík, en hef
aldrei lagt í litla vél. Finnst alveg
nóg að þurfa einstaka sinnum aö
sitja í stærri vélum.“
— Og hvernig er líðanin þá?
„Nú, hún er þannig aö ég sit alveg
stíf alla leiöina. Finn fyrir hverri dýfu
sem vélin tekur, hverri einustu
hljóöbreytingu í hreyflunum og verö
stífari og stífari í hvert sinn.“
— Er þá eitt verra en annað, flug-
tak, flugiö sjálft eöa lendingin?
„Já, flugtakiö og flugiö. Yfirleitt er
ég oröin svo feginn þegar loksins fer
aö grilla í jöröina aö lendingin er heil-
mikill léttir. En eini plúsinn viö flugiö
er, að mér finnst tíminn í flugvél líöa
óskaplega hratt og þvi er ég fegin."
— Hefurðu velt því fyrir þér af
hverju flughræöslan kom til?
„Já, ég held aö þaö sé þessi ótrú-
legi hlutur aö svona stórt og mikið
tæki meö allan þennan farangur og
allt þetta fólk, geti svifið í lausu lofti.
Þaö er líklegast orsökin. Hins vegar
þá er ein af endurminningunum frá
barnæskunni um aö vera niður í bæ á
17. júní þegar flugvél flaug lágflug yfir
miöbæinn. Ég var komin langleiöina
út.í Tjörn af hræöslu, en haföi þá aldr-
ei fariö í flugvéi. Hræösla viö flugið er
heldur ekkert sem ég haföi alist upp
viö, enginn i fjölskyldunni flughrædd-
ur eöa þessháttar.”
— Finnur þú einhverja svipaða
vanmáttarkennd annars staöar?
„Já, mér líöur hálfilla í lyftum lika
— þaö er þetta viö aö vera í lausu
lofti.“ O
— VE
Eins man óg eftir einu sinni í innan-
landsflugi aö flugstjórinn byrjar aö
tala... Góöir farþegar þetta er flug-
stjórinn sem talar viö erum ... óg
heyröi nú ekki mikið meira, var klár á
því aö hann væri aö tilkynna aö hjólin
færu ekki niöur eöa álíka. Haföi ekki
vanist þvi aö flugstjórar héldu uppi
samræöum viö farþega i innanlands-
flugi. Maöurinn var auövitaö bara aö
tala um hvaö veðrið væri gott, hvar við
værum stödd og þessháttar. Ég heyröi
þaö bara ekki.
Maöur getur oröiö svo einlægur í
hræöslu sinni. Einhverntíma í utan-
landsflugi var ég ekki fyrr sestur inn í
vélina, en ég fékk þennan ógurlega
hjartslátt. Fór aö kvarta yfir honum viö
samfylgdarmann minn sem sagöist
eiga einhverjar töflur sem slökuöu á
þessum litla vööva. Ég varö óskaplega
glaöur, tók viö einni og spuröi af fullri
alvöru og voöalega glaöur hvort þetta
stoppaöi örugglega hjartsláttinn!"
Þú hefur ekki reynt aö læra flug-
teoríuna til aö yfirvinna þetta?
„Nei ég vii ekki vita mikiö meira um
flugið en ég geri. En mér finnst núna
mjög róandi aö hafa komiö fram i flug-
stjórnarklefa einu sinni, þótt þaö hafi
ekki verið beint róandi þá. Átti von á
aö sjá flugmennina hamast á tökkum
og tækjum, en ekki sitja i rólegheitum
meö kaffibolla og blöö. Ég var náttúru-
lega leiddur i allan sannleikann um
sjálfstýringu o.þ.h., sem mór fannst
eftirá ósköp eölilegt. Sem þaö auövit-
aö er. En á þessari 15 ára harmsögu
minni og flugsins hefur hræöslan fariö
minnkandi, t.d. heföi þetta viðtal oröið
mun dramatiskara fyrir 10 árum. En
maður reynir aö horfast hetjulega í
augu við þá staöreynd, aö annaöhvort
er aö láta sig hafa þaö — eöa vera
heimskur í orösins fyllstu merkingu. o