Alþýðublaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.12.1931, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ ætlum við yður svo að valja þann okkar þriggja, sem yður lízt bezt á. Við höfum líka hugs- að á þá leið, að ef við værum þrír, þá væri siigurlnn okkur lík- legri. Þá væru meM líkindi til, að einhver okkar hrepti hnoss- ið, því að ef yður t. d. lízt ekld,1 á Joe, getið þér tekið Teddy eða mig. Myndin, sem fylgir hér með, er af okkur öllum þremiur. Velj- ið þér nú! Ef þér giftust einhverj- um okkar þriggja, mynduð þér gera þann okkar hamingjusam- an og jafnframt stuðla að gæfu þeirra tveggja, sem eftir yrðu. << — Þá kemur bréf frá stálpuð- um strák, sem skrifar rétt eins og hann væri ölvaÖur. Og svo er bréf frá „fyrirmyndarmanni“ einum, sem kemur með „mjög snjalla" uppástungu um, að hann vilji giftast „kvikmyndastjörn- unni“ og að þau skuli síðan eyða' í sameiningu tekjum hennar og sínum (reyndar séu nú sínar tekj- ur nokkuð rýrar). Býst hann við aö það geti orðið miklir sæludag- ar. 1 v Þá er mjög Ijóðrænt bréf frá indverskum stúdent. Er það 144 síður á lengd. Siðan er bréf frá frönskum manni, ritað á mjög slæmri. ensku. Auk bónorö&ins til k vikm y n d a 1 ei k k on u n nar, leitar 'hann í bréfinu höfanna um það, hvort hann geti ekki fengið góða stöðu í Holywood. — Ég hætti nú um stund að lesa bréfin. Kvikmyndastjarnan er búin að rita nafn sitt á ljósmynd- irnar. Hún fær sér vindling og segir við mig: „Jæja, hvernig lízt yður nú á? Eruð þér nú ekki bún- ir að fá nóg af svo góðu?“ „Það eru í raun og veru 30 000 heimskingjar, sem þér hafið feng- ið bréf frá?“ svaraði ég. „Já, það er von, að yður finn- ist það,“ svaraði kvikmynda- stjarnan. „En getið þér leyst úr ednu miklu vandamáli?. Getið þér sa,gt mér úr hverju heidar allra þessara manna eru gerðir? Þess- ara manna, sem ■ séð hafa miig í kvikmynd og þótt ég vera lag- leg, og rjúka svo til og rita méij bónorðsbréf, þar sem þeir tjá mér „hina miklu ást sína“. Þeir halda auðsjáanlega að ég muni viilja giftast þeim bráðókunnugum, ef þeir einungis riti mér slík bréf sem þessi. — Einungis 5% af öllum þessum fjölda rita bréf sín í gamni. En 95 % af bréfriturun- um skrifa í fylstu alvöru. Ég kann miklu betur við bréfin frá gamansömu og kaldhæðnu ná- ungunum, sem biðja mig um ferðapeninga, tiil þess að geta 1 komist hingað til Ameríku og „elskað mig“, heldur en frá þeim mönnum, sem ímynda sér, að ég fari að giftast þeim, þó að þein^ hafi geðjast að mér í einhverri kvikmyhdinni; þeir fyrnefndu eru þó að minsta kosti ekki jafn- heimskir og binir. Ég gæti svariið það, að ég er oft hissa á því nöj þessar tvífættu verur, sem eru að skrifa mér, skuli vera siama kynflokks og aðrir eints menn og Newton, Hugo, Pasteur og Ein- stein!“ Þegar hér var komið var svip- ur kvikmynda„stjörnunnar“ orð- inn með gremjulegasta móti. Og hún hóf máls á ný: „Þið karlmennirnir . . .“ — Þá barði alt í einu hinn frægi og glæsilegi kvikmynda- leikari Oliver Brook að dyrum. | (Nokkuð austur af Svalbarða er land það, er um hríð hefir veriö nefnt Franz Jósefsland, eftir aust- urríkskum keisara, er aldrei hafði þangað komið. Hefir verið stung- ið upp á að nefna land þetta Friðþjófs Nansensland, og mun því fylgt í frásögn þéssari, en nefnt táil hægðarauka F.N.-landiö.) Fimta dag ágústmánaðar áriö 1895 komu tveir langlúnir sfceggj- aðir og veðurbarðir Norðmenn eftir hafísnum fyrir norðausfan F. N.-landið. Þeir voru búnir að vera á fimta mánuð á ferðalagi yfir ísinn, sem stöðugt var á neki, og þegar þeir loks 24. júlí sáu eina af eyjum þeim, er liggur lengst til landnorðurs af F. N.- landinu, þá var það í fyrstia siinn í tvö ár að þeir sáu land. Þeir höfðu reyndar varla séð sjó held- ur þennan tíma, það er ekki nema mjóar rákir í hafísnum. Þessir tveir þrautseigu ferðamenn voru Friðþjófur Nansen og félagi hans Jóhansen. Þeir'höfðu farið úr leiðangurs- skipinu Fram hinn 14. marz þar langt fyrir norðan og austan, og reynt að komast tii norðurpólsins á hundasleðum. En eftir liðlega þriggja vikna ferðalag urðu þeir að snúa við á 86. st. 13,6 m, norðlægrar breiddar. ÞaÖ var 9. dag aprílmánaðar að þeir snéru suður á bóginn og voru þá lengra frá F. N.-Iandinu, sem var næsta land, en ísland er frá Færeyjum. Þeir höfðu haldið áfram suður á bóginn út april- mánuð, allan maí, allan júní, þar til í júlí að þeir loks sáu land, en nú var kominn 5. dagur ágúst- mánaðar, en þeir þó ekki enn búnir að ná landi. ísinn var ógreiður yfirferðar þennan dag og auk þess var niðaþoka, sem gerði ferðalagið enn erfiðara. Loks komu þeir að vök, sem var svo breið, að þeir urðu að ferja sig yfir hana á húðikeipum sínum. Voru þeir að búa sig undix það, og ætlaði Nian- sen að fara að hrinda húðkeiip sinum á flot, er hann heyrir Jó- hansen kalla fyrir aftan sig: „Ná- tið í byssuna!“ Snýr hann sér þá við og sér stóran hvítabjörn hlemma sér yfir Jóhansen, sem féll aftur á bak. Nansen ætliaði nú að grípa byssuna, sem var í Hann settist niður og beindi orð- um sínum að ungfrú X: „Getið þér ímyndað yður annað eins. Ungfrúin í New York, sem fyrir hvern mun vill giftast mér, er nú komin hingað beina leið til Holywood! Ég fæ engan frið fyr- ir henni. Hún hringir mig upp fimm sinnum á dag. Hún . . Ungfrú X. leit til mín mjög þungbúin á svipinn. „Kvenfólkið er þá svona líka, Ja, nú er mér | allri lokið!“ húðkeipnum, en í því rann húð- keipurinn frá honum fram yfir ísskörina. Datt Nansien þá fyrst í hug að stökkva út í húðkeipinn og skjóta þaðan. En hann sá að það var óráð, svo hann fór í snatri að draga keipinn aftur upp á skörina, en gaf sér engan tíma til þess að athuga hvað fór framj á bak við hann. Heyrði hann þá Jóhansen segja ofboð rólega: „Nú verðið þér víst að flýta yður, ef þér eigið ekki að verða of seinn.“ Nansen náði nú í byssuskeftið þar sem hann kraup á ísnum, dró byssuna að sér og snéri sér við án þess að standa upp, en um leið og hann snérii sér við dró hann upp annan bóginn á byss- unni, sem var tvíhleypa. Það var haglahJaupsbógurinn, er hann dró upp. Björninn var þá ekki nema byssuiengdina frá honum, og lamdi rétt í þessu hund Nansens, sem hét Kaifas. Það var enginn tími til þess að spenna hinn bóginn* sem var á kúluhlaupinu. Nansen miðaði bak við eyrað á birninum og hleypti af, og fékk björninn alla hagla- súpuna í sig og datt steindauður niður þarna við fætur Nansens. Hafði björninn ætlað að éta þá Norðmennina, en nú fór svo að þeir átu hann, en gáfu hunidun- um sumt. Þegar þeir Nansen fóru að gá að hvaða leiið björninn hefði kom- iö og röktu slóð hans aftur' á bak, sáu þeir að hann hafði læðst að þeim af mikilli kænsku; hafði notað allar misfellur á ísnum til þess að fela sig á bak við og sumis staðar skriðið á kviðnum til þess að láta miinna á sér bera. Hafði björninn legið við aftari enda húðlreips Jóhansens, sem átti sér einskis ills von. Þegar Jóhansen beygði, sig niður eftir dráttarreipi húðkeipsins, sá hann að einhver skepna var þarna í kút; hélt það vera hund þeirna, er Súggen hét. En í því reisti' björninn siig snögglega og sló hann með hramminum; kom höggið á hálsinn hægra megin rétt undir eyranu, féll Jóhansen við það og björninn ofan á hann- Jóhansen hafði ekki nema ber,ar hendurnar, en reyndi þó að verj- ast eftir mætti. Náði hann með annari hendi fyrir kverkar birn- Norðmennirnir og hvítabjörninn. inum og kreisti eins og hantv mögulega gat. En björninn opn- aði kjaftinn og gerði sig líklegan til þess að bíta I höfuðið á hon- um og þá var það að Jóhansen talaði hin eftirminnilegu orð til Nansen, að það væri betra að flýta sér. En björninn beit ekki Jóhansen, hieldur horfði á Nan- sen, eins og hann viJdi sj,á hvaðj hann væri nú að bisa. Þá kom hann auga á hundinn Súggen, og lamdi hann með hramminum svo að hann rak upp hátt veán; en Jóhansen slepti takinu á birnin- um og gat smeygt sér undan. Svo sló björninn hundinn Kaifas, en í því reið af skot Nansens. Jóhansen var þá búinn að koma fyrir sdg fótum og búinn að ná um skeftið á byssu sinni; það stóð upp úr opinu á húðkeipnum. Jóhansen hafði hruflast lítiiis- háttar á hendi og á hægri kinn. Varð ör eftir á kinninni er hún gréri, hvít rák, er hann gekk jafnan með síðan. Það var biirna, er þarna hafði verið að verki. Biðu tveir ungar hennar eftir henni bak viö ís- hrönn. Jóhansen skaut á þá, en þeir komust undan, en þeir fé- lagar heyrðu þá lengi dags baula á móður sína. # Daginn eftir komust þeir Nan- sen að landi á ey einni, og 26. ágúst fóru þeir 1 vetursetiu sunn- an á svonefndri Jacksonsieyju, en gátu ekki lagt upp þaðan fyr en 19. maí árið eftir. Eftir nær mánaðar ferðalag rák- ust þeir á enskan leiðangur við Flóruhöfða á Northbriooks-eyju, sem er ein syðsta eyjan við F. N.-Iandið. Það var 17. júní 1896. Var þá lokið æfintýralegu etf frækilegu hafísferðalagi þeirra Norðmannanna Friðþjófs Nansens og Jóhansens, Skólavarðan. Fyrir liðlega tveimur manns- öldrum, þáð var sumarið 1868, tóku ýmsir Reykvíkingar eftir því, að eitthvað var farið að vinnat efst á Þingholtinu (Skólavörðu- holtinu, sem Uú er nefnt). Það var verið að flytja þangaö grjót og höggva, og brátt kom í ljós að það gat ekki verið um annaöf að ræða en að verið væri að byggja upp Skólavörðuna, sem þá var búin að hrynja þrisvar, og nú verið að byggja hana upp; sem stóran steinlímdan turn. Upprunalega höfðu skólapiltar bygt þarna vörðu eftir að skólinn var fluttur til Reykjavikuir frá Skálholti árið 1785. Var skéla- húsið þá á Hólavöllum upp af þar sem Slökkviliðsstöðin er nú. En tuttugu árum síðar var skól- inn fluttur að Besisastöðum, og mun eftir það lítið hafa veriiði hirt um vörðuna og henni ekki haldið við. Hefir hún víst verið alveg faUin er hún var bygð Upp| aftur einhverntíma á árunum 1829

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.