Morgunblaðið - 26.07.1985, Side 3

Morgunblaðið - 26.07.1985, Side 3
MORGUKBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLl 1985 B £3 Eftir: Viöar EGGertsson Myndir: Bjarni Eiríksson/Friöþjófur Helgason/Þorkell Þorkelsson „Mig langar til aö svínbeyja ein- stetnuakstursmerkiö," svarar hún, en spurningunni um draum hennar svarar hún alvarleg: „Mig langar aö stofna leikhús, Listaleikhúsiö. Þessi draumur hefur veriö aö gerj- ast meö mér í nokkur ár. Fyrir al- vöru þegar ég lauk viö leiklistar- skólann og fór aö huga aö hvaö tæki við. Þessi draumur er sprott- inn úr löngun til aö þróa og skapa úr þessari listgrein sem ég stund- aöi nám í árum saman. Þaö eru til ótal verkefni, sem ég og aörir gætu glímt viö sem eru svo spenn- andi. En í þessum litla leikhúsheimi okkar eru aörir sem ráöa, önnur öfl, annarra draumar, og þaö eru aörir draumar en mig langar til aö rætist. Hverjir stjórna því? Stjórn- völd? Þaö vill alltof oft þrenna viö aö verkefni sem ákveöiö er fyrir- fram aö hljóti aö seljast, séu tekln til sýninga. Þaö ríkir því miöur ekki alltaf trú á drauma. í leikhúsi verö- ur aö taka áhættu því ábatinn get- ur oröiö margfaldur í listrænum árangri og skilaö sér þannig í starf- semi leikhússins og tvíefldum starfskröftum. Ég er ekki ein um aö eiga þennan draum um Lista- leikhúsið. Þaö eru einnig aörir þátttakendur í þessum draumi mínum. Fólk sem langar aö gera eitthvaö meö sína menntun, hæfi- leika og tilvist, en þaö er auövit- aö spurning um peninga. — Þaö ætti ekki alltaf aö veröa spurning um peninga." Erla er leikkona og stundaöi fram- haldsnám f París í látbragósleik. boöiö meö hana á Beckett-festival á frlandi og þar fékk hún góöa dóma. Enda afbragösleikarar á ferö. Mig langar aö vinna áfram meö hugmyndirnar sem ég var meö og jafnvel breyta hlutverka- skipan aðeins, til aö vinna nýja vídd.“ — En kvikmyndin? „Grunnurinn úr sviösuppfærsl- unni gæti oröið góöur fyrir kvik- myndina. Þar vil ég takast á viö nýtt rými, nýja vídd. Sandey í Þing- vallavatni hef ég hugsaö mér sem sviöiö. Þaö yröi einstök kvikmynd! Himinn, „haf“ og svört eyjan. Þar er lítil vík, sem minnir á leiksviö og þar myndu flækingarnir, Diddi og Gogo, hafast viö. Þrællinn Lucy kæmi syndandi í vatninu aö víkinni meö Pozzo sitjandi í árabát í eftir- dragi. Þetta yröi svartur „existans- ialismi“. Oddur er leikritahðf- undur og leikstjóri. Jón Sigurpálsson Hann gekk rólega aö merkinu og sagöi: „Viö skulum taka myndina hérna.“ Þetta var merki sem sýnir aö leyfilegt væri aö fara í báöar áttir — en þaö sýnir reyndar líka, ef maður vill hafa þaö svo, aö þaö er hægt aö fara upp og niöur .. . „Áriö 1982 rakst ég á pistil í bók. Þaö var Vitran Magnúsar Pét- ursonar Hörgslandi á Síöu frá 1628. Ég geröi bók um vitrun hans eins og ég túlkaöi frásögnina. Bók- in var bæöi á ensku og íslensku. Hún var þannig unnin aö ég límdi stafina á vatnslitapappír og vatns- litaöi síöan drungalegar skýja- myndir yfir, þá fjarlægöi ég stafina. Orðin voru áfram og runnu saman viö myndina. I Prestatali er sagt um Magnús að hann hafi verið drykkfelldur og hálfruglaöur. I vitrun hans, sem gæti veriö deleríum tremens, segir hann frá sýn sem hann verður fyrir. Hann sér allskyns kynjaverur í há- loftunum og fær síöan sýnina ráöna í draumi. Lárus H. Grimsson tónskáld sá bókina hjá mér og fær þá hug- mynd aö þarna sé fyrirtaks efni í óperu fyrir einn söngvara. Enda sterkur póetískur texti. Þetta er auövitaö á frumstigi en viö höfum komiö saman og skipt meö okkur verkum, Lárus sem gerir tónlistina, Möröur Árnason sem ætlar aö gera textann sönghæfan og ég geri síöan leikmyndina, sem ég hugsa mér byggöa upp á gerviefn- um og sáraeinfalda." — Heldurdu aö þeaai draumur rætiat? „Annars væri ég ekki aö þessu.“ Jón or myndlistarmaöur og starfar sem safnvöröur é ísafirói. Erla B. Skúladóttir Vid hvaða umferðarmerki eigum við að mynda þig? A/ kvikm ndag^rð Nú liggur Ijóst fyrir aö færri íslenskar kvik- myndir veröa frum- sýndar á næsta ári en menn þóttust sjá fyrir í upphafi þessa árs og jafnvel eftir aö út- hlutun Kvikmyndasjóös lá fyrir. Þannig hefur Eyvindur Erlends- son kvikmyndagerðarmaöur ákveöiö aö fresta tökum á mynd sinni sem ber vinnuheitiö Erind- leysan mikla, en hún er önnur myndanna tveggja sem fengu tveggja milljóna króna úthlutun frá Kvikmyndasjóöi. Hin myndin, Eins og skepnan deyr,.. sem Hilmar Oddson samdi handrit aö og leikstýrir, veröur kvikmynduö í Loðmundarfirði síöustu vikurn- ar í ágúst og frameftir septem- bermánuði. Um 15 manns vinna aö myndinni, þ.á m. þeir Sigurö- ur Sverrir Pálsson kvikmynda- v tökumaöur, Gunnar Smári hljóömaöur og aöalleikaranir tveir, Edda Heiðrún Bachmann og Þröstur Leo Gunnarsson. Kostn- aöaráætlun er um 5 milljónir króna. Eyvindur Erlendsson sagöi í samtali viö blaöamann aö vænt- anlega yröi hafist handa við inni- tökur fyrir Erindleysuna miklu meö haustinu, bæöi í Reykjavík og Hverageröi. Hann vonaöist síðan til aö geta kvikmyndað stærstan hluta myndarinnar á næsta ári í Hollandi og Skaga- firöi. Meira kvaö hann ekki unnt aö gera í bili, bæöi væri handritiö bundiö árstíöum og orðið of áliö- iö sumars og eins vildi hann biöa átekta þar til úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóös heföi úthlutaö þeirri 10 milljóna króna aukafjár- veitingu sem sjóðurinn fókk. Kostnaöaráætlun viö gerö Er- indleysunnar var upphaflega áætluö um 8 milljónir króna, en lækkaöi niöur í 7. Aö meðtöldum ofangreindum 10 milljónum hefur Kvikmynda- sjóður fengiö til úthlutunar 28 milljónir króna á þessu ári í þremur áföngum. Frestur til aö skila inn og endurnýja umsóknir til nefndarinnar vegna aukaút- hlutunarinnar rennur út þann 1. ágúst og aö sögn Jóns Þórarins- sonar, sem á sæti í nefndinni meö þeim Friöberti Pálssyni og Sveini Einarssyni, verður reynt aö hraöa úthlutun strax aö út- runnum skilafrestinum. Af þeim aöilum sem ekki fengu úthlutaö styrk frá Kvik- myndasjóði fyrr á árinu, hefur einungis kvikmyndafyrirtækið Nýtt lif fariö af staö í kvikmynda- tökur hér, á myndinni Nýtt líf 3, þeirri þriöju um félagana Daníel og Þór (Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Ulfsson). Ráögert er aö Ijúka tökum um miöjan ágúst. Kostnaöaráætlun myndarinnar hljóöar upp á rúmar 10 milljónir króna. Nýtt líf 3, sem Þráinn Bertelsson leikstýrir og skrifaöi handrit aö meö Ara Kristinssyni kvikmyndatökumanni, veröur frumsýnd á jólum. Hópurinn sem vann aö gerö þýsk/islensku kvikmyndarinnar SOS, er kominn heim, brúnn og sællegur eftir kvikmyndatökur þvers og kruss á Italiu. Er um aö ræöa þau Eddu Heiörúnu Bach- man, Kolbrúnu Halldórsdóttur, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Guö- jón Pedersen, Þröst Guöbjarts- son og Guöjón Ketilsson úr Svörtu og sykurlausu, auk Þor- geirs Gunnarssonar aöstoöar- leikstjóra, Hilmars Oddssonar aöstoðarhljóömanns og Matthí- asar Jóhannessonar matráös- manns. Leikstjóri myndarinnar er Lutz Konermann, sem jafn- framt lék stórt hlutverk. Aö sögn ítaliufaranna gekk vinnan syöra aö óskum og meira aö segja langferöabifreiöin „Skúli T.“, sem kominn er á efri ár, reyndist því starfi fullvaxin aö ferja hópinn og vera stór hluti leikmyndarinnar. Skúli er, eins og aörir þátttak- endur, kominn aftur á heima- slóöirnar. Tökum lauk endanlega 7. júli sl. og er eftirvinnsla mynd- arinnar aö hefjast. Hún veröur væntanlega frumsýnd hér um næstu jól. _ ve

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.