Morgunblaðið - 26.07.1985, Side 12

Morgunblaðið - 26.07.1985, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985 Hún er að norðan. Hún fór suður til að læra á orgel. Hún heitir Ugla, dóttir hans Fals í Eystridal. — Hún heitir María, dóttlr hans Árna heitins búkavarðar á Akur- eyri. Ugla er úr bók — en María er í alvörunni. Hún stendur fyrír framan mig og við tökum tal saman og ég horfi á hana og ég sé Uglu. Kannskl vegna þess að fyrstu sporin hennar á leiksviði voru sporin hennar Uglu í sýn- ingu Leikfélags Menntaskólans á Akureyri ý Atómstöðinni. Seinna Ið leið hennar suður, enn sunnar en Uglu, tll Svíþjóðar. I dag er hún ein af fastráðnum leikkonum Borgarleikhússins í Malmö — og hún er komin hingað norður aft- ur... aðeins í stutt frí. — jú, þaö heitir þaö víst — Hver* vegna vildiröu veröa leik- kona? Hún horfir augnablik á mig, þessum stóru hreinu augum, eins og örlítið hvumsa og svarar svo: — Mig hefur alltaf langað til þess, frá því ég var lítil stelpa. Pabbi lék stundum meö Leikfélagi Akureyrar og ég fékk oft aö fara með honum í leikhúsið þar sem ég sat úti í sal og fylgdist meö þessari undraveröld á leiksviöinu, hún heillaði mig alveg — þessar tilfinningar og þetta and- rúmsloft. Frá því ég var fjögurra ára tóku foreldrar mínir mig með á allar leiksýningar sem sýndar voru í bænum. Ég heföi frekar sleppt aöfangadagskvöldi heldur en aö missa af leiksýningu. Hún talar skýrt og er oröin örlítiö rjóö. Viö þögnum og ég horfi á hana augnablik. Hún hefur hreinan svip. Og þaö rifjast upp fyrir mér samtal úr Atómstööinni milli Uglu og frú Árland: Hún horföi á mig og sagöi: Þér eruö ekki alveg laus viö menntunarsvip. Ég þoli ekki menntunarsvip á kvenfólki. Þaö er kommúnismi. Lítiö þér á mig. Ég er stúdent, en þaö sér þaö enginn. Ef þessi svipur er menntunarsvipur, þá er ég ósammála frú Árland. Skröltum um landið og lékum lon og don — Hvernig var avo aö atíga aín fyratu skref á leiksviöi, í svona atóru hlutverki? — Þaö var dásamlegt! Þetta var svo skemmtileg vinna. Viö vorum aö alla daga og jafnvel nætur. Þetta byggðist á eldmóöi. Ég veit ekki hvernig væri aö sjá þessa sýn- ingu í dag, en ég held aö hún hafi verið mjög lifandi. Ég sé hana fyrir mér í rauöum Ijóma. Ég kunni þá enga leiktækni, ég haföi ekkert nema tilfinningu og næmi. Mér þótti vænt um Uglu og ég glugga oft í bókina síöan. — Síöan lékatu í fyratu leiksýningu Al- þýöuleikhúaaina, aem var Krummagull. Hvernig kom þaö til? — Sumariö áöur haföi hópur fólks á Ak- ureyri stofnaö Alþýöuleikhúsiö. Ég var búin meö Menntaskólann og var í íhlaupavinnu. Var aö hugsa mér til hreyfings, því ég haföi búiö á Akureyri alla mína hunds- og katt- artiö. Ætlaöi í leiklistarskóla, en þá var eitthvert millibilsástand í leiklistarskólam- álum, engir nemendur teknir inn. Einn dag- inn höföu þau samband viö mig frá Alþýöu- leikhúsinu og buöu mér aö vera meö í Krummagulli, höföu séö mig í Atómstöö- inni. Ég tók því auövitaö tveim höndum. Viö byrjuöum aö æfa um miöjan vetur og fórum svo í leikferö vítt og breitt um landiö. — Um hávetur, var þaö ekki erfitt? Hún hlær aöeins viö og segir: — Ég var rétt oröin nitján og mér fannst þetta allt svo spennandi og skemmtilegt. Jafnvel þaö sem var erfitt. Viö skröltum um landiö á Land-Rover-jeppa meö leikmyndina í kerru aftaní bílnum og lékum lon og don. En þaö var svo mikils viröi aö fá aö vinna meö jafn leikhúsreyndu fólki og var þarna i för. Nú, viö lékum fram á sumar svo ég missti af inntökuprófinu þegar fyrstu nemendurnir voru teknir inn í Leiklistarskólann. Fyrsti erlendi nemandinn Þaö var komin óeirö í mig. Ég vildi fara erlendis og einhvern veginn lá beinast viö aö fara til Svíþjóöar. Þar fór ég aö vinna á sjúkrahúsi og reyndi aö læra þetta nýja HEIMILISHORN Bergljót Ingólfsdóttir Eigin vellíðan aö veitir ekki af, svona stöku sinnum, aö varpa frá sér áhyggjum af hollustuháttum í matseld, eöa öörum viöfangsefn- um, sem upp koma viö heimilis- haldiö og huga eilítiö aö eigin vellíðan og hvíld. Best af öllu er auövitaö aö geta fariö og notiö þjónustu sérfræöinga í snyrtingu, afslöppun og ööru því, sem aö líkamlegri vellíöan lýtur. En víöa er þannig háttaö hérlendis að tómt mál er aö tala um slíka hluti, nema þá þegar komiö er í heim- sókn á þéttbýlisstaöi. En viö skulum rétt athuga hvaö hægt er aö gera heima i einrúmi, þegar færi gefst og iöngun er til aö dekra ofurlítiö viö eigin persónu. Nokkrar æfingar til afslöppunar 1. æfing. Sitjiö á stól meö hand- leggi máttlausa niöur meö hliö- unum og höfuöiö teygt fram. Dragiö djúpt inn andann (í gegn- um nefiö), réttiö úr ykkur og and- iö frá (í gegnum munninn) um leiö og handleggir eru teygöir aftur. Æfingin gerö nokkrum sinnum. 2. æfing. Viö þessa æfingu er sama hvort staöiö er eöa setiö. Höfuöiö látiö síga hægt fram og svo til baka, eins langt og hægt er, nokkrum sinnum og öndunar- æfingar geröar um leiö.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.