Morgunblaðið - 26.07.1985, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1985
B 13
tungumál. f Svíþjóö eru þrír ríkisreknir
leiklistarskólar og þeir eru metnir aö jöfnu,
einn í Stokkhólmi, einn í Gautaborg og einn
i Malmö. Þó ég heföi slæma sænskukunn-
áttu áræddi ég aö taka inntökupróf í
Stokkhólmsskólann. Þaö sækja venjulega
u.þ.b. sex hundruð um, og svo var í þetta
sinn. Fljótlega var fariö aö vinsa úr og ég
komst í 24 manna úrtakiö, sem var þaö
síöasta áöur en endanlegu 12 nemendurnir
voru valdir.
— Hvernig var aó vera hatnaö?
— Mér haföi gengiö alveg ótrúlega vel
og fyrst ég var komin svona langt fannst
mér súrt í broti aö þurfa aö snúa viö.
Hún brosir meö sjálfri sér viö tilhugsun-
ina og ég tek eftir aö hún talar enn meö
hljómmiklum norölenskum hreim og ég
brosi líka. Síöan heldur hún áfram:
— Ég hélt áfram aö vlnna á sjúkrahús-
inu. Vann á nóttunni og sótti leiklistartíma,
námskeið þrjá tíma á dag, viö Háskólann í
Stokkhólmi. Því ég var ákveöin aö reyna
aftur ári síðar.
— Og hvernig gekk?
— Fyrsti skólinn sem hóf inntökupróf
var í Malmö og ég komst inn.
— Er ekki erfitt tyrir tólk aem ekki het-
ur sænaku að móöurmóli að komaat inn i
akólana í Svíþjóó?
Hún hikar andartak og segir: — Jú, ég
var fyrsti erlendi nemandinn sem var tekinn
inn í Leiklistarskóla í Svíþjóö.
— Varatu þé ekki undir amáajá í akól-
anum vegna málains?
— Ég fékk sérstaka kennslu vegna
þess, sem stundum fór kannski út í öfgar.
Ég haföi lært sænskuna mjög hratt og er
enn meö örlítinn hreim, svo fólk hefur ekki
alltaf veriö viss um hvaöan úr Svíþjóö ég
væri! Einu sinni var ég spurö aö því hvort
óg væri Vermlendingur sem værl aö reyna
aö vera töff meö því aö tala Stokkhólmsku.
Hún hlær svolítiö en veröur svo alvarleg
aftur: — Þegar ég tekst á viö nýtt hlutverk
þá nota ég segulband og fæ talkennara til
aö hjálpa mér til aö ná burt þeim litla hreim
sem eftir er.
_____Rætt við
Maríu Árnadóttur,
íslenska leikkonu
á erlendri grund
Langaði heim, en...
— Þegar þú laukat vió skólann, hvaó
tók þá V'ó?
— Mig langaöi heim. En vegna þess
hvaö ég haföi lagt mikiö á mig til aö ná sem
bestum tökum á málinu og haföi þetta nám
aö baki þá vildi ég athuga hvaöa möguleika
ég heföi. Ég sótti um hjá Borgarleikhúsinu í
Malmö og bauöst ársráöning meö leikhóp
þar sem kallast Unga Teatern. Ef leikarar
hafa staöiö sig vel eftir aö hafa veriö ráönir
þrisvar á árssamningi, býöst þeim fastur
samningur.
— Hvernig leikhúe er Borgarleikhúaió í
Maimð?
— Þetta er mjög stórt leikhús. Þarna
eru fjögur sviö. Stærsti salurinn tekur
1.600 manns í sæti og er þar jafnframt
stærsta sviö í Noröur-Evrópu. Þar eru nær
eingöngu settar upp óperur og ballettar.
Viö leikhúsiö er fastráöinn stór hópur ein-
söngvara, kór og ballettflokkur meö yfir
þrjátíu dönsurum. Hin þrjú sviöin eru notuö
fyrir leiksýningar af öllu tagi. Eitt þeirra er
nýtekiö í notkun og mér finnst þaö einna
skemmtilegast, því þaö gefur möguleika á
ýmsum tilraunum með leikhúsformiö.
— Hvaó var tyrata verkefnió þitt meó
Unga Teatern?
— Þaö var aðalkvenhlutverkiö í söng-
leiknum Gusti, sem veriö hefur sýndur hér í
Þjóöleikhúsinu í Reykjavík. Viö lékum þetta
sem fjölskyldusýningu. Siöan var ég í barn-
aleikriti sem hét Smittan og svo tók ég
barneignafrí í næstum heilt leikár, nema
um vorið var óg í Ödipusi konungi, sem
flutt var í nýrri leikgerö.
— Og aíóan?
— Haustið eftir var ég í leikriti eftir
Schwarts sem heitir Nakti kóngurinn og er
byggt á þremur ævintýrum eftir H.C. And-
ersen, Prinsessunni á bauninni, Nýju fötum
keisarans og Svínahiröinum.
— Og hvaóa hlutverk tórat þú meó?
— Prinsessuna, sem var reyndar aöal-
hlutverk.
Hnémáni
En eftir þaö kom þaö skemmtilegasta
sem ég hef gert. Þaö var í leikritinu Traf-
ford Tanzi eftir Clair Luckham. Ég lék móö-
ur hennar, ægilegan svark. Leikritiö gerist í
e.k. fjölbragöaglímusal og aö mestu í
hringnum. Þaö fjallar um stúlku, Trafford
Tanzi, sem þarf aö berjast allt sitt líf, því
einhvern veginn virðist svo aö allir þurfi aö
iumbra á henni. Stríö hennar byrjar strax í
vöggu, hún berst viö móður sína, fööur,
skólasystur og loks eiginmann. Þaö er lífs-
barátta í orðsins fyllstu merkingu. Þessi
sýning hlaut mikla aösókn og tókst mjög
vel. Sem byggöist ekki síst á því aö áhorf-
endur tækju þátt i sýningunni af lifi og sál,
ekki síst í glímulotum Trafford viö sína nán-
ustu, og þaö geröu þeir svo sannarlega.
Þetta var allt ööruvísi en þaö sem ég hef
áöur reynt. Sýningin kraföist mikils þols og
tækni. Viö æföum fjöibragöaglímu í tvo
mánuöi áöur en æfingar hófust og síöan
daglega meöan æfingar stóöu yfir. En þó
vorum viö á sýningum meira og minna að
slasa okkur.
Hún lalar af meiri ákefö en áöur og í
augum hennar speglast Ijúfar endurminn-
ingar. Hana hefur aldrei skort orö.
— Ég braut bein í hnónu, eöa brjósk,
þaö heitir... þaö heitir „menisk“ á
sænsku. Hvaö er þaö á íslensku? Hún
brosir örlítiö afsakandi og reynir aö skýra
út hvaö þaö sé sem hún er aö tala um, en
ég hristi hausinn og segist ekki vera vel aö
mór í læknisfræöi. Þetta er í fyrsta sinn
„En neóat í mjóhryggnum er eitthvaó ía■
lenakt, sem allt hvílir á og Svíar geta
aldrei ekilió — einhverakonar Inat her-
bergiakytra í ailinni.“
sem hún hefur hikaö í frásögninni og geng-
ur beint aö símaborðinu minu og tekur
þaöan úr hillu oröabók. Hvernig hún kom
auga á hana i draslinu veit ég ekki. Hún
flettir leiftursnöggt upp á oröinu og les:
„Hnémáni" — jú, þaö heitir þaö víst.
Þetta orö haföi ég aldrei heyrt. Og hún
heldur áfram aö segja mér frá slysinu:
— Þetta geröist tiu dögum fyrir frum-
sýningu. Viö þurftum aö breyta næstum
öllum atriöum sem ég var í og viö vorum
búin aö æfa, til aö hlífa hnénu. Læknirinn
hristi bara hausinn, þegar hann komst aö
raun um aö ég ætlaöi aö halda áfram i
sýningunni. Þaö var þess viröi, því áhorf-
endur ætluöu hreint aö tryllast á sýningum.
Þegar líöa tekur á leikinn og Trafford fer aö
svara fyrir sig í hringnum og lumbra á
mömmu sinni, þá voru áhorfendur svo
hrifnir aö þeir klöppuöu atriöiö oftast upp
og stundum urðum viö aö leika þaö þrisvar
í röö! Þetta var sem sagt mjög skemmtilegt
og endaöi meö því aö sænska sjónvarpiö
tók sýninguna upp síöasta haust.
Herbergiskytra í sálinni
Viö ræöum áfram saman um Trafford
Tanzi, þvi ég haföi séö verki í írsku leikhúsi
fyrir ári og gat tekiö undir hversu óvenju-
legt þaö væri, ekki siöur fyrir áhorfendur.
Siöan ræöum viö um önnur hlutverk sem
hún hefur tekist á viö. Hún segir mór frá
þeim verkefnum sem til stendur aö hún
glimi viö næsta leikár. Þar á meðal er
breski söngleikurinn Blood Brothers, sem
heyrst hefur aö taka eigi einnig til sýninga
hjá Leikfélagi Akureyrar, sem einhvern tím-
ann hefur veriö kallaö nyrsta atvinnuleik-
hús í heimi. Og þá erum viö aftur komin í
noröriö, og ég spyr:
— Fær Noróanatúlkan einhvern tím-
ann heimþrá?
— Já og hún er erfið. Þaö er erfitt aö
bera hana með sér sem feröafélaga í gegn-
um lífiö. Því lengra sem líöur, finn óg betur
aö þaö er alltaf eitthvaö — einhver hluti af
mér sem aldrei nýtist mér sem leikara —
eitthvaö sem kemst aldrei út. Þegar ég fór
til Svíþjóöar var ég oröin tvítug og ég læröi
sænsku eins vel og ég gat. Ég tala alla
daga sænsku, hugsa og jafnvel dreymi á
sænsku. En neðst í mjóhryggnum er eitt-
hvaö íslenskt, sem allt hvílir á og Svíar geta
aldrei skiliö — einhvers konar læst her-
bergiskytra í sálinni.
— Hvaó geriróu þegar heimþráin hell-
iat yfir þig?
— Áöur var þetta svolítiö rómantískt.
Ég sat á kvöldin og las íslensk Ijóð, sötraöi
rauövín og hlustaöi á Billie Holliday. En
núna verö ég bara þunglynd þegar heim-
þráin hellist yfir mig og reyni aö vinna gegn
þvi. En mér finnst verst aö sænskir vinir
mínir geta aldrei kynnst mér aö fullu eins
og ég er. Þetta eru góöir vinlr, sem mér
þykir vænt um, en ég veit um þessa her-
bergiskytru, sem þeir geta aldrei séö inní.
— Ætlarðu að koma heim?
— Mig langar mikiö til þess. Eftir næsta
leikár hef ég rétt á launalausu leyfi frá
samningnum mínum í allt aö þrjú ár, og ég
ætla aö nota mér þaö. Mig langar aö vinna
meö nýju fólki, takast á viö ólíka hluti viö
aörar aöstæöur og nýta þaö af mér sem ég
hef aldrei getaö notaö í Svíþjoö og þaö
gæti ég hér fyrir noröan — á Islandi.
Viötal/Viöar EGGertsson
Mynd/Vilborg Einarsdóttir
3. æfing. Setiö á stól, gripiö meö
höndum undir stólsetuna til
skiptis með hægri og vinstri
hendi. Þegar tekiö er meö hægri
hendi er höfuöiö látið siga til
vinstri, í mótstæöa átt, síöan gert
eins meö vinstri hendi. Æfingin
gerö nokkrum sinnum, andaö
djúpt inn og hraustlega frá á
meöan.
4. æfing. Höföinu snúiö á víxl, til
hægri og vinstri, eins langt og
hægt er. Öndunaræfingar geröar
meö.
5. æfing. Hakan er dregin eins
langt inn aö bringu og hægt er,
höfuöiö hreyft, eins og veriö sé
aö kinka kolli.
6. æfing. Höfuöiö hreyft til
beggja hliöa, sitt á hvaö, eins
langt og hægt er.
7. æfing. Leggist á jafnsléttu, á
dýnu eöa bara á gólfiö, saman-
rúllað handklæöi sett undir háls-
inn, öndunaræfingar geröar á
meðan legiö er. Ef til er fónn á
heimilinu er hægt aö setja plötu
meö rólegri tónist á og njóta
þess aö hlusta á meðan. En
þögnin er líka góö og án efa
nauösynlegri en margan grunar.
En hvaö um þaö, þreytan ætti aö
líöa vel úr kroppnum viö þessa
æfingu.