Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBIAÐID.SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1986 „Þetta kom þannig til, að ég fékk boð um að vera gistiprófess- or í Róm í tvo til þrjá rnánuði," sagði Dr. Jónas er hann var fyrst spurður um tildrögin að ferðinni til Rómaborgar. „Það var „professoressa" Teresa Paroli, sem ég kynntist lítillega á þingi um íslenskar fornsögur í Toulon í Frakklandi, sem hafði unnið að þessu, og mér fannst ég ekki geta slegið hendi á móti því, ef ég fengi fri frá Árnastofnun. Og það varð úr að ég fór suður á Ítalíu í byrjun mars í vor og var þar í þrjá mánuði. Ég fékk húsnæði i dönsku menningarhúsi í Róma- borg, „Accademia di Danimarca". Fljótlega fékk ég þá hugmynd að nota tímann til að hyggja að skjölum í Vatikansöfnunum. Ég er oft spurður hvort þar sé ekki eitthvað af íslenskum skjölum eða handritum og verð þá að játa, að það hefur lítið verið leitað þarna af íslendingum sjálfum. Hins vegar hafa fræðimenn frá hinum Norðurlöndunum leitað í þessum söfnum. í rauninni var mér það ljóst fyrirfram, að það þyrfti meiri tíma en ég hefði, til að gera sér miklar vonir um að finna eitthvað, ekki síst þar sem ég var bundinn við að halda fyrir- lestra. Raunin varð svo sú, þegar ég var kominn þarna suður og fregn- ir bárust um þennan mann norð- an frá íslandi, að ég fékk heim- boð frá fleiri háskólum og það tók enn meira af tíma mínum. Ég byrjaði í Róm og hélt þar nokkra fyrirlestra, en síðan fór ég til annarra háskóla og talaði þar um íslenskar fornsögur og handritin, og sýndi myndir af handritun- um.“ Pápískar dröslur „Ég fór allt frá Skikiley og norður til Bologna og kom við í ýmsum háskólum. Þar að auki sótti ég ráðstefnu um samband fornra suðrænna og norrænna bókmennta. Þessi ráðstefna stóð í fimm daga og var haldin í borg sem heitir Macerata og er norð- austur frá Róm, ekki langt frá austurströndinni í héraðinu Marche. Þetta er fornfrægur staður og háskólaborg. Þar hélt ég fyrirlestur um heilagra manna sögur enda var það svo, að þegar talað var um norrænar forn- bókmenntir þá voru það aðallega íslenskar fornbókmenntir, ís- lenskar fornsögur, Eddukvæði og önnur fornkvæði og íslenskt mál. Meira að segja var einn fyrirlest- urinn um Arngrím lærða. eftir siðaskiptin var ekki hirt um þessi rit og meira að segja voru þau fyrirlitin. Þetta var kallað „pápískar dröslur" og það eru jafnvel til frásagnir um, að þær hafi verið brenndar, eins og til dæmis gömlu Helgafellsbækurn- ar, sem Jón lærði segir frá. Það eru því bara slitur, eitt og eitt blað, sem eru varðveitt hér á landi af þessum gömlu latnesku handritum og þau hafa lítið verið rannsökuð. Talið er að allra elstu brotin latnesku bendi suður til þýska og franska svæðisins. Á þeim tímum vorum við íslend- ingar fyrst undir erkistólnum í Lundi frá 1104 og þangað til erki- biskupsstóllinn kom í Niðarósi um 1152. Áhrifin komu þarna sunnan að í fyrstu að minnsta kosti. En þessi latnesku handrit hafa getað komið víða að, frá Eng- landi, Þýskalandi, franska svæð- inu og svo frá Danmörku og Nor- egi. Sambandið hefur getað verið beint suður til Evrópu, enda voru menn við nám þar eins og Sæ- mundur fróði í Frakklandi og Þorlákur biskup í Englandi, en að sumu leyti hafa áhrifin komið í gegnum Norðurlöndin." Kom nokkuð fram á þessari ráðstefnu, sem benti til að sögur, sem við höfum hingað til talið ís- lenskar að uppruna, væru endur- sögn af latneskum sögum? „Nei, það kom ekki fram og ég segi sem betur fer. En það gæti alltaf verið að eitthvað slíkt kæmi í ljós, og þá frekar yngri sögurnar, fornaldarsögur eða riddarasögur, sem ef til vill væri hægt að tengja við einhverjar er- lendar fyrirmyndir.“ „AHar leiðir liggja til Rómar,“ segir einhvers staðar og líklega getur Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, tekið undir þau orð. Fyrr á þessu ári dvaldi hann í „borginni eilífu“ við fræðistörf, þar sem hann lauk upp dyrunum að mesta helgidómi íslensku þjóðarinnar, forn- sögunum og handritunum, og kynnti menningararf okkar íslendinga meðal afkom- enda hinna fornu Rómverja. í eftirfarandi spjalli greinir Dr. Jónas frá dvöl sinni þar syðra, kynnum sínum af ítölskum há- skólum og fræðagrúski í skjalasafni Páfagarðs. Mannfjöldi hlýðir á boðskap páfa á Péturetorginu í Róm. Einn íslendingur annar var á þessari ráðstefnu, Sigurður Pét- ursson latínukennari, og hann talaði um þýðingar á kvæðum óvidíusar á íslensku. Ég bar hins vegar tvær heilagra manna sögur saman við latneska frumtexta, sem ég fann í Vatikanbókasafn- inu. Þar lagði ég einkum út af því hvernig gömlu mennirnir leystu vandann í latínunni þegar þeir fóru að þýða yfir á íslensku, hvernig þeir sneru textanum mjög haglega á hreint og vandað íslenskt mál, umbyltu honum á ýmsan hátt og gerðu hann að hreinni íslensku. Ekki er vitað með vissu hvaðan íslenskir sagnaritarar fengu text- ana því mest af hinum latnesku handritum, sem hingað komu frá útlöndum, hefur glatast. Latínan var mál kaþólsku kirkjunnar og ÞORFAÐ IFITA ÍSLENSKRA HANDRITA 0G SKJALA Jónas Kristjánsson með eitt elsta handrit Njálu, sem kallað er Gráskinna. Morgunbi»öi6/ói.K.M. IPAFAGARÐI Rætt við dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumann Stofnunar Árna Magnússonar, um fræðistörf á Ítalíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.