Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 t Móðir okkar, K ARÓLÍNA MARGRÉT HAFLIDADÓTTIR, andaöist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi, 26. júií. Halldóra Skúladóttir, Vilhjólmur G. Skúlason. t Móöir okkar, ÓLÖF STEFÁNSDÓTTIR, Ásavallagötu 65, sem andaöist 23. júli, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 29. júlí kl. 10.30. Systkinin. t Útför SIGRÍÐAR ÖNNU JÓNSDÓTTUR fró Helgadal, Dalbraut 27, Reykjavík, veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 30. júli og hefst athöfn- in kl. 10.30. Vandamenn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, LILJA BJARNADÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 31. júlí kl. 15.00. Sjöfn Zophoníasdóttir, Soffía Zophoníasdóttir, Bjarni Zophoníasson, Herdís Zophoníasdóttlr, Gunnar M. Steinsen, örn Þór Karlsson, Margrét Jónsdóttir, Páll Tryggvason barnabörn. t Útför > HJARTAR NIELSEN, Baröaatrönd 11, veröur gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 30. júlí kl. 13.30. Erna Nielsen, Svala Nielsen, Sophus Nielsen. t Faöir okkar og tengdafaöir, SIGURGEIR HALLDÓRSSON, Hratnistu, Reykjavik, áður Þórsgötu 10, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju mánudaginn 29. júli kl. 13.30. Eyþór Óskar Sigurgeirsson, Guóbjörg Sigurgeirsdóttir, Halldór Sigurgeirsson, Oddrún Sigurgeirsdóttir, Sigríóur Sigurgeirsdóttir, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Klara Sigurgeirsdóttir, Þórey Björnsdóttir, Þorsteinn Auöunsson, Kristján Andrósson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, fósturfaöir og tengdafaöir, ÞORSTEINN JÓHANNSSON, frá Búöardal, til heimilis aö Furugeröi 1, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Bústaöakirkju miövikudaginn 31. júlí kl. 13.30. Jarösett verður í Gufuneskirkjugaröi. Guöríöur Guóbrandsdóttir, Gyöa Þorsteinsdóttir, Guömundur Á. Bjarnason, Siguröur Markússon, Inga Árnadóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Hannes Alfonsson. Jakob S. Kvaran Akureyri - Minning Hniginn er í valinn gamall góðborgari frá Akureyri, Jakob S. Kvaran. Kvaran, eins og hann var löng- um kaliaður, var Austfirðingur að ætt, sonur Sigurðar læknis Kvar- ans og konu hans. Hann kom ung- ur að árum til Akureyrar, þar sem hann festi rætur. Kvaran var framkvæmdamað- ur, honum féll aldrei verk úr hendi. Hann setti á stofn fyrstu skóverksmiðju á Akureyri, og hafði um tíma mikil umsvif og margt fólk í vinnu. Sútun fékkst Kvaran einnig við, einkum á roðskinnum en þau voru í tízku á stríðsárunum þegar erfitt var um annað hráefni til skógerðar. Mörg áhugamál voru honun hugleikin, listrænn eins og hann var. Tónlist- in var eitt af áhugamálum hans og hann samdi létt lög. Mesta áhug- amál hans mun þó hafa verið frí- merkjasöfnunin og var hann ásamt þeim bræðrum, Jónasi lækni og séra Friðrik Rafnar, einn sá fyrsti hér á landi sem fékkst við þetta tómstundagaman. Kvaran fluttist til Danmerkur árið 1949. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Emelie Kvaran, fædd Aalling, og reyndist hún honum í alla staði frábær lífsförunautur, og var umhyggja hennar fyrir „gamla manninum" mjög rómuð. Síðustu árin bjuggu þau hjón á Spáni hálft árið, en Kvaran reisti þar myndarlegt hús á sólar- ströndinni árið 1961. Þar er eftir- sjá að litríkum persónuleika. Ég var þeirar gæfu aðnjótandi Magnús S. Jóns son — Minning Fæddur 2. nóvember 1894 Dáinn 22. júlí 1985 Listamaðurinn Magnús S. Jónsson andaðist á Borgarspítal- anum 22. þ.m. En listamann nefni ég Magnús bókbindara vegna þess góða handbragðs og vandvirkni sem gætti í starfi hans. Magnús og tvíburabróðir hans, Ásgeir Lárus, fæddust á Þingeyr- um í Húnaþingi þann 2. nóvember 1894. Þeir voru yngstir af 10 systk- inum, börnum Jóns ÁsgeirsSonar bónda þar. Alsystkinin voru fimm og móðir þeirra var Guðbjörg Árnadóttir frá Sigríðarstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Hópi. Afi Magnúsar, Ásgeir Einarsson, var þingmaður Strandamanna og Húnvetninga í 22 ár á árunum 1845—1885. Auk þess að búa stóru búi var hann hvatamaður og vann að byggingu Þingeyrarkirkju, sem hefur sérstöðu í húsagerð. En því er minnst á þetta að arfur feðr- anna setti mark á Magnús. Hann var stórbrotinn í lund, traustur maður og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Þegar þeir bræður, Magnús og Ásgeir, voru um tveggja ára aldur veiktist faðir þeirra og var þá Magnúsi komið fyrir á Eyjólfs- (---------------------------s Kransar og kistuskreytingar. Sendum um allt land. LANGHOLTSVEGI 89 SlMI 341II stöðum í Vatnsdal en Ásgeiri að Sveinsstöðum í Sveinsstaðahreppi. Fósturforeldrar Magnúsar voru merkishjónin Steinunn Steins- dóttir og Jónas Guðmundsson sem bjuggu þar myndarbúi. Hann ólst þar upp við öll algeng sveitastörf og minntist fósturforeldra sinna með miklum hlýhug. Ævistarf sitt, bókbandið, lærði Magnús hjá Sigfúsi bónda í For- sæludal í Vatnsdal. Einnig stund- aði hann búfræðinám við bænda- skólann á Hólum. Á sínum yngri árum starfaði hann talsvert með bróður sínum, Ásgeiri, vatnsvirkjafræðingi m.a. við mælingar á Flóaáveitunni. Þá áttu þeir bræður góða hesta og höfðu yndi af eins og þeir áttu kyn til, en faðir þeirra var hinn lands- kunni hestamaður Jón á Þingeyr- um. Af honum og hestum hans eru til margar skráðar sögur. Á árunum í kringum 1932 unnu þeir bræður við mælingar í Land- eyjum og tjölduðu í túnfætinum á Búðarhóli. Yngsta heimasætan á bænum, Oddrún, mun iðulega hafa fært tjaldbúum kaffi og annað góðgæti. Þessi kynni leiddu til brúðkaups Oddrúnar og Magnúsar haustið 1932. Foreldrar Oddrúnar voru Einar Nikulásson og kona hans, Valgerður Oddsdóttir. Magnús og Oddrún eignuðust þrjá syni. Elstur er Steinn Valur viðskiptafræðingur og aðstoðar- bankastjóri í Verzlunarbankan- um. Ásgeir Örn er næstelstur. Hann er járnsmiður hjá Sindra- smiðjunni. Yngstur er Einar Már bifvélavirki hjá Þ. Jónssyni. Einn- ig ólu þau upp son Einars, Ara Má, sem kom til þeirra á öðru ári. Hann stundar nú nám við Kaup- mannahafnarháskóla. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. 8 S.HELGASON HF STEINSMKUA SKÐJMUVEGI 48 SiMI 76677 að þekkja Kvaran í hálfa öld. 1 leiðarlokin kveð ég þennan aldna vin minn, og sendi eftirlifandi konu hans og syni, Pétri, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Richardt Ryel Oft var leitað til Magnúsar þeg- ar binda þurfti inn verðmætar bækur eða þegar gefa átti bækur í skrautbandi við hátíðieg tækifæri. Ennfremur batt hann mikið inn fyrir opinberar stofnanir. Magnús átti nokkurt safn góðra bóka, sem bera handbragði hans vitni og var honum mjög kært. Hann varði frístundum sínum til bóklesturs og ferðalaga. Mest yndi hafði hann af ljóðalestri, þjóðlegum fróðleik og ferðasögum. Magnús var útivistarmaður af lífi og sál og ferðaðist um landið þvert og endilangt, hálendið jafnt sem byggðir fram á háan aldur. Hann naut þess mjög að ganga á fjöll. Hann var fastagestur í Land- mannalaugum áratugum saman. Þegar ég undirritaður, sem er bróðursonur hans, horfi til baka og rifja upp kynni mín af Magnúsi þá sé ég eftir því um seinan að hafa ekki notað betur þau tæki- færi sem ég hafði til þess að kynn- ast honum, en raun varð á. Ég veit að faðir minn, Ásgeir L., hafði miklar mætur á honum. Ur æsku minni man ég eftir því hvað ég hlakkaði alltaf til jólaboðanna á fallegu heimili þeirra á Hverfis- götunni nr. 102b en þar bjuggu þau í tæp 40 ár. Þar mætti ég ávallt miklum hlýhug og má til gamans geta hvað mér fannst Oddrún vera falleg kona og hélt ég alltaf að hún hlyti að vera frænka mín. Allar götur síðan til fullorð- insáranna, þrátt fyrir alltof lítil samskipti, hef ég vitað að mér hef- ur fylgt vinarhugur Magnúsar og fjölskyldu hans. Ég votta fjölskyldu hans inni- lega samúð mína. Þegar ég kveð kæran föðurbróð- ur þá man ég síðast eftir honum í sundlaugunum, gömlum manni með fullri reisn sem hann ávallt hafði. T.Á. flD PIOIMŒER ....OG BÍLLINN merdur eins og hlkSvileimhöll á hjólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.