Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 Svavar A. Jónsson Evangelískt klausturlíf Leið fárra en lífslind margra Ég hef nokkrum sinnum hitt karla og konur úr hinum ýmsu kirkjum mótmælenda þar á með- al lútersku kirkjunni sem hafa gengið í mótmælendaklaustur. Mörg þeirra, kannski öll, nú er bezt að fullyrða ekki of mikið, hafa unnið hin þrjú gömlu klausturheit, heit um fátækt, skírlífi og hlýðni. Sum þeirra ganga í klæðnaði sem ber köllun þeirra vitni. Klausturlíf er einn af mörgum möguleikum. Það er hægt að kjósa sér margvisleg lífsform, einbýli, hjónaband, stórfjöl- skyldu, hóp af jafnöldrum eða fólki á ýmsum aldri, sem býr saman o.s.frv. Klausturlíf er einn möguleika sagði miðaldra maður, sem bjó í klaustri í Hol- landi. Og það víkkar víst sjón- deildarhring okkar allra að hugleiða þessi mál nánar hvort sem okkur finnst þau aðlaðandi fyrir sjálf okkur eða ekki. Um daginn fékk ég bréf frá Noregi, sem segir frá undirbúningi undir mótmælendaklaustur þar. Þessi undirbúningur hefur staðið yfir í fimm ár og nú verður til skarar skriðið. Eitt bréfanna var frá systur Evu, sem hefur verið í klaustri mótmælenda í Frakk- landi í nokkur ár. Klaustrið í Frakklandi Ég byrja á að segja ykkur frá þessu franska systrasamfélagi, þessu franska mótmælenda- klaustri. Það heitir La Commun- auté des Diaconesses de Reuilly og er í Versölum. Það var stofn- að árið 1841 og allar götur síðan hafa konur úr mótmælenda- kirkjum komið þangað og lifað þar klausturlífi. Klaustrið tekur á móti gestum, sem vilja koma þangað til að eiga nokkurra daga kyrrð og endurnýjun andlegs lifs. Það er líka hægt að dveljast þar um lengri tíma, hálft ár eða heilt. Manneskja sem kemur til nokkurra mánaða dvalar, tekur þátt í daglegu lífi klaustursins, vinnunni og samfélaginu, og get- ur fengið sérstaka handleiðslu við lestur Biblíunnar og annað, sem eflir andlegan vöxt og þroska. Allir geta svo komið til guðsþjónustu sem haldin er daglega og til altarisguðþjón- ustu, sem haldin er á fimmtu- dagskvöldum kl. 20.30. Það er rétt að láta heimilisfangið fylgja hér með ef einhver ykkar vildu heimsækja klaustrið: 10 rue Porte de Buc F— 78 000 Versailles. Símar: (3) 951-2562 og (3) 951-0486. Tekið er fram að ekki er nauð- synlegt að kunna franska tungu til að dveljast þar í nokkra daga og að allir eru hjartanlega vel- komnir. Ef einhver ykkar skyldu velta því fyrir sér hvort „allir" séu bæði karlar og konur eða einungis konur verð ég að viður- kenna að ég er líka að velta því fyrir mér og hef ekki hugmynd um það. Klaustrið í Noregi í haust munu 4—5 systur frá klaustrinu í Versölum koma til Noregs og hefja klausturstarf þar eftir fyrirmynd frá klaustr- inu í Versölum. Til þess að byggja klaustur þarf samfélag, sem er borið uppi af hefð og reynslu, segir f bréfunum. Klaustrið verður í Tunhovd í ör- ve Numedal, sem er um 200 km frá Osló. Það hefur bæði kosti og galla að byggja klaustrið svo langt frá þéttbýlinu en þarna eru góðar samgöngur við Osló, Bergen og Kristiansand. Söfnuð- urinn, presturinn og sóknar- nefndin í örve Numedal ætlar að taka á móti systrunum og styðja starf þeirra eftir mætti en klaustrið verður hluti af starfi norsku kirkjunnar og biskupinn í Osló mun tilnefna 1 af 4 aðilum í stjórn þess. Hinir í stjórninni eru tilnefndir af aðalstjórn Dí- akonissuhússins (Lovisenberg), Vinahópi Díakonissuklausturs- ins og klaustrinu í Versölum. Margt áhugafólk í kirkjunni vinnur nú að því að klaustrið megi rísa sem fyrst á lóðinni í örve Numedal. Systurnar frá Versölum munu líka halda Hin sígildu klausturheiti hafa aftur fengið hljómgrunn á okkar tímum. Fátœkt — líf í næyjusemi án persónulegra eigna — leið til innrafrelsis — hljóð mótmœli gegn efnishyggju samtímans Skírlífi — köllun til að vígja sig alla, allan til þjónustu fyrir Guð og náunga sinn — tákn um heild. í sundruðum heimi —staðhæfing um að leyndardómurinn tilheyrir raunveru- leikanum — ogað vilji er til að gefa honum rúm Hlýðni — æfing í því að játast lifinu og kröfum þess með þyí að játast Drottni lifsins og neita sjálfsdýrkun og eigingimi. Systur talast við, alls óskyldar en þó tengdar traustum böndum, önnur úr mótmælendaklaustri í Prakklandi, bin i Kamerún. áfram að vinna ötullega að því en í byrjun munu þær dveljast í Osló og starfa að þjónustustarfi sínu þar. Hvað er klaustur? í bæklingi, sem fylgdi bréfun- um, er kynning á hinu fyrirhug- aða klaustri. Þar segir: Évangel- ískt klausturlíf — leið fárra en lífslind margra. Klaustur — er staður kyrrðar — bænar og lofsöngs — starfs og samfélags — baráttu og friðar Staður, sem er vígður Drottni kirkjunnar, staður, þar sem kyrrðin skapar hljómgrunn fyrir orð Guðs. Klaustur er líka staður þar sem þreyttar og önnum kafnar manneskjur geta komizt aftur að uppsprettu nýs lífs, nýrra krafta og nýs hugrekkis á veginum framundan. Klausturlíf er eitt þeirra lífsforma, sem hægt er að velja. Þar er unnt að æfa sig í því að „lifa náð skírnar- innar“ (Lúter). í *tki : \j? L. Hvunndagurinn er oftast blanda af gleði og streitu. Mörg vildu vita af stað, þar sem þau gætu endurnýjað hversdagsþrekið við og við og komið til baka með nýjan frið, eða öllu heldur gamla, góða friðinn. Keflavík: Félagasamtök reisa minnis- varða um Helga S. Jónsson Keflavík, 2«. júlí. FYRIR nokkrum dögum var byrj- að að reisa minnisvarða við skáta- heimilið í Keflavík. Er hann reist- ur til minningar um Helga S. Jónsson sem er landskunnur fyrir störf sín að félagsmálum. Það eru Skátafélagið Heiðarbúar, St. Georgs-gildið í Keflavík, Gilwell- skátar, Rotaryklúbbur Keflavíkur, Ungmennafélag Keflavíkur, Björgunarsveitin Stakkur og Fé- lag slökkviliðsmanna í Keflavík sem standa fyrir byggingunni ásamt Keflavíkurbæ, en Helgi var mikilvirkur meðlimur og foringi í öllum þessum félögum. Minnisvarðinn verður 2,2 m há varða á allstórum hraunhól um- luktum áttavitarós, en umhverfis verður hellulagt göngusvæði með bekkjum. Á suðurhlið vörðunnar verður andlitsmynd af Helga, gerð af Erlingi Jónssyni, og áletraður skjöldur. Þeir sem standa að byggingu minnisvarðans hafa ákveðið að leita til vina og samherja Helga um stuðning við verkefnið. Tekið verður við framlögum í Spari- sjóðnum í Keflavík, Bókabúð Keflavíkur, Verzlun Þórðar Þórð- arsonar Suðurgötu 36 Hafnarfirði og hjá Franch Michelsen úrsmíða- meistari Laugavegi 39 Reykjavík. Á þessum stöðum munu liggia frammi listar sem stuðningsmenn skrá nöfn sín á, en listarnir verða síðan birtir í veglegri bók um Helga S. Jónsson. Minnisvarðinn verður afhjúpað- ur 21. ágúst nk., og um leið verður opnuð sýning í skátahúsinu á mál- verkum eftir Helga, ásamt vísi að skátaminjasafni en uppistaðan í því eru munir úr eigu Helga. Mun- ina hefur ekkja hans, Þórunn Ólafsdóttir, afhent skátafélaginu til varðveislu. Þess má geta að Helgi S. Jóns- son var um langt árabil fréttarit- ari Morgunblaðsins í Keflavík. EFI Framkvæmdanefndin sem stendur að byggingu vörðunnar. Frá vinstri: Haf- steinn Guðmundsson, Guðleifur Sigurjónsson, Bjöm Stefánsson og Margeir Jónsson. Á myndina vantar Jakob Arnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.