Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 Valgeir Gestsson formaður Kennarasam- bands íslands „Þetta er spurning um pólitíska skólastefnu, það er hvort hið opinbera, ríki og sveitarfélög, ýti undir slíka þróun eða stendur áfram á þeirri braut, að í skyldunáminu eigi allir sem jafnastan kost til skóla- göngu. Þetta er grundvall- aratriðið. Það er náttúrulega alveg ljóst, að þrjú þúsund krón- ur á mánuði er veruleg upp- hæð. Ég hygg að okkur opinberum starfsmönnum þyki það þó nokkuð, þegar um er að ræða 10—12% af mánaðarlaunum kennara. Þá er þarna verið að tala um milljarða á ári. Mig minnir að grunnskólanem- endur á landinu séu í kring- um 40 þúsund. Það þýðir 120 millj. kr. á mánuði og yfir milljarð á ári. Það væri hægt að breyta og bæta skólana verulega með slíku fjármagni, en ég mæli ekki með að það verði sett á nemendagjöld. Ég er ekki að tala um að banna eigi eitt eða neitt, þeir sem hafa meiri fjárráð hafa alltaf getað gert meira fyrir börnin sín sem kostar fjármuni, til dæmis með kaupum á aukakennslu og fleiru. En við verðum að gera það upp við okkur, hvort við ætlum að setja grunnskólann og fram- haidsskólann á það stig, að fólki verði verulega mis- munað eða hvort við eigum að halda áfram þeirri stefnu að berjast fyrir því, að ríki og bæjarfélög geri skólann úr garði eins og hann þarf að vera. Manni dettur jafnvel í hug, hvort hið opinbera ætli að losa sig við skyldur sínar í skóla- rekstri og setja yfir á for- eldrana. Þá erum við að gera fyrstu alvarlegu stefnubreytinguna frá upp- hafi skipulags skólastarfs í landinu." Elín Ólafsdóttir kennslufulltrúi í Reykjavíkurborg „Þarna er á ferðinni eitthvað sem ég felli mig ekki við. Mér finnst að það sé verið að gera ráð fyrir að það sé hægt að bjóða hluta barna skemmtilegan og gagnlegan skóla, sem ég vil meina að við séum öll að reyna að skapa í skólakerf- inu hvar sem við erum á landinu, en við illan leik víða. Ef það er tilfellið, að það þurfi meira fé í skóla til þess að þeir geti orðið skemmtilegri og gagnlegri þá finnst mér að það hefði þurft að taka það mál upp og skoða það fyrir heildina. Þá finnst mér skrítið að fólk skuli viðurkenna, að það þurfi meira fé í skóla- kerfið. Ráðamenn viður- kenna það með því að gang- ast inn á þessa hugmynd og þarf þá ekki að taka á mál- inu í heild? Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík „Ég hef ekkert á móti því að svona tilraun sé gerð, en auðvitað er ég algjörlega fylgjandi því, að allir eigi og verði að hafa jafnan rétt til náms. En komi það í ljós, að eitthvað betra kemur út úr þessum skóla heldur en ríkisskólunum, þá er skýr- ingarinnar væntanlega að leita í því að kennarar eru alltof illa launaðir. Sem skýring á því, að það geti verið hluti að málinu, á þetta fullan rétt á sér. Ég tel þó að það sé alveg sama hvað frjálshyggju- menn hugsa sér með þessu, það er ekki og verður ekki hægt að losa ríkið undan þeirri ábyrgð sem það hefur á menntun skólabarna.“ Gudmundur Heiðar Frímannsson kennari við Mennta- skólann á Akureyri „Mér finnst ekkert óeðli- legt, að ríkið reyni að ýta undir einkastarfsemi á þessu sviði, en hún hefur verið lítil. Þá eru fyrir hendi einkaskólar sem reknir eru með mjög svip- uðu eða sama sniði og þess vegna kallaðir einkaskólar. Mér finnst ennfremur mjög óeðlilegt að foreldrar þurfi að greiða allan kostnað af þvi að hafa börnin sín þarna og um leið að greiða til ríkisins og þar af leið- andi fyrir skólakostnað allra hinna. Umræðan um þennan skóla hefur meira og minna verið um aukaatriði, held ég. Ekki um það hvort æski- legt eða óæskilegt sé að reka þennan skóla heldur um hvort bera eigi málið undir fræðsluráð og annað í þeim dúr. Ég tek mjög ein- dregið undir að stofnun skólans sé æskileg. Varð- andi skólagjöldin og um- ræðuna um þau, þá má benda á eitt, sem menn hafa verið að velta fyrir sér, en það er að greiðslur kæmu til hvers barns í formi ávísana, sem fram- vísa mætti í skólunum að eigin vali barna og forráða- manna. Ef sú regla yrði viðhöfð, sem ég teldi æski- lega, þá held að það verði mun auðveldara að koma á einkaskólum. { öðru lagi tel ég hugsanlega leið, að bæj- arfélög hreinlega bjóði út skólareksturinn." Sigrún Ágústsdóttir formaður Kennara- félags Reykjavíkur „Eins og búið er að grunnskólanum í dag, bæði í Reykjavík og úti á landi, finnst mér þessi skóli ekki tímabær og þá sérstaklega ekki að styrkja hann þetta mikið af almannafé. Þá er ég með í huga, að skólum í landinu er illa við haldið, þar eru mikil þrengsli, fjöl- mennir bekkir og námsgögn vantar ár eftir ár. Heilu kennslugreinarnar eru ekki kenndar í sumum lands- hlutum og skólum vegna aðstöðuleysis, eins og til dæmis tónmennt, heimilis- fræði og ýmislegt fleira. Á meðan svo er ástatt, finnst mér ekki rétt að einkaskóli, sem ætlar að bjóða upp á alla þá sömu kennslu og boðið er upp á samkvæmt grunnskólalögum og meira til sé styrktur af almanna- fé. Það hafa ekki allir for- eldrar efni á að borga fyrir menntun barna sinna sér- staklega. Spurningin að mínu mati er þessi: Eigum við að byggja upp góðan grunnskóla og menntakerfi og sjá sóma okkar í því? Auðvitað vitum við að fólk býr við mismunun nú þegar, en ég er ekki hrifin af þessu." Welkom,Griiezi,Willkommen.. Arnarflug býður ykkur velkomin til þriggja borga í Evrópu Þessi Ijúfa heimsborg er í uppáhaldi hjá öllum sem hafa heimsótt hana. Það er sérstaklega gaman og gott að versla í Amsterdam, þar er meira úrval af frábærum matstöðum en í flestum öðrum borgum og skemmt- analífið er Qölbreytt og létt. Það verður flogið fimm sinn- um í viku milli Amsterdam og Keflavíkur í sumar. Arnar- flug býður hagstæðar pakka- ferðir til Amsterdam, útvegar hótel og bílaleigubíla og far- miða í tengiflug ef ferðinni er heitið lengra. Engin flug- höfn í heiminum býður upp á betri og auðveldari tengi- flugsmöguleika en Schiphol í Amsterdam. ARNARFLUG Lágmúla 7 Síml 84477 Auk pess að vera hliðið að I Ölpunum o^ hinum fögru Qallahéruðum Sviss er Zurich stærsta borgin þar í landi. Þar er að finna einkar vandaðar verslanir og menningar- og skemmtanalífið er í samræmi við það. Borgin stendur við stórt stöðuvatn og um pað sigla falleg, gamaldags hjóla- skip, með ferðamenn. Zurich er í fögru umhverfi og feg- urðin blasir hvarvetna við pér þegar þú ekur frá borginni, um frjósama dali og tignarleg fjöll til að gista í litlum fjalla- þorpum og skoða forna kast- ala. Arnarflug flýgur vikulega til Zúrich í sumar. A"< "•••I Það er í Dússeldorf sem Rínarævintýrin heQast. Þaðan er lagt upp í ferðir um fögur héruð Rínardalsins og ferðin verður sérstaklega þægileg og skemmtileg ef þú tekur einn af húsbílunum sem Arn- arflug hefurá boðstólum. Bíl- arnir eru af ýmsum stærðum, allt upp í að vera hreinar lúxusvillur, á hjólum. Dúss- eldorf sjálf er falleg borg og sérstaklega gaman að heim- sækja „gamla bæinn". Hann er innan við ferkílómetra að stærð, en þar eru yfir 200 gamaldags veitingahús og Qölmargar verslanir. Þar hefj- ast líka skemmtilegar báta- ferðir um Rín. Arnarflug flýgur vikulega til Dússeldorf. S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.