Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1985 Þeir, sem hafa rabarbara i garöi búa til úr honum sultu eöa frysta í bitum til síöari nota. Seinni uppsker- an er nú aö veröa vel sprott- in og þaö er sjálfsagt aö nota rabarbara á meöan hann er nýr, setja hann t.d. í kökur og bökur eöa búa til ábætisrétti. Fljótleg rabarbarakaka 3—4 stórir rabarbarastilkar 250 gr. hveiti 1 tsk. natron 1 matsk. vanillusykur 250 gr. sykur 100 gr. mjúkt smjörlíki % I mjólk 3 þeytt egg. Rabarbarinn klofinn eftir endilöngu og stilkarnir lagö- ir í smurt aflangt form. Þurr- efnunum blandaö saman, smjörlíki og mjólk hrært saman viö (meö sleif) og blandaö vel, síöast eru þeytt eggin hrærö út í. Deiginu hellt yfir rabarbarann og bakaö i 20—25 mín. viö 175°C. Rabarbarinn lyftist nokkuö viö bakstur svo hann er ekki neöst þegar kakan er skorin. Rabarbarabaka Deig í bökuna: 4 bollar hveiti 1% bolli jurtaolía 1 matsk. sykur 2 tsk. salt 1 matsk. edik 1 egg V4 bolli vatn Þurrefnum og jurtaolíu blandaö saman, egg, vatn og edik hrært saman og blandaö saman viö, hnoö- aö. Deigiö kælt í V4 klst. áöur en þaö er flatt út. (Þaö má einnig geyma í allt aö 3 daga i kæliskáp áöur en þaö er notaö eöa fryst.) Deigiö nægir í þrjár böku- skeljar. 4 bollar af rabarbara, brytj- aöur og hýöiö fjarlægt 3 matsk. hveiti 1 bolli sykur 1 egg 1 matsk. vatn 1 matsk. smjörlíki eöa smjör 'h deigsins flatt út og sett í smurt form, sem hægt er aö bera fram í. Rabarbara- bitarnir settir yfir, sykri og hveiti blandaö saman og stráö yfir, egg og vatn hrært saman og hellt yflr, og Rabarbarinn lagöur í botninn á forminu, deiginu hellt yfir smjörbitum dreift yfir allt saman. Úr helming 'h hluta deigsins eru geröar ræmur, sem síöan eru lagöar þvers og langs yfir rabarbarann. Bakaö í vel heitum ofni (450 F.) í 10 mín., en þá er hitinn minnkaöur i 375 F. í 40 mín. í viöbót. Rabarbara-baka II 150 gr. smjörlíki 150 gr. hveiti 'h matsk. kalt vatn. 1 matsk. sykur Hveiti og smjörlíki bland- aö saman, sykur og vatni hnoöaö upp í og deigiö geymt á köldum staö áöur en þaö er flatt út. 500 gr. rabarbari, 1Vi dl. sykur V4 dl. vatn, 2 matsk. sykur og 'h tsk. kanill Rabarbarinn skorinn í Fljótleg rabarbarakaka Sumarkaka meö rabarbara 15 hafrakexkökur 4 matsk. sykur 125 gr. smjör eöa smjörlíki Fylling: 6 plötur af matarlími 2egg 4 matsk. sykur 300 gr. kotasæla rifinn börkur og safí úr einni sítrónu 1V4 dl. sýröur rjómi 1V4 dl. rjómi. Rabarbari, sykur og möndl- ur. Hafrakexiö sett í plast- poka og muliö, sett í skál og saman viö hrært bræddu smjörlíki og sykri. Sett í springform eöa ,pie"-form, sem bera á fram í (kakan er ekki bökuö). Matarlímiö bleytt upp í vatni, egg og sykur þeytt vel saman, kotasæla, sítrónu- safi og börkur sett saman viö, sömuleiöis sýröur rjómi. Aö siöustu er þeyttum rjóm- anum bætt út í og uppleystu matarlíminu hrært varlega saman viö. Sett yfir hafra- kexbotninn og kælt. Rabar- barabitar snöggsoönir meö sykri í litlu vatni, látiö drjúpa vel af rabarbaranum og bit- arnir siöan látnir yfir kök- una. Möndluflögum dreift yfir ef vill. Ath: ber eöa aöra ávexti er hægt aö setja ofan á í staö rabarbara. FERÐAMÁL innlend umsjón: Siguröur Siguröarson KerHngar- fjöll Kerlingarfjöll eru fyrst og fremst þekkt fyrir hinn myndarlega skíöaskóla sem þar er rekinn. Þangaö sækja á hverju sumri þúsundir manna til aö læra á skíöi og iöka þessa íþrótt sér til heilsubótar og ánægju. Kerlingarfjöll eru þó engan veg- inn aöeins skíöaparadís. Kerlingarfjöll eru einn skemmtilegasti útivistarstaöur á öllu hálendi íslands og gildi staöarins hefur aö sjálfsögöu aukist meö tilkomu skíöaskól- ans og þeirrar aöstööu sem honum fylgir. Þarna eru hrikaleg fjöll meö sérstæöri fegurð, djúp gil og gljúfur, heitar uppsprett- ur og ekki síst víöáttuútsýni af tindum fjall- anna. Hofsjökull liggur noröan viö fjöllin, Langjökull, Kjölur, Hrútfell, Bláfell og Hvít- árvatn eru aö vestan. Aö austan eru Þjórs- árver, Sprengisandur og Vatnajökull og aö sunnan heiöar og fjöll upp af Suöurlandi. Sagt er aö í góöu skyggni megi af Snækolli sjá til hafs í suöri og noröri. Helstu fjöllin sem þarna eru kennd viö Kerlingu þá er varö aö steini í fjalli nokkru sem nú heitir Kerlingartindur, eru þessi: í austurfjöllunum ber mest á Hánípum, fjall- garöi meö mörgum tindum. Þar er Snækoll- ur, hæsti tindur Kerlingarfjalla, 1.478 m. Þar er einnig Vesturnípa og Fannborg. í þeim er jökull. Þar vestan viö er Loömundur. Þá má nefna Botnafjöll og Suöurfjöll, einnig Miö- fjöll og Vesturfjöll, en til þeirra síöast- nefndu telst Ögmundur sem er 1.352 m. Mannvirki skíöaskólans eru flest í Ár- skaröi og þar er einnig skáli Feröafélags íslands. Frá Árskaröi liggja margar göngu- leiðir, t.d. á ýmis fjöll og síðan í Hveradali. í góöri tíö er fært fólksbílum í Kerlingar- fjöll, en oft eru Innri-Áskarösá og Blákvísl farartálmi öörum en fjórhjóladrifsbílum. S.O.S. með hann á verkstæöi og þaö í þorpi sem færustu bifvélavirkja It- ala er aö finna, þ.e. þar þeir gera viö kappakstursbila fyrir formúlu- keppnirnar. Það var ekki bara Skúli sem fór á verkstæöiö, viö vorum þar allan daginn líka. Áttum jú í ekkert annaö „hús“ aö venda á meðan gert var við bílinn sem viö bjuggum í. Höföum þaö bara nota- legt í sólinni og fórum í „pikknikk" fyrir utan verkstæðiö. Á meöan hreif Skúli hug og hjörtu bifvéla- virkjanna, þannig aö þegar viö- geröin var búin komu þeir með rauövín til okkar sem þakklætis- vott og mátti ekki á milli sjá hvor haföi gert hinum meiri greiöa, viö aö koma meö bílinn á verkstæöi eöa þeir aö gera viö hann," segir Kolbrún og bætir viö, „þetta var allt svona. Allt fullt af einhverjum ævintýrum sem í raun voru út í hött." —Eins og ... ? „Ja, eins og í Falerna," segir Þorgeir. „Þangaö komum viö degi á undan Þjóöverjunum og tjölduö- um á ströndinni þar sem ákveöiö var aö hópurinn hittist allur næsta dag. Morguninn kemur til okkar huggulegur maöur og segir: „Eruö þiö loksins komin, ég er búinn aö leita aö ykkur síöan tíu í gærkvöld. Ég ætla aö setja ykkur á þetta hót- el,“ og bendir á flottasta hóteliö á staönum. Við vorum fljót aö fara aö tala viö hann um eitthvaö ann- aö — ætluöum ekki aö setja kostnaöaráætlunina í rústir upp á okkar eigin spýtur. Kemur þá ekki menningarfulltrúinn í bænum og spyr hvort viö ætlum virkilega ekki aö koma á hóteliö. Þaö varö úr aö sum okkar fóru, en önnur hugsuöu ekkert út í þaö. Fóru á bæjarrölt og komu síöan viö á hótelinu til að hitta restina af hópnum. Rak i rogastans viö aö sjá alla sitja viö hvítdúkaö langborö yfir margrétt- aöri máltíö, en þaö kom þá á dag- inn aö menningarfulltrúi einhvers annars bæjar, sem við höföum komiö til, haföi haft samband til Falerna áöur en viö komum og beðiö um aö vel yröi tekiö á móti okkur. Þarna dvöldum viö svo í sex daga og vorum dekruö í bak og fyrir á kostnaö bæjarins." —Hvaö er ráögert aö endanleg- ur kostnaöur myndarinnar veröi? Rammvillt i Calabria á leið til Sikileyjar. Kolbrún, Þröstur, Þorgeir og Herbert aöatoöar kvik- myndntökumaöur. Döati (Þröatur Guöbjartsaon) gafur eiginhandaráritanir í Altamura — „Okkur kæmi ekki á óvart, þó þeir væru búnir aö stofna „Fan-club“ þarl“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.