Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1985 Myndbðnd Sæbjörn Valdimarsson B 5 Útivistarakálinn í Básum í Þórsmörk. Gönguferðir úrBásum Þórsmörk dregur til sín fjölda feröamanna hvert sumar. Náttúrufegurö þarna um slóöir er gífurleg og endist vart mannsævin til aö skoöa svœöiö til hlítar. Flestir halda sig þó noröan Krossár, en sunnan árinnar, í Goöalandi, er ekki síöur mikil náttúrufegurö, líklega er þar hrika- leikinn meiri. i skjóli Réttafells og Útigöngu- höföa eru Básar, skjólsæll og sólríkur staöur, skrýddur gróskumiklum birkitrjám. Og þar er Hattur, sérkennilegur kletta- haus. Undir honum eru bygging- ar feröafélagsins Útivistar, stór og fallegur skáli, sem rúmar um 80 manns í gistingu. Þar er einn- ig lítill skáli fyrir um 15 manns og er hann opinn yfir vetrartímann. Þarna er einnig snyrtihús með fullkominni salernisaöstööu og sturtum. Eftirtektarvert er hversu Útivistarfólki hefur tekist aö fella byggingar sínar inn í um- hverfið. Tilvaliö er aö dvelja nokkra daga í Goöalandi og gista í Úti- vistarskálanum. Félagiö skipu- leggur feröir í Þórsmörk á föstu- dögum, sunnudögum og miö- vikudögum og hentar því prýöi- lega aö dvelja á milli feröa á staönum. Kosturinn er sá aö ekki er nauösynlegt að binda dvölina viö helgar. Skálaverðir eru í Útivistarskálanum yfir Ísumarmánuöina til umsjónar og leiðbeiningar. Veita þeir einnig upplýsingar um gönguleiöir í nágrenninu auk þess sem skipu- lagöar eru gönguferöir meö far- arstjóra um helgar. Auövelt er aö ganga á Rétta- fell. Fariö er inn í Bása og lítill stígur á milli trjánna þræddur. Þegar upp úr skóginum er komiö liggur leiðin aö fjallinu þar sem auöveldast er upp á fjallið. Göngutíminn er u.þ.b. 45 mínút- ur og er þá rólega fariö. Sé ætlunin aö ganga á Úti- gönguhöföa má fara upp á svip- uöum staö og þegar fariö er á Réttafell. Þaöan er þó nokkur spölur eftir hálsinum aö fjallinu. Þessi háls skilur aö Bása og Hvannagil. Af hálsinum og upp á tind er um 400 m hækkun, enda er Útigönguhöföi um 805 m hár og með hæstu fjöllum í Þórs- mörk. Þó Útigönguhöföi sé brattur er uppgangan auöveld. Af öörum stööum má nefna Strákagil sem er austan viö Úti- gönguhöföa. Þar eru sérkenni- legar móbergsmyndanir og má sjá alls kyns furöuverk sem nátt- úran hefur þar skapaö. Skuggi yfir ATLANTA Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson BARNAMORÐIN í ATLANTA ★★★ Leikstjóri John Erman. Tónlist Billy Goldenberg. Handrit og framleiðandi: Abby Mann. Kvikmyndataka: Victor J. Kemper. Klipping: Neil Travis. Aöalhlutverk: James Earl Jones, Martin Sheen, Jason Robards, Jr. Rip Torn, Ruby Dee, Calvin Lebels, Morgan Freeman, Lynne Moody, Gloria Foster, Paul Benjamin. Bandarísk frá Finnegan Ass- ociates/Metromedia. Tvær spólur, samt. 41A klst. Mörgum er sjálfsagt í fersku minni efni þessarar þáttaraöar, skugginn sem hvíldi yfir Atlanta- -borg á þriöja ár á meðan morö- ingi eöa moröingjar myrtu á fimmta tug ungra negradrengja. Myndin fylgir atburöarásinni frá fyrsta morðinu, síöan rannsókn glæpanna og lengstur hluti hennar eru réttarhöldin yfir hin- um grunaöa, Wayne Williams. Barnamoröin í Atlanta er átakanleg og framúrskarandi vel gerö í alla staöi. Þar sem hún fylgir sönnum atburöum út í ystu æsar, (reyndar er örfáum per- sónum hnýtt við efnisþráöinn), hlýtur hún aö skilja fáa eftir ósnortna. Svo virðist sem lögregluyfir- völd Atlanta hafi veriö komin í blindgötu varöandi lausn þessa óhugnanlega máls þegar hiö ólíklega moröingjaefni, Williams, var handtekinn. Mikiö skelf- ingaræöi haföi gripiö um sig meðal borgarbúa, en í Atlanta er meirihluti borgarbúanna þel- dökkur og svo er einnig borgar- stjóri hennar og lögreglustjóri. Sá síöarnefndi er nýbúinn að taka viö embætti er morðaldan hófst, 1981, og var búinn aö þola haröa gagnrýni frá ýmsum starfsbræörum sínum og fyrir- rennurum. Sökum þessa var hann undir margfaldri pressu viö lausn málsins. Þegar svo lögreglan loks greip Wayne, létti af henni (og borgar- búum), þungu fargi og svo virðist sem hinn tvítugi, þeldökki at- vinnuleysingi hafi veriö blóra- böggull, því myndin upplýsir tvær stórfurðulegar staöreyndir: Wayne var dæmdur á likum, á hann fundust engar sannanir og þá var hann ákæröur og dæmd- ur fyrir morö á aöeins tveimur fórnarlambanna. Eftir sakfelling- una skipaði síöan saksóknari borgarinnar svo fyrir aö frekari réttarhöld í málaferlum allra hinna fórnarlambanna væru Atl- anta alltof dýr og málið væri þar meö látiö niður falla. Borgaryfir- völd töldu sig hólpin meö þenn- an kattarþvott. Þetta er lygilegur sannleikur. Sú ályktun sem maöur dregur eftir aö hafa séö myndina er aö höfundar hennar hafi til hins ítr- asta reynt aö segja sem réttast og sannast frá atburöum. Hvorki Williams né aörar persónur þessa harmleiks eru sýndar í verra né betra Ijósi. Maöur er aö lokum jafnnær um hvort hinn liö- lega tvítugi Wayne Williams er sekur eöa ekki. Hjá flestum vaknar þó sjálfsagt grunur um að Williams sé mun frekar sak- laus. Þaö er annar glæpur þess- ara sérstæöu réttarhalda, hinn er aö öll fórnarlömbin voru sölt- uö í dómabók Atlanta-borgar. Sem fyrr segir er Barnamorö- in í Atlanta fyrst og fremst rétt- arsalsdrama, enda hefur ágætur leikstjóri valiö nokkra velsjóaða leiksviösgarpa í aöalhlutverkin, Jason Robards, Rip Torn og James Earl Jones. Þaö þarf ekki aö orðlengja þaö aö þeir standa sig meö fyrirframvituöum ágæt- um og hjálpa mikiö til aö gera myndina eina þá bestu um þenn- an efniviö ailt frá Inherit the Wind. Aðrir ágætisleikarar gefa þeim lítiö eftir, þessi hópur hefur verið valinn af stakri kostgæfni og færa þessari 4'A tíma löngu mynd óvenju trúverðugt yfir- bragð. Þáttur handritshöfundarins, Abby Mann, er sterkur, samtölin kjarnyrt og hnitmiðuö, frásögnin rennandi og þularformiö heppi- legt. Kvikmyndataka Kempers útsjónarsöm í þröngum réttar- salnum. En skugga barnamorö- anna hefur ekki enn létt af Atl- anta-borg. Guöjón Ketilsson og Kolbrún, fagnandi mót ítalskri sól. i Altamura. „Endanlegur veröur hann líklega um 10 milljónir islenskra króna,“ segir Þorgeir, „og heföi reyndar oröiö töluvert meiri ef myndin heföi alfariö veriö gerö hér á is- landi.* Hór skýtur Kolbrún inn í að sem dæmi hafi Matthías kokkur gersamlega fríkaö út á ávaxta- mörkuöunum ítölsku eftir aö hafa uppgötvaö aö þar gat hann keypt kassa af ferskjum á sama veröi og tvö stykki á íslandi. „Eignarhlutur okkar í myndinni er til helminga viö þann þýska, þannig aö á okkur hvíla töluverðar skuldir, fyrir utan fjögurra mánaöa vinnu, sem var ekkí launuö nema aö litlu leyti,“ heldur Þorgeir áfram. „Nú til þess aö geta frumsýnt myndina, auglýst og dreift þurfum viö aö geta borgaö bæöi þær skuldir sem hvíla á okkur í dag og fyrirsjáanlegan kostnaö og treyst- um í þvi tilviki, eins og fleiri, á Kvikmyndasjóö." —Hvenær verður myndin frum- sýnd? „Þaö veröur alheimsfrumsýning hér um jólin,” segir Kolbrún, „en viö hugsum myndina fyrir íslensk- an, þýskan, ítalskan og enskan markaö. Enda hluti af „plottinu“ aö hafa myndina á öllum þessum tungumálum. Eins erum viö þarna aö velta svolítiö fyrir okkur spurn- ingunni um landamæri — hvort þjóöirnar séu í raun svo ólíkar? En islenska hlutanum tilheyrir ekki einungis þaö sem viö gerðum fyrir framan og aftan vélarnar á ítalíu. Tónlistina fyrir leikritiö samdi Egill Ólafsson og hún ásamt leikritinu kemur til meö vera rúmlega tutt- ugu mínútur af myndinni." —í lokin, hvaöa reynslu standiö þiö meö eftir kvikmyndageröina? „Fyrir mig sem kvikmyndagerö- armann var þetta alveg ný reynsla, bæöi var maöur þarna aö sjá nýja hluti, vinna í fyrsta sinn aö þessari tegund kvikmyndar sem gerist víösvegar og enginn fastur sama- staöur er á, og síöast en ekki síst aö kynnast heilli þjóö á einu bretti," svarar Þorgeir og Kolbrún tekur viö: „Fyrir okkur í Svörtu og sykur<ausu var reynslan tvíþætt. Viö vorum öll þarna aö leika i kvikmynd í fyrsta sinn nema Ha- nna María og i raun get ég ekki sagt eftir þetta hvernig þaö er aö leika í kvikmyndum. Þessi mynd var einstök út af fyrir sig, eins og allar kvikmyndir hljóta aö vera. En reynslan sem ég get tengt viö eitthvaö sem ég þekki var leikritiö. Sú reynsla er kannski dálítiö svíf- andi á rósrauðu skýi eftir feröina. Þarna lékum viö fyrir opnum and- litum, engum hornaugum eins og stundum gerist hér, þar sem fólk á þaö til aó vera svolítiö settlegt og horfa á hlutina meö fyrirvara. Síö- an er bara reynslan af því aö ganga inn i svona lítiö sextán manna samfélag í einhverjum heimi sem er svo langt frá manns vanalega. Heimi þar sem maöur haföi engar áhyggjur af islenskum víxlum, fjölskyldunni eöa kvöld- matnum. Þarna mættust tveir hóp- ar fólks á svipuðu reki, sem hvor um sig þekktist vel innbyröis, og náöu vel saman í heildina," seg- ir Kolbún. Og þá er bara aö bíða og sjá heildarmynd ævintýrisins í desember. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.