Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1985 B 11 SÁLARFRÆÐI Eitt hið þungbærasta sem komið getur fyrir foreldra er að missa barnið sitt. Það varð okkur Ijóst, manninum mínum og mér, þegar við fluttum búferlum og komumst aö raun um þaö aö allir næstu nágrannar okkar höföu oröiö fyrir því aö missa börn skömmu áöur en viö komum í hverfiö. í húsinu hægra megin viö okkur haföi bam látizt af völdum arfgengs sjúkdóms í lungum og meltingarfærum. Vinstra megin bjó fólk sem haföi misst barn meö hjartagalla og í húsinu á móti hafði barn dáió úr hvítblæöi. Fæst okkar hafa þurft aó ganga í gegnum þaö, sem harmi lostin móöir hefur kallað „mesta reiöarslagiö“, og því erum viö illa undir þaö búin aö horfast í augu viö þá sem oröiö hafa fyrir þessu. Foreldrar ná sér aldrei aö fullu eftir slíkt áfali enda þótt flestir lífi þaö af. Sumir finna styrk í því aö hjálpa öörum sem veröa fyrir því sama. Dauöi barns er allt ann- ars eðlis en önnur dauösföll. Hann er ekki sambærilegur viö and- lát foreldra eöa jafnvel maka. Ástæðan er sú aö dauöi barns er í andstööu viö eölilegan gang lífsins. „Foreldrar leggja mik- iö af mörkum vegna barna sinna og binda viö þau vonir. Þaö er skuldbinding aö eignast barn og ala þaö upp, nokkuð sem foreldrar búast viö aö skili árangri," segir John E. Freyer, prófessor í geö- lækningum viö Temple-háskóla í Fíladelfíu. „Öll væntum viö þess aö börnin muní lifa okkur, foreldra sína. Þegar þau eru tekin frá okkur áöur en efni standa til erum viö slegin sorg, sem er mjög sérstæö.“ Því má bæta viö aö á foreldrunum hvílir ábyrgö auk þess sem þeir eru þjakaöir af sektarkennd þegar þeir eru þess ekki umkomnir aö koma í veg fyrir barniö deyi. Þaö skiptir ekki máli þótt for- eldrarnir séu „undir þaö búnir“ er koma skal. Þeir trúa því aldrei fyrr en yfir lýkur aö barniö muni deyja. Minna Nathanson átti son sem I kallaöur var Jed. Viku áöur en hann varö fimm ára kom í Ijós aö hann var meö hvítblæöi. „Strax og sjúkdómsgreining lá fyrir,“ segir hún, „fórum viö aö hugsa um aö hann kynni aö deyja áöur en langt um liöi. Viö höföum nægan tíma til aö búa okkur undir þaö aö veröa fyrir þessari sorg og aö búa okkur I undir andlátiö sjálft. Þegar aö því kom 15 mánuöum siöar var þaö ekkert sem kom okkur í opna skjöldu, en þaö skiptir ekki máli aö maður hefur horfzt í augu viö staö- . reyndina. Maöur er aldrei reiöubú- inn aö taka þessu. Maöur missir aldrei vonina. Rétt aður en Jed dó boröaöi hann smávegis. Þrátt fyrir þaö aö meöferöinni heföi verið hætt og viö vissum aö þetta væri aö veröa búiö gátum viö ekki ann- aö en veriö bjartsýn, nánast him- inlifandi. Hann dó daginn eftir.“ Án fyrirvara Þegar barn deyr skyndilega hafa foreldrarnir ekki haft ráörúm til aö búa sig undir áfalliö. Viöbrögöin veröa þá oft meö þeim hætti aö þeir fá lost og neita því jafnvel aö barniö sé látiö. Hafi einhver oröiö valdur aö dauöa barnsins kann svo aö fara aö fátt annaö komist aö í huga foreldranna. Slys vekja foreldrum oft óbærilega sektar- kennd og ásakanir leita á hugann: „Bara aö ég heföi ekki látiö hann fara út á götuna“ eöa „ef ég heföi bara skipaö henni aö vera komin heim fyrir miönætti". Svo viröist sem fólk flest telji áfall þeirra for- eldra sem missa hvítvoöunga ekkl eins mikiö og þegar um eldri börn er aö ræöa, en þetta viöhorf verö- ur einungis til aö auka á sorgina. „Viö vorum aö syrgja látiö barn,“ segja Martha og Charles Clark, sem misstu barn eftir 34ra vikna meögöngu. Sá sem missir barn, hvort sem þaö er af völdum sjúkdóms, slyss eöa af því aö þaö hefur veriö myrt, lætur í Ijós ákveöin viöbrögö, bæöi líkamleg og andleg. Viöbrögðin eru ekki hin sömu í öllum tilvikum og fólk er líka mismunandi lengi aö ná sér eftir slík áföll. Flestum sér- fræðingum ber saman um aö flest- ir foreldrar eigi þaö þó sameigin- legt aö þeir veröa fyrir losti, neita aö viöurkenna staöreyndir, gráta af minnsta tilefni, eiga bágt meö svefn, missa matarlyst, eöa fara aö eta of mikiö. Oft koma kynferöis- leg vandamál í kjölfariö. Einnig má nefna sektarkennd, ákafa reiöi og fjandsamlega afstööu yfírleitt, þróttleysi og sinnuleysi, sem m.a. kemur fram í því aö fólk getur ekki innt af hendi dagleg störf. Ekki er unnt aö halda því fram aö hvert stig taki einhvern ákveöinn tíma. Þaö tekur suma foreldra sex mán- uöi aö taka upp venjulega lifnaö- arhætti á ný. Aörir þurfa miklu lengri tíma. Sár sem aldrei gróa Vinir og vandamenn gera sér sjaldnast grein fyrir því aö þegar barn deyr syrgja foreldrarnir svo lengi sem þeir eru sjálfir á lífi, segir Fryer. Þeir kunna aö taka upp dag- lega hætti á ný, þeir geta hlegiö á ný, haldiö áfram störfum sínum, veriö ánægöir meö önnur börn sín og bundiö vonir viö þau, en þeir veröa „miöur sín til æviloka”, segir Roberta Temes, prófessor í geö- lækningum viö Downstate Medical Center í Brooklyn. Strax eftir aö barniö deyr kann foreldrum aö finnast sem engrar huggunar sé von, en margir finna styrk í þVí aö taka þegar til starfa i hópum sem hafa þaö aö markmiöi aö koma foreldrum í sömu aöstööu til hjálp- ar. Temes telur mikilvægt aö for- eldrar eigi sér „fyrirmynd", þ.e.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.