Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 2. ÁGtJST 1985 FÓLKÁ FÖSTUDEGl Aðsafha sprengikrafti og vera sterkari ann er leikari og söngvarí meö Grafísku ívafi, tveggja bama faöir meö tagl í hnakk- anum og í takt viö tilveruna, sem svaraöi svo í inntöku- prófsviötali í leiklist- arskólann því, hvaö tœki viö ef ekki kæmist hann inn — ætli ég fari ekki bara í karla- kór. Þaö lá sem sé nokkuö Ijóst ffyrír aö hann myndi enda uppi á einhverju sviöi „gapandi framan í fólk“ svo notuö séu hans eigin orö. Og þaö hefur hann gert í gegn- um árín, hvort heldur framan í ísfirsk grunnskólasystkin sín, tuttugu áhorfendur í Tjarnarbæ eöa sjö þúsund þjóöhátíöargesti í Laugar- dalshöllinni. „Mér líöur bara svo vel á sviði," segir hann ósköp einlægt, setur háríö í tagl og hendur undir höku, „þaö er nú ástæöan fyrír þessu öllu saman.“ — Nénarí útokýríng é þvi? „ Já, ætli það sé ekki vegna þess aö ég er svona svolítiö feiminn. Þá er þaö aö vera á sviöi, og eiga aö leika eöa syngja .lögleg afsökun" fyrir því aö láta öllum illum látum." — Er feimni kanmki algeng meöal leikara? .Reyndar er ég ekki frá því svo sé. Kannski af því aö frekar feimiö fólk, kemur yfirleitt ekki askvaöandi út i daglega Irfiö, baöandi út öllum öng- um. Þaö dreifir ekki sinum kröftum út um allan bæ, heldur á þá til góöa á sviöinu. En auövttaö er þetta engin regla hvaö varöar leiklistina frekar en annaö," segir hann og brosir framan í sólina í gegnum glugga. Afslappaö- ur og endurnæröur eftir dvöl meö hljómsveitinni Grafík á heimaslóöum hennar, Isafiröi, og Mývatnsferöum i bland, þar sem hann geystist á mót- orhjóii fyrir framan kvikmyndatöku- vélar. .Viö höfum haft þaö fyrir reglu aö fara vestur og spila á hverju sumri. Þaö er svo æöislega gott aö komast í friöinn milli fjallanna, safna skapi og kröftum. Þaö er þetta meö landslagskenninguna; í fjöllóttu landslagi þar leita skapiö, ástriöurnar upp á viö. t fiatlendinu flest þetta allt út. Svo er bara aö komast um tima frá stressinu í Fleykjavik." — Já, finnst þér Reykjavíkin dé- Irtiö stressuð? .Alveg óþarflega. Fólk þarf ekki aö vera svona hræöilega stressaö eins og þaö er. Hér eru allir aö remb- ast eins og rjúpan viö staurinn, rétt eins og þeir væru inni i miöri New York en ekki í 100.000 manna .smá- bæ“ og vissulega fer maður í sama gir eftir aö vera búinn aö vera hér i einhvern tíma. Þaö er ekki nema fyrst eftir aö maður kemur utan af landi aö maöur tekur eftir þvi hvaö .tempóiö" er óþarflega hratt." En spurningunni um aö ftytjast þangaö aftur svarar hann þó meö þveru .nei- i-i". Til Reykjavíkur fluttlst Helgi tvitug- ur, ásamt Vilborgu Halldórsdóttur sambýtiskonu sinni og leikkonu og syninum Orra, sem var sex mánaöa gamall þegar foreldrarnir settust báöir á leiklistarskólabekkinn. Á skólaárunum var kröftunum fyrst og fremst beitt í leiklistina. Þaö var ekki fyrr en eftir útskrift aö tónlistin kom inn í myndina. Haföi reyndar veriö þar í bakgrunni á árum áöur, en síö- an '83 hefur hún skipaö jafnan sess meö leiklistinni. — Myndast aldrei togstreita miHi tveggja listgreina í ainum og sama manninum? .Jú, þetta á þaö til aö vera þræl- erfitt, hefur svona bæöi sína kosti og galla og kannski er aldrei gott aö vera skiptur á milli tveggja greina í starfi. Staöreyndin er hins vegar sú aö leikarar í dag eiga enga mögu- leika á aö sinna leiklistinni alfariö, a.m.k. ekki til aö lifa af og þaö sama gildir um tónlistina. En ég er heppinn meö samruna þessara tveggja starfa, þau gefa vissan kraft hvort í annaö. Á konsert talar maöur beint vlö áhorf- endur miHi laga og þaö er ekkert annaö en spuni i hvert sinn, lítill leik- þáttur saminn á staönum. Þar nkir þetta frelsi sem ekki er á leiksviöinu, þegar leikarinn talar viö áhorfendur i gegnum aöra og þaulæföa persónu. Persónu sem hann hefur mótaö og agað fram og til baka, upplifaö hundraö sinnum á æfingum, sýning- um og endurtekiö kvöld eftir kvöld. En þessi agi og þjáifun skilar sér síö- an í spunanum, þannig aö ég get nýtt eltt í annars þágu og öfugt." — Þaö er svolítiö gaman aö fylgj- ast meö Helga segja sina skoöun á málinu. Á meöan hann taiar skiptir skrokkurinn nokkrum sinnum um hlutverk. Undirstrikar annars oröaö- ar lýsingarnar á söngvaranum í sam- rssöum um spunann og þegar leikh- úsiö ber á góma, kemur upp á yfir- - Helgi Björnsson, leikari og tónlistarmaður boröið þessi agaöi leikari. Þaö er út frá þessu tvennu sem viö förum aö ræöa um áhorfendur og undirbúning, „sem er tvenrn ólíkt í þessum tilvik- um“, segir hann. „Fyrir leiksýninguna er aö einbeita sór við aö hverfa inn f karakterinn og hugsa alls ekkert um áhorfandann sem slíkan, á meöan konsertinn krefst vissrar karakter- einbeitingar sem miðast viö aö vera vel upplagöur, hress og vera í því aö hugsa um áhorfendur. Þama er um aö ræöa aö einbeita sér viö aö safna „sprengikrafti" — söngvarinn veröur aö vera jafnoki kannski 200—300 manns eöa jafnvel 7000 manns og þó aö hann hafi þetta nokkur þús- und vött umfram áhorfendur, þá er reyndeir ekki nóg aö vera jafnoki — maöur veröur aö vera sterkari. Hrekkur annars út í hom og hefur ekkert meira á sviöiö aö gera. Þetta er svolítiö eins og á fótboltaleik, þú ert meö hljóönemann í ööru liöinu og áhorfendur í hinu. Þeir eru óvægnari viö aö láta sina skoöun f Ijós en leik- húsgestir sem sitja úti í sal meö sparibrosiö. Séu þeir ósátt- ir vió þaö sem fyrir augu ber, er þvf komiö mun „diplómatiskar" á fram- færi. Sföan eru gestir á böllum þrföja tegundin, en þar veröur stemmningin alttaf önnur en á tónleikum, þar leyfa menn sér meira í Ijósi þess aö hafa drukkió brennivfn." — Þegar hór er komiö sögu fer Helgi aö hlæja og segir sföan, eftir eindregnar óskir blaöamanns um aö mega hlæja meö, „æ, ég var aö hugsa um ball sem Grafík spilaöi einu sinni á f Garöinum. Þá var ég eitthvaö óskaplega ákafur f aö ná upp stemmningu í salnum, fullákafur kannski. Stökk út á gólfiö og dans- aöi eíns og brjálaöur maöur, sem haföi náttúrulega þveröfug áhrif á þaö sem til stóö — þaö fór enginn annar út á dansgólfið. Eftir nokkur vel valin spor fór ég aftur upp á sviö og söng og söng," og nú syngur hann svolftið meö frásögninni, í hljóöi aö visu. Tekur svo upp þráöinn aö nýju: .Nú í miöjum söngnum fór mór aö finnast eitthvaö undarlegt hvaö ég heyröi illa í mér og var aö kfkja eftir þvi hvaö í fjandanum heföi nú fariö úr sambandi, þegar allt í einu kvikn- aöi á perunni. Ég stóö meö hljóö- nema f höndunum og út úr honum snúru sem þvæidist eitthvaö út í loft- iö. Einhverjum haföi ofboöiö lætin f söngvaranum og afgreitt málið snyrtilega. Klippt á snúruna. Og þarna var ég búinn aö standa og kyrja eins og vitlaus maöur án þess aö þaö kæmi viö hlustirnar á viö- stöddum — skoraöi ekkert nema sjálfsmörk i þeirri vióureigninnil Mig minnir aö brottförin úr Garöinum hafi veriö tiltölulega tregalaus þaö kvöld- iö.“ — Segöu mér annað. Af hverju ertu með tagl? „Tagl. Þaö er líklegast besta lausn sem hefur veriö fundinn upp fyrir fólk meö sftt hár," segir hann, hættir snarlega viö aö laga tagliö sem eitthvaö hefur ólagast í dansumræö- unni og greiöir meö fingrunum úr þessum „Ijósu lokkum". Segir aó þvi loknu: „Ég er búinn aö vera meö sftt hár lengi, er svolftiö hrifinn af þvf. Finnst þaö mýkja persónuna og ég er afskaplega heillaöur af „mjúkum persónum", meö indfánfsku, róman- tísku fvafi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.