Morgunblaðið - 30.08.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
Engar líkur á auk-
inni flakaframleiðslu
— Því veldur að mestu skortur á starfsfólki,
segir Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja
„MENN hafa hingad til verið að framleiða eins mikið og mannafli og
aðstæður hafa leyft. I>að eru því engar líkur á þvf að frystihúsin geti aukið
flakaframleiðsluna svo nokkru nemur. Fólksskorturinn í vinnslunni gerir
þetta ákaflega erfitt. Ennfremur hefur meirihlutinn af karfanum verið fram-
leiddur fyrir Rússland til þessa,“ sagði Sigurður Einarsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, í samtali við Morgunblaðið.
Eins og fram hefur komið
fréttum Morgunblaðsins er nú
verulegur skortur á öllum flaka-
pakkningum hjá Coldwater og
óttast stjórnendur fyrirtækisins
að það geti haft alvarleg áhrif á
markaðsstöðu þess. Vegna þess
hefur þeim tilmælum verið beint
til framleiðenda innan SH, að þeir
auki framleiðslu sína á flökum.
Sigurður Einarsson sagði enn-
fremur, að farið væri að ganga á
kvóta Eyjaskipa, en ekki þannig
að hann væri að verða búinn.
Einnig væru margir þar á sókn-
arkvóta og gætu því veitt aðrar
tegundir en þorsk. Það væri fyrst
og fremst skortur á starfsfólki,
sem stæði framleiðslunni fyrir
þrifum. Þá sagðist hann ekki geta
séð að útflutningur á ferskum
fiski, hvort sem hann væri með
fiskiskipum eða í gámum, hefði
nokkur áhrif á flakaframleiðsl-
una. Það, sem flutt hefði verið
utan í gámum, hefði nær eingöngu
verið umframfiskur, sem ekki
hefði verið hægt að vinna heima.
Starfsmenn Norðurtangans á
ísafirði töldu í samtali við Morg-
unblaðið möguleika á því að auka
talsvert framleiðslu á karfaflök-
um. Til þessa hefðu menn aðallega
lagt sig eftir þorskinum og þó
mikið hefði verið framleitt af hon-
um, væru birgðir mjög litlar. Þá
hlyti það eitthvað að segja til sín
hve mikið hefði verið flutt út af
óunnum fiski. Ferskfiskmarkaður-
inn gæfi ýmsa möguleika á fram-
leiðslustjórnun, en það mætti ekki
ganga svo langt að hann skaðaði
Vinnudeilan í Svartsengi:
Fundurí dag
FUNDUR hefur verið boðaður í dag
klukkan 10 hjá ríkissáttasemjara í
deilu vélstjóra, sem vinna í hitaveitu
Suðurnesja og viðsemjenda þeirra.
Vélstjórar gera kröfu um sambæri-
leg kjör og tíðkast hjá álverinu og
ríkisverksmiðjunum. Þeir hafa boð-
að verkfall frá og með 1. september
og verður framkvæmd verkfallsins
skýrð hjá ríkissáttasemjara í dag,
verði fundurinn árangurslaus, en
samkvæmt yfirlýsingum vélstjór-
anna munu Suðurnesjamenn ekki
þurfa að óttast heitavatnsleysi vegna
freðfiskmarkaðinn í Bandaríkjun-
©
INNLENT
Morgunblaöið/Helgi Bjarnason
Fulltrúar á aðalfundi Stéttarsambands bænda hlýða á ræðu Inga Tryggvasonar, formanns Stéttarsambandsins,
á Laugarvatni í gær.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda á Laugarvatni:
A furÖasamningur ríkis og
bænda aðalumræðuefnið
Óbreytt ástand er í vinnudeil-
unni f Áburðarverksmiðjunni og
hefur nýr samningafundur ekki
verið boðaður. Dró ríkissáttasemj-
ari í efa að af fundi yrði fyrr en
eftir helgi.
Samningnum vel tekið af bændum
Laugarvatni, 29. ágúst. Frí Helga Bjarnasyni blaðamanni Morgunblaðsins.
SAMNINGUR ríkisstjórnarinnar og Stéttarsambands bænda um það magn
mjólkur og sauðfjárafurða sem ríkið ábyrgist bændum fullt verð fyrir var
aðalumræðuefnið á fyrsta degi aðalfundar Stéttarsambandsins, sem hófst á
Laugarvatni í dag. Samningurinn var lagður fram á fundinum til kynningar
og afgreiðslu og fjölluðu Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambandsins og
Jón Helgason landbúnaðarráðherra báðir um hann í ræðum sínum við
upphaf fundarins í morgun. í almennum umræðum í dag var samningurmn
vinsælasta umræðuefnið og lýstu flestir þeir sem til máls tóku yfír ánægju
sinni með hann
er ráð fyrir að umsömdu magni
verði skipt með reglugerð um hér-
aðabúmark. I bókun sem fylgir
samningnum lýsir landbúnaðar-
ráðherra því yfir að hann muni
beita sér fyrir því að Framleiðni-
sjóður landbúnaðarins veiti fjár-
magni til kaupa á búmarki af
bændum sem tilbúnir eru að
minnka við sig framleiðslu mjólk-
ur- og sauðfjárafurða. Vonast er
til að með þessu verði hægt að ná
búvöruframleiðslunni sem mest
niður í það afurðamagn sem samn-
ingurinn kveður á um.
Þá fylgir samningnum bókun
sem báðir samningsaðilar skrifa
undir þar sem því er lýst yfir af
núverandi birgðum verði haldið
fyrir utan samninginn og gerðar
sérstaklega upp. Samninganefnd
bænda undirritaði samninginn
með fyrirvara um samþykki aðal-
fundarins. Er samningurinn því
lagður fyrir fundinn til samþykkt-
ar eða synjunar.
„Samningurinn er engan veginn
nægjanleg tekjutrygging fyrir ís-
lenska bændur. Hann sýnir okkur
það að við þurfum að halda áfram
að auka tekjuöflun bændastéttar-
Samningurinn gildir fyrir næstu
tvö verðlagsár. Byggir hann á spá
um innanlandsneyslu og þeim fjár-
munum sem til ráðstöfunar eru til
útflutningsbóta samkvæmt lögun-
um um framleiðslu, verðlagningu
og sölu á búvörum. Útflutnings-
bæturnar fara eins og kunnugt er
stiglækkandi á næstu árum. Á
næsta verðlagsári, sem hefst 1.
september nk., er gert ráð fyrir
framleiðslu á 107 milljónum lítra
af mjólk og minnkun niður í 106
milljónir lítra á verðlagsárinu
1986-1987. Á sama hátt er gert ráð
fyrir 12.150 tonna framleiðslu af
kindakjöti og tilsvarandi af öðrum
sauðfjárafurðum á næsta verð-
lagsári og minnkun niður í 11.800
tonn verðlagsárið 1986-1987. Eins
og fram hefur komið í Morgun-
blaðinu felst í samningnum að
bændur verða að draga úr mjólk-
urframleiðslunni um 4 milljónir
lítra á næsta ári miðað við það sem
útlit er fyrir að framleitt verði í
ár, en kindakjötsframleiðslan
verður svipuð og var á síðasta ári.
Samningurinn er í 12 greinum
og honum fylgja tvær bókanir. 1
honum kemur m.a. fram að gert
innar," sagði Ingi Tryggvason er
hann kynnti samninginn. Nefndi
hann í því sambandi þörf á aukinni
fjölbreytni í atvinnu til sveita,
könnun á útflutningsmöguleikum
og áherslu á aukna hlutdeild hinn-
ar hefðbundnu búvöruframleiðslu
á innanlandsmarkaði.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra sagðist vonast til að með
framlögum úr Framleiðnisjóði
yrði sem minnst eða jafnvel engin
skerðing á framleiðslu þeirra
bænda sem eftir verða. Sagði hann
að það væri í samræmi við þann
tilgang laganna að gera búrekstur-
inn hagkvæman og afkomu bænda
betri.
Landbúnaðarráðherra gerði út-
flutningsmöguleika á dilkakjöti til
Bandaríkjanna að umtalsefni í
ræðu sinni. Hann sagði: „Nýstofn-
uð samtök sauðfjárbænda hafa
vakið athygli okkar á þeim mögu-
leikum sem kunna að vera til sölu
á dilkakjöti til Bandaríkjanna,
sérstaklega vegna þess að það er
framleitt í ómenguðu umhverfi."
Jón sagðist hafa óskað eftir því
að fá verkefnislýsingu vegna slíkr-
ar tilraunar. Þegar hún lægi fyrir
yrði athugað hvernig stuðla mætti
að því að þessi möguleiki verði
Fjörutíu ár eru nú liðin frá
stofnun Stéttarsambands bænda
og verður þess minnst hér á fund-
inum, m.a. með hátíðarhófi síðasta
fundardaginn. 48 fulltrúar, 2 úr
hverri sýslu landsins, sækja fund-
inn auk fjölda gesta. Meðal gesta
eru fulltrúar búgreinafélaganna
og fulltrúar frá bændasamtökum
hinna Norðurlandanna. Fundinum
lýkur á laugardag.
Sjá ræðu Inga Tryggvasonar á
bls. 26 og 27.
Fjórðungsþing Norðlendinga:
Umræður um há-
skóla á Akureyri
Laugum í Rejkjadal, 29. ágúst Frá blaðamanni Morgunblaösins Arnari Sigfússjni.
FJÓRÐUNGSÞING Norðlendinga hófst hér í dag klukkan 13.30. Helstu
mál þingsins eru atvinnu- og menntamál á Norðurlandi. Þá eru einnig til
umræðu tillögur frá Fjórðungsráði um ný lög fyrir sambandið. Helsta mark-
mið tillagnanna er að gera starfsemi sambandsins skilvirkari og léttari í
vöfum.
Aðalfundur SSA á Reyðarfirði:
„Verðum að stöðva fólksflótt-
ann til höfuðborgarsvæðisins
— segir Þorvaldur Jóhannsson, formaður SSA, í setningarræðu sinni
Egilsstöðum, 29. igúst
AÐALFUNDUR Sambands sveitar-
félaga á Austurlandi hófst á Reyðar-
fírði í dag. Fyrir fundinum liggja
fjölmörg mál, en tvö meginmálin eru
þó samstarf sveitarfélaga á Austur-
landi um verkmenntaskóla og
byggðamál frá sjónarhóli heima-
manna er ber yfírskriftina „Frá
orðum til athafna“.
Formaður SSA Þorvaldur Jó-
hannsson gat þess í setningarræðu
sinni að sveitarfélögin á Austur-
landi yrðu nú að sameinast gegn
þeirri óheillaþróun er fælist í sí-
auknu streymi fólks til höfuð-
borgarsvæðisins í kjölfar erfiðrar
stöðu undirstöðuatvinnuveganna
sjávarútvegs og landbúnaðar.
Leita verður leiða til að breyta
núverandi leikskipulagi, sem er
hreinn varnarleikur í stórsókn til
framfara í fjórðungnum, sagði
Þorvaldur.
Ennfremur lagði hann áherslu á
það í setningarræðu sinni, að sveit-
arfélögin fengju full yfirráð yfir
eigin tekjustofnum og sjálfsfor-
ræði yfir eigin málum en forsenda
þess væri sterk og samstæð heild
sveitarfélaga í fjórðungnum.
Að lokinni setningu voru lagðar
fram hinar ýmsu skýrslur stofn-
ana og nefnda er tengjast á einn
eða annan hátt störfum SSA. Síð-
an fluttu gestir aðalfundar ávörp.
Að kaffihléi loknu var tekið til við
umræður um samstarf sveitarfé-
laganna um verk- og tæknimennt-
un.
í kvöld verða svo byggðamál frá
sjónarhóli heimamanna á dagskrá,
auk þess sem Logi Kristjánsson
mun fjalla um tölvuþjónustu sveit-
arfélaganna. Aðalfundi SSA verð-
ur framhaldið á morgun, en honum
lýkur annað kvöld.
Ólafur
Formaður sambandsins, Helgi N.
Bergs á Akureyri, setti þingið og
bauð gesti velkomna. Fram kom í
ræðu hans að landsbyggðin hafi á
undanförnum árum farið mjög hall-
oka gagnvart Reykjavíkurvaldinu.
Kvað hann byggðastefnuna hafa
farið rækilega úrskeiðis og stærsta
verkefnið framundan væri að gera
sér grein fyrir hvað farið hefði af-
laga og leita í framhaldi af því nýrra
leiða til eflingar raunhæfrar
byggðastefnu.
Að lokinni ræðu hans voru starfs-
menn þingsins kosnir og gengið til
dagskrár. Félagsmálaráðherra
Alexander Stefánsson og Björn Frið-
finnsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, fluttu ávörp.
Framsögumenn gerðu grein fyrir
fjölmörgum tillögum og var þeim
vísað til nefnda þingsins. Þá flutti
Áskell Einarsson, framkvæmda-
stjóri sambandsins, skýrslu um
starfsemina á síðast aári.
Að loknu kaffihléi hófust umræð-
ur um menntamál á Norðurlandi.
Tryggvi Gíslason, skólameistari á
Akureyri, flutti framsöguerindi um
háskólakennslu á Akureyri. Urðu
allmiklar umræður í kölfar ræðu
Tryggva og voru ræðumenn á einu
máli um nauðsyn þess að hefja þessa
kennslu sem fyrst. Einar Páll Svav-
arsson, bæjarritari á Sauðárkróki,
flutti framsögu um rekstur fram-
haldsskóla og skiptingu kostnaðar
við hann milli ríkis og sveitarfélag-
ana. Trausti Þorsteinsson, skóla-
stjóri á Dalvík, ræddi um rekstur
grunnskóla og kom fram hjá honum
að hann væri þungur baggi á mörg-
um dreifbýlishreppum.
Madonna enn
í fyrsta sæti
Vinsældalisti rásar 2 var
valinn í gærkveldi. Hann lítur
þannig út:
1. (2. ) Into the Groove/Madonna.
2. (2. ) WeDon’tNeed AnotherHero/
TinaTurner.
3. (5. ) Tarsan Boy/Baltimore.
4. (- ) Dancing in the Street/David
Bowie —MickJagger.
5. (4. ) Money for Nothing/Dire
Straits.
6. (6. ) Á rauðu ljósi/Mannakorn.
7. (3. ) LivelsLive/Opus.
8. (13.) PeepingTom/RockwelI.
9. (9. ) Endless Road/Time Bandits.
10. (7. ) Hittlagið/Fásinna.