Morgunblaðið - 30.08.1985, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985
ÚTYARP / S JÓN VARP
Notað og nýtt
w
Eg hef víst áður hreyft því
áhugamáli mínu hér í dálki
að einhverjar þeirra myndskreyttu
barnasagna er sjá dagsins ljós i
söguhorninu á miðvikuduögum
verði gefnar út á bók eða í tíma-
riti. Það þykir víst ekki til fyrir-
myndar að tönglast stöðugt á þvf
sama, en blaðamenn eru nú einu
sinni undirorpnir hverfulleikanum
og þannig finnst þeim er hér ritar
að orðin á pappírnum lifni gjarnan
og deyji í senn. En þá er bara að
rifja upp gamlar hugmyndir sem
hafa þotið hjá í straumfalli tímans
og ljá þeim nýtt yfirbragð, þannig
að þær lifi kannski fæðingarstund-
ina. Finnst mér til dæmis ekki úr
vegi að gefa út sögu Sigrúnar
Guðjónsdóttur af: Rauða fiskinum
er heyra mátti nú á miðvikudag-
inn. Sjálf sagan var máski ekki
ýkja frumleg en myndskreyting
Sigrúnar tókst prýðilega og ekki
spillti ágætur lestur Ragnheiðar
Gestsdóttur, dóttur höfundar.
Slíkt samstarf mæðgna er reyndar
ekki einsdæmi i söguhorninu,
þannig minnist ég ágætrar sögu
Hjördísar Einarsdóttur skáld-
konu, er dóttir hennar, Lísbet
Guðjónsdóttir myndlistarkona
myndskreytti. Þessar sögur og
reyndar mun fleiri úr söguhorninu
eiga vissulega erindi á bók eða
snældu sem sjónvarpið gæti til
dæmis gefið 'ut i því skyni að afla
fjár til kaupa á barnaefni.
Sá blákaldi
En víkjum nú okkar kvæði i
kross, frá heimi barnsins að hinum
blákalda veruleika hins stóra
heims, en i fréttatíma rikisfjöl-
miðlanna er þeim skipt annars
vegar i hinn svokallaða innlenda
vettvang og svo þann erlenda. Af
innlendum vettvangi frétta mið-
vikudagsins vöktu tvö fréttaskot
einkum athygli mína. í fyrsta lagi
var sagt frá ráðningu varnarmála-
fulltrúa við varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins eða einsog
sagði í fréttinni ... skrifstofan
stefnir að því að hafa sérfræði-
menntaða menn um herfræðileg
málefni. Að minu mati er hér um
stórfrétt að ræða þvi nú er ætlun
okkar (slendinga að leggja nánast
visindalegt mat á hernaðarstöðu
okkar og hverfa þar með frá til-
finningabundinni (subjective) af-
stöðu til þessara mála. í hörðum
hernaðarheimi kunna slik vinnu-
brögð að vera lifsnauðsynleg smá-
þjóð er vill taka sjálfstæða afstöðu
til mála og skýra þá afstöðu fyrir
öðrum þjóðum. Mætti að ósekju
byggja opinberar umræður um
þessi mál öll á faglegra og vísinda-
legra grunni en lengi hefir tiðkast
einkum í ríkisfjölmiðlunum. Væri
vel hægt að koma sliku i kring án
þess að hér risi einhverskonar
hernaðarakademia eða liðsfor-
ingjaskóli.
Frétt 2
Önnur frétt af innlendum vett-
vangi vakti og athygli mina á
miðvikudaginn. Greindi hún frá
skemmdarverkum þeim er hafa
verið unnin á þyrlu Landhelgis-
gæslunnar. Páll Magnússon,
fréttamaður, sótti hart að for-
stjóra gæslunnar á vettvangi
skemmdarverkanna og neyddist
blessaður maðurinn loks til að
viðurkenna að sáralítil gæsla væri
á flugvallarsvæði þvi, er hýsti
þyrluflota Landhelgisgæslunnar.
Þetta kalla ég snöfurlega frétta-
mennsku er gæti jafnvel leitt til
þess að hlutlæg mat yrði lagt á
varnir Reykjavikurflugvallar. Sú
rannsókn mætti svo gjarnan bein-
ast að þvi að kanna varnir þeirra
er búa i næsta nágrenni við völlinn.
Varnarmál snerta hinn almenna
borgara nefninlega ekki bara i
mynd kjarnorkueldflauga heldur
líka í mynd járnfugla er nánast
skrapa hér húsþök dag hvern.
ÓlafurM.
Jóhannesson
Reynt að handsama kauða. Úr „Maöurinn i þakinu“.
Föstudagsmyndin:
Maðurinn á þakinu
■■■■ Föstudags-
OO 00 mynd sjón-
£í£í— varpsins heitir
Maðurinn á þakinu og er
gerð eftir skáldsögu
þeirra Sjöwall og Wahlöö.
Þessi mynd var sýnd í
kvikmyndahúsi hér í
Reykjavík fyrir nokkrum
árum og fékk þá mjög
góða dóma.
Myndin fjallar um
Erikson sem útvegar sér
byssu og kemur sér fyrir
uppi á stóru húsi í hjarta
Stokkhólmsborgar. Þaðan
fer hann svo að skjóta
lögregluþjóna.
Honum tekst fljótlega
að drepa tvo og slasa tvo
til viðbótar. Þá hefst lög-
reglan fyrir alvöru handa
um að ná honum niður og
gera óskaðlegan. En það
verður ekki léttur leikur,
því maðurinn á ekkert eft-
ir í lífinu nema einn riffil
og þrjár byssur. Honum
er skítsama um allt, nema
hann vill drepa eins
marga lögreglumenn og
hann getur áður en hann
verður handsamaður.
Hann heitir Erikson og
hafði einu sinni verið
lögga sjálfur.
Um aðalinn á Spáni
■■■■ Heldri manna
01 05 líf er á dagskrá
& A ““ sjónvarpsins í
kvöld. Að þessu sinni er
aðalsfólk á Spáni heim-
sótt.
Medinacelis-fjölskyldan
er af gríðarlega tignum
ættum. Hún er afsprengi
Borgias-ættarinnar, en
tveir páfar og þrír dýrl-
ingar hafa verið af þeirri
ætt. Þetta fólk lifir í
minningunni um 19. öld-
ina og hefur aðeins á yfir-
borðinu tileinkað sér siði
og hugsunarhátt nútíma-
manna.
Greifynja með fjölda
titla er höfuð fjölskyld-
unnar, á Spáni erfast titl-
arnir nefnilega ekki að-
eins í karllegg heldur í
kvenlegg líka.
Á síðustu öld átti
Medinacelis-fjölskyldan
um 750.000 ekrur lands á
Spáni. í dag er landið að
mestu horfið úr höndum
hennar, en fjöldi halla og
endalausir titlar er það
sem eftir er. Heimili fjöl-
skyldunnar í Sevilla
minnir á Márana og er
fullt af dýrgripum sem
fjölskyldunni hafa ásk-
otnast gegnum tíðina.
Það er svo margt að minnast á
■■■■ Torfi Jónsson
1 A 45 sér um þáttinn
1U— Það er svo
margt að minnast á, í út-
varpinu í dag. Torfi sagö-
ist, í samtali við Morgun-
blaðið, ætla að fjalla um
Guðmund Friðjónsson frá
Sandi og eiginkonu hans.
„Eg byggi þetta mest á
grein sem Hlöðver Hlöð-
versson skrifaði í Árbók
Þingeyinga um Guðmund,
það er að vísu alllöng
grein, en ég stytti hana
talsvert. Ennfremur verð-
ur talað nokkuð um konu
Guðmundar, en minn-
ingargrein um hana birt-
ist í tímaritinu Heima er
best, nokkru eftir að hún
dó.
Loks les ég kvæði eftir
Guðmund, sem hann orti
til konu sinnar og heitir
Litið um öxl.“
Simba fylgist með föður sínum smíða stólinn.
Simba og faðir hans
■■■■ Sjónvarpið sýn-
1 Q 25 >r ' kvöld mynd
— sem heitir
„Simba og faðir hans“.
Myndin fjallar um Simba,
sem er fimm ára og næst-
yngstur i fimm barna fjöl-
skyldu. Fjölskyldan býr í
austurhluta Zimbabwe.
Faðir Simba er snikkari
en það er ekki mikið upp
úr því að hafa ef engin
hefur ráð á að kaupa sér
húsgögn né búa þau til.
Efni myndarinnar er
dagurinn þegar loksins
kom einhver, sem hafði
efni á að kaupa stól.
„Simba og faðir hans“ er
gerð í tengslum við sölu á
þróunarlanda-almanaki
barnanna.
UTVARP
FÖSTUDAGUR
30. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Morgunútvarp. 7.20 Leik-
fimi. Tilkynningar.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
páttur Sigurðar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15
Veðurfregnir.
Morgunorð: — Þórhildur
Ólafs talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Glatt er I Glaumbæ" ettir
Guðjón Sveinsson. Jóna Þ.
Vernharðsdóttir les (3).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10. Í0 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr ). Tónleikar.
10.45 „Það er svo margt að
minnast á“. Torfi Jónsson
sér um þáttinn.
11.15 Morguntónleikar. Tónlist
eftir Tsjalkovskl, Liszt, Chop-
in og Schumann.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 „Nú brosir nóttin",
æviminningar Guðmundar
Einarssonar. Theódór Gunn-
laugsson skráði. Baldur
Pálmason les (3).
14.30 Miðdegistónleikar.
a. Sellókonsert I einum þætti
eftir Arthur Honegger. Milos
Sadlo og Tékkneska fllharm-
onlusveitin leika; Vaclav
Neumann stjórnar.
b. „Kijé liðþjálfi", svlta op.
60 eftir Sergej Prokofjeff.
Sinfónluhljómsveitin I Dallas
leikur; Eduardo Mata stjórn-
ar.
c. Atriði úr „Meyjaskemm-
unni" eftir Schubert/Berté.
Rudolf Schock, Renate
Holm, Karin Schock og fleiri
syngja með Sinfónluhljóm-
sveit Berllnar; Fried Walter
stjórnar.
15.15 Létt lög.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 A sautjándu stundu. Um-
sjón: Sigrlður Ó. Haralds-
dóttir og Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson.
17.00 Fréttir á ensku.
17.05 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir.
17 J5 Frá A til B. Létt spjall um
umteröarmál. Umsjón: Bjðrn |
M. Björgvinsson.
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til-
kynningar.
Daglegt mál. Guövaröur Már
Gunnlaugsson flytur þáttinn.
19.55 Lög unga fólksins. Þóra
Björg Thoroddsen kynnir.
20.35 Kvöldvaka.
a. Þilskipaútgerð á Norður-
landi (4). Jón frá Pálmholti
tekur saman og les.
b. Skotist inn á skáldaþing.
Ragnar Agústsson fer með
stökur um hesta.
c. Kórsöngur. Kirkjukór
Hveragerðis og Kotstranda-
sókna syngur undir stjórn
Jóns Hjörleifs Jónssonar.
d. Sigmundur læknir. Agúst
Vigfússon les frumsaminn
frásöguþátt. Umsjón: Helga
Agústsdóttir.
21.25 Frá tónskáldum. Atli
Heimir Sveinsson kynnir
„Kóplon" eftir Fjölni Stef-
ánsson.
22.00 Hestar. Þáttur um hesta-
mennsku I umsjá Ernu Arn-
ardóttur.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Ur blöndukútnum. —
Sverrir Páll Erlendsson.
RÚVAK.
23.15 Frá hátiöartónleikum I
Bayreuth I mal sl. Flytjendur:
Viktor Lukas, Angelika Luz,
Cornelia Kallisch, Otto Wint-
er og kammersveit Viktors
Lukas.
a. Concerto grosso I h-moll
op. 6 nr. 12 eftir Georg
Friedrich Hándel.
SJÓNVARP
19.15 A döfinni
Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson
19.25 Taktu nú eftir, Simba
(Ser du efter, Simba?)
Dönsk barnamynd um fimm
ára dreng og pabba hans en
þeir feðgar eiga heima I Afr-
ikurlkinu Zimbabwe.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Skonrokk
Umsjónarmenn Haraldur
FÖSTUDAGUR
30. ágúst
Þorsteinsson og Tómas
Bjarnason.
21.05 Heldri manna llf
(Aristocrats)
Fimmti þáttur
Breskur heimildamynaflokk-
ur I sex þáttum um aðals-
menn I Evrópu.
I þessum þætti kynnumst við
Medinaceli aðalsættinni á
Spáni og litumst um á heimilí
fjölskyldunnar í Sevilla.
Þýöandi Ragna Ragnars.
22.00 Maðurinn á þakinu
(Mannen pá taket)
Sænsk blómynd frá 1976,
gerð eftir samnefndri saka-
málasögu eftir Maj Sjðwall
og Per Wahlöö.
Leikstjóri Bo Widerberg.
Aðalhlutverk: Carl Gustaf
Lindstedt, Sven Wollter,
Thomas Hellberg, Hákan
Serner, Birgitta Valberg og
Eva Remaeus.
Lögregluforingi er myrtur og
Martin Beck tekur þátt I leit-
inni að morðingjanum. Hann
finnst á húsþaki þar sem
hann reynist ekki auðsóttur.
Myndin er ekki við hæfi
barna.
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
23.50 Fréttir i dagskrárlok
b. „Flýið burt, sorgaskugg-
ar“, kantata nr. 202 eftir Jo-
hann Sebastian Bach.
c. Tokkata, adagio og fúga I
C-dúr eftir Johann Sebastian
Bach
d. „Salve Regina" eftir Dom-
enico Scarlatti.
e. Þrjú stutt orgelverk eftir
Domenico Scarlatti.
f. Óbókonsert I g-moll eftir
Johann Sebastian Bach.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnendur: Asgeir Tómas-
son og Páll Þorsteinsson.
14.00—16.00 Pósthólfið
Stjórnandi: Valdis Gunnars-
dóttir.
16.00—18.00 Léttir sprettir
Stjórnandi: Jón Ólafsson.
Þriggja mlnútna fréttir sagð-
ar klukkan: 11:00, 15:00,
16:00 og 17:00.
20.00—21.00 Lög og lausnir
Spurningaþáttur um tónlist.
Stjórnandi: Siguröur Blöndal
21.00—22.00 Bögur
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir
22.00—23.00 A svörtu nótun-
um
Stjórnandi: Pétur Steinn
Guðmundsson.
23.15—03.00 Næturvaktin
Stjórnendur: Vignir Svelns-
son og Þorgeir Astvaldsson.
(Rásirnar samtengdar að
lr\l/irtr-ti Hanclrrá