Morgunblaðið - 30.08.1985, Page 13

Morgunblaðið - 30.08.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1985 13 A laugardegi Myndlist Valtýr Pétursson Hér verður i stuttu máli minnst á þrjár sýningar sem urðu á vegi mínum síðastliðinn laugardag. Fyrst skal minnast á Opið hús hjá heiðarbúa íslenskrar myndlistar. Þar á ég við Jón Baldvinsson, sem byggt hefur upp við heiði og þannig tekið heiðarnar í notkun fyrir list- ina. Hann nefnir vinnustofu og heimili sitt Gallerí Heiðarás, nafn- gift sem er dregin af götuheitinu. Jón sýnir á veggjum hjá sér nokkr- ar stórar og myndarlegar kompósit- ionir, landslag og fígúrur. Það er nokkur breyting frá fyrri myndum frá Jóni og ef til vill er hann að byrja endurnýjun á málverki sinu. Salurinn er nú nafnið á sýningar- staðnum að Vesturgötu 3, en áður var mjög líflegt og skemmtilegt nafn á staðnum, sem ljómaði af æskufjöri og sómdi sér betur en hið hversdaglega heiti Salurinn. Hvað um það, þar er á ferð ungur maður, sem stundað hefur nám að undan- förnu erlendis og er nú með sina fyrstu einkasýningu hér á landi. Hann heitir Gunnar Karlsson og er auðsjáanlega ekki enn tilbúinn að gera sig gildandi á hinni vand- rötuðu leið listarinnar. Ætli væri ekki sanngjarnt að segja að þessi sýning sé hvergi timabær og við- fangsefnin ofviða þessum unga listamanni. Það er óþarfi að vera með hrakspár eða ausa úr skálum reiði sinnar, koma timar og koma ráð. Nokkrir Hjalteyringar heitir samsýning sem er i Nýlistasafninu þessa dagana. Þar er á ferð hópur af útlendingum og ein íslensk kona. Þarna er um konsept sýningu að ræða, en konsept var i eitt sinn framúrstefna en er nú engin nýjung lengur. Þarna eru málverk, skúlpt- úrar og ljósmyndir og sýndar lit- skyííKnur. Margt fleira er þarna á veggjum svo sem málaðir steinar sem gefa hugmynd um snæviþakin fjöll. Þarna er einn galli, sýningar- skrá er af skornum skammti og erfitt að átta sig á hver er hvað. Það er sjálfsagt ýmislegt athyglis- vert á þessari samsýningu en ef til vill er þaö merkilegasta við þessa sýningu að allur hópurinn hefur dvalið norður á Hjalteyri og notið kyrrðar og yndisþokka Eyjafjarðar og þar hafa þessi verk orðið til. Þvi má bæta hér við í lokin, að nútíminr er á fleygiferð og stefnur og ismar í listum koma og fara fljótar en margur gerir sér grein fyrir. Þetta kemur ósjálfrátt i hugann, þegar sýning sem þessi er skoðuð. H öföar til fóllöíöllum starfsgreinum! ESAB Rafsuóutæki vír og fylgihlutir Nánast allt til rafsuðu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæðum og góðri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2, SIMI 24260 ESAB Flísar flísaefni verkfæri Komið í sýningarsal okkar og skoðið möguleikana á notkun Höganás flísa í húsið. Veljið síðan Höganás fyrirmynd annarraflísa = HÉÐINN = SEUAVEQ 2, REVKJAVIK ÞEGAR ÞÚ KAUPIR NÝJAN BÍL? Þegar þú kaupir nýjan bíl, þá er eíns gott að hafa það í huga að einhvern tíma kann að koma að því, að þú þurfir á varahlutum að halda. Þú gætír lent í óhappi, bíllínn skemmst í árekstri, eða smábílanír átt sér stað, þannig að varahluta sé þörf. Þess vegna er áríðandi, þegar nýr bíll er valínn að bera ekki bara saman bíla, heldur einnig varahlutaþjónustu og verð varahluta hjá umboðinu. Ófáir eigendur nýrra bíla hafa vegna árekstra eða annarra óhappa þurft að kaupa varahlutí á óheyrílegu verðí. Við hjá Bílaborg h/f höfum jafnan kappkostað að halda niðri verði, ekki bara á nýjum bílum, heldur líka á varahlutum. Hér að neðan nefnum við dæmí um verð varahluta í nokkrar gerðir MAZDA bíla: Frambretti á MAZDA 323 ’81—'85 kostar 5.240 krónur. Hvað kostar frambretti á bílinn þinn? Bremsubordar í MAZDA 323 kosta '708 krónur. Hvað kosta bremsuborðar í bílínn þinn? Gríll á MAZDA 323 ’81-’82 kostar 1.463 krónur. Hvað kostar grill á bílinn þinn? Fústkerfí í MAZDA 323 77—80 •i kostar 3.695 krónur. Hvað kostar pústkerfi í bílinn þinn? Kúplingsdiskur í MAZDA 323 kostar 972 krónur. Hvað kostar kúplingsdiskur í bilinn þinn? á MAZDA 626 '83-85 kostar 2.148 krónur. Hvað kostar framljós á bílinn þinn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.